Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 16

Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NORÐMENN sakna um 400 þúsund tonna af norsk-íslensku síldinni. Hún er horfin af Noregsmiðum og norskir fiskifræðingar óttast að hún haldi sig við Ísland. Síldar úr stofninum varð vart við Ísland og Færeyjar í haust og þykir það benda til að einhver hluti stofns- ins hafi vetursetu á vestlægari slóð- um en áður. Norska sjávarútvegs- blaðið Fiskaren greinir frá því að norskir fiskifræðingar eigi erfitt með að meta hversu mikið af norsk-ís- lenskri síld haldi sig á þessum slóð- um en samkvæmt mælingum þeirra voru aðeins 600 þúsund tonn af síld inni á vesturfjörðum Noregs í haust. Þar mælist hinsvegar jafnan um ein milljón tonna og eru uppi kenningar um að afgangurinn, um 400 þúsund tonn, haldi sig milli Íslands og Fær- eyja. Þeir benda aftur á móti á að norsk-íslenska síldin sem veiddist við Ísland í haust hafi verið 12-13 ára gömul eða af elstu árgöngum stofns- ins. Það þýði að óvíst sé að stofninn hafi tekið upp nýtt göngumynstur en ef yngri síld veiðist við Ísland gæti það verið vísbending í þá veru. Í Fiskaren er haft eftir formanni norsku síldarsölusamtakanna að hann voni að síldin haldi sig „réttum megin“ við strikið, nú þegar í gangi eru viðræður um skiptingu veiði- heimilda úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Enn einum samninga- fundinum um skiptingu kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum lauk án árangurs í Kaupmannahöfn í gær. Gert er ráð fyrir að nýr fundur verði boðaður eftir áramót. Reidar Toresen, vísindamaður við norsku Hafrannsóknastofnunina, telur fulla ástæðu til að styrkja sam- vinnu norskra og íslenska vísinda- manna á sviði rannsókna á síld, sér- staklega ef norska vorgotssíldin fer aftur að færa sig til Íslands. „Ef síld- in tekur upp gamla venju þurfum við tvíhliða samstarf og nánara sam- starf vísindamanna. Slíkt samstarf styrkir grundvöll pólitískra ákvarð- ana,“ sagði Reidar Toresen í samtali við Morgunblaðið. Týndu 400 þúsund tonnum ÚR VERINU BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentustig í 8,25% frá næstkomandi þriðjudegi, hinn 7. desember. Þetta er mun meiri hækk- un en greiningardeildir viðskipta- bankanna höfðu spáð, en þær gerðu ráð fyrir að hækkunin yrði á bilinu 0,5–0,75 prósentustig. Með þessari hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans hefur bankinn hækkað vextina alls sex sinnum frá því í maí síðastliðn- um, samtals um 2,95 prósentustig. Auk hækkunar á stýrivöxtum hef- ur verið ákveðið að í lok þessa árs verði gjaldeyriskaupum til styrking- ar á gjaldeyrisforða bankans hætt. Í ársfjórðungsriti Seðlabankans, Peningamálum, sem gefið var út í gær, segir að horfur séu á töluvert meiri verðbólgu hér á landi næstu tvö árin en bankinn hafði áður spáð. Fá því í september hafi töluverðar breytingar orðið á verðbólguhorfum og flest bendi til þess að innlend eft- irspurn muni vaxa enn hraðar en þá var talið líklegt. Allt leggst á eitt „Umfang stóriðjuáformanna hefur vaxið, einkum á næsta ári, bæði vegna áforma Norðuráls og breyt- inga á tímasetningum framkvæmda Fjarðaáls,“ segir í Peningamálum. „Þá hefur samkeppni á milli lána- stofnana á sviði fasteignaveðlána magnast eftir að bankarnir brugðust við auknum umsvifum Íbúðalána- sjóðs með því að bjóða einstaklingum fasteignaveðlán og endurfjármögn- un eldri lána á lægri vöxtum en áður. Aðgangur almennings að lánsfé er eftir þessar breytingar orðinn mun greiðari en áður og vextir verð- tryggðra fasteignaveðlána lægri en um langt skeið. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Útlán til einstak- linga hafa aukist hröðum skrefum og verð stórra fasteigna hefur hækkað skarpt.“ Í ársfjórðungsritinu segir einnig að áform um lækkun skatta á næstu árum hafi verið staðfest, án þess að nákvæmlega hafi verið skilgreint hvar skuli skera niður útgjöld á móti. Því verði að telja verulegar líkur á að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi. „Allt leggist þetta á eitt um að ýta undir meiri þenslu og þar með meiri verðbólguþrýsting en horfur voru á þegar Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí sl.“ Miklar verðbólguvæntingar Segir í Peningamálum að hækkun stýrivaxta Seðlabankans að þessu sinni sé óvenjumikil. Hana verði að skoða í ljósi þess hve hratt aðstæður á lánamarkaði hafi breyst, að meg- inþungi fjárfestingar í virkjunum og álbræðslu sé skammt undan og að umsvifin sem þeim tengjast muni aukast hraðar en áður var talið. „Þá ber að líta til þess að þrátt fyr- ir að stýrivextir hafi verið hækkaðir fimm sinnum um samtals tæpar 2 prósentur frá maí til nóvember voru raunstýrivextir í lok nóvember mið- að við verðbólguálag óverðtryggðra ríkisskuldabréfa aðeins litlu ef nokkru hærri en metnir náttúrulegir raunvextir á Íslandi, þ.e.a.s. raun- vextir sem að meðaltali yfir hag- sveifluna má ætla að samræmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Verð- bólguvæntingar hafa verið meiri en æskilegt er og dregið úr áhrifamætti vaxtahækkana Seðlabankans. Það kann svo aftur að hafa átt þátt í því að halda verðbólguvæntingum háum.“ Þá segir í Peningamálum að með því að hækka vexti meira í einu skrefi nú en venja hafi verið leitist Seðla- bankinn við að tryggja að væntir raunvextir bankans hækki, bæði fyr- ir tilstilli hærri nafnvaxta og lægri verðbólguvæntinga. „Það endur- speglar þann ásetning bankans að peningastefnan veiti nægilegt aðhald til þess að halda verðbólgu í skefjum þegar framkvæmdaþunginn kemst á enn hærra stig.“ Seðlabankinn segir að góð lausa- fjárstaða innlánsstofnana birtist í því að vextir á peningamarkaði hafi verið nokkru lægri en stýrivextir Seðla- bankans. Rúma lausafjárstöðu megi meðal annars rekja til mikils inn- streymis erlends lánsfjár. Lausafjár- aukningin sé óheppileg við núverandi aðstæður, auk þess sem gjaldeyris- forðinn sé nú kominn í viðunandi stærð. „Í ljósi þess að áhrif stýri- vaxta á gengi krónunnar eru mikil- væg miðlunarleið peningastefnunnar þegar aðgangur að erlendu lánsfé er greiður er brýnt að hún sé óhindruð. Með þetta í huga hefur bankinn m.a. ákveðið að hætta kaupum á gjaldeyri til eflingar gjaldeyrisforðanum.“ Ófullnægjandi aðhald Varðandi áform stjórnvalda um skattalækkanir segir Seðlabankinn í Peningamálum að þær muni auka enn á ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu. Aðhald í útgjöldum hins opinbera sé því brýnt. „Áform þar um í fjárlögum eru nokkuð metnaðarfull. Í ljósi þeirra umsvifa sem framundan eru verður aðhaldið þó ekki fullnægj- andi, jafnvel þótt áformin næðu fram að ganga. Að auki er boðað aðhald al- mennt orðað og því hætta á fram- úrkeyrslum í ljósi sögulegrar reynslu. Fari svo þarf peningastefn- an að vera aðhaldssamari en ella og þá er hætt við að neikvæð hliðaráhrif hennar verði meiri,“ segir í Peninga- málum Seðlabankans. Seðlabankinn hækkar stýri- vexti mun meira en spáð var Bankinn treystir því ekki að aðhald í opinberum fjármálum verði fullnægjandi Morgunblaðið/Sverrir Frekari aðgerðir Birgir Ísleifur Gunnarsson segir að líklega þurfi frekari aðgerðir af hálfu Seðlabankans til að tryggja framgang verðbólgumark- miðs bankans, sem er 2,5% verðbólga.                         !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1      / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!#    !"  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!             >   >  >  >    >   > > > >  >   > > >  !4 "#  4   $!     > >     >   >  >  > > >  > > > >   > > >  > > > > > > > > > > > > > > @ AB @  AB @ AB @ AB > @ >  AB @ AB @ AB @ > AB @ AB @ >AB @ >  AB > > @ > AB > > > @ > AB > > @ >  AB > > > > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .(  $  $ $  $  $  $  $  $ $ $  $ > $  $ > $ > $ > $ $  > $ > > > >  >   > > > $                              >                                    >      > =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&          >  > > >   >  > > > >  >   > > > ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,1% í gær og var lokagildi hennar 3.483,33% stig. Viðskipti með hlutabréf námu sam- tals 2,1 milljarði króna. Hlutabréf í Þormóði ramma-Sæbergi hækkuðu um 11,11%, í Burðarási um 3,7% og Atorku um 2,2%. Hlutabréf í Og Vodafone lækkuðu um 5,1% og bréf í Marel um 4,2%. Hækkun í Kauphöllinni ● LÍKLEGT er að Big Food Group verði skipt upp í þrjár rekstrarein- ingar verði kaup Baugs á fyrirtækinu að veruleika. Þetta kemur fram í vef- útgáfu The Times. Blaðið hefur eftir heimildarmanni að áætlað sé að úr BFG verði til fyr- irtækin Booker, Iceland og Wood- ward Foodservice. Einnig kemur fram að ákveðið hafi verið að Bill Grims- ey, framkvæmdastjóri BFG, og Bill Hoskins, fjármálastjóri BFG, muni stjórna Booker í sameiningu og að Malcolm Walker, stofnandi Iceland, verði fenginn til þess að stjórna Ice- land. Þá er talið líklegt að Iceland verði sameinað Cooltrader, sem er nýtt fyrirtæki í eigu Walkers. Stærstur hluti Woodward verður væntanlega seldur. Walker til liðs við Baug VIÐBRÖGÐ greiningardeilda Landsbankans og KB banka við ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta voru með ólíkum hætti. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka seg- ir að ljóst sé að ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans muni þrýsta gengi krónunnar upp í nýjar hæðir. Geng- ishækkunin sé í raun frestun á verðbólgu sem muni koma fram þegar gengið leiðréttist. Þá segir deildin að aðeins um 20–30% af skuldum heimila og fyrirtækja séu í íslenskum breytilegum vöxtum. Meiri vaxtamunur muni gefa enn frekari hvata til erlendrar lántöku. Frekari erlendar lántökur auki hættu á fjármálaóstöð- ugleika. „Í þriðja lagi er þrengt verulega að útflutn- ingsatvinnuvegunum sem gæti tafið vöxt útflutnings þegar til framtíðar er litið.“ Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að fyrir vaxtahækkunina hafi skammtímavextir verið lægri en vextir skuldabréfa á markaði. Með 1% hækkun stýrivaxta hafi þetta snúist við. „Greiningardeild telur að þessi leiðrétting hafi verið nauðsynleg til að stýri- vextir Seðlabankans virki eins og til er ætlast.“ Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverð- tryggðum innlánum og útlánum hinn 11. desember næstkomandi. Í í fréttatilkynningu segir að með hækk- un skammtímavaxta sé Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans. Bankinn muni styðja Seðlabankann í aðgerðum sem hafi þann tilgang að halda verðbólgu í skefjum og viðhalda stöðugleika. Ólík viðbrögð bankanna 9 &F .GH     A A <.? I J     A A K K -,J   A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!    A A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.