Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 23 Í AÐALSKIPULAGI Reykjavíkur er lögð áhersla á þéttingu byggðar. Víða eru menn að vakna til vitundar um verðmæti lands, að útþensla nýrra úthverfa getur ekki gengið endalaust vilji menn leggja áherslu á góða nýtingu ýmissa grunnþátta í borgum, almenn- ingssamgöngur o.fl. En þétting byggðar getur verið vand- meðfarin þó að flestir séu sam- mála um að með tilliti til hags- muna heildar- innar sé hún skynsamleg. Það vill nefnilega oft verða þannig að þegar til kast- anna kemur finnst fólki í lagi að þétta byggð, bara á meðan það er ekki nálægt því eða í þess nánasta umhverfi. Því miður fer alltof lítil al- menn umræða fram um skipu- lagsmál, þó á því séu nokkrar ánægjulegar undantekningar, s.s. umræða um Vatnsmýrina vegna flugvallarkosninga, uppbyggingu í Kvos vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss og flutning Hringbrautar. Faglega umræðan vill ein- skorðast við faghópana í stað þess að arkitektar, skipulags- fræðingar og stjórnmálamenn sem fjalla um skipulagsmál efni sameiginlega til umræðu við almenning um skipulag og nánasta umhverfi okkar. Sú umræða sem orðið hefur í tengslum við skipulagsvinnu á svæði sem afmarkast af Njálsgötu, Snorrabraut, Grettisgötu og Rauðarárstíg er athyglisverð út frá skipu- lagslegum sjónarmiðum. Þar var leitað til borgaryfirvalda um að fá leyfi til að byggja upp og þétta byggð á svæðinu, sem hefði getað falið í sér mögulegt niðurrif á gamla Austurbæjarbíói. Skipulags- nefnd ákvað að setja af stað vinnu við reitinn til að kanna hvernig best væri að þétta byggð með góðum hætti þann- ig að vel færi í umhverfinu. Engin ákvörðun lá þá fyrir um hvað yrði með bíóhúsið enda vinnan rétt að hefjast. Eftir forkynningu á málinu komu margar athugasemdir frá íbú- um í næsta nágrenni og öðr- um hagsmunaaðilum. Rauði þráðurinn í þeim athugasemd- um var ósk um að borgaryf- irvöld heimiluðu ekki niðurrif Austurbæjarbíós. Þau rök sem sett voru fram lutu að menningarsögulegu gildi hússins og sérstæðum arki- tektúr auk þess sem ýmsir íbúar í næsta nágrenni höfðu áhyggjur af hæð nýs húss sem skyggja myndi á garða og hafa mikil áhrif í umhverfinu. Ýmsar aðrar athugasemdir komu einnig en flestar fjöll- uðu þó um bíóhúsið sjálft. Nú er það þannig að skipulags- nefnd horfir á málið út frá skipulagslegum sjónarmiðum og það er hennar ákvörðun að heimila niðurrif og uppbygg- ingu eða að heimila ekki að húsið sé rifið. Sú ákvörðun fel- ur ekki í sér neinar skuldbind- ingar fyrir borgaryfirvöld. Sem skipulagsyfirvöld getum við tekið hvora afstöðuna sem er án þess að það feli í sér skuldbindingar af okkar hálfu. Menn eiga ekki rétt á að rífa hús en eiga heldur enga hönk upp í bakið á Reykjavík- urborg þó það sé ekki heimilað. Húsið sjálft Nokkur ár eru liðin síðan Sam- bíóin gáfust upp á rekstri bíósins og í seinni tíð hefur húsið verið notað undir ýms- ar uppákomur tengdar leiklist og tónleikum. Lengi hefur því ríkt óvissa um framtíð hússins og þó engum dyljist að Aust- urbæjarbíó eigi sér merka sögu og að arkitekt- úrinn sé sér- stakur, réttlætir hvort tveggja eitt og sér tæp- lega að húsið verði friðað. Til að arkitektúrinn njóti sín þarf að gera mikið fyrir húsið og færa það í fyrra horf með umtalsverðum kostnaði. Mörg önnur hús hafa tekið við fyrra hlutverki þess s.s. Borg- arleikhús, Gamla Bíó, Ýmir og Salurinn í Kópavogi. Þótt hús- ið nýtist vissulega vel