Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 29 Fjarkennsla — innritun Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusam- skiptum til meðal annars stúdentsprófs og meistarastigs. Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun er hafin og nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http://www.vma.is/fjarkennsla . Innritun lýkur 15. ágúst 2004. Kennslustjóri fjarkennslu. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Söngskólinn í Reykjavík Haust-inntökupróf fara fram 16. ágúst • Unglingadeild yngri 11-13 ára laus pláss • Unglingadeild eldri 14-15 ára laus pláss • Grunn- og miðdeild söngnáms örfá laus pláss • Framhaldsdeild söngnáms fullbókuð (skráð á biðlista) • Háskóladeild söng- og kennaranáms fullbókuð (skráð á biðlista) Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans daglega kl. 10-16, sími 552-7366 Skólastjóri songskolinn@songskolinn.is • www.songskolinn.is • http://rafraen.reykjavik.is/rrvk/ Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Stöðupróf haustið 2004 Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Mánudaginn 16. ágúst kl. 16:00 Danska (hámark 6 einingar) Norska (hámark 6 einingar) Sænska (hámark 6 einingar) Mánudaginn 16. ágúst kl. 18:00 Franska (hámark 12 einingar) Ítalska (hámark 12 einingar) Japanska (hámark 12 einingar) Spænska (hámark 12 einingar) Portúgalska (hámark 12 einingar) Þýska (hámark 12 einingar) Þriðjudaginn 17. ágúst kl. 16:00 Enska (hámark 9 einingar) Þriðjudaginn 17. ágúst kl. 18:00 Stærðfræði. Boðið er upp á próf í STÆ103, STÆ203 og STÆ263 skv. nýrri námskrá. Skráð er í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma 595 5200. Prófgjald, kr. 3.500 á hvert próf, greiðist hálf- tíma fyrir prófið. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram, að þessi próf séu ætluð þeim, er búa yfir þekk- ingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamála- ráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi. Rektor. Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit I. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994–2014: Aðalreiðleið (stofnleið) frá Akureyri að Mel- gerðismelum liggur nú á austurbakka Eyja- fjarðarár frá gamla þjóðveginum sunnan Akur- eyrarflugvallar í land Þverár ytri og þaðan með hitaveituröri upp að brekkurótum neðan Stað- arbyggðar að Miðbraut og áfram með Eyja- fjarðarbraut eystri að Víðinesi gegnt Melgerðis- melum. Lega leiðarinnar breytist þannig að hún haldi áfram á austurbakka Eyjafjarðarár úr landi Þverár í Víðines og fari þaðan á brú yfir að Melgerðismelum. Reiðleið (stofnleið) með Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut í Víði- nes verði um leið aflögð. II. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Breyting á legu reiðleiðarinnar krefst samsvar- andi breytingar á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998–2018. Breytingin er talin óveruleg og er hér með auglýst með vísan til 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaganna. Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyja- fjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með miðvikudeginum 11. ágúst til og með miðviku- dagsins 8. sept. 2004. Þeir, sem vilja gera athugasemdir við tillögur þessar, skulu gera það með skriflegum hætti eigi síðar en 22. sept. 2004. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Eyjafjarðarsveit, 3. ágúst 2004. Sveitarstjóri. Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit 1. Tillaga að deiliskipulagi Djúpadals- virkjana Tillagan fjallar í meginatriðum um Djúpadals- virkjun 2 í Eyjafjarðarsveit þótt í gögnum sé einnig vísað til Djúpadalsvirkjunar 1, sem þegar hefur verið reist og tekin í notkun. Tillag- an gerir ráð fyrir byggingu jarðvegsstíflu og miðlunarlóni í Djúpadalsá ca 5 km ofan og sunnan ármóta hennar við Eyjafjarðará. Frá lóninu mun liggja niðurgrafin fallpípa að stöðv- arhúsi, sem verður ca 900 m neðar við ána. Jarðvegsstíflan er áætluð 19 m há og 70 m löng og miðlunarlónið um 47 ha að flatarmáli. Afköst virkjunarinnar eru áætluð um 1. 9 MW. Vegna virkjunarinnar þarf að færa þjóðveg 825 til á ca 1100 m löngum kafla. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að virkjunin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Tillaga þessi er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. II. Tillaga að breytingu á svæðisskipu- lagi Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaganna. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 1.9 MW virkjun- um í Djúpadalsá. Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyja- fjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með miðvikudeginum 11. ágúst til og með miðviku- dagsins 8. sept. 2004. Þeir, sem vilja gera at- hugasemdir við tillögurnar, skulu gera það með skriflegum hætti eigi síðar en 22. sept. 2004. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Eyjafjarðarsveit, 3. ágúst 2004. Sveitarstjóri. Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR KARLSSON, Esjuvöllum 10, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 13. ágúst kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Akraness eða Krabbameinsfélagið. Unnur Jónsdóttir, Sigríður Steinsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Haukur Hannesson, Sigrún Birna Svavarsdóttir, Jóhann Þórðarson, Viðar Svavarsson, Fjóla Ásgeirsdóttir, Jón Karl Svavarsson, Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, Jökull Freyr Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÁSMUNDSSON frá Stóru-Reykjum, Hamraborg, Svalbarðseyri, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugar- daginn 14. ágúst kl. 14.00. Hulda Magnúsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir, Ásmundur Eiríksson, Unnur Þorsteinsdóttir, Magnús Eiríksson, Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Steinar Ingi Eiríksson, Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, Ingþór Eiríksson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Sigurður Bergþórsson, Haukur Eiríksson, Bára Sævaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.