Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR á hluthafafundi, eða um 55% atkvæða í Íslandsbanka, þá hlýtur staða Straums, Burðaráss og lífeyrissjóð- anna, þ.e. núverandi minnihluta að teljast sterkari, því hann nýtur að lág- marki stuðnings 35,5% atkvæða af þessum 64,5% atkvæðum og geti Straumur farið með öll sín atkvæði, þá hækkar hlutfallið upp í 38,7% og fer yf- ir 39% ef 0,74% hlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er talinn með. Meirihlutinn aftur á móti nýtur að lágmarki 21,82% atkvæða af heildar- eign þeirra 20 stærstu, en ef óvissu- atkvæðin þeirra Snorrasona, Jóns Helga Guðmundssonar og Lífeyr- issjóða Bankastræti, ásamt eigin bréf- um eru talin með atkvæðamagni meiri- hlutans, þá verður hlutfallið 33,9% atkvæða í Íslandsbanka og fer yfir 37%, ef þeir njóta stuðnings af 3% af eign Straums. „Það hlýtur að vera alveg á hreinu, að fjárfestingarfélag eins og Burðarás færi ekki út í fjárfestingu á hlutabréf- um upp á liðlega 7,3 milljarða króna, án þess að hafa vissu fyrir því að ráð- andi hlutur í Íslandsbanka hafi verið tryggður,“ sagði viðmælandi sem er þess fullviss að Straumur, Burðarás og lífeyrissjóðirnir hafi þegar tryggt sér umtalsvert meiri stuðning en núver- andi meirihluti. Samkvæmt ofangreindu hefur hvor- ug fylkingin enn tryggt sér hreinan meirihluta atkvæða í Íslandsbanka. Það verða því að líkindum litlu hlut- hafarnir, sem samtals ráða yfir um 35% atkvæða, sem ráða úrslitum um það hvernig stjórn Íslandsbanka verð- ur skipuð. Það er ljóst af ofangreindu að í sum- um tilvikum telja báðar fylkingar sig njóta stuðnings sömu atkvæða, því sé litið til þess stuðnings sem hvor fylking um sig telur sig njóta að hámarki, að þá er atkvæðamagnið komið vel fram úr þeim 64,5% prósentum sem til skiptanna eru. Sé aftur á móti stuðst við lágmarkstölurnar, virðast þær nokkurn veginn stemma við þau 55% atkvæða í Íslandsbanka, sem ég tel mig hafa upplýsingar um að hægt sé að eyrnamerkja. Þeir sem glöggt þekkja til, segja að líkur séu á því, að á næstunni verði bundinn endi á eitt lengsta og harðvít- ugasta viðskiptastríð hér á landi, sem hófst á vordögum árið 2000, með því að ágreiningur var gerður í Íslands- banka, um skiptihlutföllin, sem Krist- ján Ragnarsson, þáverandi bankaráðs- formaður Íslandsbanka, hafði samið um við FBA (Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins), en þeim ágreiningi hafa þegar verið gerð ítarleg skil hér í Morgunblaðinu í ársbyrjun ársins 2003. Vilja skipta um „kallinn í brúnni“ Margir hafa velt vöngum yfir því hver séu áform Landsbankamanna og Burðaráss með þessum kaupum í Ís- landsbanka. Fullyrt er úr þeirra röð- um að þeir hafi engin áform um sam- einingu Landsbanka og Íslandsbanka. Þeir geri sér mætavel grein fyrir því, að slík sameining verði aldrei liðin. Þeir horfi til öflugs samstarfs bank- anna tveggja erlendis, þannig að þeir í samvinnu, geti tekið að sér stærri og arðvænlegri verkefni en þeir geta nú, sinn í hvoru lagi. Til þess að slíkt sam- starf geti komist á og verið giftu- samlegt, þurfi einfaldlega að skipta um stjórnendur í Íslandsbanka og því séu þessi kaup liður í þeirra áformum um að skipta um „kallinn í brúnni“. í Íslandsbanka agnes@mbl.is Karl Wernersson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smára- son ætluðu í sameiningu að taka völdin í Íslandsbanka. Karl Wernersson Jón Ásgeir Jóhannesson Hannes Smárason Ætluðu að taka völdin Þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórn- arformaður Burðaráss, og Þórður Már Jóhannsson, forstjóri Straums, munu telja breytinga þörf á yfirstjórn Íslandsbanka. Feðgarnir og forstjórinn Björgólfur Guðmundsson Björgólfur Thor Björgólfsson Þórður Már Jóhannesson Þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar, eru sagðir telja öruggt að meirihlutinn í stjórn bankans haldi velli. Forstjórinn og for- maður bankastjórnar Bjarni Ármannsson Einar Sveinsson Steinunni Jónsdóttur og föður hennar Jóni Helga Guðmunds- syni var nóg boðið er þau heyrðu af áformum Karls Werners- sonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. Feðginum nóg boðið Steinunn Jónsdóttir Jón Helgi Guðmundsson ÍSAKSSKÓLI var stofnaður árið 1926 af Ísaki Jónssyni og fagnar skól- inn því 80 ára afmæli á næsta ári. Ísak þróaði og innleiddi nýjar hug- myndir um kennslu yngri barna en skólinn hefur frá upphafi verið fyrir börn á aldrinum fimm til átta ára. Þegar skólinn var stofnaður var afar þarft að bæta úr kennslu fyrir yngri börn og þó að þörfin hafi kannski breyst í dag eru kennsluaðferðir Ís- aks og gildi enn í hávegum höfð, s.s. almenn kurteisi, jákvæðni og agi. Árni Pétur telur þau gildi svo sann- arlega eiga við í dag enda samfélagið að verða sífellt hraðara auk þess sem fjölskyldan verji færri stundum sam- an en áður tíðkaðist. Því sé mikilvægt að allir sem koma að uppeldi barna ásamt foreldrum kenni börnum að meta þessi mikilvægu gildi. Í náminu er jafnframt lögð áhersla á söng, myndmennt og hreyfingu. Einkunnaorð skólans eru Starf – Þroski – Háttvísi – Hamingja. Um 215 nemendur stunda nám við skólann og koma nemendurnir af öllu höfuðborgarsvæðinu. Ætlunin er að fjölga þeim í um 250 fyrir næsta skólaár og stendur innritun yfir þessa dagana. „Þá kemur mest inn af fimm ára börnum. Það hefur alltaf verið mikil ásókn í það enda byrja börnin fyrr að læra t.d. lestur og ensku.“ Allir velkomnir í Ísaksskóla Að sögn Árna Péturs hefur alltaf verið mikil eftirspurn eftir skólavist og áhugi foreldra mikill. Hin seinni ár hefur skólinn ekki vísað börnum frá. Hann segist vilja leiðrétta þann mis- skilning að einstaklingar séu valdir inn eftir fjölskyldum eða ríkidæmi. „Það virðist vera saga sem lifir lengi. Það er ekki þannig og hefur aldrei verið stefna skólans,“ segir Árni Pét- ur og bætir við að skólinn starfi í anda Ísaks Jónssonar, sem vildi fá inn börn úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Aðspurður segir hann fimm ára börn vera mjög móttækileg fyrir fræðslu og því sé afar eðlilegt að börn hefji grunnskólanám á þeim aldri. Fyrsta árið byggist mjög mikið á námi sem kennt er í gegnum leiki. „Börnin eru að gera mjög skemmti- lega hluti og þau móttaka mjög mikið af fróðleik, maður finnur það. Við vit- um að það hjálpar krökkum síðar að byrja svona snemma að læra á þenn- an hátt.“ Árni Pétur segir það vera mikla viðurkenningu fyrir skólann að for- eldrar skuli hafi valið Ísaksskóla fram yfir sinn hverfisskóla fyrir börnin sín. Þeir greiði skólagjöld sem þeir ann- ars þyrftu ekki að greiða og sumir foreldrar leggi leið sína úr t.a.m. Hafnarfirði til þess að börnin geti komist í þennan tiltekna skóla. Árni Pétur segir fólk gera þetta því það hafi trú á náminu og þeirri menntun sem barnið geti öðlast. „Við höfum dæmi um það langt aft- ur í tímann að nemendur sem koma frá okkur hafa staðið sig feikilega vel í prófum,“ segir Árni Pétur en fylgst er með framþróun barnanna sem