Eintak

Eksemplar

Eintak - 28.04.1994, Side 2

Eintak - 28.04.1994, Side 2
Ertuekki orðinnof .gamall Nei, ég hef alveg jafn gaman af kynlífi og ég hafði þegar ég var yngri. Er rétt að lag SSSól „Bleyttu mig“ hafi verið bannað á Bylgj- unni? Það hefur ekki verið bannað en mér barst til eyrna frá traustum heimildum að gítarinn í laginu þætti of grófur og þvi væri lagið ekki spilað of mikið þar á bæ. Þáttagerðarmennirnir spila minna þau lög sem þeim finnst særa eyru hlustenda. Hver voru viðbrögð hljómsveit- arinnar við þeim fréttum? Það þýðir ekki fyrir okkur að arg- ast neitt yfir þvi. Hver útvarpsstöð markar sér ákveðna dagskrár- stefnu og þeim er að sjálfsögðu frjálst að spila það sem þær vilja spila. Ég hefheyrt að stjórnendur ákveðinnar útvarpsstöðvar hafi mælst til þess að klippt sé framan af forspili á lögum og sólóum breytt ef það kemur betur út fyrir útvarpsspilun. I þeim tilfellum finnst mér of langt gengið í því að hlutast til um hugverkið. Um hvað er texti „Bleyttu mig“? Hann fjallar um þá sem þurfa á vökvun að halda. Hann erþví ákall til regnsins og hefst á orð- unum: „Regndropar hanga íloft- inu. Þeir eru góðir. “ Er það manneskjan öll sem á að blotna i textanum? Það er hægt að túlka það á fleiri en einn veg en alla vega eru það bæði mannfólkið og jörðin sjálf sem þurfa á vökvun að halda. Mennirnir þurfa vökvun bæði fyrir andann og til að mýkja upp lík- amann. Er leiðin til vinsælda að vera léttklúr? Nei, hún er fyrst og fremst sú að vera trúrþvísem rokkið og rólið snýst um og það er að fjalla um það sem stendur manninum næst. Ekki er verra að hafa það á erótískum nótum. Hugtakið rock and roll var upphaflega rósamál sem svertingjar notuðu yfir kyn- mök. Helgi Björnsson er söngvari hljómsveitarinnar SSSól sem gaf nýlega út lagið „Bleyttu mig“. Heyrst hefur að mælst hafi verið til þess á Bylgjunni að lagið verði ekki spilað. Þér-ætHst-ekki-tii-að-vér-ti ingin. Afsakið-en-ég-er-að segja- stellingin. Ef-þú-heli stellingin. Vinstri framhandh þeirrar vinstri, hægri höndin augabrún. Og það hvarflar e. O Aðeins hluti upplagsins með auglýsingum © Jón Karlsson í Iðunni selur sinn hlut í íslensku auglýsingastofunni © Sól auglýstr grimmt í greiðslustöðvun © P&Ó gjaldþrota ókaútgáfan jÖrn og ðrlyg- ur er í miklum kröggum og fékk ný- lega heimild fyrir greiðslustöðvun. Bókaklúbburinn Örn og Örlygur heldur hinsvegar áfram útgáfu undir stjórn Örlygs Halldórssonar, en um jólin kom Sjómannahandbókin út á hans vegum. Aðeins hluti upp- lags bókarinnar var bundinn inn og greip útgáfustjórnin til þess ráðs að selja auglýsingar í viðbótarupplag- ið. Farið var með sýniseintök til auglýsenda og þeir rukkaðir um auglýsingarnar. Einhverjir þeirra fóru I verslanir til að kaupa fleiri ein- tök en auglýsingar þeirra voru þá ekki í þeim bókum sem lágu frammi á sölustöðum. Láðst hafði að láta þá vita að bókin hefði áður verið komin út og að viðbótarupplagið lægi en óhreyft í prentsmiðjunni... kekstrarfélag Sólar virðist eiga [ næga peninga ef marka má Isjónvarpsauglýsingu um Trópí appelsínusafa sem þessa dagana er verið að vinna að hjá Saga film í samstarfi við auglýs- ingastofuna Grafít. Ekkert er til sparað og