Morgunblaðið - 11.08.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 11.08.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 11 ÚR VERINU NORÐMENN búast við, að til átaka geti komið nú í vikunni milli ís- lenskra síldarskipa og norsku strandgæslunnar á verndarsvæðinu við Svalbarða. Kvótinn, 80.000 tonn, sem Norðmenn úthlutuðu Evrópu- sambandinu, Íslandi og Færeyjum, er nú uppurinn en norskir fjölmiðlar segja, að Íslendingar ætli ekki að taka tillit til þess. Fiskeribladet sagði í fyrradag, að íslenskir útgerðarmenn hefðu lýst því yfir, að þeir tækju ekkert mark á kvótaúthlutunum Norðmanna og hygðust halda veiðunum áfram. Gerðu þeir það, kæmist norska strandgæslan ekki hjá því að skerast í leikinn. Blaðið segir, að strandgæslan verði raunar fyrst að ráðfæra sig við utanríkisráðuneytið og minnir á, að þegar til hafi staðið að taka rúss- neska togarann „Okeanator“, sem var að rækjuveiðum á lokuðu svæði, hafi norska utanríkisráðuneytið komið í veg fyrir það. Þess í stað hafi það haft samband við rússnesk stjórnvöld og fengið þau til að kalla togarann burt. Vegna þessa máls sé nú nokkur óvissa um viðbrögð utan- ríkisráðuneytisins við hugsanlegum veiðum Íslendinga. Karsten Klepsvik, blaðafulltrúi norska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali við Fiskeribladet, að gert væri ráð fyrir, að Íslendingar virtu kvótann og hættu veiðum. Vildi hann ekkert um það segja hvað gert yrði ef þeir héldu síldveiðunum áfram, sagði aðeins, að vel væri með þessu fylgst. Geta Íslendingar beðið? Ekkert samkomulag náðist í við- ræðum um síldarkvótann á verndar- svæðinu og tóku Norðmenn þá af skarið og ákváðu hann einhliða. Á mánudag voru aðeins 3.000 tonn óveidd og búist var við, að þau klár- uðust á næstu tveimur dögum. Í vikubyrjun voru fimm færeysk og fimm íslensk skip á verndarsvæðinu og líklegt þótti, að þeim íslensku myndi fjölga er kolmunnaveiðinni lyki. Veiðisvæðið er nú syðst á vernd- arsvæðinu, aðeins 250 km frá Smug- unni. Þegar síldin gengur suður og út úr verndarsvæðinu, verða veiðarnar frjálsar en ekki var búist við, að það gerðist fyrir helgi. Spurningin er því sú, segir Fiskeribladet, hvort Íslend- ingar hafi þolinmæði til að bíða. Mótmæla rétti Norðmanna til kvótaúthlutunar Blaðið segir, að Íslendingar hafi úthlutað sjálfum sér síldarkvóta upp á 128.000 tonn og hafi nú veitt 70.000 tonn, í Smugunni, verndarsvæðinu, Jan Mayen-svæðinu og innan eigin lögsögu. Íslenskir útgerðarmenn haldi því oft fram, að Norðmenn hafi ekki lagalega heimild til að ákveða kvóta á verndarsvæðinu. Norska strandgæsluskipið „Senja“ hefur verið á verndarsvæð- inu síðustu vikurnar en um síðustu helgi kom „Tromsø“ í þess stað. Að auki átti „Nordkapp“ að koma þang- að í fyrradag. „Við fylgjumst með og bíðum fyr- irskipana frá utanríkisráðuneytinu,“ sagði Lars Kjøren, yfirmaður strandgæslunnar í Norður-Noregi. Búa sig undir átök á verndarsvæðinu Norska strandgæslan segist bíða fyrirskipana frá utanríkisráðu- neytinu um að taka íslensk skip haldi þau áfram síldveiðum Morgunblaðið/Kristinn BREZKI sjávarútvegsráðherrann, Ben Bradshaw, er í heimsókn hér á landi. Hann kom til landsins í gær og heldur af landi brott aftur á morgun. Í dag kynnir Bradshaw sér starf- semi Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, fer í sjávarútvegsráðu- neytið og heimsækir Lands- samband íslenzkra útvegsmanna. Um kvöldið snæðir hann og föru- neyti hans kvöldverð í boði sjáv- arútvegsráðherra. Á morgun hitt- ir hann utanrík- isráðherra Hall- dór Ásgrímsson, fer í hvala- skoðun, snæðir hádegisverð með útvegsmönnum á Suðurnesjum og heimsækir fisk- verkunina Fisk- val í Keflavík. Bradshaw heldur svo af landi brott síðdegis. Ráðherra í heimsókn Ben Bradshaw GRÁSLEPPUVERTÍÐ lauk um helgina, en þá lauk veiðum í inn- anverðum Breiðafirði og á Ísafjarð- ardjúpi. Aflabrögð voru góð og er þetta þriðja besta vertíðin á síðustu tíu árum. Vertíðin nú byrjaði óvenju snemma eða 5. mars á svæðinu sunnan Garðskaga. 