Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NORÐMENN sakna um 400 þúsund tonna af norsk-íslensku síldinni. Hún er horfin af Noregsmiðum og norskir fiskifræðingar óttast að hún haldi sig við Ísland. Síldar úr stofninum varð vart við Ísland og Færeyjar í haust og þykir það benda til að einhver hluti stofns- ins hafi vetursetu á vestlægari slóð- um en áður. Norska sjávarútvegs- blaðið Fiskaren greinir frá því að norskir fiskifræðingar eigi erfitt með að meta hversu mikið af norsk-ís- lenskri síld haldi sig á þessum slóð- um en samkvæmt mælingum þeirra voru aðeins 600 þúsund tonn af síld inni á vesturfjörðum Noregs í haust. Þar mælist hinsvegar jafnan um ein milljón tonna og eru uppi kenningar um að afgangurinn, um 400 þúsund tonn, haldi sig milli Íslands og Fær- eyja. Þeir benda aftur á móti á að norsk-íslenska síldin sem veiddist við Ísland í haust hafi verið 12-13 ára gömul eða af elstu árgöngum stofns- ins. Það þýði að óvíst sé að stofninn hafi tekið upp nýtt göngumynstur en ef yngri síld veiðist við Ísland gæti það verið vísbending í þá veru. Í Fiskaren er haft eftir formanni norsku síldarsölusamtakanna að hann voni að síldin haldi sig „réttum megin“ við strikið, nú þegar í gangi eru viðræður um skiptingu veiði- heimilda úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Enn einum samninga- fundinum um skiptingu kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum lauk án árangurs í Kaupmannahöfn í gær. Gert er ráð fyrir að nýr fundur verði boðaður eftir áramót. Reidar Toresen, vísindamaður við norsku Hafrannsóknastofnunina, telur fulla ástæðu til að styrkja sam- vinnu norskra og íslenska vísinda- manna á sviði rannsókna á síld, sér- staklega ef norska vorgotssíldin fer aftur að færa sig til Íslands. „Ef síld- in tekur upp gamla venju þurfum við tvíhliða samstarf og nánara sam- starf vísindamanna. Slíkt samstarf styrkir grundvöll pólitískra ákvarð- ana,“ sagði Reidar Toresen í samtali við Morgunblaðið. Týndu 400 þúsund tonnum ÚR VERINU BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentustig í 8,25% frá næstkomandi þriðjudegi, hinn 7. desember. Þetta er mun meiri hækk- un en greiningardeildir viðskipta- bankanna höfðu spáð, en þær gerðu ráð fyrir að hækkunin yrði á bilinu 0,5–0,75 prósentustig. Með þessari hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans hefur bankinn hækkað vextina alls sex sinnum frá því í maí síðastliðn- um, samtals um 2,95 prósentustig. Auk hækkunar á stýrivöxtum hef- ur verið ákveðið að í lok þessa árs verði gjaldeyriskaupum til styrking- ar á gjaldeyrisforða bankans hætt. Í ársfjórðungsriti Seðlabankans, Peningamálum, sem gefið var út í gær, segir að horfur séu á töluvert meiri verðbólgu hér á landi næstu tvö árin en bankinn hafði áður spáð. Fá því í september hafi töluverðar breytingar orðið á verðbólguhorfum og flest bendi til þess að innlend eft- irspurn muni vaxa enn hraðar en þá var talið líklegt. Allt leggst á eitt „Umfang stóriðjuáformanna hefur vaxið, einkum á næsta ári, bæði vegna áforma Norðuráls og breyt- inga á tímasetningum framkvæmda Fjarðaáls,“ segir í Peningamálum. „Þá hefur samkeppni á milli lána- stofnana á sviði fasteignaveðlána magnast eftir að bankarnir brugðust við auknum umsvifum Íbúðalána- sjóðs með því að bjóða einstaklingum fasteignaveðlán og endurfjármögn- un eldri lána á lægri vöxtum en áður. Aðgangur almennings að lánsfé er eftir þessar breytingar orðinn mun greiðari en áður og vextir verð- tryggðra fasteignaveðlána lægri en um langt skeið. