Eintak

Issue

Eintak - 28.04.1994, Page 20

Eintak - 28.04.1994, Page 20
S ko ö a n a k ö n n u n Skáls fyrir eintak EINTAK hefur náð ul 58 þúsund lesen Samkvæmt könnuninni er EINTAK frekar lesið afþeim yngri og þeim tekjuhærri og fremur af körlum en konum. Meirihluti telur EINTAK vera betra blað en Pressuna. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís gerði um síðustu helgi hafa 31,1 prósent þeirra sem eru eldri en 18 ára lesið EINTAK á undanförnum vikum. Þetta jafn- gildir því að blaðið hafi náð til 58.300 manna eftir að hafa komið út í fjórtán vikur eða rétt rúrna þrjá mánuði. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Eintaksé frekar les- ið af þeim tekjuhærri en þeim sem minni hafa tekjurnar, að það sé fremur lesið af yngra fólki en eldra, og að karlar séu dyggari lesendur blaðsins en konur. Auk þess sem þátttakendur voru spurði um lestur á Eintaki voru þeir beðnir að segja til um hvort viku- blaðanna sem koma út á fimmtu- dögum væri betra, Eintakeða Press- an. Meirihluti þeirra sem gerði upp á milli blaðanna taldi Eintak betra blað. 58.300 lesendur eftir aðeins þrjá mánuði Könnunin var gerð samhliða könnun um fylgi listanna sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Sökum þess voru Reykvíkingar ein- ir spurðir um lestur á blaðinu og skoðun sína á fimmtudagsblöðun- um tveimur. Samkvæmt tölum um sölu Eintaks í nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur og úti á lands- byggðinni má hins vegar gera ráð fyrir að niðurstöðurnar hefðu orðið keimlíkar ef úrtakið hefði náð yfir landið allt. Þannig er til dæmis hlut- fallslega sama sala á blaðinu á Akur- eyri, í Hafnarfirði og í Reykjavík. Samkvæmt niðurstöðum könn- í ljós i könnuninni að ungt fólk hef- ur tekið Eintaki vel. Það liggur nokkurn veginn í hlutarins eðli að ungt fólk sé opnara fyrir ungum blöðum. Þar sem spurt var um afstöðu til framboðslista samhliða spurning- um um lestur á blaðinu var einung- 31,1 prósenti svarenda. Eintak var síðan lesið af 20,7 prósentum þeirra sem voru eldri en fimmtugir. Þrátt fyrir að elsta fólkið hafi lesið Eintak minna en það yngra fer því fjarri að það sé ekki viðunandi að ná til fimmta hvers landsmanns sem er eldri en fimmtugur. Það er hins kemur í ljós að blaðið er meira lesið af þeim sem hafa meira en miðl- ungstekjur en af þeim sem lægri hafa tekjurnar. Reyndar komu þeir sem sögðust hafa mjög lágar tekjur, eða minna en 35 þúsund krónur á mánuði, sterkt út - 36 prósent þeirra sögðust lesa Eintak. Þetta má sögðust hafa 90 til 109 þúsund krónur á mánuði í tekjur - 37 pró- sent þeirra sögðust lesa Eintak. Þar næst komu þeir sem sögðust hafa 130 til 149 þúsund krónur á mánuði - 36 prósent þeirra sögðust lesa Eintak. Þá komu þeir sem sögðust hafa meira en 150 þúsund krónur í unarinnar sögðust 31,1 prósent að- spurða hafa lesið Eintak á undan- förnum vikum. Samkvæmt því hafa um 58.300 manns lesið Eintak á þessum tíma. Það verður að teljast sérlega við- unandi árangur hjá blaði sem byrj- aði að koma út 20. janúar síðastlið- inn og fór í beina samkeppni við annað blað sem hafði setið eitt að markaðinum á fimmtudögum frá því á haustdögum 1988. Til saman- burðar má geta þess að samkvæmt nýjustu könnun Gallups á blaða- lestri mældist lestur á Pressunni eina tiltekna viku vera 15 prósent. Miðað við sama aldurshóp og könnun Eintaks náði til jafngildir það því að 28 þúsund manns hafi séð blaðið. Ungt fóik tekur blaðinu vel Það þarf ef til vill ekki að koma neinum á óvart þótt það hafi komið EINTAK fíytur um mánaðarmótin Vegna vaxtar á fyrstu þremur mánuðum útgáfunnar og fyrirhug- aðrar mánudagsútgáfu EINTAKS hefur útgáfufyrirtækið Nokkrir Is- lendingar ákveðið að fiytja starfsemi