Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 33
„Á TÍMUM einsleitninnar sem virð- ist einkenna alþjóðavæðinguna, deila listamenn samtímans ekki lengur sameiginlegum stíl, heldur viðleitni til að byggja upp heima persónulegrar fagurfræði; til að verja sitt eigið rými og skynjun á heiminum, styrkja sínar formrænu þarfir og byggja upp nýjan raun- veruleika,“ segir Maria de Corral, annar tveggja sýningarstjóra Fen- eyjatvíæringsins, í aðfararorðum sínum að sýningunni. Þessi orð hennar eiga ákaflega vel við sýningu Gabríelu Friðriks- dóttur, Versations/Tetralogía í Feneyjum sem opnuð verður form- lega í dag, því styrkur þess heims sem hún afhjúpar þar er einmitt hennar persónulega fagurfræði – hennar eigin leið til að skynja heim- inn og byggja upp nýjan raunveru- leika. Rétt fyrir opnun í gær sagði Laufey Helgadóttir sýningarstjóri að ef marka mætti hversu Gabríela hefði verið önnum kafin við viðtöl frá því foropnanir hófust væri ljóst að sýning hennar vekti mikla at- hygli. Íslendingar munu ekki sýna framar í finnska skálanum Við opnun íslenska skálans í gær var mikið fjölmenni, og óhætt er að fullyrða að hingað til hafi aldrei verið jafnfagmannlega að verki staðið við þátttöku Íslands og að þessu sinni. Enda mikilsvert, því þátttaka á Feneyjatvíæringnum, þessari mikilvægustu myndlist- arhátíð heims, getur orðið til þess að skipta sköpum í ferli þeirra sem þar sýna verk sín, auk þess sem sýningin er jafnframt andlit ís- lensks myndlistarheims út á við hverju sinni. Veðurblíðan lék við gesti sem nutu íslensks vatns, lambakjöts og ítalsks freyðivíns undir skafheiðum himni og merkja mátti marga mikilvæga gesti úr myndlistarheiminum, galleríista, sýningarstjóra og safnstjóra á svæðinu, auk fjölmargra lista- manna, íslenskra og erlendra. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og sendi- herra Íslands í París, Tómas Ingi Olrich, heiðruðu einnig samkom- una með nærveru sinni. Það var Þorgerður Katrín sem tók til máls á eftir Laufeyju Helga- dóttur og lýsti sýninguna formlega opna. Ráðherra sagði m.a. að opn- un tvíæringsins væri ætíð mjög sér- stakur viðburður, og að íslenska ríkinu væri heiður að því að kosta þátttöku íslensks listamanns á sýn- inguna nú eins og það hefði gert í undanfarna tvo áratugi. Hún bauð gesti velkomna en vísaði síðan í orðum sínum til þess að Íslendingar munu væntanlega ekki sýna oftar í skálanum sem þeir hafa haft afnot af í áraraðir, þar sem Finnar, sem eiga skálann, hyggjast nýta hann sjálfir. „Ég get þó fullvissað ykkur um að það er einbeittur vilji okkar að tryggja þátttöku íslensks lista- manns,“ sagði hún. Í kvöld, laugardagskvöld, verður veisla til heiðurs listamanninum og framlagi hennar til tvíæringsins í gömlu leikhúsi í Feneyjaborg, en þar munu koma fram þeir lista- menn sem lögðu hönd á plóginn við myndbandsverkin í innsetningu Gabríelu; þau Björk Guðmunds- dóttir, Borgar Þór Magnason, Daníel Ágúst Haraldsson, Gabríela sjálf og Erna Ómarsdóttir. Þau munu fremja gjörning sem verður að einhverju leyti spunninn á staðn- um, en hann markar lokaáfangann á því langa ferli sem liggur að baki sýningunni, sem síðan mun standa þar til tvíæringnum lýkur í haust. Íslenski skálinn opnaður í Feneyjum í gær Aldrei hefur verið jafn fag- mannlega að verki staðið Morgunblaðið/Fríða Björk Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra við opnun íslenska skálans í Feneyjum. Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 33 g ekki aður, en gaf ég iðin lmur ver- num. ugavert gi en í málefnum einkar marga gnum ég hafi su n þess má sst dag ð sína. r gald- álmur sé ég sann- óðri a gaman na við, í geðgóð- jög mik- ilvægt, að vera hæfilega kærulaus,“ segir Vilhjálmur kíminn. Frá því Vilhjálmur tók við for- mennskunni árið 1990 hafa gríð- arlegar breytingar orðið á sveit- arstjórnarstiginu, má þar t.d. nefna færslu grunnskólans og viðamikil sameining sveitarfélaga. „Þegar ég tók við formennsku þá voru sveit- arfélögin 204 en eru núna 101 og stefnt er að því að þeim fækki enn frekar á næstu árum,“ segir Vil- hjálmur, en að hans mati hefur um- ræðan um sameiningu orðið til þess að efla sveitarstjórnarstigið jafn- framt því að auka skilning íbúanna á því hversu þýðingarmikið það er að sveitarfélögin haldi sjálfsforræði sínu og þeim sé gert kleift að sinna þjónustuhlutverki sínu við íbúana. Stærsti áfanginn í formannstíð Vilhjálms er án efa flutningur grunnskólans sem hann tók þátt í að undirbúa. „Þarna er um að ræða langstærsta og viðamesta verk- efnaflutning frá ríki til sveitarfélaga fyrr og síðar. Það var mjög vel unnið að þessu, bæði af hálfu sveitarfélag- anna og ríkisins, en þetta verkefni er dæmi um gott samstarf og samráð þessara tveggja aðila. Ég er mjög stoltur af því að þetta skuli hafa náð fram. Þegar við lögðum af stað með verkefnið voru menn alls ekki á eitt sáttir um að þetta væri rétt og fjöl- mennur hópur bæði sveitarstjórn- armanna og kennara lagðist í raun gegn flutningum. En með mikilli umfjöllun, umræðu og samráði þá hafðist þetta og ég held að í dag dytti engum í hug að snúa til baka. Ég tel að sveitarfélögin hafi staðið sig af- skaplega vel í því að efla grunnskól- ann, stuðla að nýjungum og nýjum vinnubrögðum í skólastarfinu.“ Talið berst að framtíðinni og hver brýnustu verkefnin framundan eru. Vilhjálmur segir sambandið í sam- vinnu við félagsmálaráðuneytið vera að vinna að eflingu sveitarstjórn- arstigsins. „Meðal þess sem um hef- ur verið rætt er frekari flutningur verkefna frá ríki yfir til sveitarfélaga sem gæti hugsanlega átt sér stað ár- ið 2007. Þá erum við að tala um mál- efni fatlaðra, ýmsa þætti öldr- unarþjónustunnar og heilsu- gæslunnar, auk einstakra þátta samgöngumála. Mín skoðun er sú að farsælast og skynsamlegast sé að nærþjónustan við íbúana sé í hönd- um sveitarfélaganna,“ segir Vil- hjálmur og tekur fram að verkefnin verði þó ekki flutt nema sveit- arstjórnarmenn séu sáttir við þá tekjustofna sem fylgja þeim. Það líður að lokum viðtalsins, en ekki er hægt að sleppa Vilhjálmi án þess að forvitnast um framtíðarplön hans. Spurður hvort hann hafi hug- leitt það hversu lengi hann ætli að starfa fyrir sambandið segir Vil- hjálmur ómögulegt fyrir sig að svara því. „Ég hef aldrei vitað hvað biði mín í næstu framtíð og yfirleitt hafa hlutirnir gerst fremur óvænt,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Þannig ætlaði ég mér ekkert endilega að vera borgarfulltrúi í 23 ár og ég ætl- aði mér heldur ekkert að vera for- maður sambandsins í hartnær 16 ár. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki hafa gert upp við sig hvort hann muni gefa kost á sér til áframhald- andi formannssetu á vegum sam- bandsins, en formannskosningar fara fram í september að ári. Það eina sem Vilhjálmur segir ljóst á þessari stundu varðandi framtíðina er að hann mun taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í borginni enda þegar búinn að lýsa því yfir að hann gefi kost á sér í efsta sæti listans. silja@mbl.is að vera rulaus“ Morgunblaðið/Eyþór n, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. AF sambandsins má rekja til bæði til egra aðstæðna og persónu eins Jónasar heitins Guðmundssonar. kreppan árið 1930 hafði mikil áhrif á itarfélaganna í landinu þar sem aðal- ofn þeirra hrundi nánast og lá við oti margra sveitarfélaga. Ríkisvaldið í miklar ábyrgðir og aðstoðaði sveit- við að komast hjá gjaldþrotum. Í því ð hafa yfirumsjón með þessum björg- gerðum var stofnað embætti eftirlits- sveitarfélaganna og var ráðinn í það Guðmundsson sem gegndi starfinu til s átti að baki áratuga störf sem bæj- úi