fyrir ýmsar skemmtisýningar, söngleiki og annað, þá verður húsið ekki aftur menningar- hús af sjálfu sér þótt það verði friðað. Hygg ég að eigendur húss- ins séu þegar farnir að hugsa fyrir nýtingu þess en bæði borgarstjóri og formaður Menningarmálanefndar hafa sagt að ekki sé á dagskrá að borgin komi að rekstri hússins í framtíðinni. Enda stendur Reykjavíkurborg nú að und- irbúningi byggingar nýs glæsilegs tónlistar- og ráð- stefnuhúss í miðborginni. Ný tillaga Eftir að hafa farið yfir öll rök málsins, vegið þau og metið mun undirrituð leggja fram nýja tillögu að skipulagi á reitnum. Þar er ekki heimilað niðurrif Austurbæjarbíós en þó gert ráð fyrir þéttingu byggðar á reitnum. Þannig er gert ráð fyrir lágreistri tveggja til þriggja hæða sam- felldri húsaröð á reit sem er á milli Snorrabrautar og Rauð- arárstígs, norðan Njálsgötu í takt við byggðina við Njáls- götu og Grettisgötu. Bygging- arreitur er færður nær Njáls- götu en var í eldri tillögu og nýbygging lækkuð m.a. til að tryggja áfram birtuskilyrði í suðurgörðum húsa við Grett- isgötu. Haldið er í hluta græns svæðis austast á reitn- um næst Rauðarárstíg og það endurgert. Græna svæðinu verður þannig gert til góða til að gera það meira aðlaðandi og auka í leiðinni nýtingu þess m.a. fyrir börn í nágrenninu. Þannig breytt mun hin nýja tillaga væntanlega fara í grenndarkynningu til hags- munaaðila á svæðinu og er vonandi að sæmileg sátt náist um skipulagið í framhaldinu. Skipulags- mál og Austur- bæjarbíó Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Eftir að hafafarið yfir öll rök málsins, vegið þau og metið mun undirrituð leggja fram nýja tillögu að skipu- lagi á reitnum. ‘ Höfundur er formaður skipu- lags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar og borg- arfulltrúi R-listans. lunum, en mhaldsskóla- nni en kenn- rei hafi tek- nutímabreyt- var um 2001 gunum um. egna þessar ar er að okk- nd sveitarfé- túlkunum á ð þeir voru amningarnir þeir kynntir mningar þar tja vald út í æri verið að skólastjóra ð skipuleggja m hvers og g hafa langa m og ég hef ins miðstýr- félögin hafa r. Skólarnir frelsi til að inn í þeim ndirritaður í. það sé mikil , en hún er ð það sem er aftur á móti darinnar og sveitarfélaga ðstýringu að séu aftur á r sem sveit- unni að vera g hafi talið vera á verði ns. unar yldu ningum voru nnsluskyldu. kennari þarf iku. Eftir 15 nnsluskyldan . Við 55 ára stundir við fimm við 60 nnsluskyldan ndir. Launa- óskaði í síð- ustu samningum eftir að dregið yrði úr kennsluafslætti kennara. Þessu hafnaði samninganefnd kennara í fyrstu, en féllst að lokum á að gefa eftir þessa eina klukku- stund sem kennarar fá eftir 15 ára starfsaldur gegn launahækkunum. Ekki var hróflað við kennsluaf- slættinum hjá elstu kennurunum, en hins vegar var sett í samninginn ákvæði um að hluti af kennsluaf- slætti þeirra yrði unninn undir verkstjórn skólastjóra. Deilurnar í vor um framkvæmd samningsins tengjast að nokkru leyti þessum breytingum. Kennarar leggja mikla áherslu á að í nýjum kjarasamningi verði kennsluskyldan lækkuð og telja að það geti m.a. orðið til að leysa ágreininginn um vinnutímamálin. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki fallist á þetta. Þau benda á að þessu fylgi verulegur kostnaður. Birgir Björn segist ekki sjá annað en að gildandi ákvæði um kennslu- skyldu séu í góðu samræmi við þarfir grunnskólans. Hann segir að sveitarfélögin séu eftir sem áður tilbúin til að ræða kennsluskylduna eins og aðra þætti samningsins. Laun framhaldsskólakennara hafa hækkað meira Síðasti kjarasamningur fól í sér verulega hækkun á taxtalaunum grunnskólakennara. Þegar samn- ingarnir voru gerðir, í janúar 2001, voru þeir með um 132 þúsund krónur að meðaltali í grunnlaun á mánuði, en um síðustu áramót námu grunnlaunin 215 þúsund krónum. Þetta er um 62% hækkun. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna því að heildarlaun kennara hafa hækkað mun minna. Yfirvinna kennara er talsvert breytileg. Hún er mjög lítil yfir sumarið, en lang- mest í maí og desember. Tölur kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna sýna að heildarlaun grunnskólakennara hafa hækkað nálægt 20% frá árslokum 2000 til ársloka 2003. Þetta er nokkru meira en laun á almennum markaði hafa hækkað á sama tíma, en þau hafa hækkað um 18%. Heildarlaun grunnskólakennara hafa hins vegar ekki hækkað eins mikið og laun op- inberra starfsmanna, en þau hafa hækkað um rúmlega 25% að með- altali. Fróðlegt er að bera laun grunn- skólakennara saman við laun fram- haldsskólakennara, en þeir gerðu kjarasamning árið 2001 eftir sjö vikna verkfall. Grunnlaun fram- haldsskólakennara hækkuðu á tímabilinu um 71% og heildarlaun- in hækkuðu um 51%. Hafa ber í huga að yfirvinnu- greiðslur grunnskólakennara hafa að nokkru leyti lækkað vegna þess að skólarnir eru nær allir orðnir einsetnir. Við einsetninguna minnka möguleikar kennara til að vinna eftirvinnu. Staðan er allt önnur í framhaldsskólunum, en þeir eru yfirsetnir og kennsla stendur yfir fram á kvöld. Ætla sér að brjóta á bak aftur kjarastefnu ASÍ Grunnskólakennarar horfa tals- vert til samnings framhaldsskóla- kennara þegar þeir setja sér mark- mið varðandi launabreytingar í nýjum samningi. Þeir hafa einnig bent á að samkvæmt launakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur eru meðal- mánaðarlaun fé- lagsmanna VR 260 þús- und krónur á mánuði. Kennarar standa hins vegar frammi fyrir því, eins og allir aðrir op- inberir starfsmenn, að búið er að semja á almenna vinnumarkaðin- um og þeir samningar gera ráð fyrir rúmlega 15% kostnaðarhækk- un á fjórum árum. Launanefnd sveitarfélaganna hefur lýst því yfir að sú kjarastefna sem mótuð hafi verið með þessum samningum skapi fordæmi fyrir samninga við kennara. Eiríkur Jónsson segir að kennarar hefðu ekki tekið neinn þátt í að móta þessa stefnu og þeir séu ekki bundnir af henni. Þeir setji fram sjálfstæðar kjarakröfur og berjist fyrir þeim. Það er ljóst að mikið er í húfi fyrir sveitarfélögin sem flest búa við þröngan fjárhag. Þrýstingur er á þau að fylgja þeirri kjarastefnu sem félögin innan ASÍ og SA hafa mótað. Nær allir opinberir starfs- menn eiga eftir að semja. Takist kennurum að semja um meira en ASÍ er víst að önnur félög op- inberra starfsmanna munu frekar vilja taka mið af samningi kennara en samningum ASÍ-félaganna. Höfnuðu tilboði sveitarfélaganna Launanefnd sveitarfélaganna lagði fram tilboð til kennara 5. maí sl. en það varð ekki til þess að skriður kæmist á viðræður því að kennarar höfnuðu því. Í tilboðinu lögðu sveitarfélögin áherslu á að staðið yrði vörð um þá áfanga sem náðust í samningnum 2001. Lagt var til að laun byrjenda yrðu hækkuð sérstaklega. Svokallaður launapottur átti að stækka þannig að hann yrði 10% af föstum mán- aðarlaunum. Þá var lögð áhersla á eflingu símenntunar og að ráðning- arréttindi