Eintak

Eksemplar

Eintak - 28.04.1994, Side 24

Eintak - 28.04.1994, Side 24
Þegar Hjálmar Sveinsson var á ferð um Tékkland um daginn rakst hann á Svíann Hans sem elskar Völuspá og Hrafn Gunnlaugsson, konsúlinn Þórð sem elskar Vigdísi Finnbogadóttur og hatar Pressuna, Tékkann Honza sem selur ameríska bíla sígaunakonur sem selja sig halda til, Ijónfima vændiskonu, helgarpakkatúrista og Guðberg Bergsson á tékknesku. - og veit hvar Vor í Tékk Maður verður stundum dálítið leiður á Berlín eins og öðrum borg- um og langar að komast burt í nokkra daga. Það er ekkert mál lengur — enginn múr sjáanlegur, allt galopið. Til Póllands eru ekki nema 60 kílómetrar en ég ætla að tékka á Teplice í Tékkó. Það er ekki nema þriggja tíma lestarferð suður til landamæranna og Teplice liggur skammt sunnan þeirra. Ég heyrði einhvers staðar að borgin væri full af sígaunum og loftið lævi blandið. Lestin stoppar örstutt í Dresden, lullar síðan upp með Elbu í þröng- um dal með snarbröttum hvítum kalksteinsklettum. EC 175 Ham- borg-Budapest. Hvað heita nú fjöllin þarna? Mér finnst afskaplega þægilegt að ferðast með lestum. Eg er að lesa nýju bókina hans Guð- bergs á leiðinni en á hálf erfitt með að einbeita mér að hinu guð- bergska biaðri. Það er mikið af am- erískum ungmennum í lestinni. Þau eru á fótlaga skóm og með hring í öðrum nasavængnum. Röddin í hátalarakerfi lestarinnar talar ekki aðeins þýsku og tékk- nesku þegar við rennum yfir landa- mærin heldur líka ensku. Það er nýtt í þessum heimshluta. Næsta stopp, tékkneski landamærabærinn Decin og svo Ústí þar sem ég stíg út en lestin brunar áfram til Prag. Ég þarf að bíða eina tvo tíma í Ústí svo ég rölti upp á aðaltorg borgarinnar, drekk góðan bjór, borða vont gúllas og kíki svo í bókabúð. Þar liggur lít- il bók í bláu bandi á áberandi stað — mynd af svani utan á henni. Hún er á tékknesku og heitir LaBut, höfundur er Guðbergur Bergsson. Ferðin til Teplice tekur þrjú korter. Tjme of . the gypsies Um leið og múrinn féll opnuðust flóðgáttir og til að byrja með stefndi allt á Berlín. Fyrst komu Pólverjarnir tugþúsundum saman til að selja kristal, vodka og pylsur. Svo komu sígaunarnir. Karlarnir allir svo reffilegir með kolsvart yfir- varaskegg, í snjáðum jakkafötum, hvítum fráhnepptum skyrtum og með hættulegan glampa í augun- um. Konurnar og börnin betlandi. Þetta fólk kom aðallega frá Rúm- eníu og Búlgaríu í gegnum Tékkó og var að flýja fátækt og viður- styggilegar ofsóknir. Svo var það fyrir tveimur árum að þýska ríkis- stjórnin og sú tékkneska gerðu með sér samkomulag um að stoppa sí- gaunana á landamærunum og hleypa þeim ekki lengra. Þetta varð til þess að þúsundir sígauna urðu eins konar strandaglópar í noðrur- héruðum Tékklands. Tékkar fá ár- lega nokkrar milljónir þýskra marka fyrir „samvinnuna“ en þetta hefur kynnt undir blossandi hatur á sígaunum í Tékklandi. Allt sem fer úrskeiðis í þessu landi er sígaunun- um að kenna. Lestarstöðin í Teplice er byggð í nýklassískum stíl. Inni í stöðinni ér austur-evrópsk lykt sem ég hef ekki fundið afar lengi, þungur daunn af blautum fötum, súru káli og vondu tóbaki í bland við brúnkolafnykinn utan af götu. Það er búið að skipta um lykt í austur-Þýskalandi. Ég hafði frétt að hvergi í Evrópu væri jafn mikið vændi og í Teplice og átti hálft í hvoru von á að sjá lestarstöðina fulla af sígaunastelp- urn að falbjóða sig. Það var engin sjáanleg. Einu vændiskonurnar sem ég sá þann stutta. tíma sem ég stoppaði í Teplice héldu til á barn- um á pensjónatinu þar sem ég gisti. Þær voru báðar hreinræktaðir Tékkar með aflitað hár. Önnur var meira að segja fyrrverandi fimleika- drottning og fór létt með að taka heljarstökk aftur á bak og áfram í fullum herklæðum þótt ekki væri hún kornung lengur. Einhverra hluta vegna hefur sáralítið breyst í borgum eins og Teplice. Þarna búa 60.000 manns en það er ekki eitt einasta almenni- legt kaffihús í bænum og eftir klukkan tíu á