Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐ hafnaði í gær ósk Kópavogsbæjar um að leggja vatns- leiðslu frá Heiðmerkursvæðinu um land Reykjavíkur til Kópavogs. Í bókun sem samþykkt var sam- hljóða í borgarráði segir að ekki sé hægt að fallast á lögn vatnsleiðslu Kópavogsbæjar frá svæði sem borg- arráð álíti í eigu Reykvíkinga. Lang- varandi óvissa hafi verið um landa- og lögsögumörk á Heiðmerkursvæð- inu og hún valdi þessari ákvörðun. Vænta megi að úrskurður óbyggða- nefndar, sem búist sé við síðar á árinu, varpi ljósi á réttarstöðu aðila á svæðinu. Það sé hlutverk borgarráðs að standa vörð um sameiginlegar eignir borgarbúa og þar með talið landareignir. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, og Reykjavíkur- borg geti ekki neitað öðru sveitarfé- lagi að leggja vatnsleiðslur um land sitt þó sveitastjórnir ráði hvar þær liggi. Í dag kaupi Kópavogsbúar vatn frá Orkuveitu Reykjavíkur á óheyri- lega háu verði. Ekki sé algengt að eitt sveitarfélag reyni að stöðva ann- að í að afla sér vatns. Í frétt frá borgarráði segir að Vatnsveita Reykjavíkur, sem nú er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur, hafi borað nokkrar holur í Vatnsenda- krikum í Heiðmörk. Fyrirtækið hefði byggt tilkall til landsins á eign- arnámi árið 1949 og eigandinn hefði fengið greiddar bætur fyrir 689 hektara. Sigurður segir að eigendur Vatns- enda hefðu selt Kópavogsbæ landið fyrir um tveimur árum. Nóg sé til af vatni á þessu svæði alla leið til Hafn- arfjarðar – aðgengi að því sé ekki takmarkað – og ákvörðun um vatns- töku þarna ráðist af góðri staðsetn- ingu. „Við höldum áfram og náum okkur í vatn,“ segir hann. „Það hefur ekkert verið deilt um það að þetta er í eigu Vatnsendabóndans og Vatns- endi er í Kópavogi. Af honum kaup- um við rétt til að taka þarna vatn.“ Sigurður segir að Kópavogsbær muni áfram stefna að því að leiða vatn í bæinn í leiðslu. Látið verði reyna á hvort þessi ákvörðun borg- arráðs standist. Reykjavíkurborg, Kópavogur og ríkið hafa gert tilkall til Vatnsenda- krikans og er beðið úrskurðar óbyggðanefndar sem sker úr um lög- sögumörk þessara aðila. Reykjavík og Kópavogur deila um landa- og lögsögumörk á Heiðmerkursvæði Kópavogsbæ meinað að leggja vatnsleiðslur GAMAN er að eiga góðan hest og sárt að þurfa kveðja hann. Drífa Kristjánsdóttir og Ólafur Einarsson á Torfastöðum í Biskupstungum hafa fengið að reyna þetta hvort tveggja því hryss- an Randfríður frá Torfastöðum sem er fædd þeim, var sýnd á nýafstöðnu landsmóti hesta- manna þar sem hún hlaut góðan dóm. Eftir mótið fengu þau gott tilboð í hryssuna, svo gott að þau gátu ómögulega hafnað því. „Svona er nú lífið,“ sagði Ólafur í samtali við Morg- unblaðið, „stundum þarf að selja það sem mað- ur vildi gjarnan eiga en það er huggun harmi gegn að við eigum bæði móðurina og föðurinn og í vor fæddist okkur alsystir hennar og vænt- anlega kemur annað alsystkin næsta vor ef allt gengur að óskum.“ Daginn sem hryssan kvaddi Torfastaði lagði Drífa á þennan gæðagrip og var af því tilefni smellt af nokkrum myndum og er þessi ein þeirra. Svo skemmtilega vill til að á myndinni eru auk Randfríðar og Drífu í bakgrunni móðir Randfríðar, Randalín frá Torfastöðum. Rétt fyrir ofan er svo móðuramma Randfríðar, Vera frá Kjarnholtum. Efst og næst skógarlundinum má svo greina bleikálóttan hest, föður Rand- fríðar, Hárek frá Torfastöðum. Söluverðmæti Randfríðar er í kringum fimm milljónir króna en Ólafur setur reyndar upp véfréttarsvip þegar minnst er á verðið en neit- ar þó engu þegar þessi upphæð er nefnd