hljóðar kostnaðar- áætlunin upp á um það bil þrjár milljónir króna. Sem kunnugt er fékk Smjörlíki/Sól hf. greiðslu- stöðvun á síðasta ári og hefur get- að staðið við nauðasamningana fram að þessu. Rekstrarfélagið er í eígu helstu lánadrottna Smjörlík- is/Sólar og virðast þeir hafa mikla trú á framtíð fyrirtækisins ... Ión Karlsson hjá Iðunni hefur selt meirihluta- I eign sína I (slensku | auglýsingastofunni ' meðeigendum sín- _ um, ÓLAFI Inga Ól- AFSSYNI og JÓNASI ÓL- afssyni. Jón var áður bú- inn að semja við fjóra starfsmenn stofunnar um að selja þeim meiri- hlutann en stóð ekki við samning- inn. Sagt er að hann hafi notað þennan samning til að fá Ólaf og Jónas til að hækka sitt tilboð. Einn starfsmannanna fjögurra gekk út daginn sem kaupin voru kynnt og annar er jafnvel á förum ... Auglýsingastofan P & Ó varð gjaldþrota í síðustu viku. Hún hefur lengi barist I bökkum. Stærsti hluti skuldanna var við fjöl- miðla vegna birtinga. En sagt er að Tæknival hafi gengið harðast fram í því að til skipta kæmi en ekki fjöl- miðlarnir sem þó áttu mestra hags- muna að gæta ... OQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR Allaballar aftur farnir að falbjóða forrit Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn undir fyrirsögninni: Alþýðu- bandalagið gefur út Útflutingsleiðina: Tillög- ur um nýtt forrit í hagstjórn. í raun er þetta nógu ógeðfellt til að maður lesi ekki lengra. En ef það er gert kemur í Ijós að fyrirsögnin er sótt í ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns flokksins. Hann segir: „í þessum búningi er hér á ferðinni veigamikil tillögugerð um nýtt forrit í hagstjórn á íslandi." Pegar Ólafur Ragnar hefur blandast inn í málið er eðlilegt að maður spyrji sig hvenær maður hafi síðast heyrt nafnið hans, forrit og Alþýðu- bandalagið nefnt. Jú, var það ekki þegar hann sem fjármálaráðherra keypti einhvern handónýtan gagna- grunn fyrir morðfjár af Birni Jón- assyni, flokksbróður sínum í Al- þýðubandalaginu, til að freista þess að bjarga Svörtu á hvítu frá gjald- þroti. Og þar sem maður lærir af reynslunnispyr maður: Hvað er Ól- afur Ragnar að rjúka til og þykjast hafa sett saman eitthvert forrit? Er það til að geta selt fjármálaráðu- neytinu það fyrir fúlgu fjár til að reisa við Þjóðviljann, Heh arblaðið, Vikublaðið eðs hvað Þjóðviljinn heitir í j dag? Hingað til hafa farið aðrar sögur ritunarafreki þýðubandá'l- ins en sú endaði I fjl málaráðuij og skildi djúpt far í r| sjóði. Ætlasj Ragnar til þe við föllum tv| sinnum á bragðinu? Fréttastjórí bingóstjórí LOF Ingvi Hrafn fetar í fótspor Svavars Gests Eins og þegar hefur verið greint frá mun Ingvi Hrafn Jónsson fljótlega hætta störfum sem frétta- stjóri fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar og Elín Hirst taka við stöðunni. Þegar þetta var gert op- inbert fylgdi það sögunni að Ingvi myndi starfa áfram hjá Islenska út- varpsfélaginu að ýmsum verkefn- um án þess þó að nánar væri frá því greint um hvaða verkefni væri að ræða. Nú er það hins vegar orð- ið ljóst að Ingvi mun næsta vetur stýra sérstökum bingóþætti fyrir Landsbjörgu á Stöð tvö og þar með feta í fótspor Svavars Gests sem hélt úti bingói í