Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 12
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels_ Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Benediktsson, Friðrik Indriðason, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Á íslandi eru gömul sannindi hvolpslegt gaspur Kosning Péturs Blöndal í stjórn Islandsbanka heíur dregið athyglina enn á ný að meinum stórra almenningshlutafélaga. Pétur orðaði það svo að vandamálið við stjórn þessara félaga væri fé án fjárhirða, það er að of margir stjórnarmanna væru að gæta fjár sem þeir ættu ekki og gættu því ekki sem síns eig- in. Stjórn þeirra á félögunum markaðist samkvæmt þessu ekki af hag eigenda hlutfjársins heldur af einhverju allt öðru — oft eigin hag stjórnarmannanna og valdastöðu þeirra. Pétur segist ætla að gæta hagsmuna þeirra sem hafa fjárfest í hlutabréfum og vilja fyrst og fremst fá arð af þeirri fjárfestingu. Einu sinni þótti það góð kenning að einmitt með þeim hætti væri hagur allra best tryggður. Að eigendur fyrirtækja rækju þau þannig að reksturinn skilaði þeim sem mestum hagnaði. Ef það væri markmiðið væru mestar líkur á að fyrirtækið byði upp á vöru og þjónustu sem sem flestir vildu kaupa og það yrði öflugt svo það gæti búið starfsmönnum sínum skikkanleg kjör. Öflugt fyrirtæki getur síðan af sér fleiri tækifæri fyrir önnur fyrirtæki til að hasla sér völl. Það eru margfeldisáhrifin sem Jón Sigurðsson gerði fræg þegar hann var að lýsa þeim hag sem þjóðin hefði af álverinu sem hann ætlaði að flytja til landsins. Allt var þetta kallað heilbrigður kapítalismi og þótti gott. Þegar Pétur kom á aðalfund íslandsbanka og hélt fram skoð- unum í þessum anda fussuðu hins vegar gömlu stjórnarmenn- irnir. Þeir vissu betur. Þeir höfðu lært það af reynslunni af ís- lensku viðskiptalífi að heilbrigður kapítalismi eru kenningar sem menn halda fram þegar þeir eru ungir en eldast síðan af flestum. Það tíðkast ekki hér að reka fyrirtæki með þámarks- hagnað í huga. Og það er ekki nóg með að gömlu mennirnir viti betur heldur hafa þeir völdin. Pétur getur því talað eins og honum sýnist. Allt mun áfram verða með þeim hætti sem gömlu mennirnir hafa lært. Það er einhvern veginn ekki hægt að komast hjá því að líkja Pétri við Vilmund Gylfason. Báðir vildu innleiða sannindi sem höfðu reynst vel inn í íslenskt samfélag en boðskap þeirra var tekið eins og hann væri hvolpslegt gaspur. Fyrir tveimur áratugum kom Vilmundur inn í íslensk stjórnmál og tók að boða kenningar sem höfðu verið taldar góðar og gildar á öllum Vesturlöndum frá því snemma á öld- inni. Eldri og reyndari menn í íslenskum stjórnmálum vissu hins vegar betur. Þeir höfðu vanist því að vinna eftir öðrum leiðum og með eitthvað allt annað í huga. Þrátt fyrir að margir hafi tekið upp baráttumál Vilmundar þá hafa íslensk stjórnmál ekki breyst svo mikið á undanförn- um tuttugu árum. Þar er flest við það sama. Hér hafa þó verið gerðar réttarfarsbætur svipaðar þeim sem Vilmundur barðist fýrir. Réttur sakborninga er ekki jafn skýlaust borinn fyrir borð og áður. En þær breytingar má fyrst og fremst rekja til þess að erlendir dómsstólar hafa hirt íslenskt réttarfar og neytt stjórn- völd til að taka tillit til grundvallarmannaréttinda. Samt er enn langt í land. Þrátt fyrir að það