Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 35
Jóhannes Jónsson íBónus „Nei, þakka þér fyrir. “ Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri Vífilfells „Ekki ef ég get mögulega komist hjá því. í þessu fyrirtæki reynum við alltafað sitja afturi, verðmun- urinn er það svimandi. En far- gjaldareglur Flugieiða gera það að verkum að stundum eru menn neyddir til að kaupa sér þessi dýru fargjöld. Þegar farið er til Evrópu þarf að vera yfir sunnu- dag til að komast á ódýrasta far- gjaldi og ef maður þarf að fara í styttri ferð en sjö daga til Banda- ríkjanna er ekki um neitt annað að ræða en að kaupa Saga Class fargjald. Það er svo annað mál en mér finnst það skrítið þegar regl- ur Flugleiða eru farnar að verða til þess að mönnum er sagt upp störfum. Það er furðuiegt að menn geti ekki leyst þannig mál sín á milli. “ BOMU Pétur Blöndal stærðfræðing- ur og nýkjörinn bankaráðs- maður íslands- banka „Ég hefnú að- eins farið einu sinni til útlanda í viðskiptaerind- um og þá flaug ég á almennu Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri „Ég flýg ekki ótilneyddur á Saga Class. En reglur Flugleiða um stopp yfir sunnudag í Evrópuferð- um og sjö daga lágmarksdvöl þegar farið er til Bandaríkjanna neyða mann stundum til að kaupa miða á Saga Class. “ Hinrik Bjarnason innkaupastjóri erlends efnis hjá Rikissjónvarpinu „Ekki nema að ég neyðist til þess vegna þess að ferðin er svo stutt að ekki er hægt að kaupa miða með öðru fororði. Mér finnst ekk- ert athugavert við að notfæra sér þau herlegheit sem fylgja dýrara fargjaldi efmaður verður að borga fyrir það á annað borð. Allt annað er að snobba niður fyrir sig. Ef þetta er eina ástæðan fyrir að Jónasi var sagt upp þá finnst mér það í meira lagi kyndugt. Hann var bæði fær í sínu starfi og mér mjög kær kollegi þrátt fyrir að við værum íharðri sam- keppni. “ í byrjun vikunnar var Jónasi R. Jóns- syni sagt upp störfum sem dagskrár- stjóra Stöðvar tvö. Ástæðan fyrir upp- sögninni mun vera að hann hafi ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna og flogið á Saga Class i stað ferða- mannfarrýmis. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 O Sœvar Karl á leið úr Kringlunni <B Óþolandi hreinskilni bama O Hvíti víkingurinn reynir að komast í skóla m Merslunar- 1fÆ pláss Sæv- BW ARS KARLS Ólafssonar klæðskera í Kringlunni ertil sölu. Veltan í búðinni hefur ekki verið eins mikil og hann gerði ráð fyrir í upphafi og því hefur hann ákveðið að draga saman seglin. Verð á fer- metra í Kringlunni er á bilinu 250 til 300 þúsund krónur og heildar- verð húsnæðis Sævars Karls og Sona sem er 170 fermetrar er því um 50 milljónir króna. Sævar hyggst einbeita sér að rekstri verslunar sinnar í Bankastrætinu en í næsta húsi við hana mun hann opna aðra verslun fyrir fatn- að fljótlega... að er fátt leiðinlegra en að bíða í langri röð við búðar- kassa eftir að fá afgreiðslu. Á dögunum brugðu ung hjón sér í Bónus með dóttur sína sem er tveggja ára og fór þeirri stuttu að leiðast biðin í röðinni. Eiginmaður- inn tók sig þá til og fór með barnið í anddyri stórmarkaðarinns og litla daman brá á þann leik að hlaupa itrekað í fang föður síns, vefja höndunum um háls honum og reka honum rembingskoss. Við- skiptavinirnir fylgdust með þess- um sæta leik og kviknaði birta í brjóstum þeirra í gráum hvers- dagsleikanum. Móðir stúlkunnar vildi fá að taka þátt í leiknum og kallaði á dóttur sína með út- breiddann faðminn: „Komdu og kysstu mömmu!“ Stelpan svaraði bóninni með stóru nei-i og gætti ákveðni í röddinni. „Af hverju vilt þú ekki kyssa mömmu?