Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku hjartans vin- kona okkar, mikið er nú sárt að fá ekki að sjá þig meira né heyra í þér í síma. Það var svo gaman þegar þú komst til okk- ar, alltaf fékkstu okkur til þess að hlæja, þótt við vissum hvert stemmdi hjá Englandsdrottningu okkar eins og ég kallaði þig alltaf því þú vildir alltaf vera svo fín og hrein þrátt fyrir erfiðleika þína í lífinu. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að kveðja þig, vina mín, á fimmtudaginn þegar þú hringdir í mig og baðst mig að senda þér kremið, það var svo einkennilegt að ég gerði mér ferð í heildsölu og keypti voða sæta hluti sem mér fannst þú þurfa að hafa inni í skáp til þess að gleðja þig og hressa, elskan. Það er með miklum söknuði að við kveðjum þig. Við biðjum algóðan guð að styrkja dóttur þína Drífu Sól, systur þína, föður og aðra aðstand- endur. Ætti ég hörpu hljómþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu ljóð mín líða, leita þín er ein ég gengi. Hildur, Þorgeir, Margrét og Sigríður. Ég kveð þig, ljóð mitt, í ljóði – Þú líður ennþá um bláinn sem söngur úr skógi, sem blærinn ber með blómilmi út yfir sjáinn. Við sungum það eina sumarnótt – Við syngjum það aftur við djúpið rótt, þegar dagurinn hinzti er dáinn. (Tómas Guðmundsson.) Sigurdís Gunnarsdóttir. HARPA SKJALDARDÓTTIR ✝ Harpa Skjaldar-dóttir fæddist á Akureyri 19. septem- ber 1967. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 5. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 10. júní. Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar Hulda hringdi í mig á mánudaginn var og sagði mér að Harpa væri dáin. Hulda hafði að vísu hringt í mig tveimur vikum áður til að segja mér frá veik- indum Hörpu en það var svo fjarri mér að hún ætti svo stutt eft- ir. Ég kynntist Hörpu í gegnum Huldu syst- ur hennar fyrir um 23 árum. Sex árum síðar var ég framkvæmdastjóri fyrirtækis sem rak nokkrar verslanir. Báðar systurnar unnu hjá fyrirtækinu en Harpa þó aðeins tímabundið á út- sölumarkaði á Laugaveginum. Hún var hörkudugleg og mikil „pjatt- rófa“. Henni var mikið í mun að halda sig til og halda umhverfi sínu hreinu. Mér er það minnisstætt þegar ég heimsótti þær systur á Tjarnargöt- una þá hélt maður fast utan um kaffibollann því um leið og maður setti hann frá sér var Harpa búin að taka hann og þvo. Harpa átti við mikil veikindi að stríða sem barn og hefur það eflaust sett svip sinn á líf hennar. Hún var mjög listræn en eins og oft virðist fylgja því fólki þá var hún mjög við- kvæm sál. Harpa var greind stúlka með skemmtilegan húmor og hefði ef- laust náð mjög langt ef hún hefði far- ið menntaveginn. Fyrir ellefu árum auðnaðist henni þó það dýrmætasta af öllu en það var að eignast Drífu Sól. Drífa Sól var skírð í höfuðið á Drífu mömmu Hörpu en aðeins eru sex mánuðir síðan hún dó úr krabba- meini eins og Harpa. Sorg fjölskyld- unnar er því mikil. Ég bið góðan guð um að vernda og blessa Drífu Sól, Huldu, Skjöld og aðra ættingja á erfiðum tímum. Ásdís Höskuldsdóttir. Með Jakobínu Schröder, Bínu, er síð- asti frumbygginn við Nýbýlaveg fallinn frá. Jóhann og Bína fluttu á Nýbýlaveginn árið 1937 sem þá var samfélag bænda og ræktunar- fólks sem fékk úthlutað landi með skilyrðum um ræktun þess. Þau byggðu sér íbúðarhús á einni hæð og settu á stofn gróðrarstöðina Birkihlíð sem var í eigu fjölskyld- unnar í rúm fjörutíu ár. Frumbýlis- árin voru erfið, landið stórgrýtt og mýrlent, ekkert rafmagn né sími og vatn var