Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 12
vegria vatnsfallanna. ÞaB er bæina fyrir neöan Þverá og tilheyröu Oddasókn, og Móeiöarhvol sem er i Hvolhrepp og aust- an Eystri Rangár, og á kirkjusókn aö Odda. Einnig fer hann á austasta bæinn i Þykkvabæ, er tiiheyröi Háfssókn og var i Holtamannahreppi og Kálfholtspresta- kalli. Frá Unhólvar langt tilkirkju i Háfi. En á vetrin var stutt aö fara þangaö frá ArtUnum, þegar Hólsá var isi lögö. Sóknarskipunin i Rangárþingi er forn, og er allt frá fyrstu skipun bæja i kirkju- sóknir eöa frá þvi um 1200, og á rök I hagsmunabaráttu kirkjunnará þeim tima gagnvart hreppafyrirkomulaginu sunnlenzka, sem er elzta félagslega skip- un f landinu, og er upprunnin i sunnlenzk- um sveitum. Skipun bæja i sóknir I Rangárþingi hefur aö öllum rökum ekki oröiö til trafala, fyrr en eftir aö veöur- farsbreytingin mikla um og eftir 1600 fór aö hafa áhrif á sunnlenzku stórárnar, rennsli þeirra og framburö. Eftir þaö varöhúnm jög tilóþæginda og olli sundur- sliti i sveitum jafnt i andlegum og verald- legum málum. Arnar, Þverá og Ytri og EystriRangá, uröu hættulegir farartálm- ar, og á stundum var jafnvel ógjörningar aö komast yfir þær. Guömundur gullsmiöur þekkti þetta út i æsar, ogreyndi aö notfæra sér þaö I fram- kvæmd trúboös sins. Heimildir benda til, aö hann hafi fengiö fólkiö tiKaö hlýöa á predikanir sinar og taka þátt i sakra- menti. En skirn framkvæmdi hann ekki, enda er liklegt, aö hann hafi ekki haft heimild til þess eftir réttum venjum safnaöar sins og trúar. Guömundur gullsmiöur viröist hafa far- iö trúboösleiöangur aö Móeiöarhvoli, en sá bær á kirkjusókn aö Odda á Rangár- völlum. Eftir þvi sem Guömundur segir sjálfur i bréfi, sagöi hann lækninum hressiiega til syndanna. Sennilegt er, aö læknirinn, Skúli Thor- arensen, hafi haft gaman af kenningum Guömundar og hinni miklu mælsku hans og sannfæringarkrafti. Heimildir greina ekki, hvernig Guömundi var tekiö á Mó- eiöarhvoli, en þar var i þennan tima eitt af myndarlegustu heimilunum i Rangár- vallasýslu, mannmargt og mikil umsvif á allan hátt. 5. Skúli Thorarensen læknir var fæddur 28. marz 1805, sonur Vigfúsar Þórarins- sonar sýslumanns á Hliöarenda i Fljóts- hliö og konu hans Steinunnar Bjarnadótt- ur landlæknis Pálssonar. Hann var bróöir konuséra Jóns prófasts á Breiðabólsstaö. Skúli varö stúdent áriö 1824. Bjó siöan um hriö á Hliðarenda, en tók próf i handlækn- ingum I Kaupmannahafnarháskóla 1834. Hann varö héraöslæknir I austurhluta Suöuramtsins sama ár og gegndi þvi starfi til ársins 1869. Skúli varalþingismaöur Rangæinga ár- iö 1845 og var sæmdur margs konar 12 mannviröingum. Hann var góöur og mik- ill bóndi, höföingi sannur i raun og reisn svo af bar, hraustmenni og dugmikill, hrókur alls fagnaðar. Hann var kvæntur Sigriöi Helgadóttur konrektors á Mó- eiðarhvoli Sigurössonar, var hún fyrri kona hans. Seinni kona hans var Ragn- heiöur Þorsteinsdóttir prests i Reykholti, Helgasonar, bróðurdóttir fyrri konu hans. frá Skúla lækni er margt merkismanna komiö. 6. Eins og þegar sagt, leitaöi Guömundur gullsmiöur út fyrir Landeyjarnar meö trúboö sitt. 1 Unhól i Holtamannahreppi hinum forna, en hann er nú þrir hreppar, Asahreppur, Holtahreppur og Djúpár- hreppur, var tvibýli og góöur búskapur. Frá Artúnum aö Unhól var ekki löng vegalengd, en sá var trafali, aö Hólsá var á milli, hiö versta vatnsfaU og nokkuö breitt. En á vetrum eöa þegar hausta tók, lagöi ána fljótt, og varö þá greiöur vegur milli bæjanna. 