Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 31

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 31
! "Málverkið er látið vera eðlilegt á sama hátt og náttúran. Svipað og hún getur það farið fram hjá áhorfandanum, listvininum eða þeim sem telur sig vera sérfræðing á sviði myndlistar. Slíkt er Málverkinu eðlilegt. Það leitar ekki einu sinni að kaupanda.11 Draumur húlfsköll- ótta mannsins Billy Joel: River of Dreams ★★★ Billy Joel er búinn að vera á há- tindi ferilsins ansi lengi. Geðprúði píanóleikarinn nefbrotni er farinn að nálgast Frank Sinatra í plötusölu og langlífi í bransanum. Nú þegar hárið er farið að minnka á höfði meistarans finnst honum tilvalið að láta líða langt milli platna og reyna að endurnýja sig aðeins. Joel gaf út þær yfirlýsingar að River of dreams hefði verið samin uppúr mikilli hlustun á Beethoven og aðra elli- smelli. Það er nú samt ekki að heyra. Þessi plata er keimlík fyrri plötum Joels. Hér er glás af snilld- arlegum popplögum svo grípandi að þau fylgja manni í gröfina. Inn á milli eru svo angurværar götu- spekiballöður í stíl. Ef það er eitt- hvað nýtt er það daður Joels við gospelið, en það er svosem ekkert svo rosalega nýtt. Ekki misskilja mig. River of dreams er eins pott- þétt poppplata og hugsast getur. Hún bara getur ekki virkað fersk á nokkurn sem búið hefur fyrir sunnan Svalbarða síðustu tuttugu árin. Það kom að því að Billy Joel væri orðinn einn af pýramídunum. 0 Bækur HILMAR ÖRN HILMARSSON Brennandi skip og þokuslœður Geröur KltlSTNý: ÍSFRÉTT Mál og Menning ★ ★★★ Einhvers staðar hef ég lesið að Gerður Kristný kveðist á við sjón- varpið. Ef svo er þá eru sjónvarps- draugarnir hjá henni af öllu krea- tívri gerð en hjá þorra almennings því útúr þessum kvöldsessjónum hefur kviknað ljóðmál sem er eins konar sambland af Agli Skalla- grímssyni og Tsetevju. Þetta eru fráleitt ljóð einhvers af ómálga sjónvarps og vídeókynslóð og jafnvel þegar forneskjan fær lausan tauminn helst hún ein- hverra hluta vegna alltaf réttu meg- in við hin skáldlegu siðgæðismörk. Guði, eða gyðjunni, sé lof er bók Gerðar Kristnýar laus við þessa óþolandi lífsreynslulýrík sem flokk- ast sem kvennaljóð og er yfirleitt upptalning á marblettum, ölflösk- um og illa innrættum fyrrverandi elskhugum: þegar hún fer á ástar- bömmer er það tímalaust og upp- hafið og jafnvel háðið öðlast skáld- legt vægi án þess að verða einhver sjálfhverf írónísk afsökun eins og oft vill verða í nútímakveðskap þar sem fólk er alltaf að skilja einhverj- ar bakdyr eftir opnar. Þetta eru átakaljóð, full af mynd- hverfingum og tilvísunum, en listi- lega vel hamin og það er á þessum síðustu og verstu tímum gaman að upplifa list þar sem form, hugsun og innihald sameinast í eitthvað svo að heildin er stærri en summa hinna einstöku hluta. Aðeins eitt ljóðanna, „Ljóð um bækur“, finnst mér vera ort upp í einhvern kvóta — en yrði það þýtt á finnsku hlyti skáldið vafalaust kvennapóetískan költstardom að launum. Ég er ekki síst hrifinn af þessari bók útaf þeim væntingum sem hún vekur. Gerður Kristný á vafalaust eftir að verða eitt af okkar fremstu skáldum ef hún heldur tryggð við Músuna sína — hún er þegar sér- stök rödd í hópi ungskáldanna, rödd sem vert er að hlýða á. O Bíó JÚLÍUS KEMP Kjúklingasláturhús RoboCop 3 HáskölabIö ★ RoboCop var ansi góð mynd á sínum tíma. Hálfdauður lögreglu- maður er endurnýttur með því að taka það úr honum sem menn gera betur en vélar og setja í brynvarið vélmenni sem getur eytt gestum og gangandi á leið sinni um bæinn. En eftir að hafa gengið hreinlega til verks við að hindra glæpi kemur í ljós að með leifunum af lögreglu- manninum hefur slæðst ýmislegt ósækUegt úr mannlegu eðli: minn- ingar, tUfinningar, sjálfsvorkunn og annar almennur aumingjaskapur. Þetta endar með því að hálfmennið snýst gegn eigendum sínum, finnur óhreint í pokahorni þeirra og drep- ur þá. Snyrtileg létt spenna með vísindaskáldskapar-ívafi. Góð með poppi. RoboCop 2 var ekki alvond