Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G runnskólakennarar hafa boðað verkfall 20. september nk. Kjara- deila þeirra við sveit- arfélögin er bæði hörð og snúin. Inn í deiluna blandast ágreiningur um túlkun á eldri samningi sem rann úr gildi í vor. Kennarar telja sig óbundna af þeirri kjarastefnu sem mótuð var í samningum ASÍ-félaganna og Samtaka atvinnulífsins snemma á árinu. Ljóst er að félög opinberra starfsmanna, sem nær öll eiga eftir að ljúka samningum, horfa mjög til niðurstöðu þessarar kjaradeilu. Kjarasamningurinn sem grunn- skólakennarar og sveitarfélögin gerðu í ársbyrjun 2001 hefur alla tíð verið umdeildur meðal kennara. Það sést kannski best á því að að- eins 59% kennara samþykktu samninginn. Sumir af þeim sem lýstu andstöðu við samninginn sögðu opinberlega að samninga- nefnd kennara hefði samið af sér. Eitt af því sem endurspeglar þessa óánægju er að allmörg dómsmál risu vegna túlkunar samningsins. Kennarar hafa unnið þessi mál með einni undantekn- ingu. Málaferlum er ekki lokið því að a.m.k. eitt dómsmál er í und- irbúningi. Mestur tími hefur farið í deilur um gamla samninginn Óánægjan með þennan samning hefur sett mark sitt á viðræður um gerð nýs samnings. Þannig fór stærstur hluti samningavinnunnar í vor í að ræða framkvæmd samn- ings og hvort ástæða væri til að setja ný ákvæði í kjarasamninginn sem tækju af öll tvímæli um hvern- ig ætti að framkvæma þau atriði sem um er deilt. Enn er ekki kom- in niðurstaða í þeim efnum. Til að skilja þessar deilur, sem aðallega snúast um vinnutíma kennara, er nauðsynlegt að fara í dálitla sögulega upprifjun. Kjara- samningar grunnskólakennara hafa í gegnum árin verið gagn- rýndir fyrir að vera miðstýrðir og ósveigjanlegir. Í þeim var að finna nákvæmar skilgreiningar á vinnu- tíma, þ.e. hvað kennari átti að verja löngum tíma í kennslu, undir- búning o.s.frv. Svig- rúm skólastjóra til að stýra vinnu kennara var aðeins 3 klukkutímar á viku, en annað var niðurneglt í kjarasamn- ingi. Margir hafa haldið því fram að þessi ósveigjanlegi kjarasamn- ingur hafi hamlað eðlilegri framþróun í skólastarfi. Í kjarasamningnum sem gerður var 2001 féllst forysta kennara á að koma til móts við þessa gagn- rýni. Skólastjórar fengu aukið svigrúm til að stýra vinnu kennara eða 9,14 klukkutíma á viku í stað 3 klukkutíma áður. Þessi breyting og fleiri sem lúta að vinnutíma hefur valdið ágreiningi. Hvernig á að stýra vinnutímanum? Birgir Björn Sigurjónsson, for- stöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar sem stýrir við- ræðunum við grunnskólakennara fyrir hönd sveitarfélaganna, segist telja að viðræður um þessi mál í vor, sem voru undir stjórn rík- issáttasemjara, hafi leitt í ljós að ágreiningur um framkvæmd samn- ingsins varðaði ekki samningsað- ilana beint heldur frekar hvernig samningurinn hafi verið fram- kvæmdur í einstökum skólum. Sveitarfélögin séu tilbúin að ræða það á vettvangi samstarfsnefnda. „Af hálfu Kennarasambandsins vildu menn kannski hverfa dálítið til baka, að vissu marki, hvað varð- aði vinnutímamál og draga úr verkstjórn sem skólastjórar hafa yfir vinnutíma kennara. Verkstjórn skólastjóra yfir vinnu kennara er með því allra minnsta sem þekkist í vinnurétti á Íslandi. Almennt tíðkast að launamaðurinn mætir á sinn vinnustað og selur sína vinnu, hvort sem það er verkamaður eða lögfræðingur og vinnuveitandinn getur ráðstafað hans vinnutíma eftir sínu mati. Auðvitað gerir hann það gjarnan í samráði við starfsmann þannig að það leiði til skilvirkrar vinnu.