“ spurði móðirin þá. Sú stutta gerði sér þá lítið fyrir og kallaði yfir salinn: „Af því þú kysstir typpið á pabba." Þögn sló á viðstadda en unga parið forðaði sér í snarheitum út úr búðinni og skildi eftir fulla inn- kaupakörfu í röðinni... Einn af þeim sem kominn er inn í 16 manna hópinn í Leiklistarskóla íslands og þreytir nú próf þar af miklum móð er enginn annar en GottskAlk Dagur Sigurðsson. Hann lék eins og kunnugt er í kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur og Hviti víkingurinn þar sem hann fór með hlutverk Asks. Það er því aldrei að vita nema hann eigi eftir að taka Rómeó með trompi í Þjóðleikhúsinu þegar fram líða stundir... TÆKI VIKUNNAR Morgunmat i iumið Sænskur kvenkyns smokkasérfræðingur segir frá kröfum sem eru gerðar til góðra smol Eftir rétta viku verður haldið all-sérstætt kynningarkvöid í A-sal Hótel Sögu. Þá gengst Kjartan Valgarðsson forsvarsmaður Fyrirtaks hf. fyrir kynningu á RFSU smokkum sem fyrirtæki hans höndlar með. RFSU smokkar eru búnir til íSvíþjóð og þetta eru engir venjulegir smokkar þvíþeir eru slík gæðavara að staðlar Evrópusambandsins eru sniðnir eftirþeim stöðlum sem eru brúkaðir við gerð þeirra, enda er slagorð RFSU á þessu ári: „ Við fylgjum ekki Evrópusambandinu! Evrópu- sambandið fylgir okkur. “ Frá heimalandi smokkanna kemur fulltrúi RFSU, Tanja Jibrandt, gagngert til þess að flytja erindi á kynningarkvöldinu. Mun hún meðal annars ræða gæðaeftirlit við framleiðslu smokkanna og þær kröfur sem eru gerða til góðra smokka. Fyrirlestur Tönju er á móðurmáli hennar en túlkur verður á staðnum sem snýr orðum hennar jafn- harðan yfir á íslensku. Það verður ýmislegt fleira að gerast á Hótel Sögu þetta kvöld þvíeinnig verða kynntar nýjar smokkategundir. Gestir geta átt von á ánægjulegri kvöldstund yfir smokka- fræðunum og ekki þurfa þeir að fara svangir heim því í hléi verða bornar fram léttar veitingar. Kynningarkvöldið hefst klukkan 20.30 og er eins og fyrr segir í A-sal Hótel Sögu.Q Efþú ert ein(n) afþeim, sem vilt láta dekra við þig, en skortir einhvem til þess eða hefurekki ráð á stofu- stúlku, þá er tækið fundið fyrirþig. Breakfast Express tækið frá Welbilt er stillt eins og vekjaraklukka, nema hvað áður en appar- atið ferað væta, lagarþað fjóra kaffibolla, ristar tvær brauðsneiðar og brýtur skurnina á tveimur eggjum, sem siðan eru spæld. Næsta útgáfa á að hafa inn- byggt útvarp og útbúa tvö- faldan skammt af öllu. Vélin er ekki ódýr, kostar 400 dali eða um 30.000 krónur vest- anhafs. Hægt er að panta sér svona græju eða fá nán- ari upplýsingarí síma 901 5163655040. ÉQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON ís upp að nefi, óttinn við Elton John og símatími eilífra sálna Ég veit það ekki. Af hverju ég var að panta þetta. Maður er eins og hálíviti. Þar sem maður situr útvið glugga, inní horni, einn, á ítalskri pízzeríu í ofanverðri miðborg Par- ísar laust eftir klukkan ellefu á sunnudagskvöldi með desert á há- um fæti fyrir framan sig: „Poire Belle Helene“: Vanillu-ís ineð peru, heitri súkkulaðisósu og þeyttum rjóma. Fátt er fíflalegra en maður sem situr einn á restauranti yfir útúr- vellandi eftirrétti með rjóma. Is upp að nefi. Stutt að fara. Þarf ekki nema rétt að skófla við þessu uppí mig. Það sést varla í mig fyrir þessu rjómaíjalli og það þó ég fíli mig eins og feita kellingu með túberað hár á skrjáfandi jogging-galla frá Skaga- strönd í prívat átferðalagi til París- ar. Bara að það villist nú ekki hing- að inn hópur af íslenskum túrist- um, einhver sem maður þekkir ... eða segjum til dæmis Elton John. (Ég hef lengi gengið með þann undirmeðvitundarótta að sá gamli gleraugnagámur birtist óhindraður