Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TRÉ-RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • FRÆSÖFNUNFJÖ LG U N • S U M A R B Ú S T A Ð A LA N D IÐ • S K Ó G R Æ K T • S U M A R B LÓ M FJÖLÆR BLÓM•BLÓMLAUKAR•MATJURTIR•TYRFING•SÁNINGU P P E LD I• Á B U R Ð U R • JA R Ð V E G U R • V Ö K V U N • LÍ FR Æ N R Æ K T U N „Okkar viðskiptavinir hrósa bókinni bæði vinstri og hægri. Það gerum við líka!” Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Hveragerði. „Hafsjór af upplýsingum í orði og myndum frá fagmanni.” Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómavali. „Greinargóðar upp- lýsingar, agaður texti, öguð bók.” Hafsteinn Hafliðason garðyrkjusérfræðingur. Alhliða garðyrkju- handbók Garðaráðgjöf og garðahönnun GARÐYRKJUMEISTARINN EHF., umhverfisráðgjöf og útgáfa, símar 896 6824 og 552 6824 SÖMDU UM VEFJARIÐNAÐ Fulltrúar Kína og Evrópusam- bandsins sömdu í gær um mála- miðlun í deilum um vefjariðnað. Evr- ópsk fyrirtæki í greininni segja að ódýrar vörur frá Kína ógni milljón- um starfa í álfunni. Þak verður sett á aukningu kínversks innflutnings til ESB fram til 2008. Þrýsta á Breta Leiðtogar Frakklands og Þýska- lands sameinuðust í gær um að þrýsta á Breta um að felldur yrði niður sérstakur afsláttur sem Bretar hafa varðandi greiðslur í sameigin- lega sjóði ESB. Ofbeldi gegn konum Mannréttindasamtökin Amnesty hafa birt skýrslu um hrottalegt of- beldi og morð á konum í Guatemala. Fram kemur að ekki eru nema 9% málanna rannsökuð af lögreglu. Séu með því gefin skilaboð um að ofbeldi gegn konum sé í reynd samþykkt. Rjúpnastofninn vex Rjúpnatalningar Náttúrufræði- stofnunar Íslands nú í vor sýna að meðaltali 78% vöxt í stofninum en rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum milli ára. Ástand stofnsins nú er í samræmi við væntingar til tíma- bundinnar friðunar haustið 2003. Barátta um yfirráð Feðginin í BYKO, Steinunn Jóns- dóttir og Jón Helgi Guðmundsson, komu í veg fyrir það í byrjun þess- arar viku, að nýtt eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar, Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar næði að kaupa ráðandi hlut í Íslandsbanka. Feðginin tóku ákvörðun um að selja Burðarás hlut Steinunnar vegna óánægju með þró- un mála innan bankans í liðinni viku. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                     TVEIR nýir stjórnarmenn í fimm manna stjórn Landakotsskóla voru skipaðir í gær en þeir eru báðir úr röðum foreldra. Á hitafundi skóla- stjórnar og foreldra í fyrrakvöld komu fram kröfur um að stjórnar- menn segðu af sér. Á fundinum und- irrituðu ennfremur átta kennarar yf- irlýsingu sama efnis auk þess sem þeir kröfðust þess að Hjalti Þorkels- son sem hefur sagt af sér sem skóla- stjóri og kaþólski biskupinn Jóhann- es Gijsen skipuðu saman nýja stjórn. Formaður stjórnar og ritari, Gunnar Örn Ólafsson og Jóhanna Long, víkja sæti en við taka Þórunn Erhardsdóttir, formaður foreldra- ráðs skólans, og Björg Thorarensen lagaprófessor. Þórunn Erhardsdóttir er nú að ljúka formannsári sínu í foreldraráði og segist hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum með hag skólans fyrir brjósti. Hún hafi reynt að vera hlut- laus og ekki taka þátt í væringum heldur vinna að lausnum. Manna- skiptin séu viss sáttahönd frá kirkj- unni þótt ekki sé gengið alla leið. „Það er dagljóst að framtíð skól- ans er í stórhættu því þorri foreldra er á einu máli um að fara með börnin annað,“ sagði Gísli Rúnar Jónsson foreldri. Hann sagði að skólastjórn hefði á fundi með foreldrum orðið svarafátt. Hið mjög svo öfluga for- eldraráð undir forystu Þórunnar og Eddu Helgason hefði legið yfir mál- inu og reynt að leita lausna. Í skóla- stjórn hefði enginn látið sér segjast fyrr en upp hefði komið þessi frá- bæra hugmynd foreldraráðs um að foreldrar tækju sæti í stjórn, þótt það væri aðeins byrjun. Í yfirlýsingu frá séra Hjalta Þor- kelssyni í gær tók hann skýrt fram að hann óskaði ekki eftir endurráðn- ingu sem skólastjóri og myndi undir engum kringumstæðum taka við því starfi aftur. Hann hvatti alla máls- aðila til að leita jákvæðra leiða. „Nei, kennarar hafa enn ekki ákveðið viðbrögð í kjölfar þessara nýjustu frétta,“ sagði Laufey Jóns- dóttir einn þeirra kennara sem fóru fram á afsögn skólastjórnar og end- urkomu Hjalta. „Auðvitað hefði ver- ið stórmannlegra af stjórninni að segja af sér í heild. En þetta er allt í áttina. Þó hefði mér fundist að einnig ætti að koma inn í stjórnina Edda Helgason rekstrarhagfræðingur sem hefur unnið ötult starf innan foreldraráðsins,“ sagði Laufey sem vill að séra Hjalti haldi áfram. Tveir nýir skipaðir í stjórn