sé leiðinlegt að spá Pétri árangursleysi í stjórn íslandsbanka eftir aðeins þrjá daga í stjórn, verður ekki hjá því komist. Hann fær sjálfsagt einhverja til að hugsa um meinin í stóru hlutafélögunum en hann læknar þau ekki. Það gæti gerst með fleiri Pétrum en þó fyrst og fremst með tíman- um. O Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT Pétur Blöndal lét gömlu stjórnarmennina í íslandsbanka heyra það á aðalfundinum en áttaði sig á því á fyrsta stjórnárfunai að hann mundi engu breyta um reksturbankans. hOn seqir HANN SEQIR Fögur er hlíðin Hvað er svona merkilegt við það? Það var kominn tími til að gert væri átak í því að hvetja íslendinga til að ferðast um eigið land í sum- arfríinu sínu. Það er ótrúlegt að meðan útlendingar eru tilbúnir til að borga stórfé fyrir að berja nátt- úru landsins augum og njóta birt- unnar, flykkjast íslendingar á sólarstrendur og flatmaga þar — og margir eyða lunganum úr sum- arfríinu við skál. Mér fmnst það ekki ná nokkurri átt að meðan margir hafa farið mörgum sinn- um til útlanda og þykjast þekkja allar helstu heimsborgirnar eins og lófann á sér hafa þeir aldrei far- ið út á land nema þá helst á útihá- tíð um verslunarmannahelgi eða skellt sér hringinn á einni helgi fyrir ótal árum. Nú er það hverjum manni hollt að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast menningu annarra þjóða, en til þess að menn hafi sæmilegar forsendur til slíks er betra að þeir þekki túnfótinn heima hjá sér. Is- lendingar eru líka heimsmeistarar í því að fara til annarra landa án þess að kynnast þar nokkru öðru að ráði en drykkjubúllum og eina snertingin við menningu þjóðar- innar sem heimsótt er verður í besta falli, hjá þeim sem bindind- issamari eru, við umferðarmenn- ingu viðkomandi þjóðar. Ég held að hvergi annars staðar í víðri ver- öld stæri menn sig af því hvað þeir keyrðu marga kílómetra í sumar- fríinu sínu. En nú á semsagt að „Sækja ís- land heim“ eins og segir í auglýs- ingunum sem glymja á okkur og ég er fyrir löngu búin að fá leið á. Enda þótt auglýsingin sé fjarskalega þreytandi er ekki hægt að fá leið á landinu. Maður sér það best á kunningjum og vinum sem eru fararstjórar fyrir útjendinga hér og geta ekki beðið eftir því að komast út úr bænum þegar þeir eru í helgarleyfi. Kyrrð og fegurð landsins er einstök og aldrei hefur verið þægilegra að ferðast um landið en einmitt nú. Vegakerfið hefur batnað þannig að ferðalögin út á land sem voru í hugum margra rykmettaður bíll og gubb- andi börn eru ekki lengur sú þrek- raun sem þau voru. Með ódýrri bændagistingu út um allt land hefur tekist að endurvekja þann sið að hægt sé að guða á glugga á nánast hverj- um einasta bæ og biðja um beina gegn vægu gjaldi. Hins vegar hafa Islending- ar sumir hverj- ir tamið sér þann leiða sið að meðhöndla ferðamenn á þann hátt að þeir séu ein- nota, það er að þeir komi aldr- ei aftur. Þannig ber að varast matsölustaði sem verðleggja sig eins og fimmstjörnu veitingastað- ir, þegar matur, umhverfi og þjón- usta standa varla undir tveimur. Þá er betra að setjast inn á ramm- íslenska vegasjoppu og fá sér eina með öllu. Ég held að það muni koma þeim Islendingum sem ákveða að ferðast um eigið land skemmtilega á óvart hve margt er hægt að gera sér til dundurs og skemmtunar á ferðalagi innanlands. Fjölbreytni í ferðaþjónustu hefur vaxið gífur- lega og því er aldrei þessu vant ástæða til að taka undir með Gunnari á Hlíðarenda, Halldóri Blöndal og öllum þeim sem erfitt hafa átt með að yfirgefa bæjar- hlaðið og hvetja Islendinga til að ferðast um eigið land. © Að undan- förnu hefur verið í gangi herferðin „ís- land, sækjum það heim“ eða eitthvað í þá veru. Herferð- in — sem sennilegast er af sama meiði og „Islenskt, já takk!