Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ að sem mun hafa gert útslagið með að Steinunn Jóns- dóttir ákvað að selja Burðarási sinn hlut, var megn óánægja hennar með þróun mála innan Íslandsbanka í liðinni viku. Karl Wernersson, annar stærsti hlut- hafinn í Íslandsbanka, ásamt systk- inum sínum, boðaði samkvæmt mínum heimildum, Steinunni til fundar við sig í síðustu viku, ásamt þeim Einari Sveinssyni, formanni stjórnar Íslands- banka, og Jóni Snorrasyni, stjórn- armanni í Íslandsbanka. Þar mun hann hafa reifað við- skiptaáform sín sem voru eitthvað í þessa veru: Hann greindi þeim frá því að hann, í félagi við Hannes Smárason, stjórnarformann FL Group (fyrrver- andi eiginmann Steinunnar) og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs Group, væri að undirbúa stofnun eign- arhaldsfélags. Eignarhaldsfélag þeirra myndi síðan kaupa öll bréf Straums í Íslandsbanka og einnig bréf Werners- systkina, auk þess sem félagið kæmi til með að kaupa Sjóvá-Almennar. Hann og systkin hans hygðust eiga 51% í eignarhaldsfélaginu og þeir Hannes og Jón Ásgeir myndu skipta með sér 49% í félaginu, sem yrði með ráðandi hlut í Íslandsbanka. Feðginunum nóg boðið Steinunni var nóg boðið og sömu- leiðis Jóni Helga, föður hennar, þegar hann fékk fregnir af fundinum, og leit- aði eftir staðfestingu Karls Werners- sonar á áformunum, hverja hann fékk. Það var undir þessum kring- umstæðum sem feðginin tóku þá ákvörðun að selja Burðarási hlut Steinunnar á genginu 13,6, samtals fyrir 7.340 milljónir króna. Burðarás er, eftir kaupin á hlut Steinunnar, þriðji stærsti hluthafinn í Íslandsbanka, með 7,46% hlut, næstur á eftir Straumi Fjárfestingarbanka, sem á 21,24% og félögum í eigu Karls Wernerssonar og systkina, sem sam- tals eiga 12,5% hlut í bankanum. Samkvæmt þeirri könnun sem ég hef gert á því hvernig menn munu verja atkvæðum sínum þegar og ef til hluthafafundar kemur, virðist sem Burðarás, Straumur og ákveðnir hlut- hafar í Íslandsbanka í samstarfi við þessa tvo stóru hluthafa, standi betur í baráttunni um ráðandi hlut í Íslands- banka. Þó er það ekki óyggjandi, því hér á eftir fer sundurgreining á því hvernig flestir hinna 20 stærstu hlut- hafa í Íslandsbanka munu verja at- kvæðum sínum, komi til stjórnarkjörs á hluthafafundi. Tuttugu stærstu eiga 64,5% Tuttugu stærstu hluthafarnir eiga um 64,5% hlut í Íslandsbanka, þannig að það geta verið atkvæði litlu hluthaf- anna í Íslandsbanka, sem ráða úrslit- um um það hvort núverandi meirihluti bankastjórnar heldur velli, eða nýr meirihluti nær völdum. Búist er við því að boðað verði til hluthafafundar í Íslandsbanka ein- hvern tíma á næstunni, en að lágmarki þarf tveggja vikna boðunarfrest fyrir slíkan fund. Þar er jafnvel búist við að nýr ráðandi meirihluti í bankanum verði myndaður. Hvorug fylkingin ætlar þó að rasa um ráð fram, heldur halda áfram að vinna í baklandi sínu, meðal smærri hluthafa og bíða eftir því að bera fram ósk um hluthafafund, þar til önnur hvor fylkingin hefur gulltryggt sér yfir 50% atkvæða í Íslandsbanka. Þeir hluthafar sem forsvarsmenn Straums og Burðaráss treysta á stuðn- ing frá, auk eigin atkvæða, eru, sam- kvæmt mínum heimildum: Arion safn- reikningur, sem er skráður fyrir 2,93% hlut. Arion er bakvinnslufélag í eigu KB banka, þar sem vistuð eru hluta- bréf í mismunandi eigu. Segja má að slíkir reikningar gegni því hlutverki að vista hlutabréf, þar sem eigendur þeirra telja óheppilegt að eignatengsl þeirra sjáist. Þeir sem eiga bréfin í reynd, fara með atkvæðisrétt sinna bréfa; Landsbanki Íslands hf. 1,61%; Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,43%; Lífeyrissjóður verslunarmanna 1,32%; Lífeyrissjóður sjómanna (sem nú heitir Gildi) 0,89%; Fjárfestingarsjóður Búnaðarbank- ans 0,89%; Samherji hf. 0,86% og Jón Ásgeir Jóhannesson, 0,74%. Þetta jafngildir um 38,5% hlut í Ís- landsbanka og þar að auki staðhæfa- viðmælendur úr röðum Burðaráss og Straums, að þeir hafi tryggt sér stuðn- ing fjölda smærri hluthafa, þannig að samtals hafi þeir tryggt sér stuðning frá um 41% hluthafa í Íslandsbanka. Það sem aftur gæti virkað til lækk- unar á þeirri tölu, eru staðhæfingar úr röðum meirihlutans, í þá veru að Straumur geti ekki farið með atkvæði alls síns skráða hlutar, sem er 21,24%, heldur einungis um 18%, þar sem ann- ar eigandi en Straumur eigi í raun og veru liðlega 3%. Íslandsbanki á 5,07% Þeir hlutir, sem tryggt má telja að þeir Bjarni Ármannsson og meirihluti bankastjórnar Íslandsbanka, geta litið á sem örugg stuðningsatkvæði eru: Hlutur Milestone Import Export Ltd og Milestone ehf. sem eru í eigu Ingunnar Wernersdóttur, Karls Wernerssonar og Steingríms Wern- erssonar. Félög þeirra eiga 12,52% í Íslandsbanka; Hluturinn sem Jón Helgi Guð- mundsson, í BYKO, seldi Bjarna Ár- mannssyni, Einari Sveinssyni og fimm framkvæmdastjórum Íslandsbanka og nemur 1,78% hlut í bankanum; Hrómundur ehf. 1,89% hlutur, félag í eigu Einars Sveinssonar; Hafsilfur ehf. 1,23%, félag í eigu Benedikts Sveinssonar. Samtals ráða þeir bræður Benedikt og Einar Sveinssynir yfir um 4,8% atkvæða í Ís- landsbanka, Bjarni Ármannsson um 2% og aðrir stjórnendur um 2,5% at- kvæða. Samtals gerir þetta 21,82% at- kvæða, en það skal áréttað hér, að óvissuatkvæði, eins og þeirra Jóns og Sturlu Snorrasona og hluturinn sem Jón Helgi Guðmundsson á enn eru tal- in með hvorugri blokkinni, en samtals nemur þeirra hlutur um 5,8%. Sam- kvæmt mínum upplýsingum eru þeir Jón og Sturla nú að þreifa fyrir sér með sölu á sínum hlut í Íslandsbanka, þannig að ekki er hægt að segja til um hvernig þeirra atkvæðamagni verður ráðstafað. Íslandsbanki á 5,07% hlut í sjálfum sér, en þeim atkvæðum getur meiri- hluti bankastjórnar ekki beitt í at- kvæðagreiðslu á hluthafafundi. Þó gætu stjórnendur bankans, þ.e. þeir Bjarni Ármannsson forstjóri og Einar Sveinsson, formaður stjórnar, kosið að leggja til við bankastjórn að eigin bréf væru seld vinveittum fjár- festum rétt fyrir hluthafafund, þannig að þeir gætu tryggt sér atkvæðamagn- ið og látið síðan bankann kaupa bréfin aftur, að afstöðnum hluthafafundi. Þetta er einmitt það sem stjórn bankans gerði fyrir síðasta aðalfund til þess að geta nýtt atkvæðin, sam- kvæmt mínum heimildum og leysti svo bréfin til sín nokkrum dögum eftir fundinn. Því gæti stuðningur við núverandi meirihluta bankastjórnar meðal stærstu hluthafanna