Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 8

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 8
4- Skoðanakönnun Skáls fyrir eintak Enn dökknar útflHið hjá * sjáHstæoismönnum 77/ að halda meirihlutanum þyrftu þeir að laða til sín þrjá fjórðu af þeim sem eru óákveðnir Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís gerði fyrir EINTAK um síðustu helgi hefur fylgi sjálfstæðismanna rétt aðeins dalað frá síðustu könnun sem gerð var fyrir rétt rúmum mánuði. Sú könnun var gerð þegar hin eigin- lega kosningabarátta hófst með miklum hvelli; dagana eftir að Markús Örn Antonsson sagði af sér sem borgarstjóri, Árni Sigfús- son tók við og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að hún væri í framboði sem borgarstjóra,- efni Reykjavíkurlistans. A þessum rúma mánuði hefur því nánast ver- ið pattstaða. Kosningabaráttu flokkanna hefur ekki tekist að hnika stöðunni til. Sjálfstæðismenn dala eftir stórt stökk í kjölfar borgarstjóraskiptanna 1 mars mældist fylgi sjálfstæðis- manna í 45,2 prósentum og hafði þá aukist úr 37,4 prósentum frá því í febrúar. Núna sígur fylgi flokksins aftur niður en þó aðeins lítillega, í 43,8 prósent. Flokkurinn hefur misst 1,4 prósentustig frá því í mars en unnið 6,1 prósentustig frá því í febrúar. Hann er enn langt undir kjörfylgi sínu úr síðustu kosning- um þegar hann fékk 60 prósent at- kvæða. Til að ná þeim árangri þyrfti hann að bæta við sig 26,2 prósentum fylgis. Talið í kjósend- um gerir það rúmlega 20 þúsund manns. Reykjavíkurlistinn eykur nú að- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður Þeir óákveðnu ráða úrslitum „Mér fínnst niðurstöðurnar staðfesta þá tilfínningu okkar hjá Reykjavíkurlistanum að Sjálfstæð- isflokknum hafi ekki tekist að snúa atburðarásinni sér í hag þrátt fyrir hrókeringar,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, um niðurstöð- ur skoðanakönnunarinnar. „Mark- úsarfórnin reyndist ekki vera stór- sóknarfórn, eins og Megas kallaði það einhvern tíma. Kjósendur vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og þeir láta ekki hræða sig til fylgislags eins og reynt hefur verið að gera undanfarna daga. En ég verð að taka fram að aðalatriðið er að vinna kosningar en ekki skoð- anakannanir. Hlutfall óákveðinna er ekki mjög hátt og það virðist vera að fleiri hafi gert upp hug sinn en þegar verið er að kanna fylgi flokkanna. Ég geri ráð fyrir að fylgið við listana sé nokkuð stöðugt og þeir óákveðnu eru auðvitað sá hópur sem á eftir að ráða úrslitum. Við þurfum að ná fylgi 25 prósenta þeirra og á því sést að við eigum góða möguleika á því að ná meirihluta. En það er ekki sjálfgefið — það er svo margt sem getur gerst á einum mánuði í kosn- ingabaráttu. Lokaspretturinn á eftir að verða erfiður." O eins við fylgi sitt eftir að hafa dunk- að niður eftir borgarstjóraskiptin. Nú mælist fylgi hans 56,2 prósent en var 54,8 prósent í mars. I febrúar fékk listinn hins vegar 62,6 pró- senta fylgi. Reykjavikurlistinn virð- ist því hafa bætt stöðu sína örlítið frá því Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér stóru bombuna í kosningas- laginn. Ef fylgi flokkanna samkvæmt þessari könnun er notað til deila borgarfulltjúum á milli listanna þá fær Reykjavíkurlistinn átta' fulltrúa en sjálfstæðismenn sjö. Það skal þó tekið fram að sjöundi maður sjálf- stæðismanna hangir á bláþræði. Það hefði dugað til að hann félli ef einn þeirra sem sagðist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í könnun- inni hefði sagst ætla að skila auðu. Árni bætir stöðu sína — Ingibjörg stendur í stað Það er auðséð að stuðningsmenn flokkanna hafa sæst við borgar- stjóraefni þeirra. Þegar þátttakend- ur í könnuninni voru spurðir hvern þeir vildu sem næsta borgarstjóra skiptist fylgið á milli Árna og Ingi- bjargar nánast með sama hætti og milli flokkanna. Þetta eru misgóð tíðindi fyrir þau tvö; nokkuð góð fyrir Árna en frekar slæm fyrir Ingi- björgu. í febrúar sögðust aðeins 26,2 prósent aðspurðra vilja Árna sem borgarstjóra. Nú segjast 32,6 pró- sent aðspurðra vilja Árna. Hann hefur því bætt stöðu sína töluvert. Ingibjörg stendur hins vegar nánast í stað. í febrúar vildu 42,3 prósent aðspurðra Ingibjörgu sem borgar- stjóra en 41,6 prósent nú. Annars svöruðu þátttakendur spurningunni um borgarstjórann á eftirfarandi hátt í könnuninni nú: 41,6 prósent vildu Ingibjörgu, 32,6 prósent