Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 20
Mata Hari töfradís eða topp-njósnari? Að kvöldi 13. marz 1905 safn- aðist saman hópur fólks i Musée Guimet á Place d’Lena i Paris. Maður hefði getað imyndað sér, að þetta fólk hefði verið hingað komið til þess að virða fyrir sér austræn listaverkin, sem stofnandi safnsins, Monsieur Emile — Etienne Guimet hafði safnað hér saman á mörgum árum, en svo var ekki. Fólkið var komið til þess að horfa á unga dansmey, sem ætlaði að sýna austurlenska dansa, en dans- mærin var kölluð Lady MacLeod. IþettasinnkomLady MacLeod þó fram i fyrsta sinn undir nýju og áhrifameira na'fni.ogþegarhúnbirtist, var hún kynnt fyrir áhorfendum sem Mata Hari, „augu morgunsins”. Lady MacLeod var hávaxin, mjúk i hreyfingum, og meö fallega húö. Drætt- irnir iandlitinu voru ákveönir og munnur- inn var fallegur. Hún var klædd austur- lenzkum búningi, sem Monsieur Guimet haRii valiö sérstaklega fyrir þetta tæki- færi: Þaö var brjóstahaldari, þakinn skartgripum og perlum, hún var meö armbönd, og um mjaömirnar haföi veriö vafiö nokkurs konar slæöum, sem flöks- uöust um fótleggi hennar. Hún vakti þeg- ar í staö geysilega athygli. Falleg var hún Þessi Mata Hariársins 1905 var fædd 29 árum áöur I litilli borg f Leeuwarden, f Hollandi. Faöir hennar, Adam Zelle, ogkona hans gáfu dóttur sinni nafniö Margaretha. Þegar Margaretha var 17 ára gömul var hún mun fulloröinslegri en aldur hennar sagöi til um. Hún var einstaklega lagleg.oghúnvissivelafþví. Imarz 1895, þegar hún dag nokkurn var aö lesa smá- auglýsingarnar i AmsterdamDaily News, rakst hún á auglýsingu, þar sem sagt var aö hollenzkan liösforingja, sem staddur var i borginni, nýkominn i fri frá hol- lenzku Austur-Indium, langaöi til þess aö kynnast ungri stúlku, meö giftingu fyrir augum. Þar sem stúlkan haföi ekkert sér- staktfyrir stafni þá stundina svaraöi hún auglýsingunni. Auglýsingin haföi reyndar veriö sett I blaöiö sem nokkurs konar grin, og haföi vinur Rudolphs nokkurs, eöa öllu heldur Johns MacLeod, eins og hann venjulega var kaliaöur, gert þaö. MacLeod var 38 ára gamall liösforingi af skozkum ættum, sem starfaö haföi I hollenzka nýlendu- hernum. Hann var nú i frii, kominn alla leiö frá Austur-Indium, eins og áöur sagöi. 1 lok mánaöarins voru þau trúlofuö, og aöeins þremur og hálfum mánuði eftir aö þau höföu hitzt I fyrsta sinn gengu þau í heilagt hjónaband í ráöhúsinu I Amsterdam. I lok janúar 1897 fæddi Margaretha son, og þremur mánuöum siöar sigldi hún og maður hennar áleiöis til hollenzku Austur-India. Atján mánuðum eftir kom- una þangaö fæddist þeim annaö barn, og í þetta sinn dóttir. En vandamálin voru þegar farin að skjóta upp kollinum 1 hjónabandi MacLeods-hjónanna. 1 marz 1902 sigldu þau til Hollands á ný. Þau bjuggu ekki lengi saman eftir komu sina þangað, og í ágúst sótti Margaretha um lögskilnaö. Endanlega var gengiö frá skilnaöinum fjórum árum siðar. I janúar 1906 var Mata Hari farin aö dansa i Madrid. I febrúar dansaöi hún I Monte Carlo. Slöar sama áriö var hún komintil Berlfnar. i desember fór hún til Vínar, þar sem hún dansaöi bæöi nakin og I buxum, og vakti dans hennar mikla hrifningu. Veturinn 1911 til 1912 dar.saöi hún I tveimur ballettum i Scala I Mílanó, og mátti segja, aö hún væri orðin atvinnu- dansari eftir aö hafa komiö fram i sex ár. Snemma árs 1914 fór hún til Berlinar, en i ágúst var Þýzkaland komið i striö og fyrsta hugsun Mata Hari var aö komast I burtu úr landinu. Vingjarnlegur Hollend- ingur útvegaöi hennifar meö svefnvagni I næturlestinni til Amsterdam. I árslok var hún farin að dansa fyrir fullu húsi i kon- unglega leikhúsinu i Haag, og stööugt bárust henni ný og ný boö um aö koma fram. Þegar hún haföi fengiö nýtt hollenzkt vegabréf voriö 1916, hélt hún af stað til Parlsar. Einn af elskendum hennar um þessar mundir var de Beaufort mark- greifi. Annan góöan vin átti hún, hinn 25 ára gamla Prússa, Vadim Maslov höfuös- mann, og segir sagan, aö henni hafi ekki þótt jafnvænt um neinn og hann. Þó átti hún fleiri vini, þar á meðal Itala, tvo Ira, fjóra Englendinga og mann frá Montenegro, svo ekki sé minnzt á tvo Frakka. Sumarið 1916 haföi Maslov höfuösmaö- ur særzt og var tilhressingar I Vittel. Þar sem Mata Hari vildi ólm komast til hans spuröi hún háttsettan vin sinn, hvernig hún gæti fengiö leyfi til þess aö fara til Vittel, en það var hernaöarsvæöi. Hann mun hafa stungið upp á því, aö hún færi og hitti einhvern á Boulevard St. Germainnr. 282. Þegar hún kom þangaö varð henni ljóst, aö hún var komimbúðir frönsku leyniþjónustunnar eöa Deuxieme Bureau,ogyfirmaöurinn þar var Georges Ladoux höfuösmaöur. Mata Hari eyddi nokkrum vikum I Vittel, eftir aö henni haföi tekizt aö kom- ast þangað i september-byrjun, og hún Hún vakti á sér athygli 20

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.