Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 14
Um fátt hefur verið heitar deift á undanfömum árum en rannsóknir á nauðgunarkærum og dóma í nauðgunar- málum. En það er sama hversu illum augum fólk lýtur glæpinn og hversu innilega það óskar að hinn seki fá' að gjáda verknaðarins, nauðgunarmá eru erfið viðfangs. Það sannar nýlegur dómur Hæstaréttar þar sem dómurinn margklofnaði í afstöðu til sannana og hversu óyggjandi þær þyrfti að vera. Meirihluti Hæstaréttar, sem þó varklofinn í afstöðu sinni, sýknaði mann sem hafði verið dæmdur af undirrétti í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Minnihlutinn vildihins vegardæma manninnn fyrir nauðgunartilraun. Nýlega var felldur dómur í Hæstarétti sem vakið hefur tölu- verða athygli. Um var að ræða nauðgunarmál þar sem héraðs- dómur hafði dæmt mann í 18 mán- aða fangelsi og til greiðslu á 500.000 kr. skaðabótum auk máls- kostnaðar íyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í húsi við Laugaveg í lok marsmánaðar 1992. Hæstirétt- ur klofnaði í afstöðu sinni til máls- ins. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri manninn af ákærunni en minni- hluti taldi hinsvegar að dæma ætti manninn fyrir tilraun til nauðgun- ar. í þessu máli hefur Hæstiréttur þrengt sönnunarbyrði í nauðgun- armálum og telur ekki nóg að sak- fella menn í slíkum málum eftir framburði kæranda og vitna. 1 máli þessu var ákærði „X“ sak- aður um að hafa þröngvað konunni „Y“, þá 28 ára að aldri, til samræðis aðfararnótt föstudagsins 20. mars 1992. Á atburðurinn að hafa átt sér stað í kjallaraherbergi í húsi hans við Laugaveg. Þau þekktust ekki en Y hafði skömmu áður komið í hús- ið til að taka þátt í gleðskap sem þar var í gangi. Þeim bar saman um að hafa legið allsnakin um stund í her- berginu þegar barið var að dyrum á húsinu og X fór til dyra. Lauk sam- skiptum þeirra þá með því að Y hljóp allsnakin út úr húsinu og leit- aði skjóls í húsi vinkonu sinnar sem er þarna skammt frá. Daginn eftir kom Y á lögreglu- stöðina í Reykjavík og skýrði frá nauðgun nóttina áður. Rannsókn- arlögreglu ríksins var þegar tilkynnt um málið og tók hún við rannsókn þess. I upplýsingaskýrslu RLR um málið lýsir Y málavöxtum á þá leið að hún hafi farið ásamt húsráðanda og öðrum niður í herbergið. Aðrir en þau tvö hafi síðan yfirgefið her- bergið en hann hafi læst hurðinni, veist að henni, klætt hana eða rifið úr öllum fötunum, lagt hana á hart steingólfið, þvingað sundur læri hennar og komist inn í hana. Hann hafi ekki náð fullnægingu þar sem bankað hafi verið á dyrnar. Hann hafi staðið á fætur og farið til dyra en hún hlaupið nakin út úr húsinu og til vinkonu sinnar. Það var svo ekki fyrr en 13. apríl að Y kom til RLR í fylgd starfs- manns Stígamóta og gaf formlega skýrslu jafnframt því sem hún kærði X formlega fyrir nauðgun. í þeirri skýrslu segir meðal annars: „Ég man eftir því að ég hrópaði há- stöfum á hjálp meðan maðurinn var á mér og var þá skyndilega bankað á dyrnar. Maðurinn rauk á fætur og opnaði og notaði ég þá tækifærið og hljóp út ... Þegar ég hljópst á brott úr herberginu hjá manninum gerði ég mér ekki grein fyrir því hver það var er hafði bank- að, en það hefur líldega verið viku síðar sem ég kom á veitingastaðinn 22 og hitti „R“ að hann sagði við mig: „Hvað segir allsbera stúlkan sem hljóp út úr húsinu.“ Ég spurði þá R að því hvort það hefði verið hann er hafði bankað á dyrnar og svaraði hann því játandi.