“ — geng- ur út á að hvetja Islend- inga til þess að ferðast meira um eigið land í stað þess að gereyða sumarleyfmu á spænskum sólarströndum eða í hollenskum sumarhúsum eða hvert það nú er, sem þjóðin flykk- ist í fríum sínum. Út af fyrir sig.er ég afar hlynntur því að Islendingar ferðist um Is- land. Það hlýtur að vera hluti menntunar sérhvers Islendings að þekkja landið sitt. Hvort tveggja er, að maður nýtur náttúrufegurð- ar landsins og þó ekki síður hitt, að maður kynnist nýju fólki og nýjum viðhorfum. En er einhver sérstök ástæða til þess að hvetja fólk til þess að ferð- ast um ísland? Ég held ekki. Ann- að hvort hefur fólk áhuga á því eða ekki og auglýsingar breyta þar litlu um. Fyrir utan náttúrufegurðina er Island nefnilega ömurlegt ferðamannaland. Verðlagið þarf ekki að kynna, það er svo hátt að engu tali tekur. Enda er ekki svo langt síðan að einhver (DVminnir mig) reiknaði út að utanferðir væru velflestar mun ódýrari en ferðlög innan- lands,- dag fyrir dag. Eða matur- inn. Það er ljóta ullabjakkið. Is- lenskt cuisine er helgað hamborg- urum, pítsum og brasi af nokkr- urn tegundum. Megnið af þessu er vont, óhollt og rándýrt. Hótel- og gistirými er víða að finna, en það væri synd að segja, að það væri í samræmi við þá staðla, sem mað- ur á að venjast annars staðar í hin- um vestræna heimi. Og síðan eru það vegirnir. Ofan á allan ferða- kostnaðinn bætast nefnilega lakk- skemmdir, brotnar framrúður, sprungin dekk og þar fram eftir götum. Það er ljóst að menn leggj- ast ekki í ferðalög innanlands án þess að hafa gildar ástæður. Eins og rakið var að ofan til- heyrir það menntun sérhvers Is- lendings að þekkja landið sitt. En utanferðir eru allt eins mikilvægur þáttur þeirrar menntunar. Þrosk- inn er falinn í ferðalögunum, því heimskur er sá er heima situr. Þess vegna fmnst mér rangt að hefja auglýsingaherferð fyrir því að menn taki ísland fram yfir útlönd. I því samhengi verður smekkur og pyngja hvers og eins að ráða. En þessi herferð er ekki einung- is röng á þessum forsendum. Það er nefnilega ekki síður rangt að verja opinberum fjármunum með þessum hætti og hygla þannig bændagistingu og Edduhótelum á sama tíma og störf þeirra, sem selja utanlandsferðir í fullu starfi, eru sett í hættu. Eða halda menn að auknar ferðir innanlands hafi engin áhrif á unrsvif ferðaskrif- stofa? Vilji aðilar í ferðaþjónustu inn- anlands hafa meira að gera geta þeir beitt sömu aðferðum og aðr- ir: bætt þjónustu sína, lækkað verð og auglýst gæði sín. Að nota opin- bert fé til þess að dásama alla inn- lenda ferðaþjónustu er siðferðis- lega rangt, villandi og óhollt fyrir ferðaþjónustuna, sem hagnast á misskildri þjóðhollustu í stað góðrar þjónustu eins og vera bæri. © Sækjum ísland heim 12 FIMMTUDAGUR 28. AÞRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.