15. mars bætt- ust svo Strandamenn í hópinn og 20. mars hófust veiðar á Norður- og Norðausturlandi, 1. apríl í Faxaflóa og utanverðum Breiðafirði, 5. apríl á Vestfjörðum og síðast 10. maí á innanverðum Breiðafirði. Á öllum svæðunum 8 voru veiðar heimilaðar í 90 daga. Almennt voru veiðimenn sáttir við veiðitímann, helst var það í Faxaflóa að menn telja að færa eigi veiðitímann í upp- runalegt horf, til 20. apríl. Í upphafi vertíðar tilkynnti LS lágmarksviðmiðunarverð 888 evrur fyrir hverja tunnu af hrognum. Það verð skilaði veiðimönnum 72 þús- und krónum fyrir hverja full- uppsaltaða tunnu af grásleppu- hrognum. Verðið hefur að mestu haldið út vertíðina, þó vitað sé að einhverjir veiðimenn hafi fengið hærra verð í útflutningi. Heildarveiði á vertíðinni var 11.500 tunnur, sem er þriðja besta vertíðin á síðastliðnum 10 árum, að- eins í fyrra en þá fengust 12.700 tunnur, og 1997, 13.385 tunnur, veiddist meira. Morgunblaðið/Helgi Mar Á sjó Grásleppan skorin og hrogn- in hirt í róðri við Norðausturland. Ágætri grásleppu- vertíð lokið CHAS Goemans hefur unnið hjá Umhverfisstofnun frá því í fyrra en áður hafði hann unnið hér í sjálf- boðastarfi við það að sjá um hópana sem komu hing- að til lands á vegum BTCV. Hann var staddur í Ás- byrgi þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við hann þar sem hann leiðir vinnuhóp sem vinnur að lagfæringu stíga í þjóðgarðinum. Chas segir að flestir sjálfboðaliðanna dvelji hér á landi við störf í tvær vikur en sumir séu hérna yfir sumartím- ann og taki þátt í að skipuleggja starfið. „Í hópnum okkar eru Bretar, Frakkar og Þjóðverjar. Margir af þeim sem koma hingað í tvær vikur eru í eins konar fríi en það snýst um annað og meira en að virða fyrir sér landið. Fólk reynir að láta gott af sér leiða á með- an dvöl þess stendur og einnig er þetta góð leið til þess að kynnast öðru fólki. Þá upplifum við landið á annan hátt með þessu móti.“ Chas segir starfið í sumar hafa gengið vel fyrir sig og ekki hafi veðrið skemmt fyrir. „Við höfum verið einstaklega lánsöm með veðrið í sumar en það skipt- ir miklu máli þar sem við gistum aðallega í tjöldum. Okkur líður mjög vel hér í Ásbyrgi en við stefnum á það að fara í hvalaskoðun og virða fyrir okkur ná- grennið þannig að þetta snýst ekki eingöngu um vinnuna,“ segir Chas en vinnudagur sjálfboðalið- anna er átta tíma langur. „Þetta er í raun venjulegur vinnudagur frá 9 til 17 en þar sem það eru svo marg- ir Bretar hér þurfum við að sjálfsögðu að taka okkur hlé til þess að drekka te. Það kunna allir að meta ís- lenskt te og þann mat sem hér er boðið upp á.“ Flestir dvelja hér í tvær vikur IAN Beglie, 35 ára gamall Skoti, er í vinnuhópnum í Ásbyrgi. Hann var hér á landi í fyrrasumar og vann þá við svipuð störf við Mývatn. Ian hefur verið hér á landi við vinnu síðan í júní og að eigin sögn ferðast víða. „Þetta er búið að vera mjög gaman en ég tel okkur vera að vinna þarft verk. Það er nauðsynlegt að ferðamenn geti farið úr bílum sínum og komist nær náttúrunni. Þá kynnist maður Íslendingum mun betur með þessu móti,“ segir Ian en hann langar mikið til þess að koma aftur hingað til lands og virða fyrir sér fleiri staði. Kynnist Íslendingum betur SARAH Day, 24 ára gömul stúlka frá Englandi, er liðsstjóri hópsins í Ásbyrgi. Hún hefur verið hér á landi síðan í júní en hún dvaldi einnig hér á landi í fyrrasumar. „Ég er menntuð í umhverfisfræðum og hef unnið í öðrum löndum við svipuð störf og hér. Ís- land hefur ávallt vakið áhuga minn og ég kom hing- að aftur vegna þess að mér líkaði vistin svo vel í fyrra. Ásbyrgi er einn af mínum uppáhaldsstöðum og ekki skemmir fyrir hvað veðrið er gott,“ segir Sarah en hún hefur mikinn hug á því að koma aftur hingað að ári liðnu. Ávallt haft áhuga á Íslandi UM hundrað erlendir sjálf- boðaliðar vinna um þessar mundir í íslenskum þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Verk- efni