Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Loka- dagur útsölu Str.36-60 ÚTSALAN STENDUR ENN 30% AUKA- AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 2 fyrir 1 á tilboðsslám Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í ágúst Sími 567 3718 Útsölulok Enn meiri verðlækkun Mjódd, sími 557 5900 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 18. eða 25. ágúst frá kr. 29.995 Verð kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð/studio, flug, gisting, skattar. 18. eða 25.ágúst. Vikuferð. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í ágúst á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfanga- staðar. Hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustr- ar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð, vikuferð. 18. eða 25. ágúst. Ný sending frá PAS Buxur og skyrtur Síðustu dagar útsölunnar í Eddufelli Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 VIÐ SKOÐUN upplagseftirlits Verslunarráðs Íslands á lestri dag- blaða á upplagi Morgunblaðisins á fyrri helmingi þessa árs, janúar til júní, var meðaltalssala blaðsins á dag 53.135 eintök. Á sama tíma árið 2003 var meðaltalssalan 53.488 ein- tök á dag. Í frétt frá Verslunarráði segir að þessar upplýsingar séu staðfestar með skoðun bókhaldsgagna Morg- unblaðsins. „Samkvæmt upplýsingum frá Fréttablaðinu og prentsmiðju, um prentun og dreifingu fyrir tímabilið janúar til júní 2004, var staðfest að prentuð blöð á tímabilinu voru að meðaltali 100.965 á dag. Fréttablaðinu er ýmist dreift með útburði í hús með bréfberum eða með því að blöðin eru lögð fram til dreifingar í verslunum og fyrirtækj- um Samkvæmt upplýsingum frá blaðinu var dreifingin eftirfarandi en tölurnar eru meðaltalstölur hvers dags á tímabilinu: Dreifð blöð með bréfberum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, Akureyri og á hluta landsbyggð- arinnar á tímabilinu 86.558. Blöð sem lögð voru fram til dreifingar á sömu stöðum 14.407,“ segir í frétta- tilkynningu Verslunarráðs. Upplagseftirlit Verslunarráðs Meðaltalssala Morgun- blaðsins 53.135 eintök SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst hjá Norðlenska á Húsavík í gærmorgun og er það tíu dögum fyrr en á síðasta ári. „Það helgast fyrst og fremst af því að við viljum koma ameríku- markaðnum af stað sem fyrst vegna aukinnar eftirspurnar,“ segir Sig- mundur Hreiðarsson, stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík. „Fyrirtækið stefnir á verulega aukningu á sölu á þessu kjöti á þenn- an markað vegna þessarar eftir- spurnar. Í fyrra seldum við á milli áttatíu og níutíu tonn þangað og þar erum við að tala um fullunnar lamba- afurðir beint á disk neytandans,“ segir Sigmundur. Að sögn Sigmundar mun sláturtíð- in standa að þessu sinni fram í nóv- ember. Slátursvæði fyrirtækisins er víðfeðmt eða frá Breiðdal í austri að Svarfaðardal í vestri. Slátrað verður á milli níutíu og hundrað þúsund fjár að þessu sinni og um hundrað og tuttugu starfsmenn munu vinna við slátrun og vinnslu afurða meðan á sláturtíð stendur. Sauðfjárslátrun haf- in hjá Norðlenska Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sveinn Egilsson, bóndi á Sandhólum á Tjörnesi, að störfum í sláturhúsi Norðlenska í gærmorgun. Sláturtíðin mun standa fram í nóvember. Húsavík. Morgunblaðið. STJÓRN Samtaka auglýsenda (SAU) hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af því að lausn offituvanda þjóðarinnar sé farin að snúast um það hvort leggja eigi sér- stakan skatt á sykur, sykraðar vörur og gosdrykki í staðinn fyrir að snú- ast um markmið og leiðir sem vitað sé að geti skilað árangri í for- vörnum. Varðandi fræðslu í þeim efnum er Lýðheilsustöð hvött til þess að eiga samstarf við samtök auglýsenda. Samtökin segja að í málflutningi Lýðheilsustöðvar virðist vera ruglað saman annars vegar orkuneyslu fólks, sem geti leitt til ofþyngdar, og hins vegar samsetningu orkunnar, hollustu hennar. Minni neysla t.d. viðbætts sykurs geti því aukið holl- ustu en þurfi ekki endilega að draga úr ofþyngd eða offitu, „sem er vandamálið sem samt virðist eiga að leysa!“ segir í tilkynningu frá SAU. Auglýsendur segja að flestir fræðimenn sem um offituvandann hafi fjallað séu þeirrar skoðunar að enginn einn þáttur stuðli öðrum fremur að aukinni þyngd fólks held- ur sé um samspil margra ólíkra þátta að ræða. „Skynsamlegast er því að fara varlega þegar verið er að huga að aðgerðum því þær gætu breytt vali fólks á vörumerkjum eða vöruflokkum og þannig skekkt sam- keppni án þess að breyta heildarorkuneyslu,“ segja Samtök auglýsenda og telja að árangursrík- asta leiðin í forvörnum sé fræðsla fyrir fólk í áhættuhópum um kosti hollrar og fjölbreyttrar fæðu og hreyfingar og auka þurfi framboð af hvoru tveggja. Lýðheilsustöð geti átt samstarf við auglýsendur varð- andi fræðslumálin því þeir hafi „öðr- um fremur“ reynslu og þekkingu á því hvernig hægt sé að „hafa áhrif á viðhorf og atferli fólks og hvernig fá eigi sem mest út úr samskiptum við auglýsingastofur, almannatengsla- fyrirtæki, birtingahús og fjölmiðla“. Misskilningur Anna Elísabet Ólafsdóttir, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, segist ekki hafa fengið ályktun stjórnar SAU í hendur en hún kannist við málflutn- ing auglýsenda, hún hafi nýlega átt fund með fulltrúa þeirra þar sem þessi mál bar á góma. Lýðheilsustöð geti átt samstarf við auglýsendur og bendir Anna á að innan stöðvarinnar starfi fólk með mikla reynslu og þekkingu á manneldis- og næring- armálum. Hún segir það misskilning að Lýð- heilsustöð hafi lagt fram tilllögur um sykurskatt, stöðin hafi skoðað hann sem hugmynd. „Við erum að sjálfsögðu að vinna að heilsueflandi verkefnum innan Lýðheilsustöðv- arinnar og það er mikill misskiln- ingur ef einhverjir aðrir halda að svo sé ekki,“ segir Anna og tekur sem dæmi forvarnarverkefni sem sé í gangi í samstarfi við sveitarfélögin um heilsueflingu ungmenna á við- komandi svæðum. Þar sé lögð áhersla á mikilvægi hreyfingar, næringar og gleði. Hún segir mikla sykurneyslu ung- menna sannarlega vera áhyggju- efni, það sé t.d. ekki viðunandi fyrir nokkra þjóð að ungur piltur borði eitt kíló af viðbættum sykri á viku. Allir hljóti að sjá að með slíkri neyslu fái ungmenni ekki tilskilin næringarefni, líkt og staðfest hafi verið með könnunum Manneld- isráðs. Vilja samstarf vegna offituvanda Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.