Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Frá því segir í Alexanderssögu að Alexander miklihafi komið í Þórshof íborginni Sardis í Persíu. Í hofinu stóð vagn sem festur var við ok eða sila sem ‘engi kunni frá leysa’ eins og segir í elstu gerð sög- unnar. Jafnframt er frá því greint að sá sem gæti leyst hnútana fengi sigrað alla Asíu. Alexander reyndi að leysa hnútana en tókst það ekki. Þá brá hann á það ráð að höggva á þá með sverði sínu. — Til þessarar frásagnar vísar orðatiltækið höggva á hnútinn ‘leysa e-ð með af- gerandi (oft gjörræðislegum) hætti’. Af því eru reyndar til ýmis afbrigði, t.d. með leysa, en þá er merkingin ekki alveg sú sama eins og lesendum ætti að vera í lófa lag- ið að ganga úr skugga um. Um- sjónarmaður fellir sig hins vegar ekki við að notuð sé sögnin skera í stað höggva eins og sjá mátti í Fréttablaðinu: Viljayfirlýsingin átti að skera á þann hnút (18.10.04). Hér kann að gæta áhrifa frá ensku: cut the (gordian) knot. Orðatiltækið stinga höfðinu í sandinn ‘neita að horfast í augu við veruleikann’ er tiltölulega ungt í málinu og á það sér erlendar ræt- ur. Líkingin vísar til þess að strút- urinn stingur höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. Nýlega rakst umsjónarmaður á nýtt af- brigði: taka strútinn. Grein í Morg- unblaðinu bar yfirskriftina Herra Jón: Erum við að taka strútinn? Í greininni var fjallað um andvara- leysi í áfengismálum og þar sagði: ‘Guðmundur Steingrímsson nefndi það í einum pistla sinna að það væri kallað að taka strútinn ef ein- hver þættist ekki taka eftir vanda- málum í kringum sig, þ.e. væri í af- neitun.’ Trúlega er hér um að ræða slangur eða unglingamál. Sumum kann að finnast þetta nýmæli hnyt- tilegt og ef til vill var það einmitt notað til að vekja athygli á brýnu málefni. Um smekk manna verður að vísu ekki deilt en notkun orða- tiltækisins vera að taka strútinn samræmist vissulega ekki mál- venju. Merking orðatiltækisins getur ekki vísað til dvalar og því er t.d. ótækt að segja: Erum við að stinga höfðinu í sandinn?; Erum við að loka augunum fyrir áfeng- isbölinu?; Erum við ekki að taka eftir vandamáluum í kringum okk- ur? eða Erum við að gleyma okk- ur? Hér að ofan komst umsjón- armaður svo að orði að ótækt væri að segja ..., þ.e. ótækt væri að nota orðasambandið vera að + nh. (dvalarhorf) með sögnum sem sök- um merkingar sinnar geta ekki vís- að til dvalar. Líklega er varlegra að segja að slíkt hafi fram til þessa verið ótækt því að vissulega eru þess fjölmörg dæmi í nútímamáli að orðasambandið vera að gera e-ð sé notað í tíma og ótíma — einnig þar sem það brýtur í bág við mál- venju. Nýlega fylgdist umsjón- armaður með broti úr handknatt- leik sem sýndur var í sjónvarpinu. Það er ótrúlegt en satt, þær tutt- ugu mínútur sem hann horfði á leikinn tókst þeim sem lýstu honum að kom- ast hjá því að nota sagnorð í persónuhætti, þeir notuð þess í stað nafnhátt: leikmenn voru ekki að berjast nógu vel; þeir voru ekki að sýna einbeitni; þeir voru ekki að standa sig nógu vel varnarlega; leikmaðurinn er að gera gott mark; hann er ekki að nýta færin nógu vel; markvörð- urinn er ekki búinn að vera að finna sig nógu vel; breytingin er að heppnast vel; leikmönnum er örugglega ekkert að líða vel þegar aðeins tuttugu mínútur eru eftir og leikmenn eru að fá fín færi en þeir eru bara ekki að nýta þau nógu vel. — Umsjónarmaður telur vafalaust