Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 47 MINNINGAR ✝ Jófríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1935. Hún lést á heimili sínu 2. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir, f. 19. sept. 1913, d. 3. júlí 1960 og Ólafur Óskar Jónsson, f. 25. júlí 1908, d. 10. júlí 1976. Systkini Jófríðar eru: 1) Jón, f. 27. janúar 1940, kona hans er Agnes Jónsdóttir, f. 26. júní 1945, þau eru búsett í Grindavík. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 2) Pálína, f. 18. október 1944, maður hennar er Ís- leifur Haraldsson, f. 25. júlí 1947, þau eru búsett í Grindavík. Þau eiga þrjá syni, fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Gísli Örn, f. 30. desember 1949, kona hans er Njála Vídalín, f. 20. desember 1952, þau eru búsett í Hafnarfirði. Þau eiga tvö börn og þrjú barna- börn. 4) Magnús Óskar, f. 30. maí 1952. Fyrri kona hans er Halldóra Baldursdóttir, f. 30. júlí 1957. Þau eiga fjögur börn og átta barna- börn. Þau skildu. Seinni kona hans er Ragnheiður Arngríms- dóttir, f. 17. mars 1957. Þau eru búsett í Grindavík. Þau eiga einn son. Jófríður giftist 19. september 1959 Geir Guðmundssyni frá Vetleifsholtsparti í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu, f. 15. september 1929, d. 12. mars 1994. Hann er sonur hjónanna Guðbjargar Guðna- dóttur, f. 12. mars 1892, d. 21. júlí 1972 og Guðmundar Tyrf- ingssonar, f. 8. des- ember 1893, d. 1. mars 1932. Jófríður og Geir bjuggu allan sinn búskap í Mörk, nú Staðar- hrauni 3, í Grindavík. Jófríður ólst upp í Grjótagötu 12 í Reykjavík. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Vesturbæjarskól- anum og fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Hún stundaði líka margskonar nám tengt sinni at- vinnu. Jófríður var verkstjóri í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, þar sem Geir var vélstjóri til dánar- dags. Seinustu starfsárin var Fríða starfskona á Hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför Jófríðar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Fríða, um morguninn þegar ég ætlaði að sækja þig, eins og alla aðra morgna, höfðum við þegar ákveðið að heimsækja Jakob og Söru og sjá litla langömmubarnið mitt, þú varst búin að kaupa gjöf sem þú hlakkaðir svo til að færa henni. Gjöfin er komin til skila, systir mín góð, og þú komin í þann faðm sem þú þráðir heitast, til Geirs þíns. Er vorið kemur sunnan yfir sund með söng í hjarta, gneistaflug um brár, þá breytast öll hin löngu liðnu ár í ljósan dag í heiða morgunstund. Við fjallsins rætur á ég lítinn lund og leyndardóm sem enn er hreinn og skær og heillað getur svip þinn, nær og nær, og nafni þínu gefið hold og blóð, laugað í dögg og dagsins morgunglóð. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á förnum vegi, birtist vinum tveim, sem ennþá muna yndislegan heim sem einu sinni var. Og endurfundum fagna sálir tvær, sem frjálsar teyga angan þína, jörð og seltuna við silfurbláan fjörð. (Höf. ók.) Hafðu þökk fyrir allt, kær kveðja. Pálína, Ísleifur og fjölsk. Kveðja til ástkærrar systur. Hún Fríða systir mín er fallin frá. Þó það hafi verið tæplega 15 ára aldursmunur á okkur, þá áttum við saman margar góðar stundir. Ég vil kveðja hana með þessum sálmi. Tíminn líður, loks þín bíður, loks þín bíður á himni ró. Bróðirinn besti, mannvinur mesti, mannvinur mesti þar stað þér bjó. Tíminn líður, loks þín bíður, loks þín bíður á himni ró. (Helgi Hálfdánarson.) Hvíl í friði, þinn Gísli. Kom þú, andinn kærleikans, tak þú sæti í sálu minni, svala mér á blessun þinni, brunnur lífs í brjósti manns. Andinn kærleiks, helgi, hreini, hjálp mér, svo ég deyi frá sjálfum mér og synda meini. Sæll í Guði eg lifi þá. (Björn Halldórsson.) Mig langar til að kveðja mágkonu mína. Þegar ég kom í fjölskylduna þá kynntist ég Fríðu ekki mikið þar sem hún og Geir voru búin að stofna heim- ili í Grindavík. Seinna fluttum við Gísli í Grindavík og ég fékk vinnu á Þórkötlustöðum þar sem Fríða var verkstjóri. Kannski var ég ekki alltaf eins og hún vildi hafa mig en við náð- um saman fyrir því. Þegar við Gísli fluttum til Reykjavíkur þá minnkaði samgangurinn. En alltaf þegar við komum til Grindavíkur þá var vel tekið á móti okkur með kaffi, meðlæti og vináttu. Mig langar til að senda systkinum hennar samúðarkveðjur en sérstaklega Pálínu systur hennar og Ísleifi fyrir óeigingjarna um- hyggju gagnvart Fríðu undanfarin ár. Hvíl í friði, þín Njála. Elsku Fríða. Þá ertu farin á braut, fyrr en mað- ur átti von á. Síðasta minning mín um þig er