Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 36
Er það satt að Jón Magnússon ætli fram í borgar- stjórn? © Árni vildi börn í bakgrunninn © Hrafninn lýgur Já, hefur ekki alltaf verið meira framboð af honum en eftirspurn? © Blindir kœra sig ekki um göngustíginn sinn Fyrir skömmu hélt Árni Sig- fússon borgarstjóri blaða- mannafund á gangstíg úti við Ægissíðu. Svo vill til að í næsta nágrenni við stíginn er barnaheimili. Foreldri eins barn- anna barst til eyrna að hringt hefði verið í barnaheimilið skömmu fyrirfundinn og spurt hvort fóstrurnar gætu séð til þess að nokkur börn sæjust bak við borgarstjórann því það kæmi betur út á myndum blaðaljós- myndaranna. Fósfrurnar neituðu bóninni enda varla hundi út sig- andi sökum rigningar. Svo þótti þeim heldur ekki við h^efi að nota saklaus börnin í áróður- skyni ... V löluverðar deilur eru nú risnar í Blindrafélaginu vegna áforma um að koma upp göngustíg fyrir blinda í Öskjuhlíðinni. Það var að frum- kvæði formanns félagsins að ákveðið var að Hitaveita Reykja- víkur setti þennan stíg upp, en kostnaður er talinn nema um 6,5 milljónum króna. Nokkur fjöldi blindra telur þennan stíg lítils- virðingu við sig og setur hann að jöfnu við útivistarsvæði fyrir hunda. Telja þeir enga þörf á sérstökum stíg fyrir sig til að geta notið náttúru borgarinnar og segja að þeir hafi hingað til farið allra sinna ferða innan borgarinnar til þeirra hluta... Agöngum sjónvarpshússins heyrist hvíslað að kominn sé titill á væntanlega sam- talsbók Árna Þórarinssonar og Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn lýgur ... Þróunarsjóður sjávarútvegsins Sjódurínn gjaldþrota strax á öðru starfsári Reiknað með að aflagjaldið þurfi að vera þrefalt hærra Miklar umræður urðu um Þró- unarsjóð sjávarútvegsins í sjávarút- vegsnefnd Alþingis í vikunni. Nefndin átti að skila málinu af sér í dag, ásamt öðrum sjávarútvegs- frumvörpum, en allar líkur eru á að svo verði ekki. Finnur Ingólfsson Framsóknarflokki segir að sam- kvæmt útreikningum sjávarútvegs- ráðuneytisins á efnahagsreikningi sjóðsins verði hann gjaldþrota strax á öðru ári. Til að hann standi undir sér verði aflagjald það sem leggja ber á hvert þorskígildiskíló að vera þrefalt hærra en áformað er. Gjald- ið á að vera ein króna og skila 525 milljónum króna árlega til sjóðsins, en Finnur segir að það þurfi að vera É § hef það fýrir satt... Mikið vona ég innilega að hann Ingi Björn bjóði sig fram til borg- arstjórnar. Og Jón Magnússon lika. Og lika hann Björgólfur. Og helst að þeir verði allir hver á sin- um sérlista. Og að Magnúsi Skarphéðinssyni takist annað hvort að finna nógu marga hvala- vini eða geimveruvini til að vera með sér á lista. Og hvers vegna ættu kristilegu samtökin sem einhver var að stofna ekki bjóða sig fram? Og helst fleiri. Mér finnst það borgaraleg skylda manna að eyðileggja þetta Ijúfa samkomulag minnihlutaflokk- anna og Sjálfstæðisflokksins um að kosningarnar snúist um þá. Ég veit ekki betur en 90 prósent allra Reykvikinga sé hjartanlega sama um hvað þetta fólk hefur verið að bardúsa í borgarstjórn á undanförnum árum. Þeir voru orðnir svo leiðir á þessu fólki að þeir báðu um sameiginlegt fram- boð minnihlutaflokkanna af ein- skærum leiðindum. Og hvers vegna ekki að hafa meira gaman. Sautján formenn í sjónvarpssal daginn fyrir kosningar. Það er minn draumur. Lalli Jones AUSTURSTRÆTI ÞÓRÐARHÖFÐA1 SÍM117371 