kvöldin er allt dautt. Ég hef á tilfinningunni að skemmt- analífið fari fram í heimahúsum eins og það reyndar gerði í Reykja- vík fyrir ekkert mjög mörgum ár- um. Það fýrsta sem ég geri er að kaupa mér flösku af Becherovka til víst til Þýskalands og nú eru alltaf að koma hingað barnlaus þýsk hjón sem langar í króa. En það gengur bara ekki út af einhverjum lagabók- stöfum." Ég reika um borgina og læt fara ógurlega í taugarnar á mér að finna ekkert kaffihús. Loks enda ég uppi á lestarstöð og uppgötva þar risa- stóran bjórsal og matsal. Loftið er svo mettað sígarettureyk að ég verð að standa kyrr svolitla stund til að sjá glóru. Það glittir í feikilegan fjölda af karlmönnum sem allir eru smávaxnir og dökkir. Þeir spila á spil, drekka bjór, keðjureykja og eru talsvert háværir. Hátt yfir höfð- um þeirra er hávært sjónvarp með íþróttafréttir og beina útsendingu frá stríðinu í Júgóslavíu til skiptis. Allt í einu rifjast upp fyrir mér myndin hans Emirs Kutscherika Time of the Gypsies. Ég er hálf-dá- leiddur þarna inni og það er farið að rökkva þegar ég kem út aftur. Morguninn eftir fer ég með rútu niður til Prag. Becherovka Það fyrsta sem ég gerí er að kaupa mér flösku af Becherovka til að geta fengið mér hressingu á kvöldin upp á herbergi. að geta fengið mér hressingu á kvöldin upp á herbergi. Það grúir eitthvað voðalegt framtaksleysi yfir þessu plássi. Daginn eftir hitti ég ungan mann að nafni Honza á einum hádegis- barnum. Hann stúderaði í Þýska- landi en er snúinn til Teplice aftur og flytur inn ameríska bíla. Hann er afar óánægður með ástandið og fullyrðir að söntu aðilar og áður hafi öll völd. Eini munurinn sé sá að nú eigi þeir peninga og það geri þá helmingi verri. Svo segir hann mér að passa mig á sígaunum. Þeir steli öllu steini léttara og hiki ekki við að ræna fólk. „Síðast í gærkvöldi var kunningi minn laminn niður og rændur eftir að hann kom út af þessum bar og var á leiðinni heim til sín. Og svo er það allt vændið,“ segir hann. „Já, hvað er eiginlega með það?“ spyr ég. "Hvar eru allar þessar sí- gaunastelpur sem eiga að vera að selja sig hérna?“ „Þær eru allar hérna fyrir norð- an,“ segir Honza. „Þær standa við þjóðveg E 55 sem liggur hér í gegn suður til Prag og norður til Þýska- lands. Þú verður eiginlega að vera á bíl ef þig langar að hitta þær. En ég get sagt þér að það finnast öðru hvoru börn úti á víðavangi sem hafa verið borin út. Sjúkrahúsið hérna er fullt afþeim ogenginn veit hvað á að gera við þau. Þetta fréttist Lestarstööin í Teplice er byggð í nýklassískum stíl. Inni í stöðinni er austur-evrópsk lykt sem ég hef ekki fundið afar lengi, þungur daunn afblautum fötum, súru káli og vondu tóbaki í bland við brúnkolafnykinn utan af götu. Það er búið að skipta um lykt í austur-Þýskalandi. Young Amerícans Tékkneski bjórinn er sá besti í heimi, en það segir sína sögu að hálfur Iítri af bjór kostar í Teplice 10 krónur tékkneskar - 20 íslenskar - en 40 krónur í Prag. Já, Prag er að verða svo dýr að venjulegir tékk- neskir launþegar hafa varla efni á að búa þarna nema þá í einhverju úthverfinu. Ég kom fyrst til Prag fyrir fjórum árum og þá var borgin ósköp venjuleg austur-evrópsk borg, fyrir utan hvað hún var og er fögur. Göturnar voru mannlausar á kvöldin og allt slökkt. Það voru kannski tvær knæpur opnar eftir klukkan tíu og einhvers staðar var til underground jazzbúlla. Nú er öldin önnur. Borgin er troðfull af túristum virka daga jafnt sem um helgar og alltaf langt fram á nótt. Á hverju einasta götuhorni er Wechselstube/Gambino/Change Office sem skiptir hvaða gjaldmiðli sem er og er opin allan sólarhring- inn. Veitingastaðirnir í miðborg- inni eru óteljandi. Allur tékkkrist- allinn og bæheimsposturlínið og þessar þröngu miðaldagötur og Wenzeltorgið og Moldá og Karls- brúin og höllin og Franský Kafky! Bókafiúðirnar eru stútfullar af bókum sem heita Beautiful Stories of Golden Prague og Guide to Myst- ical Prague og