fengið úr eigin brunni. Árið 1949 keyptu foreldrar mínir og frændfólk helming Birkihlíðar- landsins og byggðu þar sitthvort íbúðarhúsið. Í framhaldinu teiknaði pabbi og byggði rishæð á hús Bínu og Jóhanns svo úr var götumynd þriggja húsa við Nýbýlaveginn. Þau hjónin voru samheldin í ræktuninni og þó svo gróðrarstöðin væri lítil þá var þar fjölbreytt rækt- un sem breiddist út og fegraði hrjóstrugt umhverfi húsa í Kópa- vogi og víðar. Jafnframt ræktuninni sáu þau um viðhald og umhirðu ým- issa garða m.a. Alþingishússgarðs- ins og Jóhann hannaði Hlíðargarð sem var fyrsti skrúðgarður Kópa- vogsbúa. Við Baldur voru yngstir fjöl- skyldnanna þriggja og lékum okkur því mikið saman. Ég var því tíður gestur í Birkihlíð og á ljúfar minningar úr eldhúsinu hjá Bínu yfir mjólkurglasi og dönsku bakkelsi. Eftir að Bína flutti úr Birkihlíð spjölluðum við eitt sinn saman um gamla tíma og var greinilegt að hún JAKOBÍNA H. SCHRÖDER ✝ Jakobína Hans-ína Beck Schröd- er fæddist á Sóma- stöðum við Reyðar- fjörð 11. september 1909. Hún lést á Landspítalanum 25. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 1. júní. fylgdist vel með öllu sem var að gerast á fornum slóðum. Á þeim tíma var unnið að framkvæmdum við úti- vistarsvæðið í Foss- vogsdal, neðsta hluta af hinu gamla erfðafes- tulandi Birkihlíðar. Gaman var að heyra hversu vel Bína hafði ætíð fylgst með sínu nánasta umhverfi og lýsti hún fyrir mér, eins og það hefði gerst í gær, hvernig og hverjir höfðu ræktað landið beggja vegna Fossvogslækj- ar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég Ernu, Baldri og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Yngvi Þór Loftsson. Þegar ég var lítil stelpa að skott- ast niðri í Birkihlíð var ég fullviss um að amma mín, Jakobína, lenti bæði í fleiri ævintýrum og þekkti betra og skemmtilegra fólk en aðrir. Seinna meir varð mér það þó ljóst að það var hennar einstaka frásagn- argáfa sem gerði allt svo miklu myndrænna og skemmtilegra sem hún upplifði. Og vegna hennar eigin fordómaleysis gagnvart náunganum urðu allir að góðu fólki í kringum hana, breyskir sem óbreyskir. Hún amma mín var nefnilega alveg ein- staklega fordómalaus og umburðar- lynd gagnvart öllu. Ég man ekki eftir að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum né nokkru, hún átti alltaf til hlý orð í garð okk- ar allra. Og alltaf gat hún fundið kómískari hliðina á lífinu. Hennar ásjóna var einstaklega hlý og falleg, augun svo full af brosi að það yljaði manni alltaf um hjartarætur að hitta hana. Amma hafði einstakan hæfileika til að láta öllum líða betur með sjálfan sig, hún benti okkur alltaf á jákvæðu hliðarnar á lífinu. Mér er efst í huga núna atburður úr barnæsku minni, þar sem ég var að kvarta yfir því við hana að önnur systir mín bæri drottningarnafn og sú eldri hefði sama nafn og falleg- asta rósin í gróðurhúsinu hjá afa og ömmu. Amma brosti með augunum og sagði við mig það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig, hún sagði að afi hefði fundið mig innan um bláhnoðrana í gróðurhúsinu þeirra og að ég væri með augu á lit- inn eins og þeir. Hún vissi að blá- hnoðrar voru mín uppáhaldsblóm, og hún vissi hvernig átti að kæta barnshjartað. Amma og afi ráku um árabil gróðrarstöðina í Birkihlíð í Kópa- vogi. Þangað var ætíð gaman að koma, mikið amstur í kringum þau og síðar hana eftir að afi dó. Ég man eftir að hafa farið með vinkon- um mínum og tjaldað í garðinum hjá ömmu, ætlunin var að sofa þar úti um nóttina, sem