Heimilistíminn - 28.10.1976, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 28.10.1976, Blaðsíða 14
hennar jafningi i músaveiðum og þið ættuð að sjá hana hremma fugla! Smáfugla borðar hún með alveg sérstakri ánægju”. Þessar upplýsingar komu hópnum i uppnám. Sumir fuglanna tóku strax á rás. Gamall hrossagaukur hnýtti hálsklútinn sinn mjög vandlega og sagði: „Ég verð að flýta mér heim: kvöldloftið er óhollt fyrir háisinn”.Litill kanarifugl kallaði til unganna sinna „Komið þið nú börnin min, þið ættu að vera háttuð fyrir löngu!” Dýrin fóru nú öll i burtu og töldu fram hinar og þessar ástæður. Lisa litla var nú aftur einsömul. „Bara að ég hefði ekki farið að tala um Dinu”, sagði hún raunalega. „Engum virðist um hana gefið hér niðri og þó er ég viss um að hún er bezta kisa i heimi. — Dina min bezta! Skyldi ég nokkurn tima sjá þig framar!” Nú fór Lisa aftur að skæla þvi að hún var svo ein- mana og yfirgefin. Eftir skamma stund heyrði hún fótatak i fjarska. Hún leit upp glaðari i bragði þvi að hún var hálfpartinn að vona að músinni hefði snúizt hugur og að hún myndi koma og ljúka sögu sinni. Sá galli er á hitaeiningum aö þær smakkast betur en fjörefni. Þaö er slæmt aö vera á milli tannanna á fólki, en þó er enn verra aö vera þaö ekki. Heilbrigö skynsemi er eölishvöt... mikiö af henni er snilligáfa. ★ Sumir stjórnmálamenn vita ekki I hvorn fótinn þeir eiga aö stiga. * Sá sem ekki gerir mistök, gerir venju- lega ekki handtak. Ef þú lánar vini þinum 100 kr, og sérö hann ekki áftur er þaö sannarlega hundraö krönanna viröi. ★ Sumir trúa á drauma, þangaö til þeir kvænast einum þeirra. ★ Til þess aö geta skoraö, veröuröu aö hafa mark. ★ A sælueyju einni I Suöurhöfum er hvorki útvarp, skattar, útgjöld, lög- regla, föt... eöa ibúar. ★ Sá sem er fjarverandi er aldrei galla- laus... sá sem er nærstaddur hefur alltaf eitthvaö sér til afsökunar. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.