að umfjöllun um íþróttir sé afar mikilvægur þáttur í daglegu lífi fjölmargra, ekki síst barna og ung- linga. Ætla má að margir líti upp til þeirra sem annast slíka þætti, hafi þá jafnvel að fyrirmynd. Það er því sanngjörn krafa að mati um- sjónarmanns að ætlast til að vand- að sé til íþróttaþátta í fjölmiðlum. Íþróttaþættir í ríkisfjölmiðlum ættu að vera til fyrirmyndar um málfar. Málhagur maður kallaði ofnotk- un orðasambandsins vera að + nh. eitt sinn í eyru umsjónarmanns handboltahorf. Það skiptir ekki máli hverju nafni hún nefnist en hitt er verra að hún breiðist hratt út. Nokkur dæmi: Fram- kvæmdastjóri FÍB segir að stóru olíufélögin séu að leggja mun minna á bensínið heldur en þegar þau stunduðu enn þá samráð (Textav 6.4.2005); [skoða] hvort stóru olíufélögin séu að beita und- irverðlagningu (Textav 6.4.2005); lögmaður landeigenda ... segir að með þessum úrskurði sé ráðu- neytið að fallast á það sjónarmið að ... (Mbl. 18.11.04); svo virðist sem margir þessara verkamanna séu að fá 400 til 600 krónur á tímann (Fréttabl. 14. 5.05); Ljóst er að fjölmiðlamarkaðurinn er að taka hröðum breytingum (9.4.2005). Umsjónarmaður hefur orðið þess var að skoðanir eru skiptar um dæmi sem þessi. Sumum finnast þau fullgóð, jafnvel eðlileg, en aðrir telja þau ótæk. Um smekkinn tjáir ekki að deila en það er engum vafa undirorpið að hér er nýmæli á ferð. Okkar bestu menn, skáld og rithöf- undar, tjá sig ekki á þennan hátt. Úr handraðanum Í ágætri grein komst Guðrún Egilson svo að orði: Þarna hafði ég svo setið með hana [bókina] slímusetur klukkustundum saman (Mbl. 15.5.05). Umsjónarmaður þekkir vel orðasambandið sitja slímusetur/(slímusetri) en taldi satt best að segja að það tíðkaðist ekki lengur. En hvernig er það hugsað, hvað liggur hér að baki? — Í fornmálsorðabókum og orðabók Blöndals er tilgreint orðið slím- usetur, hk.et. ‘of löng seta á til- teknum stað’, sbr. slíma, slímdi, slímt, áhrl. ‘dvelja e-s staðar iðju- laus (sem gestur)’. Í Íslenskri orðabók er gefin orðmyndin slím- usetur, kvk.flt., í sömu merkingu. Orðasambandið sitja e-s staðar slímusetur/(slímusetri ) merkir þá ‘sitja sem gestur lengur en sæmi- legt þykir (lengur en orlofsnæt- urnar; lengur en þrjá daga (Bl.)); sitja löngum stundum e-s staðar’. Elstu dæmi eru úr fornu lagamáli, sbr. (stafsetning færð til nútíma- máls): kona má fæða bónda sinn nætur fimm að ósekju, síðan dóm- ur kemur á hendur honum, en ef hann situr þar lengur slímusetur, þá ... og menn þeir, er til þess vilja hafa sig að ganga í samkundir manna óboðið af þess hendi, er veisluna á, og sitja þar slímusetri, og þó að þeir verði harðlega á brott reknir ... — Líkingin er óljós, hún kann að vísa til þess að slím sest á það sem lengi er óhreyft auk þess sem slím hefur neikvæða vísun. Orðatiltækið stinga höfðinu í sandinn ‘neita að horfast í augu við veru- leikann’ er til- tölulega ungt í málinu og á það sér erlend- ar rætur. jonf@his.