“ f dómi Hæstaréttar kemur fram að í þessari skýrslu Y hjá RLR sé þess í fyrsta skipti getið að hún hafi hrópað hástöfum á hjálp og að ekki hafi heldur áður verið sagt frá því að hún hafi hitt R viku síðar, annað hvort föstudaginn 27. eða laugar- daginn 28. mars. Framburður vitna Vinkona Y gaf skýrslu hjá RLR þann 15. apríl og sagði að sjálfsagt hefði verið einhver áfengislykt af Y þegar hún knúði dyra umrædda nótt. Hún hafi fengið að hringja í sambýlismann sinn og hann hafi komið eftir um klukkustund og þau síðan fljótlega farið heim. Y hefur hinsvegar ekki hvikað frá þeirri staðhæfmgu að hún hafi gist hjá umræddri vinkonu sinni um nóttina og verið á heimili hennar framyfir hádegi daginn eftir þannig að framburði þeirra ber ekki saman um heimför Y og þátt sambýlis- manns hennar þar að lútandi. Vitnið R gaf skýrslu hjá RLR þann 14. apríl og segir að það hafi verið ásamt vini sínum að drykkju heima hjá sér á Laugaveginum. Þeir hafi síðan farið út og lagt leið sína niður Laugaveginn. Á göngu sinni hafi þeir heyrt hávær hróp í konu. Þeir hafi gengið að húsinu sem hljóðin komu frá og barið fast að dyrum. Skyndilega hafi dyrnar opnast og út hlaupið nakin stúlka sem hvarf út í nóttina og snjóinn niður Laugaveginn. Á eftir stúlk- unni hafi komið nakinn maður í dyrnar. Vinur R gaf svipaðan vitn- isburð í skýrslu hjá RLR. Fyrir dómi þann 2. nóvember 1992 bar R hinsvegar að hann og vinur hans hafi verið staddir heima hjá sér við kaffidrykkju er þeir heyrðu óp i manneskju sem kallaði á hjálp. Hafi þeir farið út, gengið á hljóðið og að húsi við Laugaveg. Þegar vitninu var bent á ósamræm- ið í frásögn sinni írekaði vitnið að það hafi verið statt heima hjá sér og að það væri þess fullvisst að stúlkan hafi hlaupið út um aðaldyr hússins. Vinur hans kom einnig fyrir dóm og mundi þá ekki hvort þeir félagar hafi verið staddir heima hjá R eða úti á götu þegar þeir heyrðu í stúlk- unni. Þegar spurt var nánar aÖ því um hvaða dyr stúlkan hafi kontið svaraði vitnið að það hefði ekki séð nema baksvip hennar og hún hafi örugglega ekki komið út um dyrnar sem þeir börðu á. Ákærði X bar við yfirheyrslur hjá RLR að þau Y hafi verið trufluð þar sem þau lágu nakin á gólfinu og voru að láta vel hvort að öðru þegar barið var að aðaldyrum hússins. í skýrslu sinni neitaði ákværði því að konan hafi hrópað á hjálp. Framburður reikull í dómi Hæstaréttar kemur fram að heimili R sé í um 140 metra fjar- lægð frá húsi ákærða og að mjög ólíklegt verði að teljast að óp hafi heyrst frá kjallaraherberginu sunn- an megin í húsi ákærða. Síðan segir i dómnum: „Framburður Y er reik- ull og í honum gætir ósamræmis um margt sem máli skiptir. Þá stangast ýmislegt í frásögn hennar á við framburð vitna ... Y viður- kenndi fýrir dómi að ekkert hafi séð á fatnaði sínum, er hún fékk hann afhentan en samkvæmt frá- sögn hennar átti ákærði að hafa rif- ið hana úr öllum fötum er hún streittist á móti, þar á meðal sokka- buxum, brjóstahaldara og nærbux- um. Helstu áverkar á Ifkama Y voru samkvæmt læknisvottorði bólga á hægra gagnauga og mar á vinstra kjálkabarði líkt og eftir tak fingurs en að auki bar hún marga mar- bletti. Fyrir dómi kvaðst hún ekki minnast áverka á andliti. Læknis- skoðun á Y fór ekki fram fyrr en á laugardagskvöldi. Rýrir sá dráttur óhjákvæmilega gildi hennar í mál- inu. Framburður vitna R ... er nokk- uð á reiki um það hvar þeir voru staddir er þeir heyrðu neyðaróp konu svo og um atburðarásina eftir að þeir höfðu knúið dyra að húsi ákærða. Ákærði hefur staðfastlega haldið því fram að hann hafi í engu beitt Y valdi umrædda nótt og synjað fyrir að hún hafi hrópað á hjálp. Ósann- að er að hann hafi borið merki áverka af völdum Y. Lögreglurannsókn í máli þessu er um sumt áfátt. Rannsókn á vett- vangi fór ekki fram fyrr en 15. apríl og alveg fórst fýrir að spyrja íbúa í nágrenni húss ákærða en til þess var brýnt tilefni vegna framburðar Y og vitna um hróp hennar og and- stæðar fullyrðingar ákærða í því efni. Þá fórst fyrir að tekin væri skýrsla af sambýlismanni kær- anda.