Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 27
Virkið á Borgarfjalli i Túnsbergi eins og
menn telja, að það hafi litið út um 1300.
<-----------------------
Ráðstefnustarfið skiptist i tvo megin-
hluta, annars vegar greinargerðir höf-
unda og almennar umræður um hin
margvislegustu efni, tengd konungasög-
um, og hins vegar skoðunar- og kynnis-
ferðir. Lagðir voru fram meira en 20
fyrirlestrar, þar af 3 af hálfu Islendinga.
Bjarni Guðnason pröfessor talaði um
svo kallað Hryggjarstykki. Það var ein
hin elzta konungasaga, ritað skömmu eft-
ir miðja 12. öld af óþekktum höfundi, Eir-
íki Oddssyni. Ritið er ekki til lengur i upp-
haflegri mynd, en efni þess kemur m.a.
fram i Heimskringlu Snorra Sturlusonar.
I Hryggjarstykki var mikið sagt frá
Sigurði slembi sem var einn af mörgum
norskum „konungsefnum” þótt ýmsir
efuðust um að hann væri konungborinn i
raun og veru. Lauk svo að hann var tek-
inn af lifi með grimmilegum hætti árið
1139. Bjarni telur, að Hryggjarstykki hafi
að nokkru leyti verið samið i þvi skyni að
koma Sigurði Slembi i dýrlingatölu. Einn-
ig telur Bjarni, að Saxi hafi beint eða
óbeint notað Hryggjarstykki i hinni miklu
Danmerkursögu sinni.
Björn Sigfússon, fyrrverandi háskóla-
bókavörður, talaði um sögurnar og hug-
myndir manna um konungdóminn á ár-
unum 1280-1320.
Jónas Kristjánsson, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar, fjallaði um
s'vo nefnda Helgisögu af Ólafi helga
Noregskonungi, er féll á Stiklastöðum
árið 1030 sem kunnugt er. Menn hafa velt
þvi fyrir sér hvaðan ýmislegt efni sögunn-
ar muni ver komið. Meðal heimilda henn-
ar er svonefnd Elzta saga ólafs helga sem
aðeins er til i brotum. Jónas kemst að
þeirri niðurstöðú, að efni Helgisögunnar
sé að mestu leyti komið frá Elztu sögu
meðan hún var heil. Af þvi leiðir, að
Helgisagan er i rauninni eldra rit en ýms-
ir hafa talið og að meginhluta byggð á
islenzkum og norskum munnmælasögum.
Hér skal aðeins getið þriggja erlendra
fræðimanna er fyrirlestra áttu á ráðstefn-
unni.
Sænski fræðimaðurinn Peter Hallberg
hefur látið mikið til sin taka á sviði is-
lenzkra fræða. Hefur hann m.a. skrifað
bækur um Halldor Laxness og verk hans,
en einnig hefur hann fjalíað mikið um
islenzk fornrit. Meðal annars hefur hann
rennt stoðum undir þá kenningu að Snorri
Sturluson hafi skrifað Egilssögu. Aðferð
Hallbergs er sú að telja ákveðin orð og
orðasambönd i ýmsum fornsögum, m.a. i
Heimskringlu og Eglu. Telur hann sig
finna svo miklar samsvaranir á milli
Heimskringlu og Eglu að báðar hljóti að
vera verk sama höfundar. En fyrirlestur
Hallbergs var um hlutverk beinnar ræðu
og samtala I þrem gerðum ölafs sögu
helga, þ.e. i Fagurskinnu, Heimskringlu
og Helgisögunni. Snorri kann ákaflega vel
með slikt aðfara, og notar það m.a. oft til
að veita yfirsýn yfir liðna tið.
Richard Perkins frá Englandi kom
fram með þá hugmynd að dróttkvæður
háttur ætti uppruna sinn að rekja til
róðrarsöngva. Benti hann m.a. á visu eina
i Bjarnar sögu Hitdælakappa: „Hristi
handar fasta” o.s.frv. sem bæri þess
merki að hafa verið notuð sem róðrar-
söngur. Einnig taldi hann, að efni sumra
dróttkvæðra visna mætti finna i visum,
sem enginn efaðist um að væru vinnu- og
róðrarsöngvar.
Þá flutti Sverre Marstrander, prófessor
i fornleifafræði við Oslóarháskóla, itar-
legterindium minjar sem við tslendingar
erum snauðir af, nefnilega hauga þá á
Vestfold, sem fyrrum voru grafir kon-
unga eba konungsborins fjólks, liklega af
Ynglingaætt. Það tiðkaðist i heiðnum
sið að grafa alls kyns hluti i jörð meb látn-
um mönnum, og var þá oft ekki til sparað
ef um tiginborib fólk var að ræða. Það
merkilegasta sem grafið hefur verið úr
þessum haugum eru skip, en hins vegar
urðu haugarnir forðum mjög fyrir barð-
inu á ræningjum, og þvi hefur litið sem
ekkert dýrmæti úr málmi fundizt i þeim.
Daginn eftir fyrirlestur Marstranders
---------------------^
Hér sjást þátttakendur ganga upp á einn
haugana á Borre.
k