Morgunblaðið - 11.08.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.08.2004, Qupperneq 1
Hiphopveisla í Höllinni 50 cent, bófinn sem varð rappari með tónleika í kvöld | Menning 40 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Opel Meriva sniðugur borgarbíll  Mazda6 lang- bakur - einn með öllu Íþróttir | Íslensku ólympíufararnir komnir til Aþenu  Pæjur í sumarblíðu í Siglufirði 30% Afsláttur af Pinotex viðarvörn UPPI varð fótur og fit um borð í þotu belgísks flugfélags á leið frá Brussel til Vínar þegar köttur komst inn í stjórnklefann og réðst á aðstoðarflugmanninn. Var flugvélinni snúið við til Brussel 20 mínútum eftir flugtak. Kom þetta fram á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC, í gær. Talsmaður flugfélagsins, SN Brussels Airlines, tjáði BBC að „röð tilviljana“ hefði leitt til að Þotu-Brandur þessi komst inn í stjórnklefann, en það hefði verið hárrétt ákvörðun hjá flugstjóra vélarinnar að snúa við. Ómögu- legt væri að segja hvaða skaða köttur í vondu skapi gæti valdið á viðkvæmum búnaði í stjórnklefa flugvélarinnar, sem er lítil fjög- urra hreyfla þota af gerðinni Avro. Við nánari rannsókn á atburð- inum, sem gerðist í fyrradag, kom í ljós, að svo virðist sem eig- andi kattarins, farþegi með vél- inni, hafi verið sofandi þegar Brandur slapp úr ferðabúrinu sínu, en barn í sætinu við hlið kattareigandans kunni að hafa opnað búrið. Kötturinn komst inn í stjórnklefann um leið og flug- mönnunum var færður matur. Ekki hefur fengist skýring á skapvonsku kattarins, en BBC segir óstaðfestar fregnir herma að „einhver á fyrsta farrými“ hafi sparkað í hann þar sem hann var að sniglast um farþegaklefann. Köttur í stjórnklefanum VERÐ á hráolíu fór í fyrsta sinn yfir 45 dollara á fatið á mörkuðum í New York í gær, en við lokun hafði það lækkað lít- illega. Ástæður þessa háa verðs eru átökin í Írak, óvissan um rússneska olíu- risann Yukos og hitabeltisstormur sem stefnir á olíuborpalla á Mexíkóflóa. „Svo lengi sem ástandið í Írak er óljóst helst verðið uppi,“ var haft eftir markaðsgreini í New York. Spáði hann því, að olíuverðið kynni að fara í 50 doll- ara á fatið á næstu vikum. Ótti við að verkfall skelli á í Venesúela, sem er mik- ill olíuútflytjandi, hafði einnig áhrif á verðið. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti í gær úr 1,25% í 1,5%, er leiddi til hækkunar á verðbréfamörkuðum, og dollarinn styrktist. Olíuverð yfir 45 dollara New York. AFP, AP. BANDARÍSKIR hermenn fóru akandi um miðborg Najaf í Írak í gær og notuðu há- talara til að hvetja óbreytta borgara til að forða sér af átakasvæðinu í borginni. Sögðu íbúar borg- arinnar að þetta væri í fyrsta sinn sem bandarísku hermennirnir skipuðu fólki að forða sér og kváð- ust óttast að yfir- vofandi væri alls- herjarárás á vígi fylgismanna klerksins Moqt- ada al-Sadrs sem halda til í grafreit og grafhýsi im- amsins Alis í mið- borginni. Bandarískar flugvélar vörpuðu sprengjum á borgina í gær, sjötta daginn í röð sem átök geisa milli hersetuliðsins og fylgismanna Sadrs, sem sagði á fréttamannafundi í fyrradag, að menn sínir myndu berjast til síðasta blóðdropa. Yfirmaður í bandaríska hernum hefur sagt, að herinn hafi fengið leyfi hjá borg- arstjóranum til að fara inn í grafhýsið og gera árás. Óttast alls- herjarárás í Najaf Moqtada al Sadr Najaf. AFP. HITAMET ágústmánaðar féll í gær og mældist hitinn víðsvegar um land á bilinu 20–29 stig. Mestur hiti mældist í Skaftafelli eða 29,1. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu á ylströndina í Nauthólsvík og þessir spræku krakkar nutu lífsins í strandblaki. /4 Morgunblaðið/Árni Torfason Hitamet ágústmánaðar féll EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur tekið vel í umsókn Íslenskrar Ný- Orku um aðild að alþjóðlegu verk- efni um vetnisvæðingu skipa. Fyrr á þessu ári fékk íslenska fyrirtækið 17 milljóna króna styrk frá ESB til að vinna að undirbún- ingi verkefnisins og að sögn dr. Þorsteins I. Sigfússonar, stjórnar- manns í Íslenskri NýOrku, eru miklar líkur á að Íslendingar verði ásamt fleiri siglingaþjóðum í farar- broddi í vetnisvæðingu skipa. Þor- steinn stýrir einmitt samráðshópi evrópskra vetnissérfræðinga sem ESB skipaði á sínum tíma. „Við munum síðan á næstunni sækja um stuðning við það sem við getum kallað alvöru skipaverkefni,“ segir Þorsteinn en frestur til þess rennur út í desember nk. Munu um 20 erlend fyrirtæki hafa áhuga á að komast þar að hjá ESB. Prófanir á vetnisskipum munu þó ekki fara fram hér á landi til að byrja með en um gríðarlega kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Byrjað á ferjum Þorsteinn spáir því að innan fárra ára verði farið að nota vetni í íslenskum skipum, t.d. í stýris- og ljósabúnaði til að byrja með. Er- lendis, m.a. í Noregi, hafi ferjur verið skoðaðar í þessum efnum eða skip með fastar hafnir. Um afar spennandi verkefni sé að ræða. Vetni þróað í skipum Ísland í farar- broddi hjá ESB  Reynslan/8 ÍSLENSK NýOrka hefur á und- anförnum árum tekið á móti vel á þriðja þúsund erlendum gestum, sem hafa komið gagngert til að kynna sér vetnisvæðinguna á Ís- landi. „Við verðum vör við vetnis- túrisma sem bætist við það sem við getum kallað orkutúrisma á Ís- landi,“ segir María Hildur Maack hjá Íslenski NýOrku. Sem dæmi um aðsóknina er á næstunni von á gestum frá Japan, Kína, Norðurlöndunum og sér- stakri sendinefnd frá Evrópusam- bandinu í lok september. Á þriðja þúsund vetnisferðamenn STOFNAÐ 1913 216. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.