í Íslandsbanka verið um 26,8%, fari svo að ákveðið verði að selja bréf bankans tímabundið til vinveittra fjárfesta. Fari svo að meirihlutinn njóti einnig stuðnings Jóns Helga og þeirra Snorrasona, Jóns og Sturlu, þá er hlutur þeirra kominn í um 32% og sé raunin sú, að liðlega 3% af atkvæðamagni Straums muni nýtast meirihlutanum, þá væri stuðningur við hann kominn í 35%. Jafnframt fullyrða menn úr röðum núverandi meirihluta, að þeir njóti stuðnings mjög margra smærri hlut- hafa og hafi því tryggt sér vel yfir 40% hlutafjár í bankanum. Ekki liggur fyrir, hvernig eft- irstandandi hlut í Norvest ehf. Jóns Helga Guðmundssonar, sem hann ekki seldi, 1,7% yrði ráðstafað, komi til at- kvæðagreiðslu, en þó er talið ólíklegt, í kjölfar þess að Steinunn, dóttir hans, ákvað að selja Burðarási sinn hlut, að hann komi til með að nýtast núverandi meirihluta. Rauðatorg ehf. með 1,67% hlut er félag í eigu Jóns Snorrasonar, Alnus ehf. með 1,19% hlut er félag í eigu Jóns Snorrasonar og Taxus ehf. 1,16% er fé- lag í eigu Sturlu Snorrasonar, bróður Jóns Snorrasonar. Menn greinir á um það hvernig þeir bræður muni verja sínum atkvæðum, komi til hluthafa- fundar. Þó benda menn úr röðum núverandi meirihluta á, að það hljóti að þurfa um- talsverðan snúning hjá þeim Snorra- sonum, til þess að þeir ákveði að styðja fulltrúa Burðaráss og Straums í stjórnarkjöri, þar sem Jón er fimmti maður meirihlutans í stjórn Íslands- banka. Aðrir í meirihlutanum eru Ein- ar Sveinsson, Karl Wernersson, Ro- bert Melax og enn sem komið er, Steinunn Jónsdóttir. Fulltrúar minni- hlutans, þ.e. þeir sem kjörnir voru með atkvæðum Straums, Burðaráss og líf- eyrissjóðanna eru þeir Þórarinn Viðar Þórarinsson og Úlfar Steindórsson. Enn er ótalið hvernig Lífeyrissjóðir Bankastræti (lífeyrissjóðir starfs- manna hins opinbera) munu ráðstafa sínum atkvæðum, en þeir munu ekki hafa gefið sig upp og ekki viljað blanda sér í átökin með nokkrum hætti. Líf- eyrissjóðir Bankastræti eiga 1,72% hlut. Gæti orðið mjótt á mununum Tuttugu stærstu hluthafar í Íslands- banka eiga samtals um 64,5% hlut í bankanum, eins og áður greinir. Þar sem tekist hefur að eyrnamerkja hvernig megninu af þeim atkvæðum verður ráðstafað komi til stjórnarkjörs Steinunn sneri vörn í sókn með sölu Fréttaskýring | Eins og kunnugt er hefur Burðarás keypt 4,11% hlut Steinunnar Jóns- dóttur í Íslandsbanka. Agnes Bragadóttir segir átökin nú um völdin í Íslandsbanka líkast til jafn harðvít- ug og átökin sem hóf- ust vorið 2000. Karl Wernersson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ætluðu í félagi að ná völdum :  '  %   ! ; '& !"#$" %#&' "#$' "#'' /12 31    ()**  * *+    * *    **  * * *  , *     **  *  ,* ,    **  *  *- .     &     % &< :  ' %   ! ; '& "!#"& /#%0 "#12 !#0! !#%2 !#2" '#&1 '#&1 '#&0 '#/% 414 214      **  *  .*3* *!&45   **  *   **  *  *      **  *6, * ,*7 8   **  *6   *( .9   **  *6   *   .   **  *6   * .*3:   **  *(  8 *     **  *.7 *7 8   **  *; *-  *; 7      &     % & (< *. , .*    . ***** *24* * ) .*  . = &       %  %  $#'/ !#/' %#'" !#/"   * ) * ,    *; * *: . ,    *; * *  *     *6   *  "   ; '&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.