Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 9
Teddy hefur mikla ánægju af þvl að synda eins og reyndar fiestir úr Kennedy-fjöl- skyldunni. honum árið 1973 til þess að stööva út- breiðslu beinkrabba sem hann þjáðist af. Sumir ferðamennirnir á skipinu héldu þó að hann hefði misst fótinn I bilslysi. — Quel dommage! — en þau vandræði! sagði kona frá Paris. Þegar skipið hafði viðkomu i Egyptalandi og i Israel vakti þaö furðu Teddys að börn komu hlaupandi til hans og reyndu að snerta gerfifótinn. — Þau höfðu aldrei séð neitt þessu likt áður. En hann hafði engan tima til þess að láta vorkenna sér. — Þessir gerfifætur eiga að endast manni allt lifið en ég slit einum á ári, sagði hann. Hann tók fótinn af sér þegar hann var að æfa sig i sund- laug skipsins. — Hann er svo klaufalegur þegar hann er að hökta þetta um á þil- farinu sagði þjálfarinn hans — en þegar hann er kominn út I er hann likastur fiski svo fimur er hann, sagði hann með aðdá- un. — Já og vitið þið hvað. Þessi drengur brosir meira að segja niðri i vatninu og það hef ég aldrei séð nokkurn mann gera áður. Það lá við árekstrum um borð i skipinu fyrst eftir að Ted og skólafélagi hans frá St. Alban Adám Randolph komu um borð vegna þess hve illa þeir gengu um her- bergi sitt. Brytinn mótmælti harðlega og endirinn varð sá, að skipstjórinn Jean Marie Guillou kallaði drengina til sin og veitti þeim áminningu. Eftir að hafa talað við Teddy sagði hann: — Ég hef aldrei hitt fyrir neinn úr Kennedyfjölskyldunni áður en ef hún er öll eins og þessi drengur, þá skil ég hvers vegna hún er talin svona óvenjuleg. Teddy sagði frá þvl að amma hans, Rose hefði vonazt til þess að hann læröi ofurlitið I frönsku á meöan hann væri um borð i skipinu. — Hún elur með sér þær vonir að ég eigi eftir að verða mikill málamaður sagði hann, en þaö gætti efa- semda i röddinni. En áður en sumariö var liðið höfðu aörir hæfileikar Teddys komið greinilega fram. Hann átti að skemmta farþegunum og gerði það m.a. meö þvi að syngja fyrir þá ,,Tonight” og þaö gerði hann svo vel að fagnaöarlátunum ætlaði aldrei að linna. Fyrir kom aö pilturinn varö alvarlegur og hugsandi, og það meira að segja svo að varla var hægt að búast við sllku af dreng áhansaldri. Þá sagöi hann t.d.: — Mérer rétt að byrja aö verða ljóst hvað það þýðir I raun og veru að vera Kennedy. Það er nefnilega til fólk sem hatar Kennedy-ana rétt eins og til er fólk sem elskar þá. Og hvað skyldi honum svo hafa fundizt um Frakka. — Jú, þeir eru alltaf aö vélta þvi fyrir sér hvað öðrum finnst um þá. Eða er ekki svo? Fólk hefur næg vandamál þó það sé ekki að bæta nýjum vandamálum viö með slikum hugsunum! Maður veröur bara að sætta sig við að vera það sem maður er. Þfb 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.