Morgunblaðið - 11.08.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.08.2004, Qupperneq 36
Margir dýrgripir menningarheimsbyggðarinnar hafaglatast í gegnum aldirnar og orðspor þeirra fyrir bragðið náð goðsögulegum hæðum. Hið forna bókasafn í Alexandríu er lík- lega eftirminnilegasta dæmið um slíkt, enda hugsa margir enn þann dag í dag með harmi til þeirrar eyðileggingar sem það varð að bráð. Það sætir því ætíð mikl- um tíðindum þegar heims- fræg verk eru heimt úr helju – ef svo má að orði komast. Eitt frægasta verk bandarískrar samtímalistar, sem hafði horfið sjónum í byrjun átt- unda áratugarins, er nú komið fyr- ir sjónir manna á nýjan leik eftir að hafa verið í kafi í áratugi, en saga þess var rakin í grein á lista- síðum Daily Telegraph í fyrradag.    Um er að ræða verkið SpiralJetty, eftir Robert Smithson, sem líklega er einhver stærsti skúlptúr í heimi. Verkið, sem Smithson skapaði árið 1970, varð umsvifalaust heimsfrægt og er án efa þekktasti minnisvarði svo- nefndrar landslags- eða umhverf- islistar sjöunda og áttunda áratug- arins. Það er að finna á strönd hins mikla Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum og var búið til úr 6.650 tonnum af jarðvegi og svörtu basalti sem myndar eins- konar spírallaga garð út í vatnið. Frá landi er verkið eins og 15 feta breiður stígur, sem er u.þ.b. 1.500 feta langur. Vegna stærðarinnar var verksins sem heildar best not- ið úr lofti og eru myndir af því víðfrægar, þó vissulega hafi þús- undir manna lagt leið sína þangað strax eftir að verkið var skapað til að njóta þess að ganga eftir spír- alnum út í brimsalt vatnið. Á myndum, sem teknar voru úr lofti þegar verkið var nýtt af nál- inni, blasir svartur spírallinn við í vatni sem er djúprautt á litinn vegna óvenjulegs magns af rækju og þörungum á söltum grynning- unum. Ekkert annað mótað af manna höndum er í augsýn, en víðátta sléttunnar og fjöllin í bak- grunni afhjúpa með áhrifamiklum hætti andstæður náttúrunnar og hins ógnarstóra manngerða lista- verks. Verkið er mjög áleitið, en eins og höfundur greinarinnar í Daily Telegraph bendir á, liggur styrkur Spiral Jetty bæði í vísun verksins til grunnþátta í mann- legri tilvist sem og í því litaspili sem þessi náttúrulegi efniviður af- hjúpar. Táknræn tengsl lögunar spíralsins við jafn gjörólíka þætti og vírusa, stjörnuþokur, atóm og stormsveipa, leiða huga manna að afstæði sjónarhólsins í listum yf- irleitt, ekki síst hvað stærð varðar – og um leið að enn einum fleti á þeirri samsvörun sem finna má í andstæðum sem hafa verð kennd- ar við „míkró“ og „makró“; hluta og heild.    Þrátt fyrir þann varanleika semvirtist einkenna þetta massíva umhverfisverk fór þó svo að verk- ið fór í kaf eftir einungis örfá ár, vegna vatnavaxta á svæðinu í kjöl- far rigningartímabila. Þegar Smithson lést af slysförum árið 1973 var verkið þegar horfið, og síðan þá bólaði einungis einu sinni á því allt fram undir aldamótin síðustu. Nú er þó svo komið að verkið er risið upp á yfirborðið og blasir við á ný í öllum sínum mik- ilfengleik. Það hefur þó tekið miklum sjónrænum stakkaskiptum í millitíðinni; það sem áður var svart er nú hvítt – svart basaltið er þakið saltkristöllum eftir að hafa verið svo lengi í kafi – og rautt vatnið er orðið ljósbleikt. Eigendur verksins, Dia Center for the Arts, sem eru eigendur margra þekktra verka eftir sam- tímamenn Smithsons, þar á meðal fjölda verka eftir Donald Judd, velta því nú fyrir sér hvort rétt sé að „gera verkið upp“ með því að hvolfa tonnum af svörtu basalti of- an á það – eða hvort rétt sé að láta verkið lifa sínu eigin lífi og taka þeim breytingum sem náttúr- an býður því. Meistaraverk endurheimt ’Eitt frægasta verkbandarískrar samtíma- listar, sem hafði horfið sjónum í byrjun áttunda áratugarins, er nú kom- ið fyrir sjónir manna á nýjan leik.‘AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 12. ágúst kl. 12.00: Guðný Einarsdóttir orgel 14. ágúst kl. 12.00: Matti Hannula orgel 15. ágúst kl. 20.00: Finnski organistinn Matti Hannula leikur verk m.a. eftir Tag, Rheinberger, Linnavuori og Bach. MIÐASALA: 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Föstud. 13. ágúst kl. 20.00 Frumsýning Laugard. 14. ágúst kl. 20.00 Föstud. 20. ágúst kl. 20.00 Laugard. 21. ágúst kl. 19.00 AÐEINS ÞESSAR FJÓRAR SÝNINGAR! MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 14.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Fös . 13 .08 20 .00 UPPSELT Lau . 