Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 23

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 23
Það er niðurgangur allra lista- manna. I vissum tilfellum er dul- nefni réttlætanlegt eins og þegar skáldsögur eru sendar í samkeppni. Þar fyrir utan er nafnleynd aum- ingjadómur. Þegar skáld hins vegar búa sér til nöfn sem þau nota alla tíð er það af sama meiði og per- formerarnir. Indriði segir að óhugsandi hefði verið að nota eigið nafn í stað Svarthöfðanafnsins því þá hefði hann gengið þvert á þá venju sem hefði skapast. Hvatir í fallegum umbúðum Gísli Rúnar segir að til sé fólk sem reyni of mikið að leika hlut- verk sín og verði fyrir vikið tilgerð- arlegt og fráhrindandi. „Halldór Laxness er aftur á móti meðal þeirra manna sem hefur mikla framkomutöfra og mikinn sjarma,“ segir Gísli Rúnar. „Hann hefur ef til vill þurft að skerpa út- línurnar á eigin karaktersköpun. Hann þurfti ekki að hafa mikið fyr- ir henni því hann er svo sannfær- andi. Sumir listamenn koma sér upp grímu sem þeir skýla sér bak við. Alfreð Flóki þótti til dæmis allra manna prúðastur og mikill sjentil- maður af þeim sem hann þekktu. í viðtölum kom hann hins vegar fyr- ir sem hrokafullur húmoristi. Mörgum finnst eflaust Kristján Jó- hannson hið mesta montrassgat af því sem þeir sjá til hans í fjölmiðl- um þegar hann nálgast það að vera hofmóðugur Norðlendingur. I rauninni er hann afar geðfelldur maður. Hann kann bara að selja sig.“ „Það er óskaplega þægilegt að geta sett ýmsar hvatir sínar í falleg- ar umbúðir. Öll búum við yfir kim- um og krókum sem gott er að sópa út úr við og við,“ segir Sigtryggur. Við erum líklega öll „multifren" eins og hann en höfum bara ekk; haft fyrir því að kalla hinar og þess- ar hliðar á okkur öðrum nöfnum en okkar eigin. Innst inni leynast nefnilega í okkur söngvari, rithöf- undur, nektardansmey og margir fleiri. Innst inni rífumst við líka við okkur sjálf. © Edda Björgvinsdóttir „Dugleg við að neita að koma fram. “ |TSW mai og pirra þeir eflaust fleiri en mig. Kristján mætti mín vegna fara út í heim bara ef hann sendir mér kort. Ég vil helst ekki missa af þeim. Svo gætum við hist eftir nokkur ár og rætt málin,“ segir Sig- urður. Stundum er eins og hann hafi horfið í skuggann af persónunum sínum enda viðurkennir hann að í seinni tíð sé meira beðið um þá Kristján og Ragnar í ýmis verkefni heldur en hann sjálfan. Tekurðu það ekki nœrri þér? „Nei, mér finnst allt í lagi þótt þeir vinni fyrir mig enda sendi ég þá í ýmis verk- efni,“ segir Sigurður. „Ég er svo heppinn að þeir eru búnir að vera svo lengi í bransanum að fólk tengir þá ekki lengur við mig.“ Gervin skipta Sigurð miklu máli og ekki gæti hann hugsað sér Ragnar án viðeigandi klæðnaðar og með bartana. „Kristján gæti ég að vísu séð fýrir mér á sundskýlu en húfuna yrði hann að hafa.