Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 21
SÓLHEIMAR - NEÐRI SÉRHÆÐ M. BÍLSKÚR FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Falleg 141 fm 4ra-5 herb. neðri sér- hæð ásamt 36 fm bílskúr í þríbýli. Eignin skiptist í forstofu, hol, opið eld- hús m. borðkrók, samliggj. stofur, 3 herbergi, öll með skápum, þvottaher- bergi m. sturtuklefa og baðherbergi. Stórar flísalagðar vestursvalir og um 20 fm sólskýli. Sérgeymsla í kj. Hús klætt að utan. Verð 22,8 millj. LINDARFLÖT - GARÐABÆ Mjög glæsilegt og vel skipulagt 193 fm einbýlishús á einni hæð auk 48 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í bjarta setustofu m. góðu útsýni, borðstofu m. útg. á skjólgóða verönd, arinstofu, rúmgott eldhús m. eikarinnrétt., 4-5 herb. og baðherb. m. góðri innrétt- ingu. Auk þess er lítil stúdíóíbúð með sérinng. innst í bílskúr. Innkeyrsla og stígur fyrir framan hús hellulögð, upphituð og upplýst. Ræktuð lóð. Verð 35,0 millj. MÁVANES - GARÐABÆ Glæsilegt um 450 fm tvílyft einbýlis- hús á Arnarnesi með sjávarútsýni. Á efri hæð eru m.a. þrjár stórar sam- liggjandi stofur m. arni og mikilli loft- hæð, rúmgott eldhús m. massífum eikarinnétt., þvottaherb., 4 svefn- herb., gestasalerni með sturtu og flísalagt baðherb. Á neðri hæð eru 2- 3 herb., gestasalerni, baðherb., gufu- bað o.fl. Tvöfaldur innb. bílskúr. Fal- leg staðsetning með stórkostlegu sjávarútsýni. Hiti í stéttum fyrir framan innkeyrslu og gangstétt. Falleg ræktuð lóð með hellulögn og vegghleðslum. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. BAKKAFLÖT - GARÐABÆ Vel staðsett um 166 fm einbýlishús á einni hæð auk 43 fm tvöfalds bílskúrs á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í gestasalerni, borðstofu og stofu með útsýni til suðurs og suðvesturs, sólskála um 25 fm með miklum glerveggjum, eldhús m. búri innaf, þvottaherbergi, 2-3 parketlögð svefnherb. öll m. skápum og flísalagt baðherbergi. Lóðin er ræktuð og frágengin. Verð 31 millj. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 21 GREINARHÖFUNDAR lýsa mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun Helgu Árnadóttur að gefa kost á sér til formanns Heimdallar. Helga hefur verið afar virk í starfi ungliðahreyf- ingar Sjálfstæðisflokksins og verður að telja hana hafa alla þá kosti sem góðan stjórnmálamann prýða; skýra sýn, hugmyndaauðgi, ótvíræða hæfi- leika til að vinna með fólki og ekki síst gríðarlegan eldmóð. Með þessa kosti í farteskinu mun hún koma til með að efla starf ungliðahreyfing- arinnar og hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í starfi Heimdallar. Helgu í forystu Heimdallar Greinarhöfundar hafa unnið með Helgu í starfi ungra sjálfstæð- ismanna og bera henni góða söguna. Með þá kosti sem Helga býr yfir og þá reynslu sem hún hefur aflað sér á vettvangi stjórnmálanna hefur hún klárlega skipað sér í hóp með efnileg- ustu stjórnmálamönnum yngri kyn- slóðarinnar. Helga Árnadóttir er tákn nýrra tíma og nái hún kjöri til formanns Heimdallar mun hún koma með ferska vinda í starf Sjálfstæð- isflokksins. Með Helgu í broddi fylk- ingar mun Heimdallur, stærsta ung- liðahreyfing stjórnmálaflokks á Íslandi, blómstra sem aldrei fyrr. Gerum gott starf betra Við hlið Helgu er öfl- ugur hópur ungs fólks sem tilbúið er að gera gott starf enn betra. Með því að kjósa Helgu og fylgismenn hennar er ljóst að atkvæðinu er vel varið. Framboðið leggur áherslu á að hvetja ungt fólk til starfa innan ungliða- hreyfingarinnar, sér- staklega ungar konur, sem eru orð í tíma töluð. Nýliðun í starfi ungliðahreyfingarinnar er mik- ilvæg og nauðsynlegt er að hvetja ungt fólk til þess að láta að sér kveða í starfi Sjálfstæðisflokksins. Helga leggur áherslu á heiðarlega kosn- ingabaráttu og að allir áhugasamir geti lagt hönd á plóginn. Greinarhöf- undar hvetja því áhugasama til að kynna sér framboð Helgu Árnadótt- ur á heimasíðu þess, www.helga- arna.is. Kjósum Helgu Árnadóttur Árni Sigurjónsson og Sesselja Sigurðardóttir skrifa um stjórnmál ’Með Helgu í broddifylkingar mun Heim- dallur, stærsta ungliða- hreyfing stjórnmála- flokks á Íslandi, blómstra sem aldrei fyrr.