SÍMI 676177 Verð kr. 39,90 mínútan að lágmarki þrjár krónur sem þýðir um 1,5 tvo 2 milljarða króna auka- álögur á sjávarútveginn. Sem kunnugt er af fréttum er Þróunarsjóðnum ætlað að taka við fjárhagsskuldbindingum Atvinnu- tryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs Byggðastofnunnar sem nú nema um fjórum milljörðum króna. Á móti mun ríkið leggja fram á næstu tveimur árum fjögurra milljarða króna lán til sjóðsins. Það og fyrr- greint 525 milljón króna aflagjald á að standa undir rekstrinum. Sök- um skuldbindinga Atvinnutrygg- ingarsjóðs og Hlutafjársjóðs hafa 1.300 milljónir króna verið lagðar inn á afskriftareikning en margir telja þá tölu alltof lága. Meðal þeirra er Matthías Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofunnar sem telur að afskrifa þurfi þrjá til fjóra milljarða króna. Sé það stað- reyndin er efnahagur sjóðsins mun verri en fyrrgreindar tölur segja til um. Sjóðurinn 2,2 milljarða I mínus 1999 Finnur Ingólfsson segir að sam- kvæmt þeim útreikningum sem sjávarútvegsnefnd fékk í hendur verði útstreymi nær 200 milljónum meira en innstreymi í sjóðinn strax á öðru starfsári hans og hann þá í raun gjaldþrota. Verst verði staða sjóðsins síðan 1998- 1999 þegar 2,2 milljarða muni vanta upp á að sjóðurinn geti staðið við skuld- bindingar sínar. „Það er ljóst sam- kvæmt þessu að leggja á nærri tveggja milljarða í viðbótarskatta á sjávarútveginn með þessu ef ætlun- in er að láta aflagjaldið standa und- ir rekstri sjóðsins. Því það verður að hækka að minnsta kosti þrefalt til að svo geti orðið,“ segir Finnur. Samkvæmt þeim tölum sem sjávarútvegsnefnd fékk í hendur á staða Þróunarsjóðs að batna eftir árið 2000 og árið 2009 á sjóðurinn að vera um 200 milljónum króna fyrir ofan núllið. Hörð gagnrýni Frá því að hugmyndin um Þró- unarsjóðinn komst á laggirnar hef- ur hann verið gangrýndur harðlega af ýmsum hagsmunaaðilum innan sjávarútvegsins. Sagt hefur verið að með honum séu stjórnvöld að lauma veiðileyfagjaldi bakdyra- megin inn í lög og reglugerðir. Þótt gjaldið sé lágt í upphafi, eða aðeins ein króna á kíló, sé auðvelt að hækka það þegar það er á annað borð orðið að lögum. Samkvæmt þessu virðist ljóst að gjaldið þarf að hækka mjög fljótlega ef forða á sjóðnum frá gjaldþroti. Og borgi sjávarútvegurinn ekki brúsan í formi hærra aflagjalds gerir al- menningur slíkt því sjóðurinn mun verða með ríkisábyrgð. © Ingi Björn Albertsson Heitur Jón Magnússon Volgur Björgólfur Guðmundsson Kaldur Minnkandi líkur á sérframboði Inga Björns Albertssonar Björgótfur hættur við Það virðist ætla að ganga erfið- lega fýrir Inga Björn Albertsson alþingismann að koma saman framboðslista fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Áuk hans hafa þeir Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður og Björgólfur Guðmunds- son framvæmdastjóri einkum unnið að því að stofna til þriðja framboðsins en nú hefur sá síðast- nefndi dregið sig í út úr hópnum. Miklar þreifmgar hafa verið milli manna undanfarna daga og bjart- sýni ríkti innan hópsins um að af framboði yrði. Sáu menn fram á að tækifæri væri til þess að ná oddaað- stöðu í borgarstjórn sem þeir gætu varla sleppt. Töldu þeir sig geta treyst á óánægjufylgi og bakland Alberts heitins Guðmundsson- ar. Síðustu vikurnar fyrir andlát sitt ræddi hann við marga um svipað framboð, meðal annars Egil Skúla Ingibergsson fyrrverandi borgar- stjóra, en