kennara yrðu endur- skoðuð og þau felld út úr lögum. Í tilboðinu var gert ráð fyrir að kennarar gætu með vissum skil- yrðum valið um að lækka kennslu- skyldu um eina kennslustund. „Tilboð okkar kvað á um heldur meiri hækkanir en samið hefur verið um á almennum markaði. Það má segja að það sé í þriðja skiptið í röð sem við erum að ljúka samningi við kennara með meiri hækkunum en nokkurn annan starfsmannahóp hjá okkur. Það hlýtur að orka tvímælis,“ segir Birgir Björn. Hann segir að sveitarfélögin hafi talið að í síðustu samningum hafi tekist að bæta kjör kennara þannig að þau væru algerlega samkeppn- isfær. Það hafi komið fram í því að það séu ekki lengur nein vandamál við að manna kennararastöður í grunnskólana. Kennarar benda aftur á móti á að enn séu margir leiðbeinendur án fullra kennararéttinda starfandi í grunnskólunum. Til að breyta því þurfi að hækka launin. Birgir Björn segir að venjulega þegar vinnuveitendur hafa samið um launahækkanir umfram það sem gerist á almennum markaði hafi það yfirleitt verið gert á þeim forsendum að verið væri að semja á móti um hagræðingu af einhverju tagi sem gagnast vinnuveitandan- um. „Í þessum viðræðum eru kennarar bæði með kröfu um að draga úr stjórnarmöguleikum vinnuveitandans á vinnunni og draga úr þeirri kennslu sem menn áttu að skila, en jafnframt að stór- hækka launin.“ Skortir traust milli manna Eiríkur segir að eitt af því sem hamli árangri í viðræðunum sé að það skorti algerlega á „gagnkvæmt traust milli aðila. Samningar leys- ast yfirleitt þannig að einstakling- ar, sitthvorum megin borðsins, geta rætt málin í trúnaði sín á milli og fundið út hvernig hægt er að leysa deiluna. Þannig hafa allar deilur verið leystar sem ég hef komið nálægt. Þessi trúnaður er ekki til staðar, en hann verður að byggja upp.“ Síðasta verkfall grunnskólakennara stóð í átta vikur. Eiríkur segir að sveitarfélögin verði að breyta um stefnu ef komast eigi hjá verkfalli. „Ég kalla eftir því að sveitarfélögin íhugi þetta mál rækilega vegna þess að með óbreyttri stefnu keyra þau þetta í verkfall sem getur staðið lengur en öll önnur kennaraverkföll hafa staðið fram að þessu.“ verkfall í skólum 20. september næstkomandi Morgunblaðið/Þorkell ramkvæmd kjarasamnings grunnskólakennara sem undirritaður var í ársbyrjun 2001. Á ur Birgir Björn Sigurjónsson, sem stýrði viðræðunum fyrir hönd sveitarfélaganna, (l.t.v.) maður Kennarasambands Íslands, eftir að hafa skrifað undir samninginn. Á milli þeirra er erandi ríkissáttasemjari. $   $     :   ; 1 !         $              $  % &''   &''  ( &''  ) &''  "- $.- "- $%- . -  - "%- $- UM síðustu áramót námu eignir Vinnudeilusjóðs kennara um 800 milljónir króna og höfðu aukist um 154 milljónir á árinu eða ríf- lega 12,8 milljónir á mánuði. Það má því ætla að eignir sjóðsins verði komnar yfir 900 milljónir í lok ágúst. Í reglum sjóðsins segir að hann eigi að styrkja félagsmenn þegar þeir eiga í vinnudeilum og greiða kostnað við vinnudeilur. Á fundi stjórnar sjóðsins í vor var sam- þykkt að verkfallsbætur í hugs- anlegu verkfalli kennara verði 3.000 krónur fyrir hvern verk- fallsdag fyrir félagsmann í fullu starfi og hlutfallslega fyrir hluta- starf. Samkvæmt úrskurði ríkisskatt- stjóra eru verkfallsbætur skatt- skyldar. Um 900 millj- ónir í vinnu- deilusjóði egol@mbl.is Stærstur hluti vinnunnar fór í að ræða framkvæmd samnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.