‘ Höfundar eru formenn Týs, f.u.s. í Kópavogi, og Hugins, f.u.s. í Garðabæ. Árni Sigurjónsson Sesselja Sigurðardóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á AÐALFUNDI Heimdallar næstkomandi laugardag verður kosið milli tveggja framboða til stjórnar félagsins. Þeir sem vilja veita nýrri kynslóð ungs sjálfstæð- isfólks brautargengi ættu tví- mælalaust að styðja við bakið á framboðshópnum Blátt.is sem Bolli Thoroddsen leiðir. Fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks hefur síðustu ár verið í sögulegu lágmarki. Hlutverk Heimdallar ætti fyrst og fremst að vera að afla flokknum nýrra virkra stuðningsmanna og þar hafa stjórnir Heimdallar síðustu ár einfaldlega ekki staðið sig nógu vel. Með Blátt.is hópnum er komin fram ný kynslóð af ungu flokks- fólki sem er í góðu sambandi við nemendur í framhaldsskólum og hefur jafnframt mikla reynslu af félagsstörfum. Nýjum kynslóðum fylgja nýjar hugmyndir, önnur vinnubrögð og annað hugarfar – og á því þurfa ekki aðeins ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík að halda, heldur flokkurinn allur. Ein helsta ástæða þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur í langri sögu haldið sterkri stöðu sinni er að hann hefur breyst og þróast í takt við tímann, en ekki staðið í stað. Saga flokksins sýnir að þess- ar breytingar hafa ævinlega byrj- að neðan frá með nýjum kyn- slóðum ungra Sjálfstæðismanna sem hafa unnið flokknum heilt en jafnframt horft á hann með gagn- rýnum augum. Ný kynslóð ungs fólks er einmitt það sem flokk- urinn þarf á að halda um þessar mundir. Kjósum kynslóða- skipti í Heimdalli Ásdís Rósa Þórðardóttir, Bald- ur Kristjánsson og Kári All- ansson skrifar um stjórnmál ’Með Blátt.is hópi Bollaer komin fram ný kyn- slóð af ungu flokksfólki. Saga flokksins sýnir að framþróun flokksins hefur ávallt komið neð- an frá með nýjum kyn- slóðum ungra Sjálfstæð- ismanna.‘ Baldur Kristjánsson Ásdís Rósa er líffræðingur, Baldur er fráfarandi forseti Nemendafélags Verslunarskóla Íslands og Kári er á framboðslista Bolla Thoroddsen til stjórnarkjörs í Heimdalli nk. laug- ardag. Kári Allansson Ásdís Rósa Þórðardóttir Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. ÞAÐ sem gerir mig stoltan er sú þjóðfélagslega framþróun sem fyr- irtækið hefur staðið fyrir. Ég er nógu gamall til að muna ládeyðuna í þjóðfélaginu frá árunum 1992–97 þegar atvinnuleysi var sem mest og helsta vinna þáverandi iðn- aðarráðherra var að fá til landsins orkufrek fyrirtæki til að koma hjól- um atvinnulífsins af stað. Hjól at- vinnulífsins eru farin að snúast af fullum krafti hvort sem það er Landsvirkjun að þakka eður ei. Ekki er tilgangur þessara greina- skrifa að vegsama fyrirtækið út í eitt, heldur er ég ósáttur við þá um- fjöllun og áróður sem hávær minni- hlutahópur hefur haft í frammi gagnvart fyrirtækinu. Ég get fallist á rök náttúrusinna að það færi betur að þurfa ekki virkja, en það þarf að skoða málið í víðara samhengi. Eru þar margir þættir sem taka þarf til- lit til fyrir utan náttúruvernd, eins og aukin störf og aukin fjölbreytni í atvinnumálum. Ég tel t.d. virkjun Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði eitt það jákvæðasta sem gert hefur verið í byggðastefnu á Íslandi í lang- an tíma. Ég er á því að á Íslandi eigi einn maður að þýða eitt atkvæði þegar kemur að málefnum þjóð- arinnar. Þó verð ég að viðurkenna að t.d. Austfirðingar eigi að hafa meira um Kárahnjúkavirkjun að segja heldur enn 101 elítan. Austfirðingar hafa augljóslega meiri hagsmuna að gæta heldur en við sem búum á suð- vesturhorninu. Með námi starfaði ég sem rútubíl- stjóri og leiðsögumaður. Skapaði það starf mér þau hlunnindi að ég lærði meira en áður að bera virðingu fyrir náttúru Íslands. Þau nátt- úrusjónarmið sem Landsvirkjun hefur í heiðri hafa undirstrikað þá virðingu sem hafa ber í heiðri gagn- vart landinu. Nýjustu virkjanir fyr- irtækisins eru þannig hannaðar að maður þarf nánast að vita af þeim til að finna þær. Svo vel eru þær lagað- ar að umhverfinu. Oft verður mér hugsað til stærri og meiri nátt- úruspjalla sem enginn tekur eftir og ekki eru gagnrýnd. Ég get tekið sem dæmi vegi landsins. Hvað hafa margir ferkílómetrar af landi og gróðri farið undir malbik? Hvað hef- ur mörgum tonnum af grjóti, mold og gróðri verið mokað til hliðar vegna malbiks? Af hverju þetta fjaðrafok yfir leirnum á Kára- hnjúkum? Manni finnst stundum áróðurinn fara eftir tískustraumum frekar en málefnum. Ég vona að Landsvirkjun fái að stækka og dafna og komi til með að stuðla að aukinni hagsæld þjóð- arinnar þar sem fátækt og örbirgð verði útrýmt. BJÖRN JÓNSSON, Tjarnarflöt 3, 210 Garðabær. Ég er stoltur af því að vera starfsmaður Landsvirkjunar Frá Birni Jónssyni: MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.