inni á veitingastað þar sem ég sit einn í mínum makalausu makind- um að maula, og byrji að raula. Án þess að ég hafi neitt á móti honum og hans músík. Þvert á móti. Ég fíla hann mjög vel. Lög eins og „Dani- el“ og „Don’t go breaking my Heart“ eiga eftir að lifa innra með manni um ókomin ár. En það er bara þessi ótti við að mæta honurn óundirbúinn.) Nei það er eins gott að enginn sjái mig og sem betur fer næ ég að klára úr skálinni óséður. Þeim mun fíflalegra og óskiljanlegar af mér að. vera að segja frá þessu hér. Annars er ég aðallega að hugsa um útvarpsþáttinn sem ég var að hlusta á fyrr um kvöldið: Símatími. fyrir endurholdgunarsinna. Fólk að ' hringja inn og tjá sig um fyrra líf. Við símann eldhress nýjaldarkona með marg-endurfædda rödd. Hljómar einhvern veginn eins og rödd á rödd ofan. Feiminn maður úr fimmtánda hverfi hringir inn og segist hafa drepið konuna sína í fyrra lífi. Það sé skýringin á vanlíðan og ein- manakennd hans í þessu. Dæmdur fyrir morð í fyrra lífi og tekinn af lífi og sendur inní þetta með snöru um hálsinn og sótsvarta samvisku. Þetta er kannski ekki alveg útí hött. Það getur til dæmis verið gaman að heimsækja barnaheimili og sjá alla nýfæddu fyrrverandi fjöldamorðingjana, hershöfðingj- ana, súffragetturnar, tómthús- mennina og Grasa-Guddurnar, Það má víst sjá þetta mjög fljótlega á börnum. Á meðan sum ryðjast trekk í trekk upp rennibrautarstig- ann með Davíð Oddsson-svip sitja önnur útí sínu rónahorni með pel- ann og útrétta hönd eftir smámynt. Sumir voru fangar í fyrra lífi en sluppu út í þessu, frjálsir útúr rifja- rimluðum móðurkviði, nýir og betri ménn, en fara svo kannski aft- ur inn í næsta. En þessi einmana, en þó eilífa, sál í fimmtánda hverfi var dæmd í fyrra lífi og tekur út dóm sinn í þessu. : „Ég losna bara ekki undan þess- ari stöðugu séktarkennd. Þetta virðist ætla að elta mig endalaust." \ Þáttagerðarkonan hikar ögn og það heyrist marra í margendur- holdgúðu holdi hennar. (Offitu- vandamál er skiljanlega algengt meðal enduholdgunarsinna. Hold á hold ofan.) Setur hann svo on hold og tekur næsta hlustanda sem biður á línunni. Það er ung stúlka úr úthverfi með legmjúka og raka en þó frem- ur óþroskaða rödd. „Mér finnst eins og ég hafi verið fóstur í fyrra lífi. Og mér hafi verið eytt.“ Maður heldur að þetta sé grín, en holdkonan lætur sér hvergi bregða. „Já ... þetta er athyglisvert. Og það er vissulega rétt. Fóstureyðing- ar eru fyrirbæri sem valda okkur endurholdgunarsinnum nokkrum vanda. Hvernig kemur þetta út í þínu tilfelli?" „Það ... bara ... ég ... mér finnst eins og það verði aldrei neitt úr neinu sem ég ætla að gera, því sem ég tek mér fýrir hendur. Og svo þoli ég lika mjög illa ljós og mikla birtu." „Já, athyglisvert... en hvar finnst þér að þessi fóstureyðing hafi verið gerð?“ (Þetta er mikilvæg spurning þar Maður er eins og hálfviti. Þar sem maður sit- ur útvið glugga, inní horni, einn, á ítalskri pízzeríu í ofanverðri miðborg Parísar laust eftir klukkan ellefu á sunnudagskvöldi með desert á háum fœti fyrir framan. „Poire Belle Helene‘ Vanillu-ís meðperu. heitri súkkulaðisósu og þeyttum rjóihi sem eðli málsins breytist hafi fóst- ureyðingin til dæmis verið fram- kvæmd í Sovétríkjunum fyrrver- andi þar sem heimildir til slíks áttu það til að velkjast um í kerfinu ár- um saman og oftlega kom ekki til framkvæmdar fyrr en börnin voru kannski komin vel á legg, orðin allt uppí sjö ára. Jafnvel eldri.) „Það ... ég veit það ekki alveg, er ekki móðurkviðurinn alls staðar eins ... þannig?“ Ég veit það ekki. Held bara áfram með ísinn. © 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.