þeirra felast aðallega í við- gerð og endurbótum á sam- göngumannvirkjum fyrir fótgangandi ferðamenn. Stærst- ur hluti sjálfboðaliðanna kemur hingað í gegnum bresku sam- tökin BTCV (British Trust for Conservation Volunteers), sem eru stærstu nátturuvernd- arsamtökin þar í landi. Sam- tökin, sem voru stofnuð árið 1959, hjálpa árlega rúmlega 130.000 sjálfboðaliðum til þess að bæta umhverfið í borgum og sveitum víðs vegar um heiminn. Í rúm tuttugu ár hafa sjálf- boðaliðar á vegum BTCV unnið yfir sumarmánuðina á Íslandi og náið samstarf við Náttúruvernd ríkisins leiddi til stofnunar Ís- landsdeildar BTCV árið 2000. Allt frá upphafi hefur starfsemi samtakanna hér á landi lagt áherslu á endurbætur á stíga- kerfi þjóðgarða og friðlanda en einnig hefur verið lögð aukin áhersla á þjálfun, verktækni og samstarf við önnur samtök. Gista í tjöldum Hrefna Guðmundsdóttir, fræðslu- og upplýsingastjóri Umhverfisstofnunar, segir að miklir fjármunir sparist við það að fá sjálfboðaliðana hingað til lands enda sé einungis verið að greiða um einn þriðja af þeim kostnaði sem annars hlytist af þessum framkvæmdum. „Oft þyrfti jafnvel að nota flókin tæki og aðferðir við að vinna þetta starf og ef það ætti að kaupa það út á annan hátt þá værum við að borga hærri fjárhæðir. Við greiðum einungis fargjald aðra leiðina og sjáum um mat og gist- ingu. Sjálfboðaliðarnir sjá hins vegar um að elda matinn og gista oftast í tjöldum. Þó er búið að byggja upp húsnæði líkt og í Skaftafelli og unnið er að því að betrumbæta aðstöðu sjálf- boðaliðanna,“ segir Hrefna og tekur það fram að ávallt sé reynt að fá heimamenn til starfans en þegar það er ekki mögulegt þá komi sjálfboðaliðarnir til sög- unnar. „Stígavinnan er unnin með verktökum þar sem því verður komið við. Þegar aðgengi er erfitt og ekki er hægt að not- ast við vinnuvélar vinna sjálf- boðaliðarnir starfið með frum- stæðum tólum og oft á tíðum er það mikil erfiðisvinna.“ Að sögn Hrefnu eru flestir sjálfboðaliðanna ungt fólk. „Þetta eru mestmegnis Bretar sem koma hingað á vegum BTCV en hingað kemur einnig fólk frá öðrum löndum á eigin vegum. Þá er unnið að því að hingað komi fólk alls staðar að úr heiminum.“ Hafa áhuga á landi og þjóð Hjá Umhverfisstofnun starfar Bretinn Chas Goemans og hans þáttur er að skipuleggja þetta starf og ná sambandi við sjálf- boðaliðana. „Hann er mikið á vettvangi og heldur utan um þetta starf en hann hefur unnið mikið í Bretlandi og nýtir sér þekkingu sína hér á landi,“ segir Hrefna en starf sjálfboðaliðanna tengist Umhverfisstofnun í gegnum náttúruverndarsvið þar sem unnið er að því að end- urbæta og skipuleggja þjóð- garða og friðlýst svæði. „Hóp- arnir vinna ekki eingöngu við stígagerð en þeir hafa til að mynda unnið með hleðslumönn- um í Skaftafelli við að end- urhlaða gamla garða og þeim finnst áhugavert að komast í ná- munda við sögulegar minjar og hjálpa til við að byggja þær upp. Þá hafa þeir smíðað litlar brýr yfir vatnsföll og timburpalla yfir votlendi en þetta gengur mikið út á það að auðvelda ferðamönn- um aðgengi sem annars væri erfiðara. Þjóðgarðsverðir veita þeim fræðslu en það er farið með sjálfboðaliðana í kynn- isferðir og þeim sýndir stað- hættir þannig að þetta er einnig ágætis landkynning og þetta fólk er mikið að koma hingað vegna þess að það hefur áhuga á landi og þjóð.“ Íslensk fyrirtæki taka þátt í kostnaði við verkefnið með Um- hverfisstofnun og að sögn Hrefnu munar mikið um fram- lag þeirra. Um hundrað erlendir sjálfboðaliðar í íslenskum þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum víðs vegar um landið Miklir fjármunir sparast við fram- kvæmdirnar Ljósmynd/Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir Vinnuhópurinn í Ásbyrgi tekur sér hvíld frá störfum. Ian Beglie, Sarah Day og Chas Goemans. TENGLAR ............................................... www.btvc.org

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.