14 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 20 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 21.08 24.00 Fös . 27 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 28.08 20 .00 LAUS SÆTI ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA M iðnætursýning á menningarnótt Munið Miðasasöluna á netinu www.borgarleikhus.is RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 13/8 kl 20, Lau 14/8 kl 20, Su 15/8 kl 20, Fi 19/8 kl 20, Fö 20/8 kl 20 Lau 21/8 kl 20, Su 22/8 kl 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin frá kl 10-18, og fram að sýningu sýningardaga. www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is ÁRLEGA hittast tónlistarmenn og tónlistarunnendur á Kirkjubæj- arklaustri í ágúst og taka þátt í há- tíðinni Kammertónlist á Kirkjubæj- arklaustri. Hátíðin fer fram um næstkomandi helgi, en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er haldin og alltaf undir listrænni stjórn Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Í ár verða líkt og áður þrennir tónleikar, á föstudagskvöld, laugardagseft- irmiðdag og sunnudag, hverjir með sinni efnisskrá, og verður að þessu sinni lögð áhersla á rómantíska þýska tónlist, auk franskrar og enskrar kammertónlistar. Flytj- endur eru Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran, Peter Tompkins, óbó, Guðríður Sigurðardóttir, píanó, Pál- ína Árnadóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla, Sigurgeir Agn- arsson, selló, auk Eddu Erlends- dóttur. ÞAR „Tónleikar laugardagsins munu hefjast á söngljóðum eftir Pauline Viardot, sem var stórkostleg söng- kona af frönskum og spænskum ætt- um. Hún samdi svona yndislega fal- lega ljóðatónlist,“ segir Edda Erlendsdóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Annars hefjum við helgina á eldri tónlist á föstudags- kvöldinu, með aríum frá barokktím- anum, og færum okkur svo áfram í tíma yfir helgina.“ Nýjasta verkið sem leikið verður á hátíðinni í ár er eftir Oliver Kentish og nefnist ÞAR. Verkið var samið árið 1984 fyrir þrjá nýstúdenta frá MA, Þórarin, Aðalstein og Rún. „Það var svo árið 1994 að við Peter Tompkins vorum að leika í Sig- urjónssafni og vantaði verk fyrir óbó, fiðlu og píanó. Peter mundi eftir þessu verki, sem er mjög stemmn- ingsfullt og litríkt,“ segir Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari um ÞAR, sem verður leikið á tónleikum sunnudagsins. Ekki endilega léttmeti Í ár verður enginn tangó, eins og hefur stundum einkennt Kamm- ertónlistarhátíðina á Kirkjubæj- arklaustri, enda segir Edda fjöl- breytni nauðsynlega á hátíð sem þessari. „Tangóinn kom auðvitað fyrst og fremst til vegna mannsins míns, Oliviers Manoury bandoneon- leikara. Við höfum einnig lagt á það áherslu oft á tíðum að hafa erlenda gesti á hátíðinni, en í ár erum við öll íslensk. Það er heldur ekki eins og við eigum ekki nóg af góðu íslensku tónlistarfólki,“ segir hún. Ungt fólk hefur lengi verið áber- andi í hópi flytjenda á Kirkjubæj- arklaustri. „Mér finnst svo gott að vinna með ungu fólki, krafturinn er svo mikill og maður yngist sjálfur allur upp,“ segir Edda. Að sögn hefur hún ekki haft það að leiðarljósi að efnisskráin sé létt áheyrnar þó að tónleikarnir fari fram uppi í sveit. „Því auðvitað á maður bara að setja saman eins metnaðarfulla efnisskrá og maður hefur burði til. En hérna verður efn- isskráin að miklu leyti til í kring um hópinn sem tekur þátt hverju sinni og hver og einn kemur með tillögur úr sínum fórum.“ Aukin aðsókn Það var ómögulegt að segja hvernig til myndi takast þegar farið var af stað með tónleikaröðina fyrir þrettán árum, að sögn Eddu, en hún sér ekki eftir því að hafa farið af stað með Kammertónleika á Kirkjubæj- arklaustri. „Það er greinilegt að það var og er grundvöllur fyrir hátíð af þessu tagi, sem sést best á því hversu margar þær eru orðnar síðan við byrjuðum. En aðsóknin hjá okk- ur hefur bara aukist þrátt fyrir sam- keppnina gegn um árin og við erum með fasta gesti, sem miða ferðalög sín austur við tónleikana okkar,“ segir Edda Erlendsdóttir að lokum. Tónlist | Kammertónlistarhátíðin á Kirkjubæjarklaustri Nóg af góðu íslensku tónlistarfólki Morgunblaðið/Þorkell Hópurinn sem tekur þátt í Kammertónlist á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Á myndina vantar Sigurgeir Agnarsson sellóleikara. http://perso.club-internet.fr/ manoury/festival.html ingamaria@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.