Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 13
JOAN BAEZ syngur We Shall Overcome fyrir SAKHAROV-HJÓNIN Þetta byrjaði allt með þvi að ákveðið hafði verið að haldnir skyldu rokk- hljómleikar i Leningrad 4. júli. Þar átti Joan Baez að koma fram, auk Santana og The Beach Boys. Án allra skýringa tilkynntu sovézk yfirvöld, að ekkert yrði af þessum hljómleikum. Joan Baez haföi þegar eytt mánuöi i aölæra rússnesku, og átta ára gamall sonur hennar, Gabriel, var kominn i sumarbúöir, og þar aö auki haföi ein aöalástæöan fyrir þvt aö hana langaöi aö fara til Sovétrlkjanna verið sú, aö hún ætlaði aö hitta visindamanninn Andrei Sakharov og konu hans. Þvi lét hún afboðunina ekki á sig fá, pakkaöi riiður gitarnum sinum og hélt af staö. Annað kvöldiö sitt i Moskvu föru Joan Baez og tveir vinir hennar til ibúðar Sakharovs. — Viö fluttum þeim skilaboð frá ættingjum þeirra i Bandarikjunum og sömuleiðis gjafir handa barnabörnunum, segir söng- konan. — Við höfðum meöferðis barnaföt og sælgæti og póst. Viö uröum mjög snortin. Enda þótt þau Sakharov og Baez heföu aldrei hitzt, haföi hún hringt til hans frá Palo Alto i Kalifornlu fyrir þremur árum. — Það var á þriöjudegi, en þá eru þau hjónin alltaf heima og bíða eftir sfmtölum, segir Baez. — Ég söng We Shall Overcome og kallaöi siöan nafniö mitt og lagöi svo tóliö á. Hann mundi vel eftir þessu, svo ég söng lagiö fyrir hann á ný. Sakharov tók á móti söngkonunni i gömlum og slitnum inniskóm, peysu ög pokandi buxum, og henni fannst hann vera eins og þessi „venjulegi prófessor, sem alltaf er utan viö sig.” — Ég enda alltaf með þvl að fara aö tala um hvaö er ofbeldi og ekki ofbeldi, segir Baez. — Þetta voru stórkostlegar samræöur, og mér finnst hann hafa verið vingjarnlegur, aö nenna aö tala um þetta. Auövitaö vorum viö ekki sammála um helminginn af þvi, sem viö ræddum um. Hann er svo and- sovézkur. Ég var mjög snortin af hug- rekki hans. Allt, sem mig raunveru- lega langaöi til þess aö gera, var aö afhenda honum þaö, sem ég var meö til hans, tala og láta hann vita, aö mér stæöi ekki á sama. Ég ber mikla virö- ingu fyrir þeim hjónum. Eftir samræður'nar boröuöum viö kvöldmat, sardinur, ost, rúgbrauö, kirsuber og sætindi. Aö þvi búnu söng Baez. — Sakharovhjónin geta ekki lengur hringt úr landi, og þaö er fylgzt meö öllu, sem fram fer i ibúö þeirra, segir hún. — Þaö, sem haföi hváö mest áhrif á mig, var, þegar ég hætti að syngja og Sakharov sagöi — Ég vona aö þieir (KGB) hafi haft gaman af þessu lika Þfb IAndrei og Yelena Sakharov eiga skiliö nóbels-verölaunin fyrir hugrekki sitt, segir Baez, sem hér situr aö snæöingi meö þeim I Moskvu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.