Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 41
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER „Það má semsagt vel mæla með Artúri konungi sem hressilegri ævintýrastríðsmynd“  HJ MBL l l i i il i i í KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. RAISING HELEN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30. AKUREYRI Kl. 8 og 10. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. kl. 10. Enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. SV.MBL Kvikmyndir.is  KD. Fréttablaðið. H.K.H. kvikmyndir.com DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. með ensku tali, 44.000 gestir Þær eiga aðeins eitt sameiginlegt þær líta nákvæmlega eins út Frábær fersk rómantísk gamanmynd með hinum „sexí“ Olsen tvíburum og pabbanum úr American Pie myndunum. f í i í l í i i . Þær eiga aðeins eitt sameiginlegt þær líta nákvæmlega eins út Frábær fersk rómantísk gamanmynd með hinum „sexí“ Olsen tvíburum og pabbanum úr American Pie myndunum. f í i í l í i i . ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30. Ísl tal. kl. 8 og 10.30. enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 5.45. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. kl.6. Enskt tal. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I . 44.000 gestir S.K., Skonrokk Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins.  Kvikmyndir.com  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2 „Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa“ SS Fréttablaðið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 41 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin á ótrúlegu tilboði til Costa del Sol þann 29.september. Tryggðu þér ferð á vinsælasta staðinn í sólinni og njóttu dvalarinnar í einu besta loftslagi í heimi á hreint ótrúlegum kjörum. Þú getur valið um 2 frábæra valkosti, okkar vinsælustu íbúð- ir, Principito Sol, eða gott 3ja stjörnu hótel með hálfu fæði allan tím- ann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 69.990 M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði, 3 vikur með sköttum. Netverð, bókunargjald á skrifstofu 2000. kr Verð kr. 69.990 M.v. 2 í íbúði, 3 vikur með sköttum. Netverð, bókunargjald á skrifstofu 2000. kr Munið Mastercard ferðaávísunina Glæsileg haustferð til Costa del Sol 3 vikur með hálfu fæði frá kr. 69.990 Spennandi kynnisferðir • Marokkó • Granada • Sevilla • Gíbraltar Principito Sol Vinsælustu íbúðir Heimsferða á Costa del Sol með frábærri aðstöðu. Mik- il þjónusta er í hótelinu, veitingastaðir, skemmtun, heilsudagskrá, verslan- ir og móttaka. Allar íbúðir vísa inní garð og er hótelið við ströndina. Full- búnar íbúðir með sjónvarpi, síma, loftkælingu, allar með einu svefnher- bergi, stofu og eldhúsi og svölum. Las Palomas *** Fallegt hótel í hjarta Torremolinos, rétt fyrir ofan ströndina, með góðri þjónustu, garði, sundlaug, veitinga- stöðum og örstutt að ganga í allar áttir. Frábær kostur á hreint ótrúlegu verði. Hálft fæði innifalið allan tím- ann. Öll herbergi með sjónvarpi, síma, loftkælingu, öryggishólfi, baði. RÁS 2 stendur fyrir stórtónleikum á Menningarnótt á miðbakka Reykjavíkurhafnar með hljóm- sveitunum Leaves, Írafári, Brimkló og Egó. Er stöðin að end- urtaka leikinn frá því í fyrra þegar hún hélt stærstu tónleika Íslands- sögunnar á sama stað með Quar- ashi, Sálinni hans Jóns míns og Stuðmönnum en þá voru um 80.000 manns á svæðinu. Tónleikarnir voru vel lukkaðir og þá sem nú er lögð áhersla á að um sé að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Eins og sést á valinu á hljómsveit- unum ættu fjölskyldumeðlimir á öllum aldri að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa fram að hinni árlegu flug- eldasýningu Menningarnætur sem fer einnig fram við Reykjavík- urhöfn og hefst stundvíslega kl. 23. Fyrir þá sem ekki vita er Menn- ingarnótt haldin hátíðleg í Reykja- vík í ár laugardaginn 21. ágúst. Allt verður gert til þess að sem flestir geti heyrt og séð það sem fram fer á sviðinu en fyrirtækin EXTON-hljóð og EXTON-Kastljós sjá um verklegan hluta tón- leikanna, segir í fréttatilkynningu en styrktaraðilar tónleikanna eru Vífilfell, American Style, Nettó, Flugfélag Íslands og Reykjavík- urborg. Tónleikarnir verða í beinni út- sendingu á Rás 2 fyrir þá sem ekki sjá sér fært að vera í höfuðborg- inni. Menningarnótt | Rás 2 með stórtónleika Morgunblaðið/Sverrir Bubbi Morthens og félagar hans í Egó verða á meðal þeirra sem stíga á svið á miðbakka Reykjavíkurhafnar á Menningarnótt á stórtónleikum Rásar 2. Leaves, Írafár, Brimkló og Egó á miðbakkanum ÞEIR sem staðið hafa að Olsen- systraiðnaðinum svokallaða, þ.e. framleiðslu ódýrs en vinsældarvæns barnaefnis í kringum ímyndir tví- burasystranna og barnastjarnanna Ashley og Mary-Kate Olsen, geta svo sannarlega glaðst. Því ólíkt mörgum barnastjörnum, sem ekki hafa átt sér viðreisnar von frá því að þær komust á unglingsárin, virð- ast systurnar stóreygu ætla að eiga sér framhaldstilvist sem sætar ungpíur, svona í svipuðum flokki og Lizzie McGuire og Amanda Bynes. Á meðan flest kvikmyndatengt sem Olsen systurnar hafa tekið þátt í hefur ratað beint á mynd- bandamarkaðinn hefur nú verið gerð tilraun til að lyfta þeim upp á kvikmyndastjörnuplanið. Tilraun þessi nefnist Mínúta í New York. Þær Ashley og Mary-Kate standa sig ekkert betur eða verr en eiga mátti von á, enda eru þær vanar leikkonur með sterka sviðsnærveru. En gallinn er sá að framleiðendur myndarinnar hafa greinilega ákveð- ið að verja eins litlum fjármunum og hæfileikum og þeir gátu í um- gjörðina um þær stöllur, vænt- anlega með það í huga að reyna að græða sem mest á sem minnstu. Eugene Levy er reyndar ljós punktur í myndinni, hann er bráð- fyndinn eins og alltaf, en þeir hæfi- leikar gufa jafnóðum út í loftið í því tómarúmi sem kvikmyndin er. Erf- itt er að ímynda sér lélegra handrit, leikstjórn, og svo má lengi telja. Meira að segja förðunin er léleg, og reyndar svo ýkt að maður hálf blindast við að horfa á stríðsmáluð andlit unglingsstúlknanna. Þær eru alveg með nógu stór augu og þykk- ar varir, það að ýkja þessa þætti upp er að bera í bakkafullan læk- inn. Af ofansögðu ætti s.s. að vera orðið ljóst að Mínúta í New York er langt frá því að vera frambærileg unglingagamanmynd, reyndar hefði hún mátt fara beinustu leið á mynd- bandamarkaðinn. Ólsen Ólsen KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni og Álfabakka THE NEW YORK MINUTE / MÍNÚTA Í NEW YORK  Leikstjórn: Dennie Gordon. Aðalhlutverk: Ashley og Mary-Kate Olsen, Eugene Levy. Bandaríkin, 91 mín. Heiða Jóhannsdóttir Framleiðendur hafa greinilega ákveðið að verja eins litlum fjármunum og hæfileikum og þeir gátu í umgjörðina um þær stöllur, segir m.a. í dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.