sína af Vatnsstíg 4 og i það sögufræga hús Vesturgötu 2. Þetta hús hefur verið nefnt Bryggjuhúsið. Þegar það var reist lá fjörukamburinn þar sem nú er Tryggvagata. Á húsinu miðju voru undirgöng sem þeir sem komu sjóleiðina að Reykjavík gengu um á leið sinni í bæinn. Það var þvi nokkurs konar borgarhlið Reykjavik- ur. Og þetta hús er miðdepill Reykjavikur i öðrum skilningi, þvi frá þvi eru öll húsnúmer i Reykjavík talin. EINTAK mun flytja starfsemi sína á aðra hæð hússins upp úr næstu mánaðarmótum og verða þeir flutningar auglýstir rækilega. is þeim sem voru efdri en átján ára gefinn kostur á að svara. Skáís skipti svarendum síðan í þrjá flokka. Þá sem eru 18 til 29 ára, þá sem eru 30 til 49 ára og þá sem eru fimmtugir eða eldri. I yngsta hópnum, þeim sem eru 18 til 29 ára, var Eintak mest lesið, eða af 46,1 prósenti þeirra sem svöruðu. I miðhópnum, þeim sem voru 30 til 49 ára, var Eintak lesið af vegar einkar glæsilegt að ná til 46,1 prósents þeirra sem eru yngri en þrítugir, aðeins þremur mánuðum eftir að blaðið hóf göngu sína. Eintakþ arf ekki að óttast framtíðina. Blaðið meira lesið af þeim tekjuhærri Þegar þeim sem sögðust hafa les- ið Eintak er skipt eftir tekjuhópum sjálfsagt skýra af lágum meðalaldri lesenda Eintaks og af því að hér sé frekar um nemendur að ræða en heimavinnandi fólk eða lífeyris- þega. Sá tekjuhópur sem kom sterkast út voru þeir sem sögðust hafa 110 til 129 þúsund krónur á mánuði - 46 prósent þeirra voru lesendur Eintaks. Næstir komu þeir sem EiNTAKeykur við útgáfuna ár \ mai Frá og með miðjum maí kemur blaðið út tvisvar í viku, á fimmtudögum og á mánudagsmorgnum Útgáfufélag EINTAKS hefur ákveðið að auka við útgáfú blaðsins og gefa blaðið út tvisvar í viku frá og með miðjum maí, á fimmtudög- um eins og nú en auk þess á mánu- dagsmorgnum. Gengið var frá samningum um prentun mánu- dagsblaðsins í gær. Eins og áður sagði mun mánu- dagsútgáfa Eintaks koma út um morguninn. Fréttaþyrstir geta því lesið helstu fréttir helgarinnar með morgunkaffinu áður en þeir halda til vinnu en þurfa ekki að bíða fram eftir degi. Mánudagsútgáfan mun draga dám af útgáfutíma sínum. Hún verður líkara fréttablaði en fimmtudags-Eintak, sem er að hálfu fréttablað og að hálfú helgar- blað. I mánudagsútgáfunni verður boðið upp á stóran pakka af íþróttafréttum helgarinnar í bland við viðtöl við íþróttafréttamenn, greinar um málefni íþróttafélag- anna og ýmislegt skemmtiefni tengt íþróttum. Með mánudagsútgáf- unni mun fréttadeild Eintaks líka breikka svið sitt og taka fýrir fleiri málaflokka en hún hefur bingað til gert. Það mun aftur hafa þau áhrif að fimmtudagsblaðið mun taka fyrir fjölbreyttara efni. Á sama hátt og útgefendum Eintaksvar ekkert launungarmál að þeir ætluðu í samkeppni við Press- una þegar þeir hófu útgáfu fimmtudagsblaðsins er þeim engin launung á því nú að með útgáfu mánudagsblaðs fara þeir í beina, og vonandi harða og gefandi, sam- keppni við DV á mánudögum. 1 raun er sú samkeppni óumflýjanleg þar sem öðrum blöðum er ekki til að dreifa á þessum vikudegi. Fyrsti útgáfudagur mánudags- blaðsins hefur ekki enn endanlega verið ákveðinn. Þó er ljóst að blaðið mun ekki koma út seinna en um eða uppúr miðjum maí. Þá kemur í ljós hvaða erindi þessi útgáfa á til lesenda. © tekjur á mánuði - 28 prósent þeirra sögðust vera lesendur Eintaks. Með þeim sem sögðust hafa minni tekjur en 35 þúsund varð heildarhlutfall þeirra sem höfðu minna en 69 þúsund krónur í tekjur 29 prósent, en af þeim sem höfðu 70 til 89 þúsund krónur í tekjur sögð- ust 25 prósent lesa Eintak. Á það skal bent hér að það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt lestur á Eintaki mælist meiri meðal þeirra tekjuhærri og þeirra