Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 32
Sagan um Tóta og systkin hans Anna son, sem þau að sjálfsögðu nefndu Har- ald. Eirikur var hreykinn eins og hani. ,,Sonur minn, Haraldur hárfagri, sagði hann og lyfti ungbarninu upp úr vöggunni. ,,Þú ert ekki með réttu ráði, góði minn,” sagði Anna og hló. ,,Það er ekkert einasta hár á höfði hans.” „Hann fær það innan skamms,” svaraði Ei- rikur. „Hann á að verða mikill veiðimaður og erfa Steinnes og gera það að góðri bújörð. „Og við förum oft saman á hestbak,” sagði Inga litla himinlifandi. „Já, hér ættirðu að fá góðan keppinaut, - óhemjan þin litla,” svaraði pabbi hennar og hló. I Seli var gleðin sizt minni. Þar hafði lengi verið beðið eftir öðru barni, og Litli-Jón var i sjöunda himni yfir þvi að hafa nú loksins eign- azt systur, eins og strákarnir i Bárðarbæ. En ef til vill var þó Gamli-Jón glaðastur af öllum, þótt hann léti ekki mikið á þvi bera daglega. En kæmi einhver i heimsókn, var hann alltaf mjög á verði. „Snertið hana ekki,” kallaði hann, — „hún gæti dottið og slasazt.” Og ef hún skældi svo hátt, að hann heyrði, var hann alveg eirðarlaus, eins og hann væri á nálum. Hann varð að fara og gæta að þvi, hvort ekki væri eitthvað að telpunni. „Hún á að heita Gunnhildur i höfuðið á móð- ur minni,” sagði hann. Og engum datt i hug að andmæla þvi. Gamla-Jóni þótti svo innilega 32 22 vænt um telpuna, að hann varð að fá að ráða nafninu. Þegar öllum heyönnum var lokið og langt var liðið á haust, fóru hinir góðu gestir að hugsa tii heimferðar. Þau ætluðu fyrst að vera eina viku á prestsetrinu, þvi næst nokkra daga i Þrándheimi, og siðan halda heim til Englands með skipi. „Er England hinum megin á hnettinum?” spurði Bárður. „Nei, vinur minn litli,” svaraði lávarðurinn og brosti, — „það er aðeins fárra daga ferð þangað á skipi.” Frúin þrýsti Bárði að sér. „Hefðirðu kannski gaman að þvi að koma til Þrándheims?” -spurði hún. „Já, það væri áreiðanlega mjög gaman,” svaraði Bárður... En aðeins það að fara til borgarinnar, Þrándheims, var löng ferð út i heim að hans dæmi. Hann hafði aldrei ferðast lengra en niður i sveitina. „Ég ætla til borgarinnar, þegar ég er orðinn stór,” bætti hann við, þvi að það hafði pabbi sagt. Lávarðurinn gekk að eldstæðinu og settist. „Kannski þið mynduð öll fást til að fara með okkur til Þrándheims,” sagði hann. Pabbi og mamma brostu. Þeim datt ekki i hug, að honum væri alvara. Þau héldu, að hann væri bara að gera að gamni sinu. Lávarðurinn kinkaði kolli. „Okkur er þetta fyllsta alvara,” sagði hann. Þvi næst skýrðu hinir góðu gestir fyrir þeim, eins vel og þeir gátu, hvað þeir höfðu hugsað sér. Þeim var, sem sagt, fyllsta alvara að fá þau öll með sér til borgarinnar, pabba, mömmu og drengina. Helzt af öllu hefðu þau kosið, að afi og amma gætu lika farið með þeim, en þeim var ljóst, að einhver varð að vera heima, til að gæta bús og barna. Þau hefðu þvi talað um þetta mál við prestinn og komið þvi þannig fyrir, að dugleg selstúlka sæi um störfin þar upp frá, þessa daga, svo að amma gæti komið heim og hugsað um Mariu litlu og afa. Það var algjör þögn i eldhúsinu, á meðan gestirnir góðu töluðu. Þau gátu raunar alls ekki trúað, að þetta væri raunveruleiki. „En...en..” stamaði pabbi að lokum. Hann var að hugsa um, að slik ferð kostaði mjög mikið fé.”

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.