Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 37 HVAÐ eiga þau sameiginlegt, Jesús Kristur, Aleister Crowley, Marcel Duchamp, Margaret Thatcher og Hannes Hólmsteinn? Á sýningu Steingríms Eyfjörð í Kling og Bang á Laugavegi er þeim stillt upp sem einstaklingum sem á einhvern hátt hafa tekist á við frelsishugtakið, en frelsi er inntak sýningar hans. Titill sýningarinnar, afterimage, eða myndleif eins og það heitir á íslensku vísar til þerrar hugmyndar að eins og þegar horft er á rauðan ferning og síðan á hvítan flöt birtist þar grænn flötur, sjónblekking, mynd- leif. Þannig segir Steingrímur einnig geta verið um hugsun okkar um ákveðinn einstakling, hann kallar annan fram í hugann – skemmti- legur hugsanaleikur. Í Kling og Bang sjáum við myndir af þessum einstaklingum og rit eftir þá. Hug- myndin um frelsi og það að tína til þessa ákveðnu einstaklinga er áhugaverð og getur kveikt ýmis hug- renningatengsl hjá áhorfendum. Steingrímur sýnir einnig tvö texta- verk, annars vegar langt og ítarlegt samtal við Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann um sýninguna og hins vegar texta skrifaðan á grænar plötur, viðtal sem var tekið við Stein- grím í Jan van Eyck Akademíunni í Maastricht. Textinn á grænu plöt- unum gerir sig líka vel, sjónrænt séð en hvoru tveggja er allt of langt fyrir hinn almenna áhorfanda til að lesa á staðnum. Innihald þessara texta hefði komist mun betur til skila í öðru formi en uppi á vegg. Í heildina er innsetningin lokuð, textinn sem sýndur er langur og tiplað á hug- myndum án þess að gera nánari grein fyrir þeim. Þegar þessir nei- kvæðu þættir koma saman verður það til þess að sýningin nær ekki að kveikja í manni að því marki sem innihald hennar þó gefur tilefni til. Þar sem sýning Steingríms snýst um að setja fram ákveðnar hugmyndir má líka velta fyrir sér hvort þessi staður sé sá hentugasti fyrir um- ræðu af þessu tagi. Það er einmitt spurningin um ákjósanlegan vett- vang sem kemur sterkt fram í sam- talinu við Þorvald – sem ég las á Net- inu í heild sinni. Þær spurningar sem Þorvaldur veltir upp eru óendanlega þarfar. Spurningin um þann vett- vang sem listamenn kjósa verkum sínum er þar einna brýnust. Stein- grímur kveðst vilja halda sig innan þess litla ramma sem hann hefur val- ið þessum verkum en síðan kemur ekki skýrt í ljós hvers vegna hann vill það. Hann vill koma hugmyndum á framfæri en aðeins á svona tak- markaðan máta. Hann er heldur ekki sammála Þorvaldi um að lista- menn þurfi sjálfir að eiga frumkvæði að því að víkka út sjóndeildarhirng sinn og almennings. Að mínu mati er þessi hugsunarháttur einn stærsti dragbíturinn á íslensku myndlist- arlífi og á meðan hann er við lýði verður myndlistin áfram í óbreyttu formi. Þorvaldur hamrar mjög á vettvanginum sem Steingrímur vel- ur sýningunni og ég er á þeirri skoð- un að annar vettvangur eða aðgengi- legri framsetning hefði ef til vill orðið til þess að koma spurningunni um frelsið, inntaki sýningarinnar, markvissar áleiðis. Eftir stendur þó að viðtalið milli Þorvaldar og Stein- gríms er aðgengilegt á Netinu og þar koma hugmyndir Steingríms vissu- lega fram, umræðuefni þeirra koll- eganna er einmitt mjög brýnt um þessar mundir. Sjá síðuna http://this.is/klingog- bang/case.php?lang=is&id=3. MYNDLIST Kling og Bang gallerí Laugavegi Til 29. ágúst. Kling og Bang er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. AFTERIMAGE, BLÖNDUÐ TÆKNI, STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Morgunblaðið/ÞÖK Texti skrifaður á grænar plötur, viðtal við listamanninn. Ragna Sigurðardóttir Tiplað á hug- myndum RITGERÐ eftir bresku skáldkonuna Virginiu Woolf verður gefin út á bók í fyrsta sinn nú í september. Ritgerðin var ein af sex sem Woolf skrifaði snemma á 4. ára- tugnum fyrir tímaritið Good Housekeeping og voru fimm greinanna gefnar út á bók nokkru síðar. Yfirskrift grein- anna var Portrait of a Londoner. Á fréttavef BBC er haft eftir Emmu Cahill hjá bókaforlaginu Snowbooks að ljósrit af greininni, sem geymt var á míkrófilmu, hafi komið í leitirnar nýlega. Greinin fannst á safni Sussex-háskóla og með henni var vélritað ein- tak af greininni með leiðréttingum og breyt- ingum sem Woolf hafði sjálf gert. „Þetta er mjög spennandi fund- ur,“ er haft eftir Cahill. Greinin segir frá konu sem ber slúðursögur á milli fólks um leið og hún sötrar te og maular smákökur með kunningjum sínum. „Þetta er óvægin lýsing á svona per- sónu,“ segir Cahill og boðar útgáfu greinarinnar í næsta mánuði. „Týnd“ grein Woolf Virginia Woolf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.