Morgunblaðið - 11.08.2004, Page 44

Morgunblaðið - 11.08.2004, Page 44
FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að ís- lensk skip muni halda áfram að veiða síld á verndarsvæðinu við Svalbarða þótt Norðmenn telji að Íslendingar séu búnir með þann kvóta sem þeim hafi verið úthlutað. Átti Friðrik fund í gær með útgerð- um þeirra skipa sem hafa verið þarna að veiðum. Alls hafa þau ver- ið fimm en tvö til viðbótar eru nú á heimleið með afla. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að búast megi við átökum í vikunni milli íslenskra síldveiði- skipa og norsku strandgæslunnar. Ekki er reiknað með að Íslending- ar taki tillit til þess þótt 80 þúsund tonna kvótinn sé uppurinn sem Norðmenn úthlutuðu Evrópusam- bandinu, Íslandi og Færeyjum. Norðmenn hafi tilkynnt að veið- ar á svæðinu væru óheimilar frá að- faranótt sl. mánudags, samkvæmt reglugerð sem þeir gáfu út. Þá voru eftir 3.000 tonn sem veiðast myndu á tveimur dögum. „Þetta er staða sem hefur verið að stefna í. Við höfum alltaf sagt að við munum halda áfram veiðum og teljum okkur vera í fullum rétti,“ segir Friðrik. Íslensk skip áfram við Svalbarða  Búa sig undir/11 NÚ eru 24 af 26 íslenskum kepp- endum á Ólympíuleikunum í Aþenu komnir til Grikklands, að- eins vantar Þóreyju Eddu El- ísdóttur og Jón Arnar Magnússon, en þau koma í næstu viku. Hand- knattleiksliðið kom til Aþenu í gærkvöldi en náði ekki að vera við fánahyllinguna en þar mættu sundmennirnir sjö, Rúnar Alex- andersson fimleikamaður og Haf- steinn Ægir Geirsson siglinga- kappi. Hyllingin er fyrir nokkrar þjóðir í einu og voru Íslendingar að þessu sinni með Filippseyjum og Egyptum. Á myndinni má sjá línumanninn Róbert Gunnarsson Komnir til Aþenu Morgunblaðið/Golli sýna Ólafi Stefánssyni mynd sem hann smellti af skyttunni en hornamaðurinn Einar Örn Jóns- son lætur sér fátt um finnast. Aþenu. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BÚIST er við að allt að 20 þúsund gestir komi árlega til að skoða Gljúfrastein, safn Halldórs Laxness, sem opnað verður formlega 4. september nk. Aðgangur gesta verður takmarkaður og einungis 20 manns hleypt inn í húsið í einu á hálftíma fresti. Er það bæði gert með verndar- og öryggissjónarmið í huga. Boðið verður upp á hljóðleiðsögn þar sem heyra má Auði Laxness, ekkju Halldórs, segja frá húsinu, leiklestur og rödd Halldórs. Móttökuhús verður í bílskúrnum þar sem fólk getur fræðst um feril Halldórs á snertiskjám um leið og sýndar eru svip- myndir af innlendri og erlendri sögu 20. aldarinnar. Þá verður hægt að ganga um garðinn og þær leiðir sem skáldið fór sjálft í göngutúrum sínum um nánasta um- hverfi.  Varðveita/6 Safn Halldórs Laxness opnað STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, kynnir í grein í Morgunblaðinu í dag nýja tillögu að skipulagi á reitnum við Austurbæjarbíó. Samkvæmt tillögunni, sem Steinunn leggur fyrir skipulags- og bygging- arnefnd í dag, verður niðurrif Austur- bæjarbíós ekki heimilað en gert er ráð fyrir þéttingu byggðar á reitnum. Vonast Steinunn til þess að með tillögunni náist sátt um skipulagið á svæðinu, en verði hún samþykkt í nefndinni fer hún fljót- lega í auglýsingu og grenndarkynningu. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Njálsgötu, Snorrabraut, Grettisgötu og Rauðarárstíg. Steinunn segist leggja fram tillöguna eftir að hafa farið yfir öll rök málsins, vegið þau og metið. Austurbæjarbíó ekki rifið en byggðin þétt  Skipulagsmál/23 KRUFNINGU á líki Sri Rhamawati er lokið og samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðu var henni ráðinn bani með höfuð- höggum. Alvarlegir áverkar sem hún hlaut við höggin urðu til þess að hún lést nánast samstundis. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vildi ekki greina frá því hversu mörg höggin voru né hvert morðvopnið var. Höfuðhögg urðu Sri Rhamawati að bana EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að komi til verkfalls 20. september geti það orðið lengra en önnur kennaraverkföll fram að þessu. Síð- asta verkfall grunnskólakennara stóð í átta vikur og síðasta verkfall framhaldsskólakennara stóð í sjö vikur. Fyrsti samningafundur kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissátta- semjara eftir sumarleyfi verður haldinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Eiríkur segir sveitarfélögin verða að breyta um stefnu ef komast eigi hjá verkfalli. „Ég kalla eftir því að sveitarfélögin íhugi þetta mál ræki- lega vegna þess að með óbreyttri stefnu keyra þau þetta í verkfall sem getur staðið lengur en öll önn- ur kennaraverkföll hafa staðið fram að þessu,“ segir hann. Birgir Björn Sigurjónsson, for- stöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar, en hann stýrir kjaraviðræðunum fyrir hönd sveit- arfélaganna, segir að Launanefnd sveitarfélaganna hafi reynt að koma til móts við kröfur kennara. „Tilboð okkar kvað á um heldur meiri hækkanir en samið hefur ver- ið um á almennum markaði. Það má segja að það sé í þriðja skiptið í röð sem við erum að ljúka samningi við kennara með meiri hækkunum en nokkurn annan starfsmannahóp hjá okkur. Það hlýtur að orka tví- mælis,“ segir Birgir Björn. Stór hluti samningaviðræðnanna í vor fór í að ræða framkvæmd síð- asta samnings. Formaður Kennarasambandsins um hugsanlegt verkfall 20. september Gæti orðið lengra en fyrri kennaraverkföll  Telja sig/miðopna ♦♦♦ ♦♦♦ VATNSMAGNIÐ í Jökulsá á Dal, Jöklu, eykst jafnt og þétt í hlýind- unum. Vatnsborð árinnar fór hæst í um 478 metra yfir sjávarmáli um níuleytið í gærkvöldi og fór brúin á vinnusvæðinu við Kárahnjúka nær öll á kaf. Náði vatnið hæst hálfum metra yfir brúargólfið. Vatnsrennsl- ið var í um 850 rúmmetrum á sek- úndu þegar mest lét. Brúin hefur verið lokuð almennri umferð síðustu daga en verktakar á svæðinu hafa notað hana hluta úr degi. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir að enn sé reiknað með miklum vatnavöxtum á fimmtudag og föstudag. „Við þurfum að búa okkur undir að fá jafnmikið rennsli í Jöklu og kom árið 1977,“ segir Sigurður en þá mældist vatns- rennslið um 1.030 rúmmetrar á sek- úndu. Búist er við vatnshæð í allt að 490 metrum yfir sjávarmáli en varn- arstíflan er nú sex metrum hærri. Brúin við Kárahnjúka fór á kaf HÚSFYLLIR var í Laugardalshöll í gær þegar popp- stjarnan Pink steig á svið ásamt fríðu föruneyti. Að sögn viðstaddra var dúndrandi stemning í húsinu en hljómsveitin Í svörtum fötum hitaði upp. Pink sjálf lýsti sérstakri ánægju með það hversu áhorfendur létu vel í sér heyra. Þá kvaðst þessi kröft- uga söngkona telja Íslendinga einstaklega fallega og kynþokkafulla þjóð. Pink spilaði í einn og hálfan tíma án þess að taka sér hlé og lék lög af öllum þremur plötum sínum. Pink lék við hvern sinn fingur á tónleikum í Höllinnni Morgunblaðið/ÞÖK „Íslendingar eru falleg þjóð“ DJÚPSPRENGJA kom í trollið hjá togaranum Þórunni Sveinsdóttur VE á veiðum vestur af Reykjanesi í gær. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar voru kallaðir til og var sprengjunni, sem reyndist óvirk, eytt þegar komið var í land í Eyjum. Djúp- sprengja í Þórunni Morgunblaðið/ÞÖK ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.