1 Unhól bjuggu gamlir vinir og kunn- ingjar Guðmundar gullsmiðs, þaö var bezta fólk, trúhneigt og leitandi I þeim sökum. Þóröur Sigurösson hét annar bóndinn i Unhól, og varö hann mjög hlynntur kenningum Guömundar, eftir aö hannkynntist þeim, sennilega af predikun hans. Guðmundur gullsmiöur fór aö Unhól i heimsókn og hefur ábyggilega dvaliö þar i nokkra daga, eöa vel orlofsnæturnar. Heimilisfólkiö i Unhól tók kenningum hans vel en ekki er vitað aö neinn þar hafi gengiö beinllnis i söfnuö mormóna. Eftir aö Guömundur var farinn frá Un- hól ritar hann Þóröi bónda Sigurössyni bréf, og er þaö varöveitt, og lýsir vel, hvernig Guömundur hagaöi oröum sinum og kenningum viö fólk. Hann segir meöal annars svo: „Heiöraöi gamli mann. Alúöar þakkir fyrir allt gott og skemmtilegt viömót aö gömlu og nýju. Þegar ég var á ferö um daginn, þá ent- ist ekki dagurinn til aö tala og yfirvega aUt, sem vera mátti.heföi timinn enzt, þó að sönnu þaö, sem égsagöi, væri fullkom- lega nógu aövörun til þeirra, sem ekki forheröa sin hjörtu fyrir þeim eilifa sann- leika.” Gullsmiöurinn heldur áfram á þessa leið: ,,ó þaö hryggir anda minn, aö þiö Unhólsbræöurnir, sem eruö svo miklum gáfum gæddir og gætuö leiörétt þá skiln- ingsdaufari, þangaö til aö þeir yröu fyrir náö guös, og trú af andanum leiöréttir, aö sannleikurinn fær ekki rúm I yöar hjört- um, sem játa. Yðar blóö kemur ekki yfir mitt höfuö á þeim stóra allsherjar degi.... Vertu sæll minn kæri, gamli vinur, heils- aöukonu þinni og öllu fólkinuog Hannesi mínum hinum megin og konu hans meö óskum um góða blessun i tima og eilifð frá þessum mormóna. G. Guömundsson.” Haustiö 1851 húsvitjar Kálfholtsprest- urinn I Unhól og greinir svo i athuga- semdum i sálnarregistrinu: „Hannes Bjarnason 56 ára, framhleyp- inn en nógu vænn niðri, Hólmfriöur Þorsteinsdóttir 36 ára, myndarkona.” En þannig greinir prestur frá húsbænd- unum I hinum bænum: „Þóröur Sigurösson 76 ára, heldur vel aö sér. Anna Pétursdóttir, 54 ára, kona hans.” I báöum bæjunum I Unhól var mann- margt, og er ekkert getið um afbrigöilegt I sambandi viö heimilisfólkiö. Hannes Bjarnason i Unhól var mjög merkur mað- ur, vel greindur og kynsæll og margt merkisfólk og vel gefiö komiö frá honum. Hann var bókhneigöur og fóöleiksmaöur. Liklegt er, aö fólkiö i Þykkvabænum hafi mjög hugsaö um hina einkennilegu kenningu Guömundar gullsmiös, og jafn- vel aö hún hafi oröiö vekjandi fyrir þaö, aö minnsta kosti hefur alltaf veriö þar mikiö frjálsyndi i trúarskoöunum. En hitt er vist, aö fólkiö i Unhól greiddi götu Guömundar eins og það gat. Hann fór þaöan ánægöur og meö óskertum vinarhug til þess. Þaö var mikils viröi. Framhald. HVAÐ VEIZTU 1. Hvert er fornafn lcikarans og rithöfundarins meö meiru Ustinovs? 2. Hvaö hét kona Baldurs? 3. Hver er sagöur höfundur Ilionskviöu? 4. Eftir hvern er lagiö viö Sjung om studentens lyckliga dag? 6. Hvaö heitir sá, sem fer meö hlutverk Rudy Jordache I sjónvarpsmyndinni Gæfa eöa gjör vileiki? 7. Hvaöa þætti stjórnar Óli H. Þóröarson i Utvarpinu? 8. Hvaöa verzlun auglýsir undir nafninu BYKO? 9. Hvert var fornafn Heming- ways? 10. Hvenær lézt Tordenskjold? I.aiisnin er á bls. 39

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.