úr sjötugsafmæli þínu í febrúar síðasliðnum. Þá leist þú svo vel út og lékst á als oddi. En ég á tvær eldri minningar um þig sem eru mér kær- ar. Sú fyrri er jarðaberjakakan þín. Það voru góðar stundir þegar mamma og pabbi tóku okkur systk- inin á rúntinn í Grindavík. Þú bauðst ávallt uppá kaffi og meðlæti. Jarða- berjakakan stóð þar upp úr. Seinni minningin er jólagjöf sem ég fékk frá þér og Geir þegar ég var 12 ára. En það var vasadiskó og kassetta með Kenny Rogers. Óvenjulegt val fyrir 12 ára stúlku en hitti beint í mark. Ég átti margar góðar stundir við að hlusta á Kenny Rogers. Ég er þakk- lát fyrir minningarnar sem ég á um þig og vona að þú sért ánægð þar sem þú ert núna með honum Geir þínum. Kveðja, Ragnheiður Gísladóttir. Elsku Fríða. Í ríki himnaföður ríkir eflaust mikil gleði, þú komin til Geirs þíns sem þú hefur saknað svo mikið. Kristófer vonar að þú verðir dugleg að spila við Arnar litla og bakir með honum piparkökur. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt og Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Minning þín lifir um ókomin ár. Kær kveðja, Gylfi, Kristbjörg og synir. Mér er ljúft að minnast Fríðu frænku með nokkrum orðum. Hún hefur verið hluti af lífi mínu alla ævi. Ekki er hægt að minnast Fríðu án þess að minnast Geirs manns hennar, svo samhent voru þau. Þar sem Fríða var, þar var Geir. Þau unnu nær allan sinn starfsaldur í Hraðfrystihúsi Þór- kötlustaða. Fríða sem verkstjóri og Geir sem vélavörður. Unga fólkið naut þess að kynnast þeim þegar það flykktist til vinnu í skólafríum til að vinna í fiski, humri eða öðru sem til féll. Oft var glatt á hjalla og skipti þá máli að þeim hjónunum líkaði ákaf- lega vel að vera innan um unga fólkið þó þeim yrði sjálfum ekki barna auð- ið. Fríða var ekki allra en vinur vina sinna og vildi hag þeirra sem bestan. Ég kynntist henni bæði sem ættingja og yfirmanni. Ég vissi að það skipti hana máli að ég ynni mína vinnu helst 100 prósent því það var hennar siður. Hún fylgdist ekki síður með menntun minni og hvatti til hennar. Fríða las alla tíð mjög mikið. Ég minnist hennar við eldhúsborðið í Mörk með bækur í kringum sig. Ekki þótti henni verra að ræða efni þeirra við aðra. Þeim hjónum líkaði vel að ferðast um landið í góðra vina hópi. Þar var borin virðing fyrir landinu, mönnum og málleysingjum. Þau fóru margar ferðir með Slysavarnafélag- inu Þorbirni þar sem Geir var félagi. Ekki létu þau sitt eftir liggja á kvöld- vökum við söng og gleði. Eftir andlát Geirs fór hún í margar húsbílaferðir með Pöllu systur sinni og oft var Nonni bróðir með í för á sínum bíl. Fríða lét sér annt um velferð systkina sinna og systkinabarna. Hún vildi hag fjölskyldunnar sem bestan og gladdist yfir nýjum ein- staklingum sem bættust í hópinn. Mér þykir sérstaklega gaman að minnnast þess þegar haldið var upp á sjötugsafmæli Fríðu en þá héldu systkini og systkinabörn henni veislu. Meðal okkar var hún kölluð höfuð ættarinnar enda var hún elst af systkinunum. Síðari ár átti hún við veikindi að stríða en bjó heima og ættingjar litu til með henni. Ég kveð kæra frænku og þakka fyrir góðar stundir á liðnum árum. Blessuð sé minning hennar. Ingunn Jónsdóttir. JÓFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Ástkær faðir minn, HELGI HALLGRÍMSSON húsgagna- og innanhússarkitekt, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 21. júní kl. 13:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið og Krabbameinsfélagið. Rut Helgadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRARINN BRYNJÓLFSSON, Háholti 12, Keflavík, lést föstudaginn 27. maí síðastliðinn. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar í Grindavík fyrir góða umönnun. Jóhanna Ragna Magnúsdóttir, Magnea Gógó Þórarinsdóttir, Gunnar Jónsson, Birgir Þórarinsson, Anna Rut Sverrisdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Pétur Pétursson og barnabörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR E. EGGERTSSON, Móabarði 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 13. júní kl. 13.00. Ingveldur Ingvadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær systir okkar, SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Ormsstöðum, Breiðdal, lést á Sjúkrahúsi Neskaupstaðar laugardaginn 4. júní. Jarðarförin verður gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal mánudaginn 13. júní kl. 14:00. Guðný Brynjólfsdóttir Guðrún Brynjólfsdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónustaMorgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.