við og gerðum. En ekki fyrr en við vorum búnar að fara í fótabað í gosbrunninum, amma fékk Danda frænda til að kveikja á honum fyrir okkur, og drekka kók og borða ritzkex inni í eldhúsi hjá henni. Það eru líklega áhrif frá ömmu sjálfri sem gera það að verkum að allar minningar um hana eru sem stuttar myndir í huganum á mér núna, litlar sögur sem koma til með að geymast en ekki gleymast. Og vonandi get ég sjálf sagt mínum börnum og barnabörnum frá þeirri upplifun sem það hefur verið að um- gangast hana. Það var alveg sama hversu langt leið á milli þess sem við hittumst, amma var alltaf með á hreinu hvað ég var að gera og hún fylgdist með öllum verkum okkar Arnars í gegnum árin. Hún vissi alltaf hvaða verkefni var í gangi í það og það skiptið og gaf sér tíma til að horfa á þætti Arnars og hrósa honum fyrir þegar henni þótti vel gert. Arnar hefur oft nefnt hana sinn dyggasta áhorfanda, og fannst eins og okkur öllum gott að fá hrós frá henni. En nú er komið að kveðjustund okkar allra til þín, elsku amma, við komum til með að geyma minningu þína alla tíð. Ásvaldur Fróði sonur okkar sagði svo fallega þegar að hann vissi að langamma væri dáin, „núna getur hún alltaf verið hjá okkur öllum“ og við Arnar, Jökull, Ásvaldur Fróði og Dagur vitum að það er svo satt. Ragnhildur. DAVÍÐ GUÐMUNDSSON INGIBJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR ✝ Davíð Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 7. júní 1919. Hann andaðist á LSH í Fossvogi 19. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 27. janúar. Ingibjörg Friðfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1924. Hún and- aðist á krabbameins- lækningadeild 11E á Landspítala við Hringbraut föstu- daginn 13. maí síð- astliðinn og var jarðsungin í kyrr- þey frá Lágafellskirkju. bar vott um og var okkur öllum mikil fyrirmynd og til eftirbreytni. Það er óhætt að segja að þau hafi lifað heið- arlegu lífi og lífsmottó þeirra hafi ver- ið að byggja líf sitt á kærleika og hlúa að honum til uppbyggingar bæði fyrir sig og samferðafólkið. Ræktarsemi þeirra við vini og vandamenn var ein- stök. Það var til dæmis þannig að fyrstu jólastjörnurnar voru ekki fyrr komnar í búðirnar en þau voru komin með þær færandi hendi. Heimili þeirra stóð vinunum alltaf opið af ein- stakri gestrisni. Þegar þau hafa nú sameinast á ný viljum við þakka þeim báðum fyrir allt sem þau voru okkur, þakka vináttuna, fyrirmyndina sem þau voru okkur öllum og óskum þeim góðrar heimkomu í ríki Guðs. Vinirnir í Matarklúbbnum. Nokkrum orðum viljum við með þakklæti minnast góðra vina. Þau lét- ust aðeins með tæpra fjögurra mán- aða millibili. Davíð Guðmundsson 19. janúar og Ingibjörg Friðfinnsdóttir, eða Inga eins og hún var alltaf kölluð, 13. maí síðastliðinn. Við urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að eignast þessi sæmdarhjón fyrir vini en segja má að kynnin hafi orðið til í gegnum Stefaníu dóttur þeirra hjóna og Sverri tengdason þeirra. Þau voru heldur eldri en við hin en samt varð maður aldrei var við þann aldursmun, slík var gleðin og geislandi fjör og kraftur. Það var mikill kærleikur á milli þeirra hjóna sem allt líf þeirra Það er alltaf sárt að kveðja en sem betur fer gera minningarnar kveðjustundina oft bærilegri. Minningar sem við getum haldið í, yljað okkur við og oftar en ekki brosað yfir því þessar minningar getur enginn tekið frá okkur. Þannig er það með minningarnar um Nínu frænku. Húmor, glettni og smitandi hlát- ur eru eiginleikar sem lýsa frænku minni vel. Hún var flinkust allra að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutun- um. Það sem mamma, pabbi og Nína gátu hlegið í eldhúsinu á Tún- götunni þegar verið var að rifja upp atburði liðinna tíma eða fíflast með menn og málefni líðandi stundar. Hlátrasköllunum ætlaði seint að linna. „Hún Nína kann ekki að vera reið.