Eintak

Issue

Eintak - 28.04.1994, Page 16

Eintak - 28.04.1994, Page 16
Pétur H. Blöndal er maður þessarar viku. Kosning hans í bankaráð Islandsbanka, og þó enn frekar það hvernig hann rak kosningabaráttuna, hefur gert hann að eins konar Vilmundi Gylfasyni viðskiptalífsins í huga almennings; refsivendi kerfiskallanna sem gera hluti annað hvort af gömlum vana eða í eigin þágu. En þótt Pétur hafi ef til vill aldrei verið jafn mikið í kastljósi fjölmiðlanna er hann síður en svo nýgræðingur í íslensku viðskiptalífi. A tiltölulega skömmum tíma hefur hann efnast mjög vel og komið víða við. Friðrik Indriðason og Loftur Atli Eiríksson bregða hér Ijósi á feril og persónu Péturs. Pétur H. Blöndal hefur verið nokkuð áberandi persóna í fjöl- miðlum á undanförnum árum. Hann þykir glúrinn við að ávaxta eigið fé og er talinn í hópi auðug- ustu manna landsins. Grunninn að fjármálaveldi sínu lagði hann með stofnun verðbréfafyrirtækisins Kaupþings árið 1982. Fyrstu árin gekk reksturinn illa en árið 1986 var hann kominn í gott horf. Það ár keypti Pétur aðra út úr rekstrinum og mánuði síðar hafði hann selt sparisjóðunum 49 prósenta hlut í fyrirtækinu. Haustið 1990 seldi hann svo Búnaðarbankanum, öll- um að óvörum, meirihluta sinn í fyrirtækinu fyrir 115,6 milljónir króna. Nú er stór hluti af fjármun- um Péturs bundinn í Silfurþingi en hann á einnig hluti í fyrirtækjum á borð við Sæplast, Tölvusamskipti, Omega og Veð hf. f bókinni /s- lenskir auðmenn er fjallað um Pétur og þar segir meðal annars: „Lífs- speki hans er einmitt að vera ekki með mörg egg í sömu körfunni, heldur dreifa áhættunni.“ í fyrr- greindri bók eru eignir Péturs tald- ar vera nálægt 200 milljónum króna og víst er að hann hefur góð- ar tekjur því samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á hátekjumönn- um á síðasta ári voru skattskyldar tekjur hans rúmlega 16 milljónir króna eða rúmlega 1.300 þúsund á mánuði. Pétur H. Blöndal er fæddur í Reykjavík 24. júní 1944, sonur hjónanna Haraldar H. J. Blöndal SVAVAR GESTSSON "Pétur heldur fast á sjónarmiðum sínum." 16 sjómanns ffá Siglufirði og Sigríðar Pétursdóttur Blöndal ritara í Reykjavík. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 en hélt síðan utan til Kölnar í Þýskalandi þar sem hann dvaldi í háskólanámi næstu átta árin. Hann lauk doktorsprófi í stærðfræði árið 1973 og flutti að því loknu heim til íslands aftur. Eftir heimkomuna réðist hann sem kennari til Raunvísindastofn- unar Háskóla fslands og vann þar til ársins 1977. Það ár var hann ráð- inn forstjóri Lífeyrissjóðs verslun- armanna og því starfi gengdi hann til ársins 1984. Á þessum árum var hann jafnframt formaður Sam- bands lífeyrissjóðanna. Árið 1982 stofnaði hann Kaupþing eins og fyrr er getið og var framkvæmda- stjóri þess til ársins 1990. Frá árinu 1990 hefur Pétur verið í hálfu starfi sem kennari við Verslunarskólann og jafnframt því sinnt ýmsum ráð- gjafarstörfum í lausamennsku. Pétur er tvígiftur. Fyrri eigin- kona hans var þýsk, Monika Blön- dal, og átti hann með henni fjögur börn. Núverandi kona hans er Guðrún Birna Guðmundsdóttir tölvunarfræðingur og eiga þau einn son. Stofnun Kaupþings Pétur stofnaði Kaupþing árið 1982 ásamt sjö öðrum, en þeirra á meðal voru þekktir fjármálamenn ÁSMUNDUR STEFÁNSSON "Gef ekkert sagt um Pétur sem hann veit ekki sjálfur." eins og Baldur Guðlaugsson lög- fræðingur og Sigurður B. Stef- ánsson hagfræðingur sem nú veit- ir Verðbréfamarkaði fslandsbanka forstöðu. Eftir nokkra byrjunar- örðugleika var rekstur Kaupþings kominn í gott horf 1986 er Pétur keypti aðra stofnendur út úr fyrir- tækinu. Á næstu árum varð fyrir- tækið umsvifamikið á fjármála- markaðinum en Pétur losaði sig al- farið út úr því með sölunni á meiri- hluta hlutafjár til Búnaðarbankans árið 1990. Pétur hefur sjálfur sagt að hann hafi það íyrir reglu að starfa ekki lengur en fimm til sjö ár við hvert fyrirtæki. Rekstur Kaupþings árið 1990 var þannig að fyrirtækið skilaði 17 milljón króna hagnaði og jukust rekstrartekjur frá fyrra ári um 56,8 rósent eða í 157,5 milljónir króna. verðbréfasjóðum fyrirtækisins voru þá 2,9 milljarðar króna og höfðu þeir aukist að raungildi um 30,6 prósent. Á svipuðum tíma og Pétur seldi Kaupþing var hann einn af stofn- endum Hlutabréfasjóðsins og situr í stjórn hans. Hann var einnig í stjórn Samtaka verðbréfafyrirtækja og í stjórn Samtaka fjárfesta. Áföll I Hafnarfirði Ferill Péturs hefur ekki verið áfallalaus á síðustu árum og má í því sambandi nefna byggingu SH- verktaka á íbúðum í Setbergshlíð í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Pétur átti hugmyndina að stofnun Guðmundur Garðarsson "Skipulagður maður en á stundum-full ákafur." Veðs hf. sem sérhæfði sig í fjár- mögnun verkefna. SH-verktakar