“ Sigurður segir Kristján og Ragn- ar vera orðna mjög sjálfstæða. „Þeir hafa til dæmis allt annan og betri orðaforða en ég. Svo eru þeir Kristján Ólafsson „Kristján gæti ég leikið á sundskýlu. “ Björgvin Halldórsson „Just call me Bo. “ bæði betur máli farnir og snjallari en ég. Annars eru þeir afskaplega líkir í útliti og innræti þegar grannt er skoðað. Kristján er þó meiri heims- maður en Ragnar sem aftur er meiri naflaskoðari," segir Sigurður. Edda lýsir Bibbu aftur á móti sem dæmigerðum íslendingi sem Bógómil Font Stórmenni og mikill töffari. fólk hingað. Mér finnst að við ætt- um að bjóða það velkomið í hvers kyns sprell,“ segir Edda. Gísli Rúnar segir fæsta þeirra sem hafa atvinnu af því að leika hafa ánægju af því að koma fram í eigin persónu: „Sumir halda að það sé gervihæverska af þeirra hálfú. En þeir fá einfaldlega aðeins útrás í gervum en ekki í eigin persónum." „Lífið er leikhús“ Gísli Rúnar hefur jafnframt svör á reiðum höndum þegar hann er inntur álits á þeirri áráttu fólks að vilja bregða sér í annarra manna gervi. „Lífið er leikhús og við erum allt- af að leika hlutverk,“ segir hann. „Hvern morgun veljum við okkur fatnað fyrir hlutverk dagsins. Þetta er hliðstætt því að leika hlutverk í leikhúsi þar sem valin eru gervi og mótleikari. Efni leikritsins helgast af því sem þú tekur þér fýrir hendur og leikurinn af þeim mótleik sem þú færð. Annar hver maður er haldinn þeirri áráttu að vilja leika. Hjá sumum er það mjög ómeð- vitað en aðrir eru náttúraðir fyrir performans hvort heldur sem þeir eru lögfræðingar, læknar eða skáld. Það er alls ekki af hinu slæma. Þetta geta verið mjög litríkir karakterar án þess að fólk þurfi að leika of mikið. Sumir þurfa bara að skerpa útlínurnar. Aðrir þurfa að hafa meira fýrir því og þeim hættir gjarnan til að verða eilítið fíg- úrulegir og ná því síður til okkar.“ SlGTRYGGUR BALDURSSON „Ef svo mætti að orði komast hefég verið farvegur fyrir Bógómil. “ kaupir EIN- TAK, Press- una og DV og hringir reglu- lega í Þjóðar- sálina. „Túrilla á hinn bóg- inn eins og hver annar útlendingur sem kernur hingað til Is- lands. Hún er nýbúi og mér finnst að við eigum að fá fleiri slíka. Ég álít að það sé til bóta fýrir okkur að fá útlent og litað Kallaður Bo uppi á Velli Nafnið Bo hefúr lengi loðað við Björgvin Halldórsson söngvara. „Þetta er bara gælunafn og þeir sem ávarpa mig með því eru aðal- lega úr bransanum. Fyrir mér eru Björgvin og Bo einn og sami mað- urinn,“ segir Björgvin. „Ég hlaut nafnið Bo fýrir mörgum árum þeg- ar ég spilaði með hljómsveitinni Ævintýri á Keflavíkurflugvelli. Kan- arnir áttu erfitt með að segja Björg- vin og fóru því að kalla mig Bo. Fljótlega fóru strákarnir í hljóm- sveitinni líka að gera það, en þó meira í gríni. Síðan festist nafhið við mig og það er merkilegt hvað það hefiir breiðst út. Ég hef notað Bo-nafnið erlendis til að vera dús við liðið. Ég reyndi einhverju sinni að nota Bergen það var ekki nógu vinsælt. Svo ég sagði bara: „Just call me Bo“ til að gera sam- skiptin auðveld- ari.“ Björgvin segir menn eiga það til að setja sig í vissar stellingar þegar þeir kalla hann Bo og verða þá gjarnan eilítið mannalegri. Hann neitar því affur á móti að Björgvin og Bo séu hvor- sinn persónuleik- inn. „Ég lít aftur á móti öðruvísi á Björgvin Halldórsson söngvara en þann sem birtist fólki dags daglega. Sá fýrri er skemmtikrafturinn en hinn er strákur úr Hafnarfirði." Fulltrúi yfirvitundarinnar Hermann Másson er ekki skemmtikraftur eins og þeir Bo, Bógómíl og Triumph heldur