stundað hafa nám í skólanum. Árni Pétur segir skilning yfirvalda gagnvart starfsemi skóla líkt og Ís- aksskóla hafa breyst til hins betra á síðustu sex mánuðum. „Einkaskólar hafa ekki notið þess skilnings sem þeir eiga skilið í mörg ár. Þar af leið- andi hafa þeir átt á brattann að sækja. En núna er viðhorf Reykjavík- urborgar til þessara mála allt annað. Aðkoma forsvarsmanna þessara málaflokka hjá borginni hefur gjör- breyst, sér- staklega Stefáns Jóns Hafstein og Þorláks Karls- sonar, og hún hef- ur orðið til þess að við erum nú að klára samninga,“ segir Árni Pétur. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi hækkað framlög borgarinnar á hvern nem- enda myndarlega og það sé mikið fagnaðarefni. Hann bendir á að fram- lög til skólans frá borginni und- anfarin ár hafi verið það lág að það hafi verið nánast ómögulegt að reka skólann. Með nýjum samningi sé ann- að uppi á teningnum. „Ef við höldum áfram því góða starfi sem unnið er í skólanum, eft- irspurn foreldra eftir plássi fyrir börnin sín helst áfram og við gætum aðhalds í rekstri, sjáum við ekki ann- að en að hægt sé að láta reksturinn ganga upp,“ segir Árni Pétur og bæt- ir því við að hann líti svo á að samn- ingarnir við borgina séu búnir og það eina sem eftir sé að gera sé að skrifa undir þá. Lágmarkslaun 240 þúsund kr. Kennarar skólans leika lykilhlut- verk í velgengni skólans að sögn Árna Péturs, og hann segir að þar sé að finna marga afburðahæfa kennara og annað starfsfólk. Margir kennaranna hafa kennt þar áratugum saman og búa yfir mjög mikilli reynslu. Skólinn gerði fyrr á þessu ári kjarasamning við 10 af 16 kennurum skólans, þ.e. við alla nema þá kennara sem hafa unnið það lengi að þeir voru á sínum tíma skipaðir af Reykjavíkurborg. Árni Pétur segir hvern og einn kennara geta samið um sín laun en lágmarkslaun fyrir kennara verða ekki undir 240 þúsund kr. Þetta er talsvert hærri upphæð en er að finna í kjarasamningi Kennarasambands Ís- lands (KÍ). Árni Pétur segist vita að skiptar skoðanir séu meðal kennara og samtaka þeirra um samninginn en að allir hafi þó sömu markmið, þ.e. að bæta kjör kennara og efla menntun í landinu. „Hugsjónin með samningnum var að færa þetta nær því sem þekkist al- mennt í vinnuumhverfinu. Við erum að reyna segja við kennarana að þetta sé ný hugsun og ný leið sem verið sé að fara þarna og þeir eru sammála okkur,“ segir Árni Pétur. Nauðsyn- legt sé að menn horfi fram á veginn og fagni framsæknum og nýjum hug- myndum. Bjart framundan „Staða Ísaksskóla er mjög sterk núna. Skólinn er ekki lengur í fjár- hagserfiðleikum. Við erum að gera nýjan samning við Reykjavíkurborg og við finnum mikinn velvilja bæði frá fólki almennt og ekki síður fyr- irtækjum sem vilja styðja okkur. Nú nýverið voru m.a. ákveðin tímamót þegar EJS gaf skólanum tölvur sem gerði okkur kleift að endurnýja allan tölvukost skólans og tryggja öllum kennurum fartölvur,“ segir Árni Pét- ur og bætir því við að starfsmenn skólans finni fyrir miklum meðbyr. Hann bendir á að verið sé að skoða ýmsa vaxtarmöguleika skólans. „Ég er algjörlega sannfærður um að þessi skóli á mikla framtíð fyrir sér,“ segir Árni Pétur. „Þessi skóli á mikla fram- tíð fyrir sér“ Ísaksskóli stendur á tímamótum en staða hans er sterk og framtíðin björt að sögn Árna Péturs Jónssonar, formanns skólanefndar. Jón Pétur Jónsson ræddi við Árna Pétur um starfið. jonpetur@mbl.is Árni Pétur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.