Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 17
Margir gamlir hundar sem erfitl er að kenna að sitja Pétur H. Blöndal í samtali við EINTAK um bankaráðskosingarnar og verkefnin sem framundan eru í íslandsbanka al annars í Hlutabréfasjóðnum. Stanley segir að Pétur sé gífurlega hugmyndaríkur og óbundinn af gömlum kreddum. „Pétur er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og er töluverður frumherji í sér,“ segir Stanley. „Pét- ur er rökfastur og skýr í hugsun eins og stærðfræðingar eru gjarnan. Hann hefur góða yfirsýn yfir flókna hluti og er fljótur að sjá kjarna máisins. Hann er hreinskilinn og ræðst beint á vandamálið og segir óhikað það sem honum býr í brjósti. Ef honum á eftir að mislíka eitthvað sem einhver í bankaráðinu segir þá á hann örugglega eftir að halda lesningu yfir honum. Ég held að það verði bankanum til góðs að fá Pétur og er á því að hann eigi að sitja í stjórnum sem flestra fyrir- tækja.“ Stanley nefhir einnig að Pétur sé svolítið sérhæfður og jaðri stund- um við að hann sé fagidjót. „Það má vel vera að það vanti breiddina í hann, en stærðfræði og tryggingar- fræði og það sem snýr að hans starfi á hug hans allann,“ segir Stanley. „Það getur verið að hann hafi ekki yfirsýn yfir ýmsa aðra hluti því hann er fyrst og fremst sérfræðing- ur á sínu sviði. Eg hef heyrt að hann sé einhæfur en þekki það ekki per- sónulega. Pétur er mjög stífur og fastur fyrir en það getur líka verið kostur. Hann er enginn diplómat. Hann gengur beint að mönnum og segir þeim sína meiningu umbúða- laust. Þeir fá það óþvegið hjá hon- um, jafnvel í votta viðurvist, og sumir erfa það sjálfsagt við hann.“ © Óhætt er að segja að Pétur H. Blöndal hafi komið, séð og sigrað á aðalfundi íslandsbanka í upphafi vikunnar. Hann ákvað að bjóða sig fram í bankaráð og tók ekki ákvörðun um það fýrr en nokkrum dögum fyrir fundinn. Ástæða þess að hann ákvað að gefa kost á sér var að hann taldi ótækt að sjálfkjörið yrði í bankaráðið miðað við þá stöðu sem bankinn er í og rekstrar- tapið á síðasta ári. Hann auglýsti opinberlega eftir umboðum fyrir fundinn en slíkt hefiir ekki verið gert hérlendis áður þótt það sé þekkt ytra. Fór svo að Pétur hlaut glæsilega kosningu á fundinum, var næsthæstur af þeim sjö sem náðu inn og felldi þar með Orra Vigfús- son sem hlotið hafði flest atkvæði í kosningunum fyrir ári. En þótt Pét- ur hafi hugmyndir um hvernig taka megi til hendinni í rekstri bankans er síður en svo víst að hann nái að koma þeim í ffamkvæmd. Honum þótti anda köldu í sinn garð á fyrsta bankaráðsfundinum eftir aðal- fundinn og var varla að hann fengi að taka til máls á þeim fiindi. Sjálf- ur hefur Pétur sagt að í bankaráð- inu sitji margir gamlir hundar sem erfitt sé að kenna að sitja. Pétur H. Blöndal segir í samtali við EINTAK að tæplega tíu dögum fyrir aðalfundinn hafi einn af stærri almennu hluthöfunum hringt í sig og hvatt sig til að gefa kost á sér í bankaráðið. „Hann hét mér stuðn- ingi ef ég færi fram og eftir að hafa hugsað málið í einn dag ákvað ég að slá til,“ segir Pétur. „Tíminn sem ég haíði til að undirbúa framboð mitt var naumur en ég varð strax var við töluverðan stuðning og þeir sem ég hafði samband við tóku því vel að ég skyldi ætla að gefa kost á mér.“ Auglýsing skilaði 260 umboðum Fram kemur í máli Péturs að þar sem hann hafði svo nauman tíma hafi honum dottið í hug að auglýsa opinberlega eftir umboðum fyrir aðalfúndinn. „Þetta hefur ekki ver- ið reynt áður hérlendis en er þekkt erlendis og það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi komið mér veru- lega á óvart,“ segir Pétur. „Það komu um 150 manns heim til mín með umboð og eitt sinn voru þrír menn í eldhúsinu hjá mér að útbúa umboðin. Ýmist komu menn inn með umboðin eða skiluðu þeim í bréfalúguna. önnur 100 umboð komu svo á faxtækið mitt og fyrir fundinn var ég kominn með um 260 umboð í hendurnar. Það að hinir almennu hluthafar skyldu leggja svona mikið á sig sýnir betur en margt annað hve mikil óánægja var meðal hluthafanna með tap- reksturinn á bankanum og að þeir vildu fá fram einhverjar breyting- ar.