Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 24
tók langan tima fyrir afgreiðslumanninn að búa til farmiðann hennar. — Hvert sagðist ætla? spurði hann og horfði rannsakandi á hana i gegn um gluggann. Barbara nefndi nafn borgarinnar. Hún beið óþolinmóð um leið og flutningalest kom þjót- andi inn á brautarstöðina. Að lokum hélt hún á farmiðanum i hendinni. Um leið og hún ýtti peningunum til mannsins sagði hann: — Nú man ég það. Einn af læknunum frá spitalanum keypti miða til þessa sama staðar fyrir nokkr- um mánuðum. Barbara andvarpaði og kinkaði kolli. Hún vildi ólm komast af stað. Hún hafði aldrei hrós- að sér af þvi, að gera ekkert fyrr en hún hefði hugsað málin vandlega. Nú voru margar efa- semdir farnar að skjóta upp kollinum. En það var of seint að snúa við. Lestin var að koma. Hún var komin upp i hana, og Hilton- sjúkrahúsið hvarf i fjarska. Klukkustundum siðar var Barbara komin i stóru brautarstöðina i Cincinnatti. Hún fékk sér kaffibolla á meðan hún beið eftir lestinni, sem halda átti til norðurs og myndi flytja hana til áfangastaðarins. Svo fór hún upp i lestina og inn i svefnvagninn og aftur var lagt af stað. Hún lá lengi vakandi og hlustaði á þytinn frá hjólunum. Ljós birtust og hurfu á gluggatjald- inu, sem dregið var fyrir gluggann. Annað slagið heyrði hún raddir fyrir framan klefann. Að lokum sofnaði hún, og vaknaði ekki fyrr en vörðurinn kom og bað hana að hafa hraðann á. — Það eru fimmtán minútur eftir á ákvörð- unarstað, sagði hann. Hún flýtti sér i fötin og leit á andlit sitt i speglinum, og varð hálfhrædd, þegar hún sá hversu tekin hún var og augun dauf. Hönd hennar skalf um leið og hún bar varalitinn á varirnar. Það var ómögulegt að fá hárið til þess að fara vel. Henni fannst aðeins fáeinar sekúndur hafa liðið frá þvi hún fór fram úr, og þar til lestin hægði á sér og nam staðar á stöðinni. Vörður- inn rak á eftir henni og hún flýtti sér niður á brautarpallinn. Fjórtándi kafli Barbara stóð og horfði á eftir lestinni. Það var heldur kalt úti. Þungbúin skýin héngu yfir og það virtist ætla að fara að rigna. Það var heldur eyðilegt þarna, og þó var klukkan niu að morgni. Henni leið illa, og hún ákvað að fá sér kaffibolla áður en hún reyndi að hafa upp á Hugh. Þar fyrir utan vissi hún alls ekki, hversu snemma hann kæmi á stofuna. Hún hafði nógar ástæður til þess að vera ekki að flýta sér að finna hann, en hún ýtti þaim þó öllum til hliðar i huganum. Fáðu þér kaffisopa, sagði hún við sjálfa sig. Mundu bara, að það er Hugh, sem þú vilt sjá, og ekki einhver, sem þú þarft að hafa ótta af. Hún fann veitingastofu handan við götuna og eftir að hafa fengið sér ristað brauð og kaffi- bolla fór henni að liða betur. Roðinn kom fram i kinnar hennar. Augun voru farin að glampa á nýjan leik. Barbara var mun ánægðari, þegar hún stakk speglinum og varalitnum aftur niður i töskuna. — Þetta ætlar að vera fallegur dagur, sagði veitingahúseigandinn við hana glaðlegum rómi. — Svona er þetta alltaf snemma á morgnana. Um hádegisbilið kemur sólin fram. Eruð þér ókunnugar hér, frú? Barbara kinkaði kolli. —Þetta er allra bezta þorp i heimi. Eruð þér frá borginni? — Ekki beint. Ég er frá bæ i Norður-Karo- lina. — Þarna lengst suður frá. Við höfum fengið nýjan lækni, sem er þaðan. Ágætis maður, það. Það eru allir mjög hrifnir af Harding lækni. — Getið þér sagt mér, hvar ég finn hann? spurði Barvara hressilega. — Vist get ég það. Það er hérna skammt frá. Þér sjáið skiltið á húsinu. Hún bað um að fá að skilja ferðatöskuna sina eftir, og maðurinn setti hana bak við af- greiðsluborðið. Hann var forvitnilegur á svip- inn, en Barbara sagði ekkert frekara. Það var ekki orðið framorðið, og hún gekk hægt af stað. Á þessari stundu fannst henni hún vera fær um að takast á við hvað sem væri. En hún hafði keypt sér farmiða fram og til baka, og var þvi tilbúin til þess að snúa aftur til Hilton með kvöldlestinni, ef nauðsyn krefði. Á meðan hún hugsaði þetta gekk hún i átt að lækningastofunni, sem var i litlu hvitu húsi, og þar hékk skiltið, sem þessu kunnulega nafni. Hún var ekki viss um að geta hamið tilfinn- ingar sinar, þegar hún las, það sem á þvi stóð. HUGH HARDING Almennar lækningar — skurðlækningar Barbara dró djúpt að sér andann og fannst hugrekkið vera að bresta. Bifreið stóð hinum megin götunnar, og á henni var rauður kross á númeraspjaldinu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.