og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt menn hafi uppi ýmsar getgátur. „Menn verða að hafa um eitthvað að tala,“ segir Ólafur glottir við. Hinsti sprettur heima í túni VEIÐIMENN hreindýra kvarta yfir því nú í ár líkt og í fyrra að illa gangi að veiða hreindýrakvótann á svæði níu í Flateyjarlöndum við Höfn í Hornafirði, sem er ríkisjörð. Veiði- kvótinn í ár er sá sami og í fyrra eða 800 dýr og veitt veiðileyfi voru líka 800. Í fyrra veiddust 740 dýr og sá kvóti sem gekk af var allur af svæð- um átta (Lóni og Nesjum) og níu. „Það er bara við sama heygarðshorn- ið, nema [svæði] átta er mikið skárra núna heldur en var í fyrra. Það hefur náð ágætis samkomulag við þá flesta þar. Það er aðallega [svæði] níu sem er vont ástand á,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, starfsmaður hrein- dýraráðs og Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Hún segir að engin breyting hafi orðið frá því í fyrra. Davíð Jens Hallgrímsson fékk út- hlutað veiðileyfi á svæði níu og hefur áhyggjur af því að hann fari tóm- hentur heim eftir að veiðitímabilinu lýkur 15. september. Veiðigjaldið á því svæði er 55.000 kr. fyrir tarf en 30.000 fyrir kú en úthlutað hefur ver- ið veiðileyfi á 50 kýr. Hann segir það ótrúlegt að landbúnaðarráðuneytið hafa ekkert aðhafst vegna málsins í áraraðir. „Ég sótti ekki um á þessu svæði en það var allt annað fullt. Menn hafa ekki treyst sér í þetta svæði út af þessum málum.“ Hreindýraveiðimönnum hafa hingað til ekki borist nein svör frá landbúnaðarráðuneytinu varðandi fyrirspurnir um ríkisjörðina, Flatey á Mýrum, sem þeir hafa ekki fengið að veiða á. „Það er búið að reyna ítrekað,“ segir Karen. Hún bætir því við að reynt hafi verið að ganga á fund landbúnaðarráðherra oftar en einu sinni en það hafi ekki gengið eft- ir. Í viðtali við Morgunblaðið í janúar benti Karen á að helsta vandamálið varðandi hreindýraveiðar væri land Flateyjar á Mýrum. Nálægar jarðir væru lokaðar veiðimönnum þótt þær væru eign ríkisins og leigðar til eins árs í senn. Bóndinn í Flatey á Mýr- um, Ólafur Þ. Óskarsson, sagði í við- tali við Morgunblaðið í janúar að hann vildi fá 75% af andvirði dýranna en ekki 50% eins og flestir bændur væru að fá. Hann telur hreindýrin vera hlunnindi jarðanna og því eigi að borga fyrir þau hlunnindi. Benti hann t.a.m. á að í Svíþjóð og Noregi væru lögin þannig að felld dýr væru í eigu þeirrar jaðar sem þau væru felld á. Karen segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi við bóndann en einnig landbúnaðarráðuneytið, en ráðuneytið hefur með leigujarðirnar að gera og verður að koma að málinu ef leysa eigi deiluna að sögn Karenar. „ÉG tel að eina leiðin í þessu máli sé sú að hreindýraráð og Umhverf- isstofnun setjist niður og semji við þessa bændur og nái niðurstöðu við þá um málið,“ segir Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra þegar hann er spurður um deilur bænda og hreindýraveiðimanna í Austur- Skaftafellssýslu. Þrír bændur á svæðinu, þar af einn bóndi á rík- isjörð, hafa ekki leyft hrein- dýraveiðar á jörðum sínum. Fulltrúi hreindýraráðs og Umhverfisstofn- unar á Egilsstöðum hefur ítrekað óskað eftir svörum landbún- aðarráðherra vegna málsins. „Bændurnir hafa sérstakar skoð- anir á því hvernig eigi að fara um þeirra lönd; þeim er ekki sama um það að farið sé um þau á fjórhjólum og jeppum, þeir vilja að umgengni sé með ákveðnum hætti,“ útskýrir ráð- herra. Því þurfi að semja við bænd- urna og fara yfir málið með þeim. Ekki eigi að taka bóndann á rík- isjörðinni þar sérstaklega fyrir. „Að- alatriðið er að láta á það reyna hvort hægt sé að ná samkomulagi um hvernig þessi auðlind er umgengin á svæðinu.