“ Pétur telur að umfjöllun sú sem varð í fjölmiðlum í lcjölfar auglýs- ingar hans hafi einnig haft sitt að segja hvað varðar þennan fjölda umboða. Samt kom kosningin á aðalfundinum honum á óvart. „Ég vissi fyrir fundinn að ég væri með um tvö prósent trygg en þegar ég sá hinn mikla fjölda sem sótti fúndinn og heyrði hijóðið í mönnum taldi ég að það væru svona helmingslík- ur á því að ég kæmist inn.“ Aðspurður um hvort hann hafi vitað frá upphafi að valið stóð á milli hans og Orra Vigfússonar á aðalfundinum segir Pétur svo vera. „Ég ræddi við Orra daginn áður en hann fór utan til Bretlands og sagði honum að framboði mínu væri ekki sérstaklega stefút gegn hon- um,“ segir Pétur. „Ég hefði viljað sjá Orra áfram inni í bankaráðinu enda voru stefnumál okkar lík. Ég kaus Orra á síðasta aðalfundi og hefði því viljað að annar en hann dytti út.“ Andar köldu á fyrsta bankaráðsfundmum Fyrsti bankaráðsfúndurinn var haldinn strax eftir aðalfundinn og segir Pétur að á honum hafi andað köldu í sinn garð. „Ég hef setið á fjölmörgum fundum en aldrei lent í þvílíku og þarna,“ segir Pétur. „Allt var keyrt í gegn á hraðferð og varla að maður fengi að taka til máls. Ég var nýr maður í ráðinu og ekki hnútum kunnugur þannig að eðlilega taldi ég að tekið yrði tillit til slíks en því var ekki að heilsa. Krist- ján Ragnarsson hespaði fundinn af í einum hvelli og leyfði engar um- ræður.“ Aðspurður um hvort þessi fram- koma gæti verið rnerki um ótta við hann í bankaráðinu segir Pétur að menn gætu túlkað það svo. „En ég hef gefið Kristjáni til kynna að ég muni ekki líða svona framkomu í framtíðinni og ég á von á að við getum átt ánægjulegt samstarf." Kynni mér stöðuna Fram hefur komið hjá Pétri að hann sé ekki með neinar töfra- lausnir á því hvernig hægt sé að snúa við taprekstri bankans. „Ég mun nota fyrstu tvær eða þrjár vik- urnar til þess að kynna mér stöð- una og sjá hvað hægt sé að gera, setja mig inn í þau stefnumið sem bankinn fylgir og skipulag hans,“ segir Pétur. „Það er skýrt í mínum huga að stjórn bankans ber ábyrgð á því að stefnumiðunum sé fram- fylgt og að stjórninni beri að axla þá ábyrgð.“ Ertu með þessu að segja að ef ekki takist að stiúa rekstrinum við munir þú ekki gefa kost á þér á ncesta aðal- fundi? „Já, tvímælalaust. Ég var ekki að sækjast eftir neinum bitlingi með því að gefa kost á mér í þessa stöðu enda þarf ég ekki á slíku að halda. Ég tel að menn eigi að standa og falla með verkum sínum. Ef það tekst að stöðva eða minnka útlána- töp bankans erum við að tala um að hagnaðurinn gæti orið um þús- und milljónir króna sem er um 20 prósenta arðsemi af eigin fé. Og þá erum við að tala um góða stöðu fyrir hluthafana. Ef ég fæ engu áorkað innan bankastjórnarinnar í þá átt að bæta hag bankans tel ég rétt af mér að pakka saman og gefa öðrum tækifæri. En hvernig sem fer mun ég aftur stuðla að kosningum í bankaráðið á næsta aðalfúndi enda tel ég það lykilatriði að kosið sé um menn í þessar stöður." Fé án hirðis Pétur segir að hann hafi ákveðn- ar hugmyndir um hvernig standa beri að málum en hinsvegar sé óvís't hvort honum takist að afla þeim hugmyndum fylgis innan banka- stjórnarinnar. Bankastjórnin sé samsett að mestu af mönnum sem ekki séu að gæta eigin fjár heldur annarra, eða þess sem hann kallar fjár án hirðis. Þar á hann við menn- ina sem eru fulltrúar fyrir Fisk- veiðasjóð, lífeyrissjóði og aðra sjóði innan bankans. „Þessir sjóðir virð- ast ekki gera ákveðnar kröfur um arðsemi af fé sínu í bankanum," segir Pétur. „Annars hefðu þeir fyr- ir löngu skipt út fulltrúum sínum í stjórn bankans.“ Hvað varðar hugmyndir Péturs um bættan rekstur segir hann að ekki sé tímabært fyrir hann að setja þær fram fyrr en hann hefur kynnt sér stöðuna. Hinsvegar bendir hann á að í þessu sambandi geti hann nýtt sér reynslu sína, bæði af námi og fyrri störfúm. © FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.