Ríkissjónvarpinu snemma á áttunda áratugnum. Þessir þættir munu hins vegar eiga fátt annað sameiginlegt en að leikurinn er hinn sami. Umgjörð Landsbjargar- bingósins er sniðin effir geysivinsælum sænskum bingóþætti sem hefur verið haldið úti þar í landi í fjölda ára. Það stóð reyndar til að bingóið hæfi göngu sína á Sföð fvö síðast- liðið haust og þá átti Björn G. Björnsson, einn stofnenda Saga film, að halda um stjórnvölinn. Þetta datt hins vegar upp fyrir meðal annars vegna þess að ein- hver vandkvæði voru á því að fá tilskilin happdrættisleyfi hjá yfirvöldum. Nú hefur verið greitt úr þeim málum og opna munnin. bingóið rúllar af stað næsta haust. 1 grófum dráttum gengur leikur- inn út á það að þeir áhorfendir sem hafa áhuga á að spila með kaupa sér þar til gerð spjöld og leika síðan heima í stofu. Munu spjöldin einnig gilda sem miðar í happdrætti sem verður dregið reglulega úr meðan á útsendingu stendur. Vinningar verða fjölmarg- ir og af öllum stærðum og gerðum, allt frá brauðristum til glæsivagna. Ekki verður bingóið eitt til gamans í þættinum því hann verður öðrum þræði almennur skemmtiþáttur í ætt við „Á tali hjá Hemma Gunn“ og munu ýmsir skemmtikraftar koma í heimsókn hverju sinni. Ingvi Hrafn er nú að undirbúa sig fyrir komandi átök og mun hann meðal annars vera nýkominn úr sérstökum æfingabúðum í Sví- þjóð þar sem hann lærði réttu bingótökin. Það verður spennandi að sjá hvort brandarar Ingva njóti sín betur í þessum skemmtiþætti en í „19.19“. Ingvi Hrafn lét einhvern tíma þau orð falla að sambærileg völd fylgdu því að vera fréttastjóri og að vera forsætisráðherra. Ef þessu viðmiði er haldið hlýtur lngyj.að hrapa mjög í völdum og mön í inesta lagi íiaia völd á borð :tan þingvörð eftir starfs- afa menn haft á orði að career move hafi sést en þetta. Inbvi Hrafn JÓNSSON mun stýra bingó- þætti sem hefur göngu sína næsta haust á Stöð tvö á vegum Landsbjargar ... fær Kristján Ragnars- son, formaður Landsam- bands íslenskra útgerðar- manna og bankaráðs ís- landsbanka, fyrir að sitja ofursvalur í ellefufréttum Sjónvarps og bregða ekki svip á meðan Pétur Blönd- al sat við hliðina á honum og lét dæluna ganga um slaka stjórn íslandsbanka undanfarin ár. Kristján er enda vanurýmsu eftirald- arfjórðungs orrahríð í fjöl- miðlum landsins. LAST ... færÁrni Sigfússon fyrir sífellt pínlegri tilburði við að koma sér í fréttirnar. Hann hringlaði lyklum und- ir regnhlíf úti við Ægissíðu, hann afhenti verðlaun á Stuttmyndadögum Kvik- myndafélags íslands, hann leiddi skrúðgöngu á sum- ardaginn fyrsta vicI Þrótt- heima, en dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann úthlutaði verðlaunum fyrir bestu hugmyndina i nýsköpunarkeppni grunn- skólanema um síðustu helgi. ÞAÐ VÆRI TILQANQSLAWST... 'in. Eg-læt-ekki-segja-mér-hvað-sem-er-stell- issa-áhuga-á-því-sem-þú-ert-að-reyna-að- geri-ég-annað-hvort:- drep-mig-eða-þig- aga, olbogi hægri handar hvílir á handarbaki n og vísifingur látinn lyfta upp undir hægri num að Ijúga meiru í þig. Ekki einu sinni að að vera á milli tannanna á fólki 2 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 © JÖN ÖSKAR

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.