Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 19
I i J ma stunda kynmök við óbyrgðan giugga Með því að standa uppi á stól úti í horni í íbúðinni sinni varð kona nokkur í Breiðholtinu fyrir þeim skaða að sjá nágranna sína ríða beint framan í sig og skýrskotaði hún til þessarar reglu til verndar siðferðiskennd sinni. Vafi var tal- inn á að nágrannarnir hefðu gerst brotlegir og frekar ályktað að hún hefði verið á gægjum. Á þessu má sjá að það getur verið varasamt að beita þessari reglu fýrir sig. Það má ekki giftast eipstaklingi af sama kyni ' Það er erfitt að koma auga á það í fljótu bragði hvern skaða samfélag- ið gæti borið af því að samkyn- hneigðir gangi í hjónaband. Lög- gjafanum virðist vera sérlega í nöp við homma og lesbíur og þeim hef- ur lengi verið mismunað af ótrú- legum smámunaskap. Hvernig þætti það ef rauðhærðir mættu ekki giftast öðrum en rauðhærð- unt, eða þingmenn öðrum en öðr- um þingmönnum? Þeir síðast- nefndu yrðu örugglega snöggir að breyta löggjöfmni... © Það má ekki giftast mörgum Flestir eru nógu súrir yfir því að sitja uppi með einn maka og finnst ekki á það bætandi. Ólíklegt má teljast að gripið hafi verið til banns við fjölkvæni vegna ótta við að ein- hleypum fjölgaði enda væri hægt að færa rök fyrir hinu gagnstæða. Löggjafanum finnst engu að síður ástæða til að vernda okkur fyrir því að Nonni í næsta húsi eigi fleiri en eina konu. Það má ekki hjóla berhöfðaður Stór hluti af því að keyra mótor- hjól er að finna vindinn leika um hárið og heyra sándið í hjólinu. Ekki er hægt að sjá að það skaði neinn að ökumenn mótorhjóla séu hjálmlausir nema ef vera skildi þá sjálfa ef þeir lenda í slysi. Nýlega voru einnig settar reglur um að börn á reiðhjólum yrðu að bera hjálma á höfði. Það má ekki ganga á ská yfir götu Erfitt er að greina hættuna samfara því að ganga á ská yfir götu. Með því að fýlgja þessari reglu er þó hægt að komast sem næst því að upplifa sig sem hluta af ósýnilegum her. Kannski er það þroskandi. Það má ekki vera með tyggjó í sundi „Notkun tyggigúmís bönnuð“ er ein af þeim reglum sem fljótt á litið mætti halda að stuðlaði að betra þjóðskipulagi. Erfitt er samt að leiða líkur að því að notendum to- gleðurs sé hættara við drukknun en öðrum eða að það trufli sund- iðkun almennt séð. Flestum ætti að vera nokk sama þótt aðrir sund- laugagestir séu með tyggjó og það væri til dæmis ntun erfiðara að sætta sig við að vera með notend- um neftóbaks í heita pottinum. 3ao má ekki kaupa útlent kjöt Ofbeit er víða á afréttum landsins og það orsakar aftur offfamleiðlsu á kindakjöti. Ráðamenn hafa því gripið til þess ráðs að ofbeita þjóð- inni á kjötfjallið og landsmenn eru aldir upp í þeirri trú að erlent kjöt geti útrýmt öllum okkar þjóðarein- kennum og breytt okkur í útlend- inga. i 1TUDAGUR 28. APRÍL 1994 19

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.