“ Að þessari niðurstöðu kom- umst við Regína eitt sinn þegar við vorum að leika okkur. Við höfðum þá týnt peningaveski Nínu og vor- um hálfsmeykar við viðbrögðin. En Nína varð ekkert reið við okkur þótt við hefðum eflaust átt ein- hverjar ávítur skilið. Nína kunni JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Jónína Bene-diktsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. október 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans við Kópavog 29. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 7. júní. líka að spá og það voru ófá skiptin sem hún spáði fyrir mér og vinkonum mínum á gamlárskvöld með því einu að horfa í augun á okkur. Sjálf talaði hún um að þessir spá- dómar sínir væru „ansi villtir“ og hún vissi ekkert hvað hún væri að segja en við stelpurnar trúðum hverju einasta orði því alltaf var bjartri fram- tíð spáð. Með Nínu kom alltaf eitthvað gott, það er erfitt að finna rétta orðið en það var alltaf svo gott þegar hún kom í heimsókn. Hún hafði svo góða nærveru, kunni ráð við öllu og gat gert gott úr öllu. Minningarnar eru óteljandi og svo mikils virði. Ég kveð kæra frænku og þakka henni allar góðu samverustundirn- ar. Mamma, Markús og ég sendum öllum þeim sem þykir vænt um Nínu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín Luise. Þegar mér bárust þær fréttir að hún Nína væri dáin, verð ég að játa að það fauk hreinlega í mig þegar ég hugsaði: Er ekki nóg komið? Mig langar að minnast Nínu í örfá- um orðum. Þegar ég hugsa til baka dettur mér í hug opinn gluggi á rauðu reisulegu húsi sem stendur við Grýluvoginn í Flatey. Út um gluggann berst ómur af söng og glaðværð og oft á tíðum þegar þannig stóð á, bankaði maður upp á og tók þátt í gleðskapnum. Við píanóið hans Lúlla sat Regína, móðir Nínu, gjarnan og allir sem einn, ungir sem eldri, sungu við raust. Og sumir fengu sér ,,braggð“. Fólkið í Ásgarði bar alltaf með sér, og ber enn, sérstaka glaðværð og glæsimennsku. Og ekki fór framhjá neinum þegar systurnar, dætur þeirra Benna og Regínu, voru mættar á svæðið. Einnig er mér minnisstæður áhuginn og framkvæmdagleðin hjá Nínu þegar hamrar, sagir, bárujárnsnagarar, lóðbretti, sporjárn, pottar, sleifar, fiskspaðar og önnur verkfæri sem nauðsynleg eru til þess að gera upp gömul hús, voru hafin á loft í og við Ásgarð. Þar var tekið á af miklum myndarskap og fallegu húsi sýndur sómi. Þaðan veit ég að glaðvær söngur mun um ókomin ár berast út um opinn glugga þótt við, nú um stund, höfum misst enn eina röddina úr kórnum. Eftir fremur kalt vor er sumarið komið í Flatey. Æðarfuglinn er fyrir löngu sest- ur upp og varpið komið vel af stað. Ritan flögrar um, nýorpin í Höfn- inni, krían fer um loftið með sínu háværa en ómissandi gargi og óð- inshaninn iðkar kröftugar sundæf- ingar á polli í Skansmýrinni. Á steini tiplar máríuerlan sem var, er og verður alltaf svo falleg og góð. Elskulega fjölskylda, ástvinir og aðrir vandamenn, ég, mamma og Magnús sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls in- dællar manneskju, Jónínu Bene- diktsdóttur. Tryggvi í Flatey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.