“ Tvö sératkvæði Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að telja verði verulegan vafa leika á um helstu þætti þessa máls. Einkum þykir frá- sögn vitnanna tveggja um neyðar- óp frá Y hafa á sér ólíkindablæ. Sú staðreynd að Y hljóp allsnakin úr húsi ákærða eftir að hafa heyrt bar- ið að dyrum og heim til vinkonu sinnar um kl. 4.30 um nóttina er ekki út af fyrir sig nægileg vísbend- ing um að ákærði hafi beitt hana ofbeldi. í dómsorðum segir að ákærði skuli vera sýkn af kröfurn ákæruvaldsins og skaðabótakröfu Y er vísað frá dómi. Allur sakarkostn- aður greiðist úr ríkissjóði. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfason og Guðmundur Jóns- son fýrrverandi hæstaréttardóm- ari. Sératkvæðum skiluðu Hrafn Bragason annarsvegar og Hjörtur Torfason og Guðmundur Jónsson hinsvegar. Þeir Hjörtur og Guð- mundur töldu að dæma ætti ákærða fyrir tilraun til nauðgunar og þykir nægilega sannað í sam- skiptum ákærða og konunnar að hann hafi beitt hana líkamlegri þvingun í því skyni að knýja hana til samfara. Eins og upplýsingum í málinu og sönnunarstöðu er háttað er þó varhugavert að fullyrða gegn eindreginni neitun ákærða að at- ferli hans hafi náð svo langt að eig- inlegar samfarir hafi átt sér stað. I sératkvæði Hrafns Bragasonar kemur fram að hann er sammála niðurstöðu dómaranna Garðars Gíslasonar og Gunnars M. Guð- mundssonar í máli þessu. I atkvæði Hrafns segir meðal annars: „Fram er komið að kærandi dró að kæra umræddan atburð. Ekki nýtur skýrslna um hvað á daga hennar dreif frá atburðinum og til þess er hún leitar til Iögreglu. Sönnunar- gildi læknisfræðilegra gagna verður af þessum sökum takmarkað og geta þau ekki skorið úr um mál þetta. Klæðnaður kæranda benti ekki til að henni hefði verið mis- boðið og vettvangsrannsókn ekki heldur, enda þýðingarlítil um þremur vikum eft ir atburðinn. Sak- felling yrði þannig eingöngu að byggjast á framburðum kæranda og annarra vitna. Frásagnir kæranda voru í upphafi reikular eins og get- ur í lögregluskýrslu. í atkvæðum dómaranna Garðars Gíslasonar og Gunnars M. Guðmundssonar er rakið hvernig vitnið R og ... hafa reynst óstöðug í skýrslum sínum og framburðum um atriði sem máli skipta. Ákærði hefur aftur á móti reynst stöðugur í skýrslum og framburðum sínum og hefur hann staðfastlega neitað öllum sakargift- um. I máli þessu nýtur þannig ekki sakargagna sem áfellisdómur verð- ur á byggður..." Nauðgunarmál eru mjög vand- meðfarinn málaflokkur í dóms- kerfinu þegar ekki er um áþreifan- leg sönnunargögn eða játningar sakborninga að ræða. Héraðsdóm- ur í þessu máli byggði dóm sinn á framburði kæranda og vitna að mestu leyti og taldi samkvæmt þeim að um yfirgnæfandi líkur á sekt væri að ræða. Spilaði þar sterkt inn í að konan hljóp nakin út úr húsinu þótt njór væri á götum og kalt í veðri umrædda nótt. Hæsti- réttur kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að um of mörg vafa- atriði sé að ræða og framburður vitna sé þar að auki ótrúverðugur. Verði að taka tillit til þessara vafa- atriða sakborningi í hag og sakfell- ing geti ekki eingöngu byggst á framburði kæranda og vitna í þessu máli. © MelrlMutí dómsins kómst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri manninn af ákærunni en minnihluti taldi hinsvegar að dæma ætti manninn fyrir tilraun til nauðgunar. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.