Árna, 5,7 prósent nefndu þriðja aðila til sögunnar, 17 prósent voru óákveðnir og 3,1 prósent vildu ekki svara. Sjálfstæðismenn vantar rúmlega 10 þúsund kjósendur Svörin við spurningunni um það hvaða lista fólk ætlaði að kjósa skiptust þannig: 41,2 prósent sögðu Reykjavíkurlistann, 32,2 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 17,8 prósent voru óákveðnir, 5,3 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 3,5 prósent neituðu að svara. Sjálfstæðismenn dala á ný og meirihluti þeirra enn fallinn I skoðanakönnun, sem Skáís gerði fyrir EINTAK var spurt um afstöðu manna til framboðslistanna til borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík, Reykjavíkurfistans og lista Sjálfstæðisflokksins. Aðeins 5,3% svarenda kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu, en óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara voru 21,3%. Til hægri sést hlutfall þeirra, sem afstöðu tóku. fulltruar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir BORGARSTJÓRAEFNI REYKJAVÍKURLISTANS Ingibjörg Sólrún hefur enn vinninginn á Árna. Hún fær hins vegar rétt aðeins minna fylgi nú en ímars. Árni Sigfússon borgarstjóri Þrátt fyrir að Árni hafi bætt stöðu sína frá fyrstu tveimur dögunum eftir að einhver vissi að hann væri íboði sem borgarstjóri á hann enn langt í land með að ná fylgi ingibjargar. Ef þessum prósentutölum er beitt á þá Reykvíkinga sem eru á kjörskrá kemur í ljós að enn eru tæplega 14 þúsund manns óákveðnir. Um þetta fólk mun verða barist á þeim rúma mánuði sem er til kosninga. Reykjavíkur- listanum nægir að fá um 3.500 ntanns til fylgislags við sig. Sjálf- stæðismenn þurfa hins vegar að sannfæra 10.500 manns um að kjósa sig ef þeir ætla að halda meiri- hlutanum. O 0INTAK 01994 Árni Sigfússon bgrgarstjóri A brattann aðsækja „Ég hef talið okkur vera á þessu róli, með 43-46 prósenta fylgi, og þessar niðurstöður eru innan þeirra rnarka," sagði Árni Sigfússon, borgarstjóri, þegar niðurstöður skoðanakönnunar Skáís voru bornar undir hann. „Þær koma mér ekki j óvart og ég tel að þær sýni stöðupa eins og hún er í dag, ég efast elckert um það. Tölurnar gefa til kynna hver upphafspunkt- urinn er í baráttunni framundan. Það er greinilega á brattann að sækja og það þarf greinilega að hafa fyrir því að ná áttunda manninum. Við höfum verið að vinna á því að fylgið við okkur var fast í 37 pró- sentum frá október og fram í mars. Ég tek eftir því að enn eru margir óákveðnir og staðreyndin er sú að íjöldi manns skiptir um skoðun. Ég er feginn að sjá að fýlgið við mig sem borgarstjóra er það sama og við flokkinn, en það er breyting frá síðustu könnun ykkar.“ O Stiklur kosningabaráttunnar Fylgissveiflur listanna 20. febrúar. Oddviti Reykjavíkur- listans, Sigrún Magnúsdóttir, og Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, mætast í fréttaþættinum „Á slaginu" á Sföð 2. 14. mars. Markús Örn Antonsson segir af sér , sem borgarstjóri Reykjavíkur og Árni Sigfússon tekur við af honum. Síðar sama dag gefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir út form- lega yfirlýsingu um framboð sitt sem borgarstjóraefni Reykjavíkur- listans. 19. mars. Kynningarfundur Reykjavíkurlistans á Hótel Sögu. Fjölmenni hlýðir á frambjóðendurna kynna sig og stefnumál sín með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylking- 28. mars. Arni kynnir stefnu Sjálf- stæðisflokksins í atvinnumálum Reykjavíkur í Kaffivagninum úti á Granda. Leggur þá fram fjórtán lykla til viðreisnar atvinnulífinu í borginni. 7. apríl. I Ijós kemur að Inga Jóna Þórðardóttir, sem er í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins, þáði 2,4 milljónir króna úr borgar- sjóði fyrir ráðgjöf við Markús Örn ár- ið 1992 vegna einkavæðingar- áforma Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir kröfur þar um hefur ekki enn verið lagður fram stafkrókur frá henni sem sýnir út á hvað vinnan í þágu borgarinnar gekk. 11. apríl. Árni kynnir fjölskyldu- stefnu Sjálfstæðisflokksins i 20 lykl- um í hellirigningu á bekk við Ægis- síðuna. 13. apríl. Árni og Ingibjörg Sólrún mætast í fyrsta sinn á opinberum kappræðufundi. Stúdentar í Háskól- anum standa fyrir fundinum í Há- skólabíói, en honum er útvarpað á Rás2. 100% 90 80 70 60 50 40 30 20 10 Kosningar í maí 1990 febrúar '94 mars '94 apríl '94 fl fl fl fl C c 8 J FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.