Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 33
En lávarðurinn gat vist alveg lesið hugsanir hans, þvi að hann flýtti sér að gripa fram i: „Við vonum innilega, að þið viljið verða gestir okkar i þessari ferð,” sagði hann. Frúin kinkaði kolli. „Já, þið megið til með að gera okkur þá ánægju að vera með okkur i þessari ferð,” sagði hún. „Það er svo gaman að hafa góða samfylgd. Og svo er lika miklu öruggara að ferðast, þegar fleiri eru saman.” Þau ætluðu lika að bjóða Jóni litla i Seli að vera með. Drengirnir horfðu ákafir á pabba og mömmu. Og pabbi og manna horfðu hvort til annars. Gátu þau þegið þetta rausnarlega boð? Mundi þeim takast að undirbúa allt á einni viku, — vinna öll nauðsynlegustu verkin? Og áttu þau nógu góðan fatnað til slikrar ferðar? En það var alveg sama, hvaða mótmæli þau komu með, — hinir góðu gestir andmæltu þeim öllum þegar i stað. Frúin fullyrti, að fötin þeirra væru alveg prýðileg, og gætu gengið hvar sem væri. Raunar hefði hún aldrei séð fallegri föt en sparifatnaðinn þeirra sem þau væru i til kirkju. Um timann væri það að segja, að þau þyrftu ekki að vera að heiman, nema rúma viku, i mesta lagi átta til niu daga. Og um kostnaðarhliðina þyrftu þau ekki að hugsa, þau hjónin mundu sjá um hana, sagði lávarðurinn. „Við skuldum ykkur miklu meira fyrir þessa ágætu sumardvöl sagði frúin. „Já, miklu meira,” endurtók lávarðurinn. Og svo féllust þá pabbi og mamma loksins á þessa fyrirætlun, og brottfarardagur var ákveðinn. Bárðarbæjarfólkið ætlaði að fá lán- aðan hest og vagn hjá prestinum, en lávarður- inn og kona hans ætluðu að leigja sér góðan vagn. Allt i einu tók Bárður að dansa af fögnuði. „Ó, hvað ég hlakka til,” kallaði hann... „Við fáum allir að fara — Tóti og Jón og ég. ó, hvað það verður gaman.” „Ég get varla trúað, að þetta sé satt,” sagði mamma.. „Og ég, sem hef aldrei komið til Þrándheims.” „Þá er lika vissulega kominn timi til þess,” sagði pabbi brosandi. Daginn eftir héldu hinir góðu gestir niður i sveit, og pabbi fylgdi þeim. En áður en þeir fóru, gaf lávarðurinn afa litla leðurpyngju, sem i voru margir gljáandi silfurpeningar. „Nei, hvað eruð þið nú nú að gera? ” sagði afi mjög undrandi. „Góði, bezti afi... ekki segja neitt,” mælti frúin ibænarrómi. „Ef þú veitir þessu ekki við- töku, getum við aldrei beðið ykkur um að fá að koma hingað aftur.” Afi var um stund hljóður og hugsi. Honum fannst þetta alltof mikið fé. Þessi ágætu hjón höfðu aðeins fengið hjá þeim venjulegan sveitamat og ekki valdið þeim neinni sérstakri fyrirhöfn. En svo ákvað hann við nánari athug- un, að þiggja þessa greiðslu, fannst raunar, að hann gæti ekki annað. Og þá gekk hann til þeirra beggja og þakkaði þeim með handa- bandi. Siðan varð hann aftur hljóður um stund. Þvi næst gekk hann inn og sótti lltinn kassa, sem hann hafði nýlega lokið við að skera fag- urlega út, og gaf frúnni. „Þetta er ekki neitt”, sagði hann, — ,,en ef til vill geturðu notað hann eitthvað.” Og það var vist enginn vafi á, að frúin mundi geta notað hann, og kunni vel að meta þessa góðu gjöf. Hún strauk mjúklega yfir lokið, sem var með hinum fegursta útskurði, og sagði eitt- hvað um það, að afi væri mikill „artist”, en það þýðir listamaður. Það leyndi sér ekki, að hún var mjög hrifin af kassanum. Það siðasta, sem hún gerði, var að faðma Mariu litlu að sér, lengi og innilega. „Ætlarðu að koma aftur til min?” spurði Maria litla. „Já, vina min, það ætla ég að gera eins fljótt og ég get. 13. kafli. Lagt i langa ferð. Viku seinna lögðu þau öll af stað frá prest- setrinu. Presturinn hafði valið stóran og góðan vagn handa Bárðarbæjarfólkinu, sem tveir hestar drógu, Brúnn og góður dráttarklár frá presti. Pabbi og mamma sátu fremst, en aftar var ágætt rými fyrir alla drengina og farangurinn. Bárður réð ekki við sig fyrir fögnuði. Nú gáfu þau sýslumanninum ekkert eftir með allan út- búnað, þegar hann var að ferðast um I em- bættiserindum sinum. Lávarðurinn hafði tekið á leigu góðan vagn á vagnstöðinni, ásamt ökumanni. Þetta var ágætt farartæki með skyggni, sem hægt var að setja upp, hvenær sem var, til hlífðar fyrir regni og vindi. 1 þessum vagni áttu þau að aka að Bjarkalundi. En þar urðu þau að skipta um vagn, eins og venja var á langleiðum. 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.