lentu í fjárhagsvandræðum með íbúðirnar í Setbergshlíð og keypti Veð hf. hluta af verkinu af SH- verktökum fyrir hálfan milljarð króna en Pétur var jafnframt í stjórn SH-verktaka. Litið var á kaup Veðs hf. sem yfirtöku á SH- verktökum og kom fram mikil and- staða, bæði af hálfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem var viðskipta- banki SH-verktaka og starfsmanna fyrirtækisins. Fór svo að SH-verk- takar voru lýstir gjaldþrota í kjölfar þess að Pétur dró til baka tilboð sitt um fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Pétur var einn þeirra er sóttu um stöðu forstjóra Tryggingarstofnun- ar í fýrra og hann hefur flutt erindi í útvarpi þar sem hann leiðbeinir fólki um fjárfestingar. Pétur hefur einnig gengt ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og má i því sambandi nefha að hann var for- maður skattamálanefndar flokksins á árunum 1981 til 1983. Fylginn sér Meðal menntaskólafélaga Péturs má nefna þá Svavar Gestsson al- þingsmann, Ásmund Stefánsson framkvæmdastjóra hjá íslands- banka og Georg Ólafsson for- stöðumann Samkeppnisstofnunar. Svavar Gestsson segir að helsti kostur Péturs sé að hann er fýlginn sér. „Hann er öflugur og heldur fast á sjónarmiðum sínum,“ segir Svav- Kristján Ragnarsson "Mér finnst hann hafa sýnt fjöl- marga galla undanfarna daga." ar og bætir því við að stundum gangi þetta of langt og honum hætti til að verða einstrengingsleg- ur. „Pétur gengur stundum allt of Iangt í því að halda fram sínum sjónarmiðum og viðhorfum. Af þeim sökum verkar hann á tíðum einstrengingslegri en hann er og gefur þá af sér mynd ofstækis- manns í ákafa sínum við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“ Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri íslandsbanka segir að Pétur sé bæði klár og duglegur. „Okkur Pétri hefur komið vel saman í gegnum tíðina og engar deilur verið okkar á milli. Hann var duglegur að lána mér glósubæk- urnar sínar þegar við vorum saman í menntaskóla og ekki skulda ég honum neitt illt. Ég hef fulla trú á því að þegar Pétur verður kominn inn í þau mál sem unnið er að í bankaráðinu geti hann unnið þar vel,“ segir Ásmundur. „Ég held ég geti ekkert sagt um Pétur sem hann ekki veit sjálfur og ætla ekkert að vera að leiðbeina honum. Ég held hann sé fullkom- lega meðvitaður um þá kosti sína og galla sem ég þekki best í hans fari. Pétur getur verið ákafúr en það á við um ýmsa eiginleika manna að þeir geta bæði verið kostir og gallar. Það er hverjum manni nauðsyn- legt, sem ætlar að ná einhverju ákveðnu fram, að bera með sér vissan skammt af ákveðni og þrjósku. Ef það gengur í öfgar verð- ur það að galla og allir verða að læra að halda þeim þáttum í jafn- vægi.“ Full-ákafur Guðmundur H. Garðarsson stjórnarmaður í Lífeyrissjóði versl- unarmanna hefur lengi haft sam- skipti við Pétur í gegnum störf hans að málefnum lífeyrissjóðanna. Guðmundur telur Pétur vera skipulagðan mann en á stundum full-ákafann. „Það þarf ekki að vera ókostur — það fer eftir því hvernig menn halda á því,“ segir Guðmundur. „Hann er glöggur í því sem lítur að peningum og fjármálum. Hann stóð sig vel sem forstjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og skilaði góðu starfi sem slíkur. Það má segja að stundum sé hann einum of ákafúr og sjáist þá oft ekki fýrir. Það þarf að líta á fleiri hliðar en hina hörðu tæknilegu hlið mála. Mannlegi þátturinn skiptir máli líka og að mínu mati er hann ekki alltaf nægilega raunsær í um- hverfismati sínu ef það má orða það þannig.“ Einn þeirra sem Pétur hefúr lent verulega upp á kant við á allra síð- ustu dögum er Kristján Ragnars- son nýkjörinn formaður banka- ráðs Islandsbanka. Þeir hafa sent hvor öðrum tóninn í fjölmiðlum og hafa þeir meðal annars tvisvar skiptst á skoðunum í Sjónvarpinu og á Stöð 2 og hefur þá komið til harðra orðaskipta þeirra í millum. Kristján Ragnarsson segir að hann þekki Pétur ekki neitt og geti því ekki lagt mat á hann. „Hann hlýtur að hafa mikla kosti því hann hefur notið trúnaðar og trausts víðar en hjá okkur,“ segir Kristján. „Ég ætla að kjör hans end- ursþegli það traust sem borið er til hans af þeim sem þekkja hann og þar með verði hann old<ur til að- stoðar og þátttakandi í því að breyta bankanum og bæta hann. Ég ber þær væntingar til hans að með okkur takist gott samstarf um það málefni sem okkur er falið. Mér finnst hann hafa sýnt heil- marga galla undanfarna daga en þá ætla ég að láta liggja á milli hluta. Mér finnst hann hafa tjáð sig full- frjálslega áður en hann hlaut starfið og farið einum of hratt af stað.“ Hugmyndaríkur Stanley Pálsson verkfræðing- ur situr með Pétri í stjórn Veðs hf. en þeir hafa átt samleið víðar, með- FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.