Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur, Ég leita til þin núna af þvi aö ég er i neyð. Ég er 16 ára og þvl eðlilegt, að ég sé með strákum, og ég er ekki. feimin við það. En ég er það feimin, að ég get ekki spurt bara næstu manneskju um það, sem ég ætla að biðja þig að veita mér upplýsingar um núna. 1. Hvað má líða langur timi frá þvi maður sefur hjá strák og þar til maður tekur (I fyrsta sinn) pilluna? 2. Þegar maður hættir á henni aftur, hvaö verður að liða langur tfmi frá þvi ég svaf hjá strák slðast? 3. Endurtckur þetta sig svo bara næst, eða verður þetta eitthvað ööru vfsi þá? 4. Hvernig eiga vatnsmerkiö og krabb- inn saman? Hvaöa merki á bezt við krabbann? Þin þakklát.... 16. vandi sumarsins. Vinkona góð, Mér finnst einhvern veginn, aö þaö gæti misskilnings hjá þér varðandi pilluna. Þú virðist halda, að taka éigi pilluna eftir að fólk hefur haft samfar- ir, og þá verki hún. Það er ekki rétt. Pilluna verður aö taka stöðugt, sam- kvæmt þvi sem á umbúöunum stendur i hverju tilfelli, og ekkert þýðir að byrja að taka hana eftir á. Landlæknisembættið hefur gefið út bækling, sem heitir Spurningar og svör um pilluna. Þar segir m.a.: Nokkrar ólikar tegundir pillunnar eru til. Ennfremur segir þar, að pillan sé venjulega tekin ein á dag i 21 dag, og siðan sé hvild i viku, þ.e. þá er engin pilla tekin. Pillan er sögð örugg frá fyrsta degi, nema fyrstu 14 dagana þegar hún er tekin i fyrsta skipti. t fyrsta skipti á að byrja að taka hana nokkrum dögum eftir blæðingar, en nákvæmar leið- beiningar um allt þetta standa á um- búðunum, og bezt að fara eftir þeim, svo ekki verði nein mistök. Þá má geta þess, að pillan hefur áhrif þá 7 daga, sem liða milli mánaöarskammta, svo fremi að byrjað sé á nýjum skammti strax á áttunda degi. Sé það ekki gert er sá möguleiki fyrir hendi, að egg, sem e.t.v. losnar strax eftir þessa 7 fri- daga, frjóvgist af sæði frá samförum, sem átt hafa sér stað þessa 7 uníræddu daga, þvi að sæðið getur lifað I konunni allt að 5 sólarhringa. Ef gleymist að taka pilluna i allt að 48 klukkustundir eða lengur minnkar hórmónamagn likamans og egglos getur orðið. Engu að siöur á að halda áfram að taka pilluna og ljúka mánaðarskammtinum, en nota aðrar varnir samhliða. Þið, sem hafið einhverjar áhyggjur af þessum málum ættuð að tala við heimilislækni, skólalækni eða skóla- hjúkrunarkonur. Þetta fólk mun áreiðanlega ráða ykkur heilt. I Reykjavik er svo starfandi ráðlegg- ingarstöð i Heilsuverndarstööinni viö Barónsstig. Hringið i Heilsuverndar- stöðina og fáið nákvæmar upplýsingar um það, hvenær hægt er að hitta starfsfólk þessarar stöðvar. Og svo eru það stjörnumerkin. Vatnsberi og krabbi ku ekki eiga saman. Krabban- um hæfir bezt fiskur eöa sporðdreki. Kæri Alvitur, Viltu svara þessari spurningu fyrir mig? Hvar á Shaun Cassidy heima? Silla. Þvi miður Silla veit ég ekki ná- kvæmlega hvar Shaun á heima, en hann er nýfluttur i hús sitt i Beverley Hills i Hollywood. Meira vitum við ekki enn sem komið er. Meðal efnis í þessu blaði: Olympiuleikarnir í Moskvu............bls. 4 Teddy Kennedy á sjó..................bls. 8 Joan Baes í Sovétríkjunum............bls. 13 Orslit i keppninni um týndu endurnar....................bls. 14 Alpafjólan...........................bls. 15 Krakkapeysa.........................bls. 17 Súkkulaðiábætir................... bls. 19 Mata-Hari —njósnarinn frægi....... bls. 20 Tuskudúkkur og borð ipilsi..........bls. 26 Hljóðfærasmíði......................bls. 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.