mynd. Eitthvað lifði af neistanum frá upphaflegu hugmyndinni og með því að gera þrjótana verr inn- rætta og gamanið grárra og keyra upp hraðann mátti nota hana til að rifja upp fyrri myndina án þess að leiðast svo mikið á meðan. RoboCop 3 er vond mynd. Hug- myndin sem einu sinni var sniðug er orðin útjöskuð og leiðinleg. Sprengjunum fylgir reyndar meiri hávaðamengun og skærari bjarmi en þær hafa rnisst tilganginn. Og sömuleiðis drápin. Þau eru álíka hrollvekjandi og kjúklingasláturhús á góðum degi. Það eina góða við RoboCop 3 er að hún gefur fyrirheit um að RoboCop 4 muni aldrei verða til. O Myndlist GUÐBÉRGUR BERGSSON Hreint og klárt Margrét Sveinsdóttir ______Galleri 11____ 1 Gafferi II við Skólavörðustíg 4 sýnir Margrét Sveinsdóttir olíu- málverk sem hún kallar „Málverk". Ef málarar hafa þann háttinn á, að gefa ekki verkum sínum nöfn sem lýsa viðfangsefninu, heldur kalla þau Málverk, gefa þeir í skyn ákveðinn hreinleika. Málverk felst í málverkinu sjálfu. Það er allt í að- ferðinni og litunum, vísar inn á við, til veruleika síns, athafnarinnar, þess að mála, fremur en frásagnar, lita eða forma. Þannig listaverk benda áhorfandanum ekki út fyrir myndflötinn svo hann geti stuðst við atburði í veruleikanum og feng- ið þar skýringu á efninu. Margrét Sveinsdóttir er mynd- hugsuður. Ekkert frásöguvert gerist í verkum hennar. Aftur á móti er þar fjölmargt túlkunarvert. Sá sem ætlar að nálgast þau ætti fremur að rýna í, anda þeim að sér, en horfa á þau. Þarna er ekki bara andrúms- loft litanna, heldur efnið í lit á lit ofan, lit sem liggur að baki annarra lita, lit sem er undir yfirborðslitn- um. Þrátt fyrir það að höfuðáhersla sé lögð á blæinn, verður efnið mest áberandi við fyrstu sýn. Áhorfand- inn gæti haldið að Margrét hefði verið að mála yfir gamlar myndir, vegna þess að hún hefði verið óánægð með þær, eða hún sé bein- línis að fela, gefa í skyn eða vekja löngun okkar til að hnýsast í það sem er fýrir hendi en liggur ekki í augum uppi. Hið líklega er eflaust ekki hið rétta. Málverkið er látið vera eðli- legt á sama hátt og náttúran. Svipað og hún getur það farið fram hjá áhorfandanum, listvininum eða þeim sem telur sig vera sérfræðing á sviði myndlistar. Slíkt er Mál- verkinu eðlilegt. Það leitar ekki einu sinni að kaupanda. Listakonan verðleggur ekki verk sín. Áhorfand- inn verður að koma til þeirra og vera á móti þeim eða fylgjandi þeim. Að þessu leyti er trúarblærinn ekki langt frá innihaldinu. Eitt verkanna gaf trúna meira að segja í skyn. Á því var dreginn kross í fer- hyrning. Jung fjallaði um það, að krossinn sé innan vissra hefða tákn elds og þjáninga mannlegrar til- veru. Ég man ekki betur en í Tímeo eftir Platon hafi smiður heimsins fest aftur saman heimssálina með því að sauma rifurnar sarnan þann- ig að úr varð Andrésarkross X, crux decusata. Ég sé ekki betur en að sá kross sé í verkum hinnar ágætu Margrétar Sveinsdóttur. Þó kann hún að leggja aðra merkingu í hann en herra Jung. Kannski tæki hún heldur ekki undir með herra Hebbel sem sagði: Frá mínum bæjardyrum séð er höfuðtilgangurinn í lífnu að sýna minn innri mann á tákrænan hátt. Hvað sem því líður, ég eygði eitt- hvað svipað í aðferð Margrétar Sveinsdóttur. Þess vegna var hún unaður fyrir skynjunina og tilgát- una. © Popp ÓTTARR PROPPÉ Grenjandi garg & súpersarg Soundgarden: Superunknown *★ Ef Soundgarden hefði ekki fæðst í gremjumekkunni Seattle hefðu sjálsagt flestir litið á sveitina sem miðlungsþungarokkshljómsveit. Sveitin leikur í raun fremur hefð- "Þessi plata er keimlík fyrri plötum Joels. Hér er glás af snilldarleg- um poppiögum svo grípandi að þau fylgja manni í gröfina.11 Það eina góða við RoboCop 3 er að hún gefur fyrirheit um að RoboCop 4 muni aldrei verða til. "Svona plata getur ekki annað en höfðað til þeirra sem finnst Eddie Vedder vera helst til væminn en hafa ekki þorað að stfga rokkskrefið til fulls með því að kynna sér Celtic Frost." 31 ~ FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.