Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 6
Hamarshöggin heyrast langt að, og neistar fljúga i kring um logsuðumennina, sem eru við vinnu i Moskvu, Tallinn, Kiev, Leningrad og Minsk, en i öllum þessum borgum er unnið af kappi við að undirbúa Olympiuleikana, sem þarna fara fram árið 1980. hryðjuverk á borð við þau sem áttu sér staö 1 Munchen, geti endurtekið sig hér. I rauninni velta vestrænir erindrekar þvl fyrir sér, hvort ekki sé nú verið að sauma aðhinum ýmsu andófsmönnum, til þess eins að hreinsa andrúmsloftið, og til þess að þeim takist ekki að nota þá at- hygli, sem mun beinast að Sovétrríkjun- um til hluta.sem menn væru ekki ánægðir með þar i landi. Taliö er vist, að KGB hafi ekki mikla löngun til þess að þessir menn nái sam- bandi við þann fjölda erlendra ferða- manna, sem trúlega mun koma til lands- ins I sambandi við leikana. Vesturlandabúar spyrja margra spurn- inga I sambandi við leikana, og hér eru svörin, sem fengizt hafa: — Geta Sovétmenn raunverulega lokið öllum undirbúningi á réttum tima? Já, það geta þeir. 1 þessu þjóðfélagi hafa leikarnir fengiö algjöran forgang. Anatoly Doubovsky, einn af forsvars- mönnum undirbúningsnefndarinnar, sagði nýlega i viðtali, að til skamms tima hefði vantaö um 15 þúsund bygginga- verkamenn til þess aö vinna við fram- kvæmdirnar. — En lausn hefur fengizt á því vandamáli, sagöi hann. Annað hvort fundust þessir menn ein- hvers staöar, eða kallaðir voru til vinn- unnar liðsmenn úr byggingasveitum so- vézka hersins. Verið er að byggja nýja flugstöð í Moskvu, nýja neðanjarðar- braut, nýjá vegi,ný hótel, og þaöer meira að segja verið aö sauma nýja búninga fyr- ir leigubilstjórana, og i undirbúningi eru tungumálanámskeiö fyrir þá. Nokkur hægagangur var við byggingu Luzhniki-leikvangsins á slöasta ári, en slðan hafa framkvæmdir gengið eölilega að þvi er bezt verður séö. — Getur hver sem er komiö til landsins til þess að fylgjast með leikunum? Reiknað er með aö um 300 þúsund ferðamönnum verði hleypt inn I landið á meðan á leikunum stendur, auk 12 þúsund 6 starfsmannaog Iþróttamanna, 3000gesta, 7.400 blaða og fréttamanna ogað lokum er búizt viö aö til leikanna komi um 300 þús- und Sovétmenn. Opinberir aðilar segja, að talan „600 þúsund ferðamenn” sé komin frá alþjóð- legu Olympíunefndinni, en vestrænir aðil- ar halda þvi fram, að nefndin hafi einung- is samþykkt tölu, sem Sovétmenn hafi sjálfir lagt fram. í janúar i vetur sagði sovézkur Olymplumaöur, að varla yröi hægt að taka á móti öllum, sem koma vildu. So- vétmenn telja töluna 600 þúsund sam- bærilega við 268 þúsund, sem fóru til Mon- treal áriö 1976 og 800 þúsund, sem komu til Munchen áriö 1972, en þeir benda á, aö mun auöveldara hafi verið aö komast þangað fyrir ferðamenn. — Verða ákveðinlönd Utilokuð frá leik- unum vegna þess að Sovétmönnum fellur ekki við pólitiska afstöðu þeirra? Ekki verður öörum löndum bönnuð þátttaka, en sem Alþjóöaólymplunefndin bannar sjálf. Sem dæmi má nefna: Rhó- desiu, ogKInverska alþýðulýðveldið. Allir sem aöild eiga að Alþjóðaolympiunefnd- inni mega koma. — Ef ég nú kæmi, gæti ég þá fengiö marga miöa? Oghvað mikiö myndu þeir kosta? Sagt hefur verið, að 450 þúsund miöar veröi á boöstólum daglega, og um 125 þús- und verði ætlaðir útlendingum sérstak- lega. Miðað er að þvi, að sérhver feröa- maður geti fengiö einn miða á hverjum degi auk miða í ballettinn, leikhús og svo framvegis þann sama dag. Ekki hefur,verið ákveðið, hvað miðarn- ir munu kosta, en talið er,aðgengiö verði fráþvI,,Iárslok,” sagöi Doubovsky. Hann segir, að gestir hafi einungis getað keypt þrjá miða á alla leikana. — Hvaö um hótel? Hvar getum við bú- ið? Menn eru óendanlega bjartsýnir á að nóg veröi af hótelherbergjum, en vest- rænir fúlltrúar I Moskvu geta þó ekki fengið nægar upplýsingar til þess að stað- festa þetta. Vladimir Promyslov, borgarstjóri I Moskvu, segir, aö nú þegar séu fy rir hendi 80 þúsund hótel-rúm, og verið sé aö bæta við 25þúsundrúmum. Tiu þúsund þessara rúma verða I fimm nýjum 32 hæða bygg- ingum, sem verið er að reisa i Izmailovo garðinum I Moskvu. Þá býður borgin upp á 120 þúsund Ibúö- ir, þar á meðal stúdentagarða, segir Promyslov. Ekki er hægt aö fá upplýsing- ar um það, hversu mörg ný hótel veröa byggð. Yfir 2500 ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára munu geta dvalizt á æskulýðsbúðum Olympluleikana I Moskvu. — Getéglíka ferðazt til annarra staða I Sovétrlkjunum fyrir eða eftir leikana? Menn segja, aö það myndi gleðja þá mikið. Reiknað er meö að hinn almenni gestur muni dveljast I Moskvu I sjö til átta daga, og fara siðan I ferð um „hinn gullna hring” en það eru nlu elleftu og tólftu ald- ar borgir umhverfis Moskvu, þar sem segja má aö vagga rússneskrar menning- ar hafi staðiö. Þar á meöal eru Zagorsk, Vladimir, Suzdal og Yaroslavl. — Verður hugsað vel um iþróttamenn- ina? Bygging Olympiu-þorpsins, sem er um 20minútna akstur frá Leninhæðum, er vel á veg komin. Ætlunin er aö reisa þar 18 blokkir, sem hver um sig verður 16 hæðir. Fimm blokkirhafa þegar veriö reistar, og unnið er aö smlði þriggja. Tveir iþróttamenn verða saman I her- bergi, og þeir munu hafa aðgang að

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.