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Útlán til einstak- linga hafa aukist hröðum skrefum og verð stórra fasteigna hefur hækkað skarpt.“ Í ársfjórðungsritinu segir einnig að áform um lækkun skatta á næstu árum hafi verið staðfest, án þess að nákvæmlega hafi verið skilgreint hvar skuli skera niður útgjöld á móti. Því verði að telja verulegar líkur á að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi. „Allt leggist þetta á eitt um að ýta undir meiri þenslu og þar með meiri verðbólguþrýsting en horfur voru á þegar Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí sl.“ Miklar verðbólguvæntingar Segir í Peningamálum að hækkun stýrivaxta Seðlabankans að þessu sinni sé óvenjumikil. Hana verði að skoða í ljósi þess hve hratt aðstæður á lánamarkaði hafi breyst, að meg- inþungi fjárfestingar í virkjunum og álbræðslu sé skammt undan og að umsvifin sem þeim tengjast muni aukast hraðar en áður var talið. „Þá ber að líta til þess að þrátt fyr- ir að stýrivextir hafi verið hækkaðir fimm sinnum um samtals tæpar 2 prósentur frá maí til nóvember voru raunstýrivextir í lok nóvember mið- að við verðbólguálag óverðtryggðra ríkisskuldabréfa aðeins litlu ef nokkru hærri en metnir náttúrulegir raunvextir á Íslandi, þ.e.a.s. raun- vextir sem að meðaltali yfir hag- sveifluna má ætla að samræmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Verð- bólguvæntingar hafa verið meiri en æskilegt er og dregið úr áhrifamætti vaxtahækkana Seðlabankans. Það kann svo aftur að hafa átt þátt í því að halda verðbólguvæntingum háum.“ Þá segir í Peningamálum að með því að hækka vexti meira í einu skrefi nú en venja hafi verið leitist Seðla- bankinn við að tryggja að væntir raunvextir bankans hækki, bæði fyr- ir tilstilli hærri nafnvaxta og lægri verðbólguvæntinga. „Það endur- speglar þann ásetning bankans að peningastefnan veiti nægilegt aðhald til þess að halda verðbólgu í skefjum þegar framkvæmdaþunginn kemst á enn hærra stig.“ Seðlabankinn segir að góð lausa- fjárstaða innlánsstofnana birtist í því að vextir á peningamarkaði hafi verið nokkru lægri en stýrivextir Seðla- bankans. Rúma lausafjárstöðu megi meðal annars rekja til mikils inn- streymis erlends lánsfjár. Lausafjár- aukningin sé óheppileg við núverandi aðstæður, auk þess sem gjaldeyris- forðinn sé nú kominn í viðunandi stærð. „Í ljósi þess að áhrif stýri- vaxta á gengi krónunnar eru mikil- væg miðlunarleið peningastefnunnar þegar aðgangur að erlendu lánsfé er greiður er brýnt að hún sé óhindruð. Með þetta í huga hefur bankinn m.a. ákveðið að hætta kaupum á gjaldeyri til eflingar gjaldeyrisforðanum.“ Ófullnægjandi aðhald Varðandi áform stjórnvalda um skattalækkanir segir Seðlabankinn í Peningamálum að þær muni auka enn á ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu. Aðhald í útgjöldum hins opinbera sé því brýnt. „Áform þar um í fjárlögum eru nokkuð metnaðarfull. Í ljósi þeirra umsvifa sem framundan eru verður aðhaldið þó ekki fullnægj- andi, jafnvel þótt áformin næðu fram að ganga. Að auki er boðað aðhald al- mennt orðað og því hætta á fram- úrkeyrslum í ljósi sögulegrar reynslu. Fari svo þarf peningastefn- an að vera aðhaldssamari en ella og þá er hætt við að neikvæð hliðaráhrif hennar verði meiri,“ segir í Peninga- málum Seðlabankans. Seðlabankinn hækkar stýri- vexti mun meira en spáð var Bankinn treystir því ekki að aðhald í opinberum fjármálum verði fullnægjandi Morgunblaðið/Sverrir Frekari aðgerðir Birgir Ísleifur Gunnarsson segir að líklega þurfi frekari aðgerðir af hálfu Seðlabankans til að tryggja framgang verðbólgumark- miðs bankans, sem er 2,5% verðbólga.                         !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1      / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!#    !"  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!             >   >  >  >    >   > > > >  >   > > >  !4 "#  4   $!     > >     >   >  >  > > >  > > > >   > > >  > > > > > > > > > > > > > > @ AB @  AB @ AB @ AB > @ >  AB @ AB @ AB @ > AB @ AB @ >AB @ >  AB > > @ > AB > > > @ > AB > > @ >  AB > > > > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .(  $  $ $  $  $  $  $  $ $ $  $ > $  $ > $ > $ > $ $  > $ > > > >  >   > > > $                              >                                    >      > =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&          >  > > >   >  > > > >  >   > > > ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,1% í gær og var lokagildi hennar 3.483,33% stig. Viðskipti með hlutabréf námu sam- tals 2,1 milljarði króna. Hlutabréf í Þormóði ramma-Sæbergi hækkuðu um 11,11%, í Burðarási um 3,7% og Atorku um 2,2%. Hlutabréf í Og Vodafone lækkuðu um 5,1% og bréf í Marel um 4,2%. Hækkun í Kauphöllinni ● LÍKLEGT er að Big Food Group verði skipt upp í þrjár rekstrarein- ingar verði kaup Baugs á fyrirtækinu að veruleika. Þetta kemur fram í vef- útgáfu The Times. Blaðið hefur eftir heimildarmanni að áætlað sé að úr BFG verði til fyr- irtækin Booker, Iceland og Wood- ward Foodservice. Einnig kemur fram að ákveðið hafi verið að Bill Grims- ey, framkvæmdastjóri BFG, og Bill Hoskins, fjármálastjóri BFG, muni stjórna Booker í sameiningu og að Malcolm Walker, stofnandi Iceland, verði fenginn til þess að stjórna Ice- land. Þá er talið líklegt að Iceland verði sameinað Cooltrader, sem er nýtt fyrirtæki í eigu Walkers. Stærstur hluti Woodward verður væntanlega seldur. Walker til liðs við Baug VIÐBRÖGÐ greiningardeilda Landsbankans og KB banka við ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta voru með ólíkum hætti. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka seg- ir að ljóst sé að ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans muni þrýsta gengi krónunnar upp í nýjar hæðir. Geng- ishækkunin sé í raun frestun á verðbólgu sem muni koma fram þegar gengið leiðréttist. Þá segir deildin að aðeins um 20–30% af skuldum heimila og fyrirtækja séu í íslenskum breytilegum vöxtum. Meiri vaxtamunur muni gefa enn frekari hvata til erlendrar lántöku. Frekari erlendar lántökur auki hættu á fjármálaóstöð- ugleika. „Í þriðja lagi er þrengt verulega að útflutn- ingsatvinnuvegunum sem gæti tafið vöxt útflutnings þegar til framtíðar er litið.“ Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að fyrir vaxtahækkunina hafi skammtímavextir verið lægri en vextir skuldabréfa á markaði. Með 1% hækkun stýrivaxta hafi þetta snúist við. „Greiningardeild telur að þessi leiðrétting hafi verið nauðsynleg til að stýri- vextir Seðlabankans virki eins og til er ætlast.“ Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverð- tryggðum innlánum og útlánum hinn 11. desember næstkomandi. Í í fréttatilkynningu segir að með hækk- un skammtímavaxta sé Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans. Bankinn muni styðja Seðlabankann í aðgerðum sem hafi þann tilgang að halda verðbólgu í skefjum og viðhalda stöðugleika. Ólík viðbrögð bankanna 9 &F .GH     A A <.? I J     A A K K -,J   A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!    A A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.