Morgunblaðið - 11.08.2004, Page 32

Morgunblaðið - 11.08.2004, Page 32
Grettir Smáfólk Smáfólk © DARGAUD Bubbi og Billi GRETTIR, ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ ENDURBÆTA KATTARMATINN ÞINN... NÚNA LÝTUR HANN HVORKI EINS ÓGEÐSLEGA ÚT NÉ LYKTAR EINS ILLA! ÞÁ ER ÞETTA EKKI KATTARMATUR ÞESSIR DRAUMAR ERU AÐ GERA MIG GEÐVEIKAN Í GÆR DREYMDI MIG AÐ ÉG OG RAUHÆRÐA STELPAN VÆRUM AÐ BORÐA HÁDEGISMAT SAMAN... EN HÚN ER FLUTT... HÚN FLUTTI OG ÉG VEIT EKKI HVERT HÚN FÓR OG HÚN VEIT EKKI EINU SINN AÐ ÉG ER TIL OG ÉG SÉ HANA ALDREI AFTUR... OG... ÉG VILDI AÐ MENN GÆTU GRÁTIÐ... ÝTTU! ÝTTUFASTAR! GARÐYRKJUMAÐURINN MINN Á Í SMÁ VANDRÆÐUM MEÐ SLÁTTURVÉLINA BUBBI!! ? BUBBI! ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ FARA MEÐ BILLA Í GÖNGUTÚR. ERTU EKKI TIL Í AÐ GERA ÞAÐ? PFFF! ÉG ÞARF AÐ GERA ALLT HÉRNA! EINMITT! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR NÚNA! EKKI FARA AÐ NÖLDRA UNGI MAÐUR. BROSTU BARA OG ÞETTA VERÐUR MIKLU SKEMMTILEGRA STRÁKURINN ÆTTI BARA AÐ VERA ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ FÁ AÐ FARA MEÐ MIG ÚT AÐ LABBA PFFF! BUBBI, BILLI VERÐUR AÐ FÁ AÐ RÖLTA AÐEINS. HANN LIGGUR ALLTAF BARA Í SÓFANUM ALLAN DAGINN ALLT Í LAGI... HEYRÐU! MAMMA HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR, ÞÚ ÞARFT Á SMÁ HREYFINGU AÐ HALDA! OG EF ÞÚ BROSIR ÞÁ VERÐUR ÞETTA MIKLU SKEMMTILEGRA Dagbók Í dag er miðvikudagur 11. ágúst, 224. dagur ársins 2004 Vinkona Víkverja erað skríða inn á breytingaskeiðið. Og þvílík einkenni, skammvinn svitakóf fyrirvaralaust allan sólarhringinn, liðverk- ir, geðvonska og fleira miður ánægjulegt sem þessu æviskeiði virðist fylgja – að minnsta kosti svona til að byrja með. Vinkonan veit hreinlega ekkert hvað hún á til bragðs að taka þangað til hún fær tíma hjá kven- sjúkdómalækni eftir nokkrar vikur. Á konan, sem rétt er skriðin yfir fer- tugt, nú að taka hormónalyf í ein- hverri mynd eins og mamma hennar gerði, töflur, lykkju eða plástur eða borgar sig að taka soja í töfluformi eða kaupa sér sojajógurt og soja- kjöt? Er kannski málið að bryðja E- vítamín eða sérstakar vítamín- blöndur fyrir konur sem eru á breyt- ingaskeiði? Kannski eru homópata- lyf lausnin, ilmnudd, heilun eða jóga? Nú eru hormónalyf sögð auka lík- ur á brjóstakrabba, soja er umdeilt og hvað veit hún um vítamínin? Hvað þarf hún að taka mikið kalk til að sporna við bein- þynningu? Þuríður Pálsdóttir gaf á sínum tíma út bók um breyt- ingaskeiðið og þvílík himnasending. Þótt margt sé barns síns tíma sem þar er að finna þá sést að minnsta kosti að það eru margar konur í sömu sporum og þessi mæta kona nú. Víkverji getur ekki annað en vonað að um- ræðan um tíðahvörf kvenna verði eðlileg og það muni áður en langt um líður þykja jafnsjálfsagt að tala um einkenni þess og að ræða um liðagigt eða kvef. x x x Vinkvennahópur fór í sumarbú-staðaferð fyrir skömmu og leiðin lá á Suðurland þar sem þær gistu. Hluti af stemmningunni hjá kon- unum var að skella sér í litla laug í nágrenni gististaðarins. Um kvöldið áttu þær svo leið á ný framhjá laug- inni og sáu þar hvar fólk var í laug- inni með hund með sér. Vinkona Víkverja átti ekki orð yfir þennan sóðaskap og sagði að gæti verið beinlínis heilsuspillandi. Víkverji skrifar...       Morgunblaðið/Jón Sigurðarson MENN og dýr verða þyrst í sólinni og því er gott að geta fengið sér að drekka í tæru og meinhollu íslensku vatni. Þessir strákar svöluðu þorstanum og nutu blíðunnar á Vopnafirði í gær. Þorstanum svalað í hitanum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Rm. 14, 8.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.