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 53. þáttur EINOKUNARÞURSINN situr nú í æki sínu, hreykir sér hátt og ugg- ir ekki að sér. Hann ber kápuna á báðum öxlum og innan skamms verð- ur hann færður úr henni og sannleik- urinn kemur í ljós. Hversu margir for- eldrar skyldu það vera sem hafa orðið jafnvel að selja eignir og gleyma sumarleyfum vegna þess að ungling- urinn á heimilinu notaði farsímann svo ótæpi- lega í SMS-skilaboð eða gerði sér enga grein fyrir kostnaði við símtöl um farsíma? Og þó þessir sömu foreldrar setji upp grímu mát- tekki-skaltekki, þá eru þessir sömu unglingar það yndi augna, sá prímus mótor, sem heldur þeim sjálfum ungum og við efnið og sannast enn einusinni orð Laxness að börn eru þarfari for- eldrum sínum en nokkurn tíma þeir þeim og á þetta við um alla uppal- endur. Að lokum fá þó foreldrar nóg þegar í ljós kemur að traustið sem sýnt var og allar fortölur leiddu ein- ungis til að unglingurinn gekk fetinu lengra og símareikningurinn hljóðaði uppá nær tvöföld eða þreföld mán- aðarlaun. Þá loksins varð ekki undan því vikist að grípa til ráðstafana. Þeir hafa samband við Símann og krefjast þess að hann taki númerið úr umferð, hreinlega loki því. En svona einfalt er þetta ekki. Síminn dregur fram skúffu- reglurnar og bendir á friðhelgi einkalífsins og nú geta foreldrarnir glatt sig við þann mun- að sem fylgir því að verða gjaldþrota út á friðhelgi einkalífsins. Síminn er nefnilega fjölskyldufjand- samlegur og varðar ekkert um það þó ein- hver geti ekki farið með farsíma og vísar jafnvel til þess að foreldrarnir geti sjálfum sér um kennt að hafa ekki kennt unglingnum í skóginum allar umferðarreglur um háhraðanet og loftbylgjur him- inhvolfsins. – Á hinum endanum eru síðan þau númer sem Síminn tekur fyrirvaralaust úr umferð jafnvel þó innistæða sé kr. 100.000 eða milljón og stefnir með því lífi þeirra sem hlut eiga að máli í voða því margir nota farsíma sem öryggistæki á ferðalög- um. Auk þess hirðir Síminn innistæð- una. Gaman væri að vita hvaða skoð- un lögregla hefur á þessum nýstárlega öryggisþætti; að farsíma sé lokað þegjandi og hljóðalaust og þjófur gangi um dyr að nóttu og hirði fjármuni. Ég hef undir höndum bréf frá Per- sónuvernd þar sem ég er sérstaklega minntur á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. Síminn á Sel- fossi afhenti grandalausum þriðja að- ila farsímanúmer mitt og hefði a.m.k. átt að gæta þess að upplýsingar fengjust a.m.k. í 118. En það hefur greinilega ekkert með persónuvernd hvað þá friðhelgi einkalífsins að gera að mati Persónu- verndar þó annar sé skráður fyrir símanúmeri í símaskrá í meira en hálft ár sem nafnleysingi hefur tekið við og nýtur aukin heldur sérstakrar nafnleyndar af hálfu Símans á kostn- að þess sem skráður er samkvæmt símaskrá fyrir símanum. Það fer því vel á að tala um Persónuvernd Sím- ans. Það er til ákaflega einföld lausn á þessu. Hún er einfaldlega sú að hvort heldur um er að ræða farsíma eða heimasíma að þá skuli þeir sæta sekt- um og fá um það skriflega tilkynn- ingu sem nota ekki símann í tiltekinn tíma. Þessi regla gæti átt við alla fram að 67 ára aldri en vitaskuld yrðu ákveðnir hópar sjálfkrafa und- anþegnir reglum þessum og þarfnast ekki skýringa. Það rekur sig nefni- lega hvað á annars horn í skúffu- reglum Símans. Allt í lagi þó heima- sími hreyfist ekki í 10 ár en farsími bundinn við einhverjar vitleysis skúffureglur Símans. Síminn á Selfossi var staðinn að því að selja undirrituðum svikna vöru varðandi ADSL-tengingu. Ég fékk kerfisfræðing til að athuga málið því umrætt tæki dugði ekki vikuna og hlutu því maðkar að vera í mysunni. Það upplýstist að tæknimenn jafnt í nágrannasveitarfélögum sem í Reykjavík höfðu varað við þessum búnaði og hafði hann þegar fyrir til- stilli þeirra verið tekinn úr umferð. Leyfi fékkst hjá yfirmanni Símans í