rit- höfúndur. Hann skrifaði skáldsög- una Frosktnaðurinn sem kom út hjá Forlaginu árið 1985. Aftan á bók- inni er sagt lítillega frá Hermanni og kemur meðal annars fram að hann hafi fæðst í Sandgerði árið 1959 og að hann hafi starfað sem froskmaður hér heima og Frakklandi. Einnig stend- ur þar skrifað: „Hver veit nema Hermann verði fyrsti froskmaðurinn sem fær Nóbelsverðlaunin því bókin kemur samtímis út í París og Stokkhólmi haust og verið er að gera kvikmynd eftir henni. Hermann Másson kafar djúpt í djúp samtímans og fullyrða má að hann muni synda með heiður íslands víða um heim.“ Myndin af Her- manni á bókarkápu líkist óneitanlega Guðbergi Bergssyni rithöfundi. „Hermann Másson er fulltrúi yfirvitundar minnar sem ég var að birta í sögunni," segir Guðbergur. „í öllum rit- höfundum eru ótal rithöf- undar. Ég gef aðeins þess- um tveimur nöfú: Guð- bergi og Hermanni. I skáldsögu eru nefnilega ekki til neinar persónur, heldur aðeins höfundur sem dreifir hugarfari sínu yfir á margar persónur og gefur þeim mannanöfú. Ég man ekki af hverju nafnið Hermann varð fyrir valinu en ég held að það sé tengt einni af fýrstu sögun- unum mínum: „Vitjar SlGURÖUR SlGURJÓNSSON „Kristján mætti mín vegna fara út íheim bara ef hann sendir mér kort. “ nafns“ sem birtist í Leikföng leiðans. 1 þeirri sögu er minnst á föður Her- manns. Oftast leggja rithöfundar dálitla undirstöðu þegar þeir byrja að skrifa og eru á henni það sem eftir er. Út frá þvf gekk ég. Sögur mínar eru ýmist í himninum, við sjóndeildarhringinn eða í djúpinu.“ Hélstu því leyndu að þú vœrir bak við tiafnið Hermann Músson? „Ég þurfti ekki að fela mig en ég var heldur ekki að opinbera neitt,“ svarar Guðbergur. Svarthöfði var harður kjaftur Annar rithöfúndur sem notað hefur dulnefni til að skrifa er Indr- iði G. Þorsteinsson. Hann var einn af þeim sem skrifuðu Svart- höfða í Vísi. Hann man ekki hvaða ár en „það var í ritstjórn- aratíð Þorsteins Pálssonar og svo tók Hörður Einarsson við,“ segir hann. Margir héldu að Indriði væri eini maðurinn á bak við Svart- höfða en því fer fjarri: „Ákveðnir einstaklingar sem teknir voru í gegn af Svarthöfða töldu mig hafa skrifað það þótt ég væri ef til viU ekki á landinu. Það voru margir sem skrifuðu Svarthöfða og ekki vildi ég hafa öll þau sjálf inni í mér,“ segir Indr- iði. „Svarthöfði er ákveðin stelling sem menn setja sig í. Ég býst við að hann sé ansi harður kjaftur og til þess var hann gerður. Þessi heilags-anda-blaða- mennska sem nú er iðkuð hefur ekkert að segja. Það er enginn veig- ur í blaðmennskunni núna og hún hefur fjarlægt sig viðfangsefninu. Ef blaðamennska er hættuspil er hún í lagi.“ Gísla Rúnari finnst nafnleynd í blaðamennsku af hinu slæma. „Þá leyfist fólki allur andskotinn án þess að setja nafnið sitt eða staf- ina sína undir,“ segir hann. „Þann- ig er hægt að koma bæði góðu og slæmu af stað. Skáld og listamenn eiga að koma fram undir eigin nafni og standa og falla með því. Bibba á Brávallagötunni „Dæmigerður íslendingur sem kaupir EINTAK, Pressuna og DV og hringir reglulega íÞjóð- arsálina. “ FJMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 23

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.