Landakotsskóla Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is KATRÍN Sigurðardóttir og Sædís Gunnarsdóttir skemmtu sér við að busla í skólagörðunum á Höfn í Hornafirði. Krakkarnir voru annars að setja niður kál og fræ og ætluðu síðan að borða uppskeruna í haust. Morgunblaðið/RAX Sullað í skólagörðunum „LANDAKOTSSKÓLI er framúrskarandi skóli og mikill missir að séra Hjalta, það eru allir foreldrar sammála um. Ég hef þó ekki tekið sérstaka afstöðu í málinu nema þá með börnunum mínum og þeirra hagsmunum,“ sagði Björg Thorarensen, nýr stjórnarformaður. Hún sagðist taka við stöðunni í kjölfar umleitana kaþólsku kirkjunnar og ekki vilja skorast undan heldur leggja sitt af mörkum. Björg er pró- fessor í lögum en sagðist ekki viss um á hvaða forsendum hún væri skipuð. Hún reiknar með að hitta stjórnina strax eftir helgi. Tek afstöðu með börnunum FORMENN og nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins komu sam- an til fundar í gær til að ræða ákvörðun ríkisendurskoðanda að kanna hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisbank- anna á sínum tíma. Niðurstaða fund- arins var m.a. sú að skoða betur lög- fræðileg álitamál í samráði við ráðgjafa flokkanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir það að vissu leyti orka tvímælis að Rík- isendurskoðun sé í þriðja sinn að fara yfir þessi mál. Stofnunin hefði átt að búa yfir þeim upplýsingum sem nú verða tilefni til frekari skoð- unar, þ.e. um eignatengsl Skinneyj- ar-Þinganess, fyrirtækis sem Hall- dór á hlut í, við S-hópinn svonefnda sem keypti Búnaðarbankann. Ingibjörg segir ennfremur að Halldór hafi sjálfur átt að vekja at- hygli á þessum eignatengslum. Fara verði eftir hæfisreglum stjórnsýslu- laga, sem ráðherrar lúti sem hluti af framkvæmdavaldinu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir að sú staða hljóti að vera erfið og umhugsunar- verð sem Ríkisendurskoðun sé kom- in í, þ.e. að vera í vaxandi mæli að endurmeta eigin niðurstöður í tengslum við einkavæðingu ríkis- bankanna. „Það eitt og sér að Rík- isendurskoðun sjái ástæðu til að hefja slíka skoðun er auðvitað stór- frétt og stórpólitískt mál. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist, að forsætisráðherra lands lendi í slíkri athugun,“ segir Steingrímur, sem telur að ekki þurfi að fara í grafgötur um „hvílík stórtíðindi“ það verði ef niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði forsætisráðherra í óhag. Stjórnarandstaðan skoðar lagaleg álitamál VÍSITALA neysluverðs í júní hækk- aði um 0,71% frá fyrra mánuði, og er nú 242,2 stig. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis er 228,2 stig, og hefur því hækkað um 0,35% frá því í maí, samkvæmt Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8% en án húsnæðis hefur hún lækkað um 0,2% frá júní 2004. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,5% verðbólgu á ári. Vísitala neyslu- verðs hækkar RÚMUR meirihluti félaga í Landssambandi lögreglumanna hefur samþykkt kjarasamning sem sambandið gerði nýlega við fjármálaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB var þátt- taka í atkvæðagreiðslunni rúm 60%. Þar af samþykktu 64% en nei sögðu 31%. Auðir seðlar og ógildir voru rúm 5%. Talningu lauk í gær. Lögreglumenn samþykktu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð dóms- málaráðuneytisins sem synjaði konu um að ættleiða barn frá Kína. Var ríkissjóði gert að greiða konunni 600 þúsund króna málskostnað. Konan, sem er 48 ára, hefur hvorki verið í sambúð né gift og hafði aldrei eignast börn. Hún sótti um forsamþykki til ættleiðingar barns til dómsmálaráðuneytisins. Ráðu- neytið hafnaði umsókn konunnar á þeim forsendum að hún væri alltof þung og það gæti leitt til alvarlegra sjúkdóma. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur meðal annars fram að af læknis- fræðilegum gögnum málsins verði ekki ráðið að konan sé haldin sjúk- dómi sem skerði lífslíkur hennar á næstu 15 til 20 árum. Hvergi komi fram í gögnum málsins að offita ógni heilsu konunnar eða muni gera það næstu 20 árin. Lítur héraðsdómur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest konunnar. Úrskurður um ættleið- ingu felldur úr gildi Í dag Fréttaskýring 8 Úr vesturheimi 34 Úr verinu 14 Umræðan 36/40 Viðskipti 16 Bréf 40 Erlent 18/19 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 21 Minningar 42/47 Akureyri 22 Dagbók 52 Landið 22 Víkverji 52 Suðurnes 24 Velvakandi 53 Árborg 24 Staður og stund 54 Daglegt líf 26/27 Menning 55/61 Ferðalög 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Listir 30 Staksteinar 63 Forystugrein 32 Veður 63 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.