“ Birgir Björn segir að í síðustu samningum hafi verið stigin mik- ilvæg skref í þá átt að auka bundna viðveru kennara í skólun- um. „Það var auðheyrt á kennurum í vor að þeir vildu draga úr þessu á nýjan leik.“ Mikil miðstýring Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir það rangt að kennarar vilji breyta vinnutímaskilgreiningum til fyrra fyrirkomulags. Þeir séu ekki að krefjast þess að dregið verði úr verkstjórnarvaldi skóla- stjóra. Þeir vilji endur- skilgreina verkstjórnar- þáttinn en ekki draga úr honum. Málið snúist um að kröfur til kennara um undirbún- ing og úrvinnslu séu sífellt að aukast. Núverandi samningur gefi kennurum ekki nægilegt færi á að mæta þessum kröfum. Hann segir að kennarar vilji bregðast við þessu með því að lækka kennslu- skylduna til samræmis við það sem er í framhaldsskól kennsluskylda fram kennara sé talsvert min ara í grunnskólum. Eiríkur segir að ald ist nein sátt um vinn ingarnar sem samið v og kennir sveitarfélö „Rótin að því hvers v deilur eru svona harða ur finnst að launanefn laganna hafi breytt samningnum eftir að undirritaðir. Þegar s voru undirritaðir voru sem dreifstýringarsam sem væri verið að flyt skólana og þar sem væ auka verkstjórnarvald og gefa þeim færi á að skólastarf eftir þörfum eins skóla. Ég tel mig reynslu af svona málum aldrei upplifað aðra ei ingu eins og sveitarf stundað undanfarin ár fá margir hverjir ekki framkvæma samningi anda sem hann var un Það er oft talað um að miðstýring hjá ríkinu, bara hégómi miðað við stundað þarna.“ Birgir Björn segir a að af hálfu launanefn Sambands íslenskra s sé ekki um neina mið ræða. Grunnskólarnir móti dýrustu stofnanir arfélögin reka og því k að einstök sveitarfélö sig knúin til þess að v varðandi útgjöld til han Krefjast lækk á kennslusky Í síðustu kjarasamn gerðar breytingar á ken Almennur grunnskólak að kenna 28 tíma á vi ára starf minnkaði ken um eina kennslustund. aldur bætist þrjár kennsluafsláttinn og f ára aldur, en þá er ken komin niður í 19 stun nefnd sveitarfélaganna Grunnskólakennarar hafa boðað v Telja sig óbundna af kjarastefnu ASÍ Í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitar- félaganna er ekki bara deilt um kröfur kennara heldur einnig um framkvæmd samningsins sem gerður var 2001. Egill Ólafsson telur að deilan sé snúin m.a. vegna þess að hún getur haft áhrif á aðra samn- inga opinberra starfsmanna. Deilur hafa staðið um fr myndinni takast í hendu og Eiríkur Jónsson, form Þórir Einarsson, fyrrve ) *+ &&$, !   " 2!  ) *+ &&&, !   "    !!# " !   " %   Síðasta verk- fall grunn- skólakennara stóð yfir í átta vikur SPRENGJUR Á VÍÐAVANGI Í Morgunblaðinu í gær var fráþví sagt, að yfir átta hundruðsprengjur hefðu fundizt við leit á fyrrverandi skotæfinga- svæði bandaríska varnarliðsins á Vogaheiði á Reykjanesi í sumar og fyrrasumar. Þessar sprengjur hafa verið gerðar óvirkar. En jafnframt segir Gylfi Geirs- son, yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæzlunnar, að það sé margra ára verk að kemba svæðið og hann telur jafnframt ólíklegt að takast muni að finna allar sprengjur, sem þarna liggi í gjót- um. Þetta er alvarlegt mál. Í fyrsta lagi vekur það furðu, að varnarlið- ið skuli yfirleitt á árum áður hafa stundað æfingar á þessu svæði með alvöru sprengjur. Í öðru lagi vekur það spurningar, hvers vegna varnarliðið sjálft hefur ekki fyrir löngu hreinsað þessar sprengjur upp. Raunar kemur fram hér í blaðinu í gær, að varn- arliðið hafi stundað slíkt