sem hafa góðar miðlungstekjur. Þrátt fýrir að Eintak sé ágætt blað eru þeir fáir sem velja það sem sitt eina firétta- blað. Hjá flestum er Eintak blað númer tvö og jafnvel þrjú á effir dagblöðunum. Það er þvi skiljanlegt að þeir sem hafa þrengri auraráð láti það síður eftir sér að kaupa tvö eða þrjú fréttablöð en þeir sem hafa ríf- legri tekjur. Karlar lesa Eintak oftar en konur Karlar lesa Eintak ffekar en kon- ur. Alls sögðust 37,9 prósent þeirra karla sem spurðir voru hafa lesið Eintaken 24,4 prósent kvenna. Þrátt fýrir að karlar lesi fréttablöð al- mennt meira en konur þá er þetta ívið meiri munur á milli kynjanna en almennt gerist. Og þegar þetta tvennt fer saman, meiri lestur af hálfú karla en kvenna og meiri áhugi ungs fólks en eldra, þá eru ungir karlar að sjálfsögðu dyggustu lesendur blaðsins. Af körl- um á aldrinum 18 til 29 ára sögðust 55 prósent lesa Eintak. Og ef haldið er áfram að skipta svarendum eftir aldri og kyni þá koma tveir hópar næstir og jafnir, konur á aldrinum 18 til 29 ára og karlar á aldrinum 30 til 49 ára - 37 prósent af þessum tveimur hópum sögðust lesa Eintak. Næstir koma karlar eldri en fimm- tugt - 26 prósent þeirra sögðust lesa Eintak. Og loks koma konur eldri en fimmtugt, en þær höfðu minnst- an áhuga á Eintaki - 16 prósent þeirra sögðust þó hafa lesið Slaðið. Meirihlutinn telur Eintak betra blað en Pressuna Auk þess að spyrja um lestur á Eintaki vildu forsvarsmenn blaðsins fá samanburð við Pressuna, blaðið sem Bmfðklagði út í samkeppni við. Þátttakendur voru spurðir hvort blaðið þeim þætti betra. Af þeim sem svöruðu sögðu 48,2 prósent blöðin álíka og vildu ekki gera upp á milli þeirra, 24,7 prósent sögðu Pressuna betri en 27,1 prósent sögðu Eintak betra en Prcssutia. Ef aðeins eru teknir þeir sem gerðu upp á milli blaðanna er niðurstaðan sú að 47,7 prósent sögðu Pressuna betri en 52,3 prósent sögðu Eintak betra. Eins og áður sagði eru aðeins rétt rúmir þrir mánuðir síðan Eintak hóf göngu sína og verður það því að teljast góður árangur að hafa skotið Pressunni, sem hefur komið út í Ijögur og hálft ár, ref fyrir rass þótt munurinn sé ekki meiri enn sem komið er. Og ef til vill má skýra það hversu munurinn er lítill einmitt með því hversu lengi Pressan hafði setið ein að markaðinum áður en Eintak hóf göngu sína. Ætla má að einhverjir þeirra sem keyptu Pressuna reglu- lega eða voru áskrifendur að henni hafi ekki talið ástæðu til að rjúka út og kaupa nýtt blað til að athuga hvort það kynni að vera betra. Og það virðist einmitt koma í ljós þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nán- ar. Ef þeir eru reiknaðir saman sem sögðu blöðin álíka og þeir sem töldu annað betra en hitt kemur í ljós að samanlagt eru það fleiri en þeir sem sögðust hafa lesið Eintaká undanförnum mánuðum. Og þar sem það er ólíklegt að einhverjir þeirra sem sögðu blöðin álíka góð hafi ekki séð Eintak - og væru því að dæma blaðið óséð - má ætla að einhver hluti þeirra sem sagði Press- una betri hafi einfaldlega ekki séð Eintak. Það er alla vega líklegra en að lesendur Eintaks viti ekki hvað Pressan er eftir rúmlega fjögurra ára útgáfu. Af þessu má ráða að það væri meiri munur á milli blaðanna ef að- eins væru teknir þeir sem séð hafa bæði blöðin. Þá má telja víst að Eintak hefði haft Pressuna undir með meiri mun en nú hefúr þó orð- ið raunin. Af öllu ofansögðu má vera ljóst að Eintak er blað í sókn. Það hefúr náð mjög vel til yngri kaupenda og staða þess meðal þeirra eldri er langt frá því óviðunandi. Eftir að- eins fjórtán blöð er það skoðun meirihluta fólks að Eintak sé betra blað en Pressan sem þó ætti að standa mun traustari fótum. © 20 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.