nágrannasveitarfélagi og á Selfossi að jafna út kostnað af hinni sviknu vöru og setja upp þann búnað sem mælt var með af tæknimönnum. – Ætla mátti að þar með hefði málinu verið lokið en rúsínan í pylsuend- anum er sú að samdægurs og tenging komst á þá var farsími undirritaðs gerður óvirkur. Hlýtur að hafa verið algjör tilviljun! Digital Ísland, Og Vodafone sem og útvarpsstöðvar hafa á að skipa vaskri sveit sem tilbúinn er að leggja nótt við dag til að sendingar þeirra náist sem víðast. Og það sýnir best hversu staðnaður Símþursinn var að hann lét þessi fyrirtæki skjóta sér ref fyrir rass; hafði ekki roð við þeim. En lá þá á því lúabragði að hefta með öllum tiltækum ráðum framrás þessara fyrirtækja. En í þetta sinn verður ekkert Sím- anum til bjargar. Hann hefur verið færður úr kápunni og við blasa ekki aðeins feysknar stoðir heldur iðandi maðkurinn sem gengur upp og niður um þessa meinsemd á íslenskum þjóðarlíkama og inn og út um öll vit. Saga þessarar afturgöngu er senn á enda. Engar styrjaldir voru háðar og þá ekki orrustur, hún molnaði nið- ur rétt sem SÍS innanfrá; dagaði uppi sem nátttröll. Þeir þurfa að fela sem stela Guðni Björgólfsson fjallar um sölu Símans ’Það rekur sig nefnilegahvað á annars horn í skúffureglum Símans. ‘ Guðni Björgólfsson Höfundur er kennari. Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisof- beldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem sett- ar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höf- uðstaður framhalds- og há- skólanáms í tónlist í land- inu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar EINS og margir vita er búið að leggja Suðurstrandarveg, „marglofaðan“ veg milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur, á ís. Vegurinn er ekki á fjögurra ára áætlun Alþingis. Frestunin er auðvitað bagaleg – ekki síst þar sem núverandi vegi um þessar slóðir hefur illa eða ekkert verið haldið við í nokkurn tíma, eðli- lega, þar sem Vegamálastjóri eins og aðrir hefur væntanlega verið að bíða eftir nýjum vegi. Vegurinn gamli er á köflum keyrður niðrí grjót, sérstaklega er þetta slæmt frá því að byggð- inni sleppir austan megin við Litla Land og út að grindarhliði við Herdísarvík. Þá er vegurinn á köflum verulega laus í sér. Skýrasta dæmið um það er að sjö bílar hafa oltið á veginum eða út fyrir hann síðan um ára- mót. Flestir, eða allir, smábílar, bílaleigubílar með erlendum ferðamönnum innanborðs. Slík- um er óspart beitt á þennan hálfónýta veg í stuttum stoppum hérlendis – og það er alvarlegt mál – því að sá sem ekki hefur ekið malarveg áður – og hefur viðbrögðin sjálfráð – hann er í stórhættu á veginum og skiptir þá engu hvort að Gunnar Eyj- ólfsson, með sínu magnþrungna tungutaki, hefur messað yfir honum af myndbandi í Flug- leiðavél eða ekki. Og það eru engar merkingar á veginum um að þetta sé varasamt – eða minnkaður hámarkshraði. Og á veginum á þessum kafla eru fjöldamargar blindhæðir – allar ómerktar – og sumar hverjar eru alvörublindhæðir þar sem fólk í litlum bíl verður fyrr eða seinna fórnarlamb hinna blindu líkinda. Á þessu þarf að ráða bót. Ann- ars er undarlegt að ekki skuli nú þegar liggja sæmilegur vegur um þetta magnþrungna landslag (milli hinna fögru byggða). Baldur Kristjánsson Suðurstrand- arvegur Höfundur er bæjarfulltrúi í Ölfusi og þjónar Strandarkirkju sem prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.