Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna um megin: 4,4,5 (4,5,5) 4,5,5 (5,5,5) 5,5,6 lykkjur. Eftirstandandi lykkjur: 14 (14) 16 (16) 16 eru siöan felldar af. Vinstra framstykki fyrir stiílkur, hægra ef um drengjapeysuer aö ræöa: Fitjiö upp 30 ( 32) 34 (36 ) 36 lykkjur meðstrofflitnum og á prjóna nr. 3 1/2: pr jóniðstroffiö eins og á bakinu. Skipt- ið yfir i aðallitinn og prjóna nr. 4 1/2. Prjóniö nú sléttaprjón nema fjórtán fyrstu lykkjurnar við barminn, sem prjónaðar eru með garðaprjóni. Á fyrsta pr jóni er aukið i 1 lykkju fyrir stærðir 1, 2 og fimm ára. Þegar prjónaðir hafa verið sex prjónar á hægra stykki fyrir drengi og sjö prjónar á vinstra stykki fyrir stúlkur prjónar maður 14 fremstu lykkjurnar og snýr við og prjónartil baka. Prjónið svo 6 prjóna áfram allar lykkjur, siðan tvo prjóna aöeins yfir garðaprjóns- lykkjurnar og þetta er endurtekið til skiptis til þess að framstykkið verði ekki of þröngt. Aukið i á hliðunum eins og á bakstykkinu og þegar stykkið mælist frá neðstu brún 18 (21) 24 (25) 26 lykkjur er fellt af fyrir handveg i byrjun hvers prjóns frá hliðinni: 4,1,1 (4,2,1) 4,2,1 (4,2.1,1) 4,2.1,1 lykkja Þeg ar stykkiðerorðið25(29) 33(35) 37 cm er fellt af fyrir hálsmálinu að framan: fyrst einusinni 10 (10) 11 (11) 11 lykkj- ur siðan 1 lykkja á hverjum prjóni,2 sinnum og 1 lykkja á öðrum hvorum prjóni tvisvar sinnum, 13 (14) 14 (15) 16 lykkjur eru eftir á öxlinni. Þegar stykkiðer orðið jafnhátt og bakstykkið er felit af fyrir öxlinni frá ytri brún á sama hátt og á bakinu. Gerið ráð fyrir fjórum hnappapörum, fyrstu tveimur 2 1/2 cm frá neðstu brún, og siðustu tveimur 1 cm frá fyrstu úrfellingu i hálsinn, afgangnum er dreift jafnt. Hitt frainstykkiö prjóniðþið á sama hátt með hnappagötum: prjónið 2 lykkjur frá yztu brún að framan, fellið af 21ykkjur, prjónið6lykkjurfelliðaf 2 lykkjur, og prjónið Ut prjóninn. A næsta prjóni er bætt við tveimur lykkj- um þar sem hinar voru áður felldar af. Ermar: Fitjið upp 28 ( 28 ) 30 ( 30 ) 32 lykkjur meðstrofflitnum á prjóna nr. 3 l/2ogprjónið 5 cm stroff. Skiptið yfir i aðallit og prjóna nr. 4 1/2 ogprjónið sléttaprjónog aukið 4 lykkjur f á fyrsta prjóni. Aukið ennfremur llykkjui inn- an við fyrstu tvær lykkjur hvorum megin á sjötta hverjum prjóni þar til komnar eru 40 (42) 44 (46) 48 lykkjur. Þegar ermin erorðin 18 (20) 22 (24) 26 cm er fellt af fyrir handveginn: 4 lykkjur hvorum megin. Fellið enn- fremur 1 lykkju af hvorum megin á öðrum hverjum prjóni þar til ermin mælist 24 (26) 28 (31) 33 cm og siöan á hverjum prjóni fimm sinnum. Fellið af allar lykkjur. Kraginn : Fit jið upp 66 (66) 70 (70) 74 lykkjur með strofflitnum áprjóna nr. 3 1/2, prjónið slétt og brugðið 2 sl. og tvær brugðnar, byrjið 1. prjón með tveimur sléttum. Prjónið tvær yztu lykkjurnar hvorum megin með garða- prjóni. Þegar kraginn er 6 (7) 7 (7) 8 cm breiður er fellt af á röngunni. Brjótið inn i garðaprjónslykkjurnar báðum megin og saumið þær fastar niður. Við það verður kraginn fallegri að framan. Saumiðsvo peysuna saman og festið hnappana. Svo eru brjóstvasarnir. Fitjið upp 16 lykkjur. Prjónið vasann meðsléttu og brugðnu og hafið hann 6 (7) 8 (9) 10 cm háan. Saumið vasana svo á brjóstið, þar sem ykkur finnst þeir fara bezt i samræmi við hæð barnsins.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.