Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 27

Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF Tími fífilsins errunninn upp oghvaða garðeigandi kannast ekki við árlegt stríð við túnfífla, sem nær ómögulegt er að ná úr grasflötinni. Sumir eru jafnvel þeim eig- inleikum gæddir að þeir leggjast flatir undir sláttuvélina og rísa upp í öllu sínu veldi eftir að vélin fer hjá. „Túnfífill er bundinn við rækt- að land og þrífst ekki í rýrum jarðvegi,“ segir Kristinn H. Þor- steinsson, formaður Garðyrkju- félags Íslands. „Það eru þessir hefðbundnu túnfíflar sem við fáum inn á lóðina en svo eru til aðrir algengir um allt land sem valda ekki vandræðum í görðum. Túnfífillinn aftur á móti virðist aðlagast aðstæðum og verða smá- vaxnari eftir því sem oftar er slegið yfir hann. Þannig sleppur hann oft.“ Kristinn segir að verið sé að gera tilraunir með sjóðandi heitt vatn gegn túnfíflum og að það hafi gefið góða raun. „Við sting- um niður um 2ja cm (þvermál) plaströri sem þolir heitt vatn yfir plöntuna, lokum hana af og hellum heitu vatni í rörið,“ segir hann. „Það myndast að vísu brunagat í grasflötina, sem verð- ur að sá í og allt drepst sem vatn- ið fer yfir en með röri er skaðinn staðbundinn og vatnið er betra en hormón eða eitur. Ef þetta er gert á hverju vori og farið yfir með mosatætara á eftir þá eiga fíflafræin erfitt með að komast inn í grasið og í snertingu við jarðveginn.“ Kristinn segir að einn ketill af heitu vatni ætti að duga á 10–12 fífla en vatnsmagnið verði hver og einn að finna út fyrir sig og ekki má gleyma gúmmíhönsk- unum því vatnið er heitt. Heitt vatn í stríðið við túnfífilinn  GRÓÐUR Haraldur Guðmundsson garðyrkjufræðingur beitir heitavatnsaðferðinni á túnfífil. Morgunblaðið/Golli Steinunn Halla Halldórsdóttir með túnfífil. HANDHNÝTTAR antíkmott- ur þarf að hugsa vel um og á vef BBC eru gefin góð ráð til þess að lengja líf þessara verðmæta enn frekar. Þar kemur m.a. fram að skyndi- legar hita- og rakabreytingar séu afar óæskilegar fyrir teppin. Ef sólin skín á mott- urnar geta litirnir dofnað og því er ráðlagt að draga fyrir á björtustu tímunum ef antík- mottur eru á stað sem sólin nær til þeirra. Arineldur í ná- grenni antíkmottu er ekki góð hugmynd og ekki heldur ágangur pinnahæla, að því er sérfræðingar BBC greina frá. Ráðið er frá því að nota lím til að festa mottur á sín- um stað, en nota í staðinn stamt undirlag án líms. Alls ekki hefta eða negla mottur fastar. Séu gæludýr á heim- ilinu verður fólk að gera sér grein fyrir því að klærnar geta skemmt motturnar, að ekki sé talað um dýrahland sem erfitt er að ná úr antík- mottum. Þegar motturnar eru ryk- sugaðar er mælt með að nota hægar hreyfingar og ekki á móti þráðunum. Hellist vökvi á mottuna er best að nota pappír til að ná honum úr. Ef litur kemur úr mottunni ætti að hafa samband við sérfræð- ing. Ekki ætti að nota hreinsiefni og alls ekki salt því það getur valdið meiri skemmdum.  NEYTENDUR Hugsum vel um handhnýtt- ar mottur Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.