hann hafnaði boði um að taka annað sætið á eftir Alberti. Eft- ir lát hans þótti mörgum liggja beinast við að Ingi Björn tæki við forystunni af föður sínum og sjálf- ur var hann ekki frábitnari því en svo að hann lýsti yfir opinberlega mögulegu sérframboði sínu fyrr í vikunni. Samkvæmt heimildum eintaks hefur hann gert upp við sig að fara ekki í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins í haust vegna alþingiskosninganna á næsta ári og því hafi hann í raun engu að tapa, enda er hann nánast einangraður í flokknum. Nú er hins vegar að koma í ljós að óánægjan ein er ekki nægilega traustur grundvöllur til að sameina menn og farið er að kvarn- ast úr hópnum. „Menn hafa verið að ræða saman en ég ætla ekki í sérframboð,“ sagði Björgólfur í samtali við EINTAK seint gærkvöldi. Hann sagði marga hafa rætt við sig um möguleika á þriðja valkostinum enda finndist mörgum að Reykjavíkurlistinn og Sjálfstæðisflokkurinn væru sama tóbakið, eins og hann orðaði það. „En menn eiga ekki endilega sam- leið þó að þeir séu óánægðir." Björgólfur fékk Iélega útkomu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og tók ekki sæti á listanum. Þegar hann var spurður hvort hann styddi flokkinn eða hugsanlegt sér- framboð Inga Börns svaraði hann: „Ég er sjálfstæðismaður." Jón Magnússon vildi fátt segja og sló úr og í þegar hann var inntur eftir því í gær hvort af framboði yrði. Ingi Björn hélt þreifmgum sín- um áfram í gær en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Telja verður þó að líkur á sérfram- boði hafi farið verulega minnkandi. Það ætti endanlega að koma í ijós í dag eða á morgun þar sem fram- boðsfrestur rennur út á laugardag- inn.O Vandað víkublað á aðeins 195 kn Fréttir 4 Besti Hafnarfjarðarbrandarinn jafnaður við jörðu 6 Hrottaleg líkamsárás í skólaferðalagi 6 Hagsmunir „höfuðpaursins" í stóra fíkniefnamálinu að hinir sjái ekki framburð hans 9 Svar Árna á skjön við orð Ingu Jónu 9 Samdrátturinn í fjárfestingum hérlendis nemur 23 prósentum á síðustu tveimur árum 10 Hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs verslunarmanna er 1,2 miljarðar króna afær beiðni Sævars Ciesielskis til sín 10 Tómas Gunnarsson spáir hruni þjóðríkisins 20 EINTAK gefið út á mánudög- um Skoðanakönnun 8 Enn dökknar útlitið hjð 20 EINTAK hefur náð til 58 þúsund Greinar 14 Ekki hægt að sakfella eftir framburði kæranda og vitna 18 Það sem ekki má 22 Fólk sem er svo stórt að það rúmast ekki í einni persónu 24 Vor í Tékkó Vjðtöl Pétur Blöndal talinn í hópi auðugustu manna landsins Fólk 2 Ingvi Hrafn fréttastjóri verður bingóstjóri 26 Rokk í Reykjavík hvað? 26 Miðnætursnarl á Borginni og gleði fram eftir nóttu 27 Hannes Lárusson sýnir í Gerðubergi 2í Kaffihús og bókmenntir eiga alltaf saman Þrettánda stjörnumerkið: Tempotaríós Klassísku verkin eru alltaf ný Club des Chefs des Chefs Ragnheiður P. Melsteð 3: Opinn fundur um smokka Hverjir fljúga á Saga Class? ísfrétt RoboCop3 ★ Soundgarden ★ ★ Söngvakeppni fram- haldsskólanema ★ ★ The Ramones ★ Leikur hlæjandi láns ★ ★ i.Mnrgrct Svcinsdóltir vr mynd- Imgsuóur. I kkcrt fnisöguvcrl gcrist i verkum hentmr. A fttírd móti er Imr fjölnmrgt túlkunnrvert. Sil sem tvthtt fid núlgust /mii íVtti fretríur nd rýnu i, ntidti Jteitu m) sér, en Itorfu d jmu Guðbergur Bergsson í gagnrýni sinni á sýningu IVIargrétar» Gailerí II

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.