hreins- unarstarf tvisvar sinnum á síðustu tveimur áratugum. En það hefur greinilega ekki verið nógu vel gert úr því að íslenzkir sérfræðingar hafa fundið 800 sprengjur í sumar og fyrrasumar og telja jafnframt margra ára vinnu eftir. Bandaríkjamenn geta ekki leyft sér að skilja eftir lífshættulegar sprengjur á landsvæðum, sem nú eru að verða útivistarsvæði al- mennings. Það er áleitin spurn- ing, hvort hér þurfi ekki að taka til hendi af margfalt meiri krafti en þó hefur verið gert til þessa. AFREKSKONA Viktoría Áskelsdóttir lauk ígær 62 kílómetra sundi yfir Breiðafjörð en hún hóf sundið frá Lambanesi á Barðaströnd seinni hluta júlímánaðar. Þessi afrekskona lagði í þetta sund til þess að vekja athygli á Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna og starfi hennar hér á Íslandi. Afrek Viktoríu að synda þessa leið er mikið og aðdáunarvert af hvílíkri rósemi og hógværð hún talar um það. En það er ekki síður athygl- isvert hvers vegna hún syndir. Örlög milljóna barna um allan heim eru slík að í raun og veru er ekki hægt að horfast í augu við þau. Hinar ríku þjóðir heims geta einungis horft framan í sjálfa sig á meðan milljónir barna líða hungur og ólýsanlegar hörmungar með því að víkja hugsunum um örlög barnanna frá sér. Starf Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er m.a. fólgið í því að sjá til þess að þeir sem betur mega sín í okkar veröld geti ekki gleymt eða horft fram hjá hlut- skipti barnanna. Sund Viktoríu Áskelsdóttur minnir okkur á að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hafið skipulega starfsemi hér og að við hljótum að láta eitthvað af auði okkar af hendi rakna til þessara barna. HRYÐJUVERKUM HÓTAÐ Í DANMÖRKU Síðustu daga hafa komið framfréttir um að hópur íraskra hryðjuverkamanna hafi hótað hryðjuverkum í Danmörku verði liðsafli Dana í Írak ekki kallaður heim. Sérstaklega var hótað bíl- sprengjum. Í samtölum, sem fréttaritari sjónvarpsins átti við fólk á förnum vegi í Kaupmannahöfn í gær, var ekki að sjá að hinn almenni borg- ari í Danmörku tæki þessa hótun alvarlega. Áður hefur hótunum verið beint að Norðmönnum m.a. vegna margvíslegs samstarfs þeirra við Bandaríkjamenn. Það er ekki ástæða til að taka slíkum hótunum af léttúð. Alþjóð- legir hryðjuverkamenn hafa hvað eftir annað sýnt að þeir hafa burði til þess að standa fyrir mjög alvar- legum glæpaverkum eins og m.a. kom í ljós á Spáni og að sjálfsögðu áður í Bandaríkjunum. Það er alls ekki hægt að útiloka þann mögu- leika að þeir láti til skarar skríða á hinum friðsælu Norðurlöndum. Það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því, að þeir gætu beitt sér fyrir aðgerðum af ein- hverju tagi hér á Íslandi. Jafnvel þótt vel sé fylgzt með þeim sem koma til Norðurlandanna í gegn- um Schengen-samstarfið er hætt við að Norðurlöndin öll vegna langvarandi friðsældar hafi ekki nægilega vakandi auga með því sem gerist á þeirra landsvæðum. Hins vegar er ljóst að bæði Norð- menn og Svíar eru vel vopnum búnir þannig að sveitir hryðju- verkamanna kæmu ekki að tómum kofunum í þeim tveimur löndum í það minnsta. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur beitt sér fyrir eflingu sérsveita lögreglunn- ar, sem er alla vega skref í rétta átt. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er þetta sú veröld, sem við lif- um í um þessar mundir. Það væri barnaskapur að halda að við Ís- lendingar og við Norðurlandabúar gætum búizt við því að verða látnir í friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.