og alþingismaður. Í því starfi hafði aft mikil kynni við sveitarstjórn- n um allt land og hafði fylgst með þró- tarstjórnarmála á Norðurlöndunum. ar sannfærður um að sveitarstjórn- n þyrftu að eignast vettvang, þar sem tu borið saman bækur sínar. Í árslok óf Jónas útgáfu tímaritsins Sveit- narmál fyrir eigin reikning, en í orðum fyrsta tölublaðs hvatti hann til þess að stofnaður yrði fé- lagsskapur meðal sveit- arstjórnarmanna. Hug- myndin vakti nokkra eftirtekt og árið 1943 var stofnuð nefnd þriggja sveitarstjórnarmanna til að kanna hvort skyn- samlegt væri að stofna samband sveitarfélaga á Íslandi. Auk Jónasar áttu sæti í nefndinni Guð- mundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjavík, og Björn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Nefndin sendi erindi til allra 218 sveitarfélaga í landinu til að kanna áhuga þeirra. Í fyrstu voru við- brögð frekar dauf en þegar 53 þeirra höfðu boðað aðild sína að sambandinu var boðað til stofnfundar sem haldin var í Reykjavík dag- ana 11.-13. júní 1945. Fyrsta stjórn sambandsins var auk Jón- asar skipuð þeim Klemenz Jónssyni, Sig- urjóni Jónssyni, Birni Jóhannessyni og Helga H. Eiríkssyni. ambandið verður til Jónas Guðmundsson ÍSLENDINGAR ættu að rækta byggingararfleifð sína af því torfbæirnir eru dæmi um vel heppnaða byggingarlist og hluti af því sem þið eruð,“ segir Nils Mar- stein sem situr fyrir hönd Norður- landanna í alþjóðaarfleifðarnefnd UNESCO, Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Nor- rænir þjóðminjaverðir halda árleg- an fund sinn á Íslandi 9.-12. júní en fundurinn er samstarfsvettvangur um samráð í málefnum tengdum minjavörslu. Nils finnst áhugavert að á Íslandi sé fornleifauppgröftur í miklum brennidepli og jafnvel meiri en tíðk- ist annars staðar á Norðurlöndum en það sé þó jákvætt. Jafnframt tel- ur hann þó að Íslendingar ættu að rækta vel byggingararfleifð sína því hún sé um margt merkileg og mik- ilvægur hluti okkar sögu og þróun- ar. Þótt ekki sé um að ræða háreist- ar dómkirkjur séu torfbæirnir dæmi um vel heppnaða byggingar- list. Nils Marstein mætir til leiks á fundinn fyrir hönd Noregs, en hann starfar sem aðalframkvæmdastjóri þjóðararfleiðar Noregs. Hann segir að staða sín sé ekki fyllilega sam- bærileg stöðu þjóðminjavarðar á Ís- landi, þar sem hans starfssvið liggi raunar utan eiginlegra safna. Hann hafi að gera með fornleifagröft, byggingararfleifð, skip og stór mannvirki á borð við hafnir. Noregur á nú sæti fyrir hönd Norður- landanna sem eitt af 21 ríki í al- þjóðaarfleifðar- nefndinni sem starfar á vegum Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á fundi nefndarinnar í Kína í fyrra segist Nils einmitt hafa kosið um hvort Þingvellir færu á heimsminjaskrá UNESCO yfir staði sem hafa sérstaka þýðingu vegna menningararfleiðar eða nátt- úru. Hann segir raunar að kosninga- ferlið í tilviki Þingvalla hafi verið sérstaklega auðvelt. Íslensk stjórn- völd hafi undirbúið beiðnina og kynnt fyrir nefndinni og ekki hafi skapast neinar umræður um málið – þeirra hafi einfaldlega ekki verið þörf. Þingvellir hafi mikla sérstöðu og að í hugum fólks standi staður- inn fyrir meiri háttar afrek í sögu mannkyns, stofnun elsta starfandi þings í heimi. Næsti fundur alþjóðaarfleifðar- nefndarinnar fer fram í Durban í Suður-Afríku. Mest hlakkaði Nils til að sjá hvort firðirnir á vestur- strönd Noregs kæmust á heims- minjaskrána. Engin tilnefning um íslenskan stað lægi fyrir að þessu sinni en hann væri viss um að fljót- lega kæmi að því og nefndi í því samhengi að íslenskir torfbæir ættu þar vel heima. Norrænir þjóðminjaverðir funda á Íslandi Morgunblaðið/Eyþór Þjóðminjaverðir Norðurlanda funda nú á Íslandi. Nils Marstein „Þingvellir voru auðveldir“ Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.