auðvitað eru þeir þarna Kundera, Hrabel og Havel prentaðir hjá Penguin Modern Classics. En það eru ekki bara helgarpakk- atúristar sem koma til Prag, heldur eru sumir komnir til að vera. Þar ber mest á amerískum ungmenn- um á fótlaga skóm og afar víðum og tættum stuttbuxum, með beis- bol-húfu og hring í öðrum nasa- vængnum. Þetta er x-kynslóðin svonefnda, komin í sjálfskipaða út- legð í Mið-Evrópu. Þessir krakkar eru vinstrisinnaðir, vel menntaðir, hata ameríska neysluþjóðfélagið og hlusta á grönsj. Þeir koma þúsund- um saman til Prag og dreymir um að geta lifað kreatífu lífi. Margir þeirra eru af gyðingaættum og eru að fara „back to the roots“. Þetta ástand hefur orðið til þess að fólk er farið að bera Prag saman við París á þriðja áratugnum þegar Hemming- way & Co. bjuggu þar. En það mætti fullt eins líkja borginni við San Fransisco, því það liggur ein- hver angurvær hippastemmning í loftinu. Það er orðið dimmt, veðrið milt og Moldáin niðar. Höllin er lýst upp og ég geng yfir brúna. I skoti undir mikilfenglegri mynda- styttu sitja unglingar við kertaljós, gjálfra á gítar og söngla Soul Asyl- um lagið „Runaway Train“. Hans Á horninu við Karlova og Lilio- vá, einhverri albestu adressunni í Prag, er veitingahúsið Reykja- vík-Praha. Klukkan er farin að ganga tólf og gestirnir flestir farnir. Ég spyr eftir eigandanum, Þóri Gunnarssyni. Hann kemur eftir svolitla stund og býður mér sæti við borðið og viskíglas. Þórir er vel klætt séntilmenni á mið-evr- ópska vísu, enda orðinn kon- súll fyrir ísland í Tékkó og afar hneykslaður yfir skrifum Press- unnar um Vigdísi Finnboga- dóttur. Ég finn þó að það er stutt i íslenska ruddann í Þóri og finnst það góðs viti. Við ákveðum að hittast daginn eftir og tala betur saman. Ég er búinn með alla pening- ana og þarf því að fara á næstu Change Offtce og taka út á Vísa. Þar hitti ég Hans. Ég þarf að sýna passann minn og heyri þá fyrir aftan mig dynjandi röddu: “Áð vas alda/það er eggi vað/...en úpíminn hveggi.“ Það líður dálítil stund áður en ég átta mig á að þetta er ís- lenska, upphafið að sjálfri Völuspá. Hans er hávaxinn Svíi, ekki undir 200 pundum, í hvítum rykfrakka og allur hinn fyr- irmannlegasti. Hann hafði séð passann minn og vill endilega bjóða mér á barinn á hótelinu sínu sem er ekkert slor, sjálft Grand Hotel á Václavske-torgi. Við drekk- um viskí umluktir glæsilegum jug- endstíl frá síðustu aldamótum og ég kemst að því að Hans kann ekki aðeins Völuspá utanbókar heldur hefur hann líka allar íslendingasög- urnar á hreinu. Hann er aðdáandi Hrafns Gunnlaugssonar og gerir hvað eftir annað Hitlerskveðju til að ljá orðum sínum þunga. Á næsta borði sitja tvær stúlkur og ég sting upp á því að við bjóðum þeim til okkar. Hans tekur því vel og býður þeim upp á drykk. önnur er spænsk, hin amerísk — Hans talar bæði málin reiprenn- andi. Hann talar tékknesku þjóninn við mig fornaldarís- lensku og þýsku til skiptis. Ég saka hann S um að vera fasisti en hann kippir sér ekki upp við það. Eg veit ekki ' hvort stúlkurnar tvær eru nokkuð hrifnar af þessum félagsskap. Þær eru að minnsta kosti fljótar að bjóða góða nótt eftir að hafa lokið úr glösunum. Hann vill bjóða mér upp á drykk í herberginu sínu. Ég afþakka en bæti við að hann megi alveg vera hommi mín vegna. Þá móðgast hann og býður góða nótt. Ég býð góða nótt á móti og finnst að þetta sé orðið nokkuð gott hjá mér. Ég á pantað herbergi í prívat- gistingu í einhverju úthverfinu en nenni hálf illa að fara þangað og vekja blessaða konuna upp. Klukk- an er orðin tvö og það fer lest eftir tuttugu mínútur til Berlínar. Hún verður komin klukkan sjö í fyrra- málið. O Hans Ég kemst að því að Hans kann ekki aðeins Völuspá utanbókar heldur hefur hann líka allar íslend- ingasögurnar á hreinu. Hann er aðdáandi Hrafns Gunn- laugssonar og gerir hvað eftir annað Hitlers- kveðju til að Ijá orðum sínum þunga. 24 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.