Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 23
Henni gafst tækifæri til þess að segja Bryan Foster næsta dag, hversu mikils virði þessir peningar voru fyrir þau Joe og Jennie. Hann kom þá inn i búðina til þess að kaupa kerta- stjaka fyrir konuna sina, en hún átti afmæli. — Daisy fellur vel glansandi kopar. Hún vill allt, sem er áberandi, sagði hann við Barböru, um leið og hann leit i kringum sig i búðinni og valdi gjöfina. Um leið og Barbara pakkaði inn stjakanum sagði hun: — Þakka þér fyrir ráðleggingarnar, sem þú gafst mér um daginn, þegar við b'orð- uðum saman. Oft lá við að ég færi að tala um þetta við Jennie. Ég deildi hart á þig, þegar ég sá, að hún var farin. Nú skil ég það, sem ég hefði átt að skilja strax i byrjun. Allir verða að mæta erfiðleikunum. Og hver og einn verður að taka sina eigin ákvörðun. — Það er rétt, sagði Bryan, og stóð eitt augnablik og horfði fram fyrir sig fjarrænu augnaráði. —En stundum tökum við rangar ákvarðanir. Við erum ekki fær um að dæma rétt, sagði Bar- bara djúpt hugsi. Eétt áður en hann fór minntist hún á gjöfina til Jenniear. — Joe hafði miklar áhyggjur út af peningamálunum, sagði hún. — Peningarnar höfðu samt ekki áhrif á ákvörðun þeirra, minnti Bryan Foster hana á. — Til þess þurfti hugrekki. Peningar skipta auðvitað nokkru máli, en þau búa yfir öðru og meira, sem mun hjálpa þeim áleiðis i lífinu. Hann var farinn. Barbara reiknaði með, að hann hefði verið að leggja lokadóm á hjóna- band sjálfs sin og konunnar, sem hann elskaði ekki. Á páskadag kom Joe Lane með Jennie til kirkju i hjólastólnum og sat þar hjá henni. Jennie var falleg á að sjá i viðu pilsi, sem huldi alveg spelkurnar á fótunum. Hún var með lit- inn hvitan hatt á höfðinu. Hönd hennar hvildi i hendi manns hennar. Margir sneru sér við og horfðu á ungu hjónin. Barbara var ein þeirra sem það gerðu. — Þakka þér Guð, sagði Barbara hljóðlega. Svo reis hún á fætur með öðrum kirkjugestum og tók að syngja páskasálmana. Þegar hún svo gekk af stað heim á leið, ein sins liðs, breyttist gleði hennar. Hamingja Jenniear gerði henni ljósara en ella, hvað það var, sem hún hafði metið svo lit- ils fram til þessa. Þegar hún var komin heim til sin var allt svo autt og tómt þar. Hún skipti um föt, og fór að búa til mat handa sér, en svo ýtti hún frá sér diskinum og fór allt i einu að hágráta. Hún var máttvana og miður sin, þegar hún náði aftur stjórn á sjálfri sér. Hana sveið i aug- un og hún var þrútin i framan af grátinum, en henni hafði létt. I fyrsta sinn frá þvi Jennie fór hafði hún horfzt i augu við eigin vandamál af einurð. Hvar var hugrekki hennar sjálfrar. Myndi hún finna lausn á málum sinum með þvi einu að gráta? Myndi það færa henni Hugh aftur til bka? Þetta kom illa við stolt hennar. Hvernig gæti hún farið til hans og viðurkennt að hún hefði verið mesti kjáni? Hvernig gat hún verið viss um, að hann hefði ekki gleymt henni? Gæti hún skrifað honum bréf, án þess að koma upp um það, hversu mjög hún þráði ást Hughs, en láta um leið koma fram, að hana langað til þess að vita, hvað hann væri að gera? Það sýndi hugleysi, en það myndi bjarga stolti hennar. Hún skammaðist sin fyrir að svo mikið sem hugsa svona. Hún var sú seka. Hún hefði ekk- ert gert til að sýna Hugh, að hún elskaði hann. Hann hafði hvað eftir annað reynt að sýna hennar að hann elskaði hana. Barbara myndi alltaf hugsa um þennan páskadag sem örlagastund i lifi sinu. Nú viður- kenndi hún i fyrsta skipti að Bryan Forster hafði á réttu að standa, þegar hann sagði, að allir yrðu að taka sinar eigin ákvarðanir. Áður en hún fór i rúmið um kvöldið hringdi hún i aðstoðarstúlku sina i búðinni og segja henni að setja upp skipti á búðardyrnar, og segja að gjafabúðin yrði lokuð i nokkra daga. — Ertu veik?, spurði konan áhyggjuful.. — Nei, ég þarf að skreppa i burtu. — Kemurðu aftur? — Ég kem aftur. Um skamma stund að minnsta kosti bætti hún við i huganum. Barbara lét niður i töskuna um kvöldið. Snemma næsta morgun pantaði hún leigubil, sem ók henni á járnbrautarstöðina. Hún hafði fyrst verið að hugsa um að fara með flugvél, en flugvöllurinn var langt i burtu, og hún var ekki viss um það, hvernig hún ætti að komast til borgarinnar, þar sem Hugh dvaldist nú. Þetta var fallegur vordagur og himinninn var bjartur og fagur, hæðirnar i fjarska græn- ar og fjöllin bláleit i morgunmistrinu. Hún hafði hringt á stöðina kvöldið áður og fengið upplýsingár um lestarferðirnar en það 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.