Eintak

Eksemplar

Eintak - 28.04.1994, Side 22

Eintak - 28.04.1994, Side 22
Hermann Másson „Kafar djúpt ídjúp samtímans. “ eða ljóshærð. Hún tekur sífelldum hamskiptum,“ segir Sjón. Áttu von á að fleiri persónur eigi eftir að gera þig að hýsli sín- um? „Það er aldrei að vita. Þeg- ar maður opnar fyrir einum geta fleiri farið að banka upp á,“ svarar Sjón. Nýbúinn Túrílla Edda Björgvinsdóttir leik- kona hefur breyst í marga eftirminnilega karaktera og eru þær Túrilla og Bibba á Brávallagötunni þekktastar. „Þetta er bara fólkið af göt- unni sem endurfæðist í mér. Þegar ég hef verið að vinna að verkefni íyrir Ríkisútvarp- ið eða Bylgjuna hafa ýmsir karakterar orðið til og þeir eru orðnir óteljandi. Langlífi þeirra er aftur á móti mis- jafnt,“ segir Edda. „Ég er mjög spör á karakterana mína. Það er kappsmál skemmtikrafta að vera með sem fjölbreyttast efni en fólk vill það sem það þekkir og er ánægt með. Ég óttast hins vegar að allir fái nóg af mér og er því dugleg við að neita að koma fram.“ Sigurður Sigurjónsson leikari gerir sér jafnframt far um að spara þá Kristján Ól- afsson og Ragnar Reykás. „Ég vil fara vel með þessa vitleys- ingja. Ég hef reyndar verið dálítið leiður á þeim síðstu tvö eða þrjú ár Hvað gengur að fólki sem kynnir sig háttprútt með nafni einn daginn en mætir síðan daginn eftir í einhverjum djöfulmóð og þykist vera einhver allt annar? Eða fólki sem klýfur sig í tvennt og hefur upp ritdeilur við sjálft sig í blöðum? Geröur KRiSTNý ræddi við nokkra íslendinga sem eru ekki einsamlir - fólk sem býr ekki aðeins yfir einu sjálfi heldur mörgum. umph saman? „Sjón lítur niður á rokktónlist og því er Triumph mikill djöfúll að draga fyrir hann. En demónarnir sýna enga miskunn. Þegar Triumph kom fram í Hró- arskeldu og New York hafði Sjón sungið gamla skátasöngva alla nótt- ina á undan með Björk. Það varð til þess að Johnny þurfti að berjast við hæsi til að geta sungið daginn eftir. Hann hefur valið sér óttalegan plebba sem hýsil.“ Einhverjir bókmenntafræðinem- ar hafa haldið því fram að nafnið Johnny Triumph sé sprottið af nafninu Sigurjón en það er hið rétta nafn Sjóns. Johnny á þá að vera sprottið af -jón og Triumph af Sigur-. „Sjón vill sem minnst af þessari túlkun vita og kýs heldur að halda áfram að skrifa sínar bækur í friði handa markhóp sínum sem eru að- allega eldri konur,“ segir liann sjálf- ur. Samband Sigtryggs og Bógómíls er frekar árekstralaust en þó segir Sigtryggur söngvarann eiga það til að skipta sér af klæðaburði sinum þegar hann ætlar til dæmis út að borða. „Hann varð líka fúll út í mig þeg- ar ég ákvað að flytja til útlanda. Hann var farinn að hafa það svo gott heima á íslandi - elcki síst vegna þess hversu oft hann var far- inn að komast í ókeypis kampa- vín,“ segir Sigtryggur. Bossanova-karakter sveipaður húmor Þegar Gísli Rúnar Jónsson leik- ari er beðinn um að greina Bógóm- íl segir hann að það sé mjög eðlilegt að Sigtryggur bregði á þann leik að beita fyrir sig öðrum karakter. „Það hefur ekki borið svo mikið á hon- um sem trommuleikara og því er mjög eðlilegt að þegar hann sprett- ur loksins fram sem þessi glaðbeitti ÍNDRlðl G. ÞORSTEINSSON „Svarthöfði er ákveðin stelling sem menn setja sig söngvari ákveði hann að leika hlut- verk. Ég held að það sé hannað til þess að Sigtryggur þurfi ekki að koma fram undir fullu nafni. Svo er þessi boss- anova-karakter sveipaður húmor svo lrann þurfi ekki að standa alveg undir honum,“ segir Löngunin til að geta breytt um gervi hefur búið í manninum um aldir. Það kemur berlega í ljós í goðafræðinni. I þeirri norrænu seg- ir til dæmis af því þegar Útgarða- Loki breytti sér í siiung á flótta undan guðunum. Þetta var aðeins eitt gervi af mörgum sem Loki hafði upp á að hlaupa. Ekki vílar Óðinn heldur fyrir sér að bregða sér í önnur líki þegar hann skrepp- ur til mannheima. Þannig getur hann vafrað um meðal fólksins og talað við það sem jafningi. Freyja á fúglsham sem hún sveipar um sig þegar henni býður svo við að horfa. Og hvern hefur ekki langað til að geta flogið? ! grískri goðafræði bregða goðin sér einnig í allra kvikinda líki. Seif- ur fer þar fremstur í flokki. Þekkt- asta dæmið er líklega þegar hann fór í svansham í þeim tilgangi að ná ástum Ledu. Tvífaraminnið heldur áfram í bókmenntunum þar sem Dr. Jekyll og Mr. Hyde í sögu eftir Robert Louis Ste- venson eru líklega þekktastir ásamt Dorian Grey í sögu Oscars Wilde Ffeiri frægðarmenni bók- nrenntanna geta leitað í annað gervi eins og til dæmis blaða- maðurinn Clark Kent sem undir nafninu Hrólfur Sveinsson. Hrólfur þessi gaf meira að segja út bók með limrum fyrir síðustu jól. Sjálfstæði hans nær svo langt að þegar EINTAK spurði Helga um Hrólf kannaðist hann ekkert við hann. „Þetta hlýtur að vera einhver misslcilningur,“ sagði Helgi. Hýsill fatafellunnar Bonnýjar, Elínborg Halldórsdóttir, vill heldur ekki tala um sinn sníkil. „Yfir mig nelltist rokkandi“ „Johnny Triumph er flökkuandi sem kom yfir ntig á flóamarkaði í London fyrir níu árum. Þar rak ég augun í forláta Triumph-belti með sylgju úr mótorhjólatanki. Ég keypti það samstundis og brá því um mig. Það var eins og við mann- inn mælt að yfir mig helltist rolck- andi sem ólmur vildi láta að sér Sjón „Ég spurði hann að nafni og hann sagðist heita Johnny Triumph. “ breyst getur í Súpermann og auð- kýfingurinn Bruce Wayne sem betur er þekktur sem Leðurblöku- maðurinn. Þeir nota gervin þegar þeir þurfa að koma öðrum til bjarg- ar. Sumir venjulegir menn hafa einnig komið sér upp aukasjálfum og virðist sem svo að flestir þeirra sem taki upp á slíku séu listamenn. Lengi hefur því verið haldið fram að Helgi Hálfdanarson þýðandi hefði uppi miklar ritdeilur við sjálf- an sig sem og aðra í Morgunblaðinu Johnny Triumph „Hann naut sín sérlega vel þeg- ar Sykurmolarnir hituðu upp fyr- ir hann í Boston, Washington og New York. “ kveða á rokksviðinu. Ég spurði hann að nafni og sagðist hann heita Johnny Triumph.