“ Inntur eftir því hvort hann muni beita sér fyrir því að umræddir að- ilar nái saman, segir Guðni að mál- efni hreindýra heyri undir umhverf- isráðuneytið. „Ég er þó tilbúinn til þess að láta landbúnaðarráðuneytið koma að málinu og hlusta á sjón- armið umhverfisráðuneytisins og bændanna.“ Farið verði yfir málið með bændunum Illa gengur að veiða hreindýra- kvótann í löndum Flateyja HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tæplega þrítugur maður sæti gæsluvarðhaldi til 11. ágúst vegna gruns um að hann hafi átt aðild að þjófnuðum. Maðurinn var í maí dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda þjófnaðarbrota, fölsun ávís- ana, fjársvik og hylmingu en áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar og var í kjölfarið látinn laus úr gæsluvarð- haldi sem hann sætti þá. Lögregla stöðvaði manninn í byrj- un ágúst þar sem hann var á ferð í bíl á Hringbraut í Reykjavík. Í bílnum fannst þýfi sem lögregla lagði hald á og einnig sá lögregla þegar maður- inn lét detta tvo poka sem talið er að innihéldu fíkniefni. Þá gaf maðurinn upp rangt nafn. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn að eiga aðild að brotum sem á hann voru borin en fyrir dómi breytti hann framburði og játaði sök án þess að tjá sig nánar um málsatvik. Fram kemur að meðan á málsmeðferð fyrir héraðsdómi stóð sætti maðurinn gæsluvarðhaldi. Eftir að áfrýjunar- frestur var liðinn var ekki krafist áframhaldandi varðhalds þar sem bið yrði á að endanlegur dómur Hæstaréttar lægi fyrir auk þess sem maðurinn hafði margsinnis lýst því yfir að hann hygðist fara í meðferð og snúa lífi sínu til betri vegar. Ætlaði að snúa lífi sínu til betri vegar TVEIR ferðamenn festu jeppa sína í gljúpum árfarvegi skammt norður af Vonarskarði í fyrrinótt en þangað höfðu þeir villst af Gæsavatnaleið. Mennirnir voru með NMT-síma og gátu látið vita af sér með því að klífa upp á hnjúk í nágrenninu þar sem þeir komust í símasamband. Lögreglunni á Húsavík barst til- kynning um mennina um kl. 22:15 og fimm tímum síðar óku björgunar- sveitarmenn fram á þá. Ekkert am- aði að mönnunum og jepparnir voru taldir óskemmdir þótt eitthvað hafi seytlað inn í annan þeirra. Yfirlögregluþjónninn á Húsavík vill brýna fyrir ferðamönnum að í þeim miklu hitum, sem eru um þess- ar mundir, eru þær ár varasamastar sem alla jafna eru þurrar en fyllast af vatni í leysingunum. Botninn í slík- um ám og lækjum er iðulega hulinn gljúpum sandi, sem verður að kvik- syndi þegar vatnið tekur að streyma. Festust norður af Vonarskarði HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem réðst á leigubílstjóra á Vesturgötu 27. júlí sl. og brá hnífi á háls honum, sæti gæsluvarðhaldi til 15. september eða þar til dómur fell- ur. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að brot mannsins geti varðað allt að 16 ára fangelsi en tilviljun þyk- ir að afleiðingarnar skyldu ekki verða alvarlegri en raun ber vitni. Árásar- maðurinn ber fyrir sig algjört minn- isleysi um atburði næturinnar en í úr- skurði héraðsdóms kemur fram að framburður tveggja manna, sem voru með sakborningnum, og leigubílstjór- ans sé mjög skýr um alla atvikalýs- ingu. Lögreglan telur sterkan rök- studdan grun um að maðurinn hafi veitt bílstjóranum áverkann og hags- munir almennings krefjist þess því að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi. Úrskurður um gæsluvarðhald staðfestur ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.