“ Svo farast rithöfundinum Sjóni orð, en hann er einn þeirra Islend- inga sem aðrir persónuleikar hafa sótt á. Sigtryggur Baldursson trommuleikari játar líka upp á sig Bógómíl Font án þess svo mikið sem að blása úr nös. Rétt eins og í tilfelli þeirra Triumphs og Sjóns bar fundum Bógómíls og hans saman í útlöndum. „Enginn getur valið sér karaktera heldur velja þeir sér manneskjur. Ef svo mætti að orði komast hef ég verið farvegur fyrir Bógómíl,“ segir Sigtryggur. „Hann kom til mín þar sem ég var staddur í Júgóslavíu. Hann er stórmenni og mikill töf- Triumph mikill djöfuíl að draga Triumph kom eitt sinn fram með Stórsveit Konráðs B. (sem er aftur sami maður og Bragi Ólafsson skáld) og við það tæki- færi gaf hann Bógómíl Font forláta silkitrefil hvítan að lit sem Triumph hafði vafið um háls sér. Ef til vill var það merki þess að hann væri að yf- irgefa skemmtanabransann. En allt sem Bógómíl hefur lært lærði hann af Johnny á þessu eina kvöldi." Kunni Johnny nokkuð annað lag en „Luftgítar“? „Hann kunni slatta af lögum en hann gaf sig allan í þetta eina lag. Orkan sem hann notaði í fiutning- inn var eins og ein sinfóníuhljóm- sveit gefur í Beethoven-sinfóníu,“ svarar Sjón. Er einhver von til að hann fari að koma aftur fram á sjónarsviðið? „Ég hef heyrt að Bítlarnir séu að reyna að koma saman á nýjan leik og vanti fjórða mann. Ekki spillir að Lennon og Triumph eru nafnar svo það er aldrei að vita nema hann stigi brátt fram á sjónarsviðið. En það verður líka að borga honum vel fyrir.“ Hvernig kemur þeim Sjóni og Tri- Guóbergur Bergsson „Ég þurfti ekki að fela mig en ég var heldur ekki að opinbera neitt. “ Gísli. Bógómíl er ekki sá eini sem sótt hefur á Sigtrygg. „Ég er „multifren“ því í mér eru ansi margir karakterar á sveimi," segir hann. „Mjög framarlega er til dæmis danskur bankastjóri, Rigor Mortis að nafni. Næst á eftir kemur fallinn prestur sem heitir Herbert Finkelstein. Hann er af þýskum gyðingaættum og er afar lostafull- ur. Ekki má heldur gleyma drag- drottningunni Mrs. Baldursson, en hún hefur ekki verið með uppst- eyt lengi.“ Triumph er heldur ekki eini and- inn sem sest hefur að í Sjóni því þar hefur Birgitta einnig látið að sér kveða. Ekki hefur þó mikið heyrst frá henni síðan árið 1985. Sjón segir Birgittu harðan femin- ista sem reynt hafi að vísa honum veginn í samskiptum við hið feg- urra kyn. Hann er aftur á móti hin versta karlremba. Hún hæfir hon- um mun betur en Triumph enda virðist hún vera á svipaðri línu og hann. Hún hefur til dæmis skrifað ljóðaflokk og haldið myndlistar- sýningu. „Hún birtist mér í brotum sem rödd eða andblær og stundum sé ég fyrir mér mikið svart lokkaflóð. Svo getur hún einnig verið rauðhærð Gísli Rúnar Jónsson „Annar hver maður er haldinn þeirri áráttu að vilja leika. “ fari. Ég er aftur á móti bara hver önnur húsmóðir. Mér finnst gott að gormast um í gallabuxum en hann vill ekki klæðast neinu öðru en fínustu jakkafötum og nærist á fáu öðru en kampavíni og sígar- etturn," segir Sigtryggur. Bógómíl er í raun ekki ólíkur Triumph sem Sjón segir vera af- ar hégómlegan náunga með prímadonnu-komplex. Þeir eru líka báðir söngvarar. Triumph hefur gert víðreist á söngferli sínum og komið fram víða um heim. „Hann naut sín sérlega vel þegar Sykurmolarnir hituðu upp fyrir hann í Boston, Wash- ington og New York. Eftir að þeir höfðu leikið kom hann fram og söng. Vel var gert